Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 T Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hvemig á að bregð- ast við? > Ifréttatilkynningu, sem Þjóð- hagsstofnun sendi frá sér í fyrradag þar sem lagt er mat á hugsanleg efnahagsleg áhrif 40% niðurskurðar á þorskveið- um segir, að landsframleiðsla gæti minnkað um 4-5% af þess- um sökum. Það er auðvitað mik- ið áfall. Á árinu 1967 minnkaði þjóðarframleiðsla um 2% frá árinu áður og næsta ár á eftir minnkaði hún um 6% til viðbótar eða samtals um 8 prósentustig á tveimur árum. Á árunum 1967 og 1968 minnkaði gjaldeyris- verðmæti sjávarafurðafram- leiðslu um hvorki meira né minna en 45%. Þótt erfitt kunni að vera að bera saman þessi tvö tímabil sýna þessar tölur þó, að við íslendingar höfum áður orð- ið fyrir áþekku og jafnvel stærra efnahagslegu áfalli en við stönd- um nú frammi fyrir. Þess skal þó getið, að mikið góðæri ríkti í nokkur ár fram til 1967 en áfallið nú kemur í kjölfar fjög- urra erfiðra ára. Á móti kemur hitt, að á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er frá kreppunni 1967-1969, hefur þjóðin aukið við eignir sínar, þannig að á meiru er að byggja nú en þá. Fyrstu viðbrögð talsmanna útgerðar og vinnuveitenda hafa verið þau m.a., að'til þess geti komið að lækka þurfi laun. Spytja má, hvort þama sé ekki byijað á öfugum enda. Ef niður- staðan verður sú, að sjávarút- vegurinn og þar með þjóðin í heild standi frammi fyrir mikilli skerðingu á þorskveiðum er eðli- legt, að fyrstu viðbrögð verði þau að spyija, hvað útgerð og fiskvinnsla geti gert til þess að laga rekstur sinn að minni þorskafla. Þar kémur margt til greina: fækkun skipa, sem stunda veiðar, fækkun fisk- vinnslustöðva í rekstri, markviss og aukin sókn í aðra fiskstofna m.a. fiskstofna, sem við höfum lítið eða ekkert sinnt fr.am til þessa. Það er nauðsynlegt, að talsmenn útgerðar og vinnuveit- enda svari fyrst þessum spurn- ingum áður 'en þeir hefja um- ræður um að lækka laun. Það er hins vegar sama hvað á geng- ur í sjávarútvegi, það reynist undarlega erfitt að fá talsmenn þeirrar atvinnugreinar til þess að horfa fyrst í eigin barm áður en þeir heQa.umræður um það, hvernig hægt sé að dreifa áfall- inu á þjóðfélagsþegnana al- mennt. Auðvitað kemur 40% skerðing {xirskveiða niður á þjóðinni allri en það skiptir máli, hvernig þeim byrðum er dreift og það liggur ekki endilega beint við að þeir fyrstu, sem eigi að taka þær á sig, séu launþegar, sem svo hart hefur verið gengið að síðustu árin, sem raun ber vitni. Kreppan 1967-1969 var þjóð- inni mjög erfíð en það tók ótrú- lega skamman tíma að komast út úr henni. Úr því að við gátum ráðið við þann vanda, sem þá steðjaði að, getum við einnig tekizt á við erfiðleikana nú. Það er bæði sanngjarnt og eðlilegt, að þeir, sem hafa mest bolmagn til þess að taka á sig áföll af þessu tagi, axli þyngstu byrð- amar. Það er líka eðlilegt og sanngjarnt, að þeim sem minnst mega sín verði hlíft við afleið- ingum slíkra áfalla eftir því, sem mögulegt er. Þessi grundvallar- hugsun mótaði þær aðgerðir, sem gripið var til vegna krepp- unnar fyrir aldarfjórðungi. Það sama á ekkert síður við nú og raunar enn frekar vegna þess, að lægstlaunaða fólkið hefur orðið að þrengja mjög að sér síðustu fjögur árin. Verði niðurstaða sjávarút- vegsráðherra svo mikil skerðing á þorskveiðum, sem um hefur verið rætt, er augljóst, að ríkis- stjórnin sjálf þarf að grípa til margvíslegra aðgerða í opinber- um fjármálum. Núverandi ríkis- stjórn er reynslunni ríkari eftir margvíslegar sviptingar sl. haust og upp úr áramótum vegna niðurskurðar í trygginga- kerfinu, heilbrigðiskerfinu og menntakerfínu. Þann lærdóm má draga af þeim erfiðleikum, sem ríkisstjórnin hefur lent í vegna þess niðurskurðar, að það skiptir ekki bara máli hvað er gert, heldur hvernig það er gert og hvernig það er kyimt fyrir öllum almenningi. Ríkisstjórnin hefur á margan hátt geit rétta hluti en staðið ranglega að fram- kvæmd þeirra. Á öðrum sviðum, hefur verið gengið alltof langt. Við verðum að takast á við þessi áföll annars vegar með aukinni hagræðingu í sjávarút- vegi og í opinberum rekstri, jafnt ríkis sem sveitarfélaga og hins vegar með því að leita að nýjum vaxtarbroddum í atvinnu- lífínu. Þá er að finna í vannýtt- um fisktegundum, í aukinni vinnslu sjávarafurða hér heima fyrir, í ferðamannaþjónuStu og margvíslegum iðnaði. Við meg- um ekki láta svartsýni ná tökum á okkur heldur takast á við þann vanda sem við blasir af kjarki, útsjónarsemi og bjartsýni um að betri tíð sé í vændum. TILLAGA UM 40% SKERÐINGU A ÞORSKAFLA iðum 1976-1991 og skipastóllinn 500 þús. tonn 89 ‘90 '91 Meðalstærð skipa (í brúttólestum) 1976 Ovissa tefur hlutafjárútboð sj ávarútvegsfyrirtækj a HLUTAFJÁRÚTBOÐI hjá Þormóði Ramma hf. sem átti að hefjast nú í júní er frestað þangað til þeirri óvissu, sem ríkt hefur í tengslum við skerðingu þorskaflans, hefur verið eytt. Á þessu ári er gert ráð fyrir aukningu á hlutafé hjá a.m.k. fjórum stórum sjávarútvegsfyrirtækjum. Auk Þormóðs Ramma hf. eru það útgerðarfélagið Sjóli hf., Grandi hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. Hlutafjárútboð Útgerðarfélagsins Sjóla hf. sem greint var frá í Morgun- blaðinu í gær og átti að hefjast þann 9. júní nk. mun aðeins frestast. „Skertur þorskkvóti hefur ekki jafn mikil áhrif á Útgerðarfélagið Sjóla hf. og mörg önnur sjávarútvegsfyrir- tæki ef litið er á hlutfallslega skipt- ingu veiðikvóta fyrirtækjanna. Út- gerðarfélagið Sjóli hefur bætt afla- heimildir sínar með utankvótaveiðum t.d. á úthafskarfa. Sala hlutabréfanna hefst samt sem áður ekki fyrr en það skýrist betur hvaða ákvarðnir stjórn- völd taka og hvaða áhrif þær hafa á starfsemi Útgerðarfélagsins Sjóla hf. og önnur sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi,“ segir Edda Helgason fram- kvæmdastjóri hjá Handsal hf. sem sér um hlutaijárútboð Útgerðafélagsins Sjóla hf. Ef þorskkvóti Þormóðs Ramma verður skertur verulega mun það hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Á meðan óvissuástand ríkir um kvótaút- hlutun Þormóðs Ramma mun ekki verða farið af stað með hlutafjárútboð hjá fyrirtækinu. Ég geri ekki ráð fyr- ir að mikil viðskipti verði með hluta- bréf sjávarútvegsfyrirtækja við Ríkisstjórn: Ekki rætt um aukaframlag til djúpslóðarrannsókna Fjáraiálaráðherra segir að ekkert samráð hafi verið milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort Hafrannsóknastofnun fái framlag úr ríkis- sjóði til að hefja rannsóknir á djúpslóð á þessu ári. „Það er hugsanlegt að stofnunin sjálf geti breytt verkefnalista sínum og farið í þessar rannsóknir í ár en frestað öðrum fyrirhuguðum rann- sóknum á móti til næsta árs. Eins er hugsanlegt að veiðileyfishafar sjái sér fært að fjármagna þessar rannsókn- ir,“ sagði Friðrik Sophusson við Morg- unblaðið. Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyr- ir að sérstakar rannsóknir á djúpslóð, til að kanna möguleika á veiði á ónýttum fískitegundum sem þar halda sig, kosti um 30 milljónir króna og var fyrirhugað að hefja þær á næsta ári. í ljósi tillagna um verulegan samdrátt þorskveiða á næsta ári hefur sjávarútvegsráð- herra lagt áherslu á að undirbún- ingi þessara rannsókna verði flýtt svo mögulegt verði að hefja þær í haust fáist til þess fjármagn. óbreytt ástand og því hlýtur verð þeirra bréfa sem koma á markað að vera lægri en hingað til,“ segir Svan- björn Thoroddsen deildarstjóri hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka. Útgerðarfélag Akureyringa hf. fékk heimild upp á 50 milljón króna hlutafjáraukingu. Að sögn Vilhelms Þorsteinssonar framkvæmdastjóra skapar það ástand sem nú ríkir meiri óvissu í kring um hlutafjárútboðið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær það muni hefjast. Davíð Bjömsson hjá Landsbréfum segir ómögulegt að spá um hversu mikil lækkun yrði á hlutabréfamark- aði með skerðingu þorskkvóta. „Minni þorskafli hefur ekki einungis áhrif á gengi bréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum heldur gæti það einnig haft áhrif á hlutabréf í ölíum öðrum fyrirtækjum. T.d. er hugsanlegt að flutningar minnki svo og verslun með olíu. Ef fyrírtæki í sjávarútvegi verða gjald- þrota gæti það einnig haft áhrif á gengi hlutabréf banka o.s.frv. Menn voru famir að vona að einhver upp- sveifla yrði nú á hlutabréfamarkaði en mikil skerðing á þorrskkvótanum getur komið í veg fyrir að svo verði,“ segir Davíð. Á aðalfundi Granda hf þann 30 apríl síðastliðinn var stjórn fyrirtækis- ins veitt heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að 120 milljónir króna. Ákvarðanir um sölugengi nýrra hlutabréfa og tímasetningu útboðsins hafa hins vegar ekki verið teknar eft- ir aðalfundinn, og Jón Rúnar Kris- tjónsson fjármálastjóri Granda sagðist í smtali við Morgunblaðið búast við að engar ákvarðanir þar að lútandi yrðu teknar meðan þessi mál væru að skýrast. Stærrí hryffningarstofn á meiri möguleika við slæm sldlyrði - er álit fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar NÝLIÐUN þorskstofnsins stendur ekki í beinu sambandi við stærð hrygn- ingarstofns þorsks, heldur skipta umhverfisskilyrði mjög miklu máli um það hversu vel tekst til með nýliðun. Stór hrygningarstofn hefur þó meiri möguleika í slæmum umhverfisaðstæðum en lítill. Þetta er mat fiskifræðinga á Hafrannsóknastofnun, en í Morgunblaðinu í gær kom fram að lítið samhengi er á milli nýliðunar og stærðar hrygningarstofns þorsksins og stundum verður nýliðunin mest þegar stofninn er einna minnstur. „Nýliðun er áreiðanlega meira háð almennu umhverfi en stærð hrygning- arstofnsins," sagði Gunnar Stefáns- son, fiskifræðingur hjá Hafrannsókn- astofnun, í samtali við Morgunblaðið. „Þrátt fyrir það eru miklu fleiri léleg- ir árgangar, sem hafa komið úr litlum hrygningarstofni en stórum. Góðir árgangar virðast geta komið úr nán- ast hvaða hrygningarstofni sem er og það er þá háð umhverfisaðstæðum." Gunnar sagði að þetta þýddi tvennt: Annars vegar gætu menn verið heppn- ir og kippir komið í nýliðunina við góð skilyrði. Hins vegar væru einnig tals- verðar líkur á að fá áfram lélega ár- ganga, væri hrygningarstofninn ekki látinn vaxa, sérstaklega ef hann væri látinn minnka frekar. Undanfarin ár hefði hrygningarstofninn verið lítill og menn óttuðust að það hefði slæm áhrif á nýliðunina, enda bentu rann- sóknir til þess. „Við höfum dæmi frá Vestur-Græn- landi, þar sem fór saman mikil veiði og mikill kuldi og nýliðun brást alger- lega. Veiðin hélt áfram og hrygningar- stofninn var enn minnkaður. Síðan komu þrjátíu ár, þegar var hlýtt og kalt á víxl og það kom aldrei góður árgangur," sagði Gunnar. Hann sagði að hin almenna líffræði- kenning um viðgang þorskstofnsins væri sú að stærri hrygningarstofn ætti betra með að aðlaga sig umhverf- isaðstæðum. „Hrygningin nær þá yfír stærra svæði og spannar lengri tíma. Þá eru meiri líkur á að einhver hluti stofnsins passi við umhverfið. Ef hrygningarstofninn er lítill og hrygnir á skömmum tíma er hann veikari fyr- ir ef ástandið er slæmt. Ef umhverfis- ástand er gott, eru menn hins vegar í fínum málum," sagði Gunnar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 25 Tyrkneska forræðismálið: Sophiu dæmdur áfram- haldandi umgengnisréttur Undirréttur í Istanbúl dæmdi Sophiu Hansen áframhaldandi umgengnisrétt yfir dætrum sínum í Tyrklandi í gærmorgun. Sop- hia fær að hitta systumar fyrsta og þriðja laugardaginn í hverj- um mánuði fram í september þegar málið verður endanlega af- greitt úr undirrétti. Þaðan fer málið fyrir hæstarétt í Ankara. Hasip Kaplan, tyrkneskur lögfræðingur Sophiu, segir að ef við- hlítandi úrskurður fáist ekki þar verði málið látið fara fyrir mannréttindadómstólinn í Strassbourg. Sophia segist ánægð með niðurstöður dómsins en samkvæmt honum mun hún 'hitta dætur sínar næstkomandi laugardag. Sophia kom til réttarhaldanna í fylgd lögfræðinga sinna, tveggja systkina og eiginkonu bróður síns. Hún segir að dómarinn í réttinum hafi verið óvenju jákvæður. „Hann þaggaði t.a.m. alveg niður í bróð- ur pabba stelpanna þegar hann ætlaði að fara að tala um hvemig manneskja ég væri og hversu bróðir hans hefði átt erfítt á ís- landi og sagði að hann hefði ekki áhuga á að vita það. Hann hefði aftur á móti áhuga á að vita hvernig börnunum liði og hver væri vilji þeirra,“ sagði Sophia í samtali við Morgunblaðið en faðir telpnanna leiddi fram tvö önnur vitni, kennara og barn en lögum samkvæmt mátti það ekki bera vitni í réttinum. Tyrkneskur blaðamaður kom til réttarhaldanna að beiðni lög- fræðings Sophiu en hann fékk aðeins að taka myndir í réttinum og var síðan vísað frá. Hann átti hins vegar fund með Sophiu og lögfræðing hennar eftir að úr- skurður dómarans lá fyrir og þau settu hann inn í málið. Sophia segir að frásögnin munu birtast fjótlega í dagblaði sem hann ynni fyrir. Von er á blaðamanninum og lögfræðing Sophiu hingað til lands í júlí og munu þeir kynna sér allar aðstæður Sophiu og stað- hætti hér á landi. Sophia segir að tyrkneskur lög- fræðingur hennar hafi staðið sig mjög vel í réttinum og hann hefði sagt að ef hann hefði fengið mál- ið 10 mánuðum fyrr hefði hann búið svo um hnútana að hægt hefði verið að afgreiða málið end- anlega frá undirrétti nú. Áður voru tveir tyrkneskir lögfræðing- ar, hjón, með mál Sophiu en hún segir að þeir hafi ekki undirbúið það nægilega vel og neitað að afhenda dómaranum í málinu öll gögn, sennilega að ótta við föður dætra sinna. Faðir telpnanna hafði farið fram á að fara með systumar út á land í sumarfrí en því var hafn- að í réttinum. Honum var gert skilt að afhenta Sophiu telpurnar á tilskyldum tíma tvo laugardaga í mánuði og angra hana ekki þess á milli en ef hann brýtur gegn því má láta handtaka hann. Til stendur að gefa út 17 laga geisladisk til styrktar baráttu Sophiu Hansen og var eitt lag- anna frumflutt í útvarpsþætti Sig- urðar Péturs Harðarssonar, Land- ið og miðin, í gærkvöldi. Söfnun- arreikningur Sophiu Hansen er nr. 16005 í Grensásútibúi Lands- bankans. Sophia með dætram sínum, Rúnu og Dagbjörtu, í Tyrklandi. Dagbjört verður 11 ára 15. júní en Rúna 10 ára 3. október. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal „Diamond Lil“ kemur inn til lendingar á þrem hreyflum á Keflavíkur- flugvelli á miðvikudagskvöldið. Siökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var I viðbragðsstöðu en lendingin gekk að óskum. 50 ára sprengjuflugvél á Keflavíkurvelli: Flaug á þrem hreyfl- um frá Grænlandi Keflavík. „FERÐIN til íslands gekk vel að því undanskildu að við urðum fyrir vélarbilun og urðum að drepa á einum af fjórum hreyflum vélarinnar yfir Grænlandi. Við flugum í um 11 þúsund feta hæð en ég hefði ekki vi(jað missa annan hreyfil því aðstæður voru ekki sem bestar, kalt og nokkur ísing,“ sagði David Hughes, ofursti og flugstjóri „Diamond Lil“, liðlega 50 ára gamallar sprengjuflugvélar af gerðinni B-24 Liberator sem millilenti á Keflavíkurflugvelli á miðvikudagskvöldið á leið sinni til Bret- lands. Við skoðun á hreyflinum kom í ljós alvarleg vélarbilun og verður að fá nýjan hreyfil frá Bandaríkjunum. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýs- ingafulltrúa varnarliðsins, var vélin á leið til Bretlands frá Bandaríkjunum til þátttöku í sex vikna sýningarferða- lagi sem væri einn af liðum í hátíðar- höldum í tilefni af 50 ára afmæli bandaríska flughersins í Bretlandi. Vélin er í eigu Confederate Air Force sem á og rekur nokkurn fjölda gam- alla herflugvéla af ýmsum gerðum fyrir flugsýningaratriði í Bandaríkjun- um og var hún að koma frá Fort Worth í Texas. Hún hafði viðkomu í Minneapolis og Iqaluit í Kanada á leið- inni til Islands. Héðan er svo ætlunin að fljúga vélinni til Kinloss í Skot- landi þegar búið verður að skipta um hreyfíl. „Diamond Lil“ er af gerðinni B-24A/LB-30 og var hún smíðuð í verksmiðju Consolidated Aircraft Co. í San Diego í Kalifomíu fyrir breska flugherinn. Við prófun varð vélin fyr- ir óhappi í lendingu og var send til verksmiðjunnar aftur til viðgerðar. Hún fór því aldrei til Bretlands en var breytt í flutningavéi og var mest not- uð sem slík í stríðinu. Útboð á nýjum ríkisverðbréfum hefst í næstu viku: Vextir gætu hækkað meðan rík- ið fetar sig inn á þessa nýju braut segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Fjármálaráðherra segir að útboð ríkissjóðs á verðbréfum, sem hefst í næstu viku, geti leitt til þess að vextir hækki meðan ríkið sé að feta sig inn á þessa nýju braut. Seðlabankinn hefur ákveðið að þessi nýju ríkisverðbréf fullnægi lausafjárkvöð innlánsstofnana á sama hátt og spariskírteini ríkissjóðs og jafnframt hefur verið ákveðið að lækka viðurlög við yfirdrætti vegna lausafjárkvaðar úr 20% í 12,5%. Jafnframt hefur verið tekin ákvörðun um að lækka vexti á ríkisvíxl- um um 0,25% í 9,25% með hliðsjón af lítilli verðbólgu og almennt lækkandi vöxtum. Ákveðin hefur verið útgáfa nýrra ríkisverðbréfa, sem seld verða í út- boði og munu vextir ákvarðast af tilboðum í bréfin. Verða þau útgefín í stöðluðum flokkum sem hægt er að skrá á verðbréfaþingi og þannig seljanleg á eftirmarkaði. Fjármála- ráðherra skuldbindur sig til að taka tilboðum í bréf fyrir 300 milljónir króna en áskilur sér rétt til að taka tilboðum í allt að 500 milljónir króna bjóðist vextir sem ráðherra sættir sig við. Verða bréfin seld í 2 millj- óna, 10 milljóna og 50 milljóna verð- gildum og er gildistími 6 mánuðir en stefnt er að því að bjóða síðar flokka sem verði til árs eða lengur. Fyrsta útboðið verður verður 12. þessa mánaðar og það næsta 29. þessa mánaðar en bréfin verða í framtíðinni boðin út mánaðarlega og stærð útboðanna fer eftir fjárþörf ríkisins. Þess á milli mun Seðlabanki kaupa og selja bréfin á markaði og á fréttamannafundi þar sem þessi nýju ríkisverðbréf voru kynnt, sagði Sigurgeir Jónsson forstjóri lánasýslu ríkisins að með þessu móti fengi Seðlabankinn alveg nýtt stjórnkerfi til að leiða vaxtaþróun. Á fréttamannafundinum sagði Friðrik Sophusson aðspurður, að erf- itt væri að segja fyrir um áhrif þessa útboðs á vexti almennt, en því væri ekki að leyna, að á meðan ríkissjóð- ur væri að feta sig inn á þessa nýju braut, gætu vextirnir orðið heldur hærri í byrjun en þeir ættu að verða þegar frá liði. En Friðrik sagði að markaðurinn gæti í raun einn svarað þessari spurningu og Bjarni Bragi Jónsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði að ekki hefði verið reynt að setja upp áætlanir um vaxtaþróun í kjölfar þessara útboða þar sem til- gangur þeirra væri einmitt að kanna viðbrögð markaðarins og forðast að leiða hann með því að mynda sér skoðun og segja hver hún sé. Jóhann- es Nordal seðlabankastjóri sagði þá skoðun ríkjandi, að nokkuð gott jafn- vægi væri á innlendum fjármagns- markaði þessa stundina, og þess vegna væri ekki ástæða til að ætla að markaðsvextir þessara bréfa muni koma á óvart. Að sögn fjármálaráðherra er með þessu útboði verið að taka fyrsta skrefið i þá átt að taka fyrir yfir- drátt ríkissjóðs í Seðlabanka, sem sætti hefur gagnrýni á undanfömum árum. Fjármálaráðherra sagði, að samkvæmt frumvörpum sem liggi fyrir, sé gert ráð fyrir að heimild ríkissjóðs til yfirdráttar í Seðlabanka hverfi árið 1995 á sama hátt og gert hefur verið hjá öðrum þjóðum. Jóhannes Nordal sagði að verið væri að beina lánsfjáröflun ríkisins meir inn á innlendan markað en áður. „Þetta er í raun skref í þróun; við erum ekki að gera neinar grundvall- arbreytingar því hér eru fijálsir vext- ir og þeir ráðast af framboði og eftir- spurn en svona markaður gefur skýr- ari vísbendingu og hjálpar stjórn- völdum þar af leiðandi til að bregð- ast fyrr við vandamálum," sagði Jó- hannes. Friðrik Sophusson sagði að með þessum breytingum reyndi mjög á fjármálaráðuneytið vegna þess að verið væri að kippa í burtu möguleik- um sem það hefði haft til að stjóma vöxtum á ríkisverðbréfum. „Það er nánast búið að taka af okkur tékk- heftið og við verðum að fara út á lánsfjánnarkaðinn eins og áðrir. Og besta ráðið til að koma í veg fyrir vandræði er að haga greiðsluáætlun- um ríkisins í samræmi við tekjur þess, svo ekki myndist þar bil sem þarf að brúa. Það er sá agi sem við þurfum á að halda en höfum ekki haft,“ sagði Friðrik. Á blaðamannafundinum lögðu fjármálaráðherra og seðlabanka- stjóri mikla áherslu á mikilvægi frjálsrar vaxtamyndunar hér á landi og þess að styrkja innlendan fjár- magnsmarkað íneð þessum hætti, í ljósi þess að íslendingar væm að komast í beint samband við erlendan fjármálamarkað og verið væri að aflétta hömlum á fjármagnsflutning- um. „Þetta er liður í þeirri stefnu stjórnvalda að innleiða hér vestrænar leikaðferðir í efnahagsmálum vegna þess að við höfum séð að þær þjóðir sem nota slíkar leikaðferðir eru þjóð- irnar í kringum okkur sem við eigum mest samskipti við, og þær þjóðir sem bestum lífskjörum hafa náð,“ sagði Friðrik Sophusspn. Konunglegi breski flugherinn festi kaup á nokkmm fjölda Liberator-véla sem hann notaði til kafbátavama. Vélamar gátu flogið í allt að 15 klukkustundir og náðu bestum árangri flugvéla í baráttunni við kafbátana. Á Reykjavikurflugvelli var 120. sveit breska flughersins með nokkra Liber- ator-vélar sem stunduðu kafbátahem- að og náði sveitin bestum árangri flug- véla í baráttunni við kafbátana og sökkti hún fleiri kafbátum en nokkur önnur flugsveit bandamanna í styij- öldinni á árunum 1942-43. -BB Útlánsreglur LÍN: Nám í undir- búningsdeild- um lánshæft Eykur fjárþörf Lánasjóðsins um 130 milljónir kr. ÓLAFUR G. Einarsson mennta- málaráðherra hefur beint þeim til- mælum til stjórnar Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna að hún fresti- - framkvæmd ákvæða í nýjum út- hlutunarreglum sjóðsins sem gera ráð fyrir að undirbúningsnám í frumgreinadeildum við Tækniskóla íslands, Samvinnuháskólanum og nokkrum framhaldsskólum verði ekki lengur lánshæft. Er gerð til- laga um að að námsmenn í þessum greinum fái áfram lán á næsta út- hlutunarári eða þar til nýjar út- hlutunarreglur verða settar fyrir haustið 1993. Alls er áætlað að um 300 nemend- ur stundi nám í þessum greinum og er talið að fjárþörf sjóðsins muni auk- ast um 130 milljónir króna verði farið að tilmælum ráðherra. Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri LÍN, sagði að gerð hefði verið úttekt á lánshæfni náms í sérskólum og hvort um væri að ræða nám til undirbún- ings undir stúdentspróf eða hliðstætt því en meginreglan væri sú að slíkt nám væri ekki lánshæft. Tilgangur breytinga sem gerðar voru í nýju út- hlutunarreglunum hefði verið að sam- ræma stöðu námsmanna í þessum greinum gagnvart Lánasjóðnum. Lár- us sagði, að þar sem dráttur hefði orðið á afgreiðslu nýrra laga um Lána- sjóðinn, afgreiðslu úthlutunarreglna og að innritunarfrestur i viðkomandi skóla væri að renna út, hefði verið talið rétt að fresta því um eitt ár að afnema lánsrétt nemenda í viðkom- andi undirbúningsgreinum. Lárus sagði að stjórn Lánasjóðsins kæmi saman næstkomandi miðviku- dag þar sem fjallað verður um til- mæli ráðherra og kvaðst hann reikna með að þau yrðu samþykkt á fundin- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.