Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 33
Sed Í'/Úl. .?, HJDAUJJT&Ö-i CH«A>ia^j;.)HOK Sf, 33 Minning: Sigurbjörg Björns- dóttír frá Raufarhöfn Fædd 25. nóvember 1906 Dáin 24. maí 1992 Sigurbjörg, amma okkar á Bakka, hefur kvatt þennan heim södd lífdaga á 86. aldursári. Hún var fædd í Sveinungsvík í Þistil- firði, þar sem hún ólst upp í for- eldrahúsum í hópi sjö systkina. Foreldrar henriar voru Björn Jóns- son bóndi frá Skinnalóni og kona hans, Málfríður Anna Jóhannsdótt- ir. Ömmu leið vel í Sveinungsvík og þegar hún giftist afa okkar, Guð- mundi Eiríkssyni frá Grasgeir, árið 1929 hófu þau búskap hjá foreldr- um hennar í Sveinungsvík. Þar bjuggu einnig lengst af tvö systkina ömmu og þeirra fjölskyldur. Afi hafði lengi verið barnakennari þeg- ar hann kynntist ömmu og frá árinu 1927 kenndi hann börnum og ungl- ingum á Raufarhöfn, þar sem hann varð síðar skólastjóri. Afi var bóndi í Sveinungsvík til 1943 þegar þau fluttu alfarið til Raufarhafnar. Amma og afi eignuðust sex börn, en misstu einn son ungan. Börn þeirra eru: Málfríður Anna, fædd 1929; Jón, fæddur 1931; Þorberg- ur, fæddur 1932; Björn, fæddur 1933; Gissur, fæddur 1936, dáinn 1943; og Eiríkur, fæddur 1941. Barnabörninurðu sautján, en tvær stúlkur létust af slysförum fyrir þremur árum. Fjöldi langömmu- barna er kominn vel á þriðja tug. Líf hennar snerist um heimilið, börnin, fjölskyldur þeirra og aðra ættingja. Móðir ömmu bjó hjá henni og mörg systkinabarna hennar dvöldu það mikið á heimili hennar að þau litu á ömmu sem aðra móð- ur sína og heimili hennar sem sitt eigið. Þegar hennar eigin börn og sú kynslóð systkinabarna byrjaði að tínast að heiman, komu barna- börn til sögunnar. Barnabörnin sóttu mikið til afa og ömmu og tvö þeirra eru alin upp hjá þeim á Bakka. Kennarastarf afa og það að heimili þeirra var framan af í sveitinni og í þorpinu á veturna er ein ástæða þess að heimili ömmu var alltaf fjölmennt. Fyrstu minningar okkar um ömmu tengjast henni sem húsmóð- ur á Bakka. í minningu barnsins er Bakki stórhýsi á þremur hæðum í fjörunni á Raufarhöfn og amma ríkir sem drottning í eldhúsinu. Húsið hlaut að vera stórt því þar var alltaf fullt af fólki, bæði heimil- isfólk og gestir, en aldrei þrengsli. Amma stjórnaði öllu innandyra af mikilli röggsemi og fór helst aldrei út úr húsi. Manni fannst hún alltaf vera standandi á sama blettinum í miðju eldhúsinu, þaðan sem' hún gat sinnt öllum. Það þótti sjálfsagt og eðlilegt á þessu heimili að allir gerðu það sem amma sagði þeim. Minnisstætt er það að við krakkarn- ir sátum kringum eldhúsborðið og afi var sendur niður í fjöru með grautarskálarnar tvær og tvær í einu til að grjónagrauturinn kóln- aði. Amma notaði þá tækifærið og bætt kanilsykri út á grautinn, þar sem afi sá ekki til, en honum var illa við þetta út af tönnunum. Amma hugsaði hinsvegar bara um að gera það sem börnunum þótti gott. Dagurinn byrjaði snemma á Baka og þegar maður vaknaði sjálf- ur klukkan átta á morgnana var búið að baka brauð, tertu með hvítu sírópskremi og jafnvel kanilsnúða og vínarbrauð. Þegar ein okkar fór sem unglingur norður til að aðstoða ömmu, sem hafði handleggsbrotn- að, kom berlega í ljós hvað hún lagði mikið upp úr því að dekra við hvern einstakling. Oft þurfti að hafa soðnar kartöflur, uppstúf og kartöflustöppu með sömu máltíð. Ekki var óalgengt að boðið væri upp á svið, saltkjöt og kjötsúpu í sömu máltíð til að öruggt væri að hver og einn fengi það sem honum þætti best. Ekki þótti henni nóg að sjá um sitt eigið heimili. Reglulega sendi hún heimabakað brauð í kílóavís og sultur til okkar í Reykjavík. Fyrir hver einustu jól voru sendingarnar stærri, smákökur og tertur af öllum gerðum svo og jólarjúpurnar ham'- flettar og frágengnar komu ætíð tímanlega að norðan. Þegar amma fór svo að dvelja meira í Reykjavík á heimili móður okkar kom hún okkur strax upp á það að koma til sín með allan þvott sem þurfti að strauja, gera við eða handþvo. Henni fylgdi einnig mikill gesta- gangur eftir að hún kom til Reykja- víkur og einhvern veginn er það svo að hún hefur alla tíð laðað að sér mikinn fjölda af fólki. Amma gaf sér þó alltaf tíma til að sinna sínum áhugamálum og þá sérstaklega á seinni árum eftir að hún var komin suður. Hún las mikið um dulræn málefni og hugsaði um líf eftir dauðann og fyrr á árum sótti hún miðilsfundi. Hún hafði yndi af ljóða- lestri og voru Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Hannes Hafstein í miklu uppáhaldi hjá henni. Einnig hafði hún áíiægju af því að hlusta vel á sungin íslensk einsöngslög. Amma helgaði líf sitt algjörlega ummönnun þeirra sem henni voru kærir og tilheyrði sennilega síðustu kynslóð kvenna sem almennt gerði það. Hún gat verið föst fyrir, stjórn- söm og sérvitur en hennar nánustu, og þá sérstaklega börn, fundu ætíð slíka væntumþykju og ástúð að þeim þótti sjálfsagt að gera henni til hæfis. Bakki, húsið sem er svo stórt í minningunni, er í raun pínulítið og þröngt og ekki þesslegt að geta rúmað stórt, myndarlegt og gest- kvæmt heimili. Otrúlegt finnst okk- ur þó að áður en við fæddumst og heimilið var mun stærra en við þekktum nokkurn tímann, var Bakki enn minni en nú, þar sem búið er að byggja við húsið a.m.k. þrisvar sinnum. Þar sem er hjarta- rúm, þar er einnig húsrúm. Við kynntumst ðmmu náið síð- ustu ár hennar er hún bjó í Reykja- vík og núna síðast á Grund. Þegar við heimsóttum hana þangað voru langömmubörnin gjarnan með þar sem þau sóttu mörg í að fá að fara með út á Grund. Minningarnar eru margar og skemmtilegar, bæði frá Raufarhöfn og héðan úr bænúm. Þær verða ekki teknar frá okkur. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt hana fyrir ömmu og viljum þakka henni fyrir samfylgdina. Ingunn, Sigurbjörg og Guðrún. Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur um ömmu mína. Amma giftist 14. september 1929 afa, Guðmundi Eiríkssyni, f. 11. maí 1898, d. 24. júní 1980. Þau eignuðust 6 börn, en misstu einn dreng, Gissur, 7 ára gamlan. Einnig ólu þau 2 sonarbörn sín upp, mig og Guðmund bróður sem kom til þeirra 4ra ára gamall. Amma og afi byrjuðu sinn búskap í Sveinungsvík, æskuheimili ömmu. Þau fluttu til Raufarhafnar haustið 1943, þar bjuggu þau allan sinn búskap. Afi var kennari og síðar skólastjóri Raufarhafnarskóla í 35 ár eða frá 1933 til 1968 er hann hætti sökum aldurs. Amma var ein af 7 systkinum, sem 511 eru nú lát- in. Sem barn var yndislegt að búa á Bakka í næsta húsi við síldarplan- ið hjá Gunnari Halldórssyni. Þar var alltaf líf og fjör á sumrin eftir síldin kom og ég man best efti mér í leik á planinu. Þegar við gátum staðið á haus í tunnunum fórum við krakkarnir að hjálpa til við að salta. Mörg voru prakkarastrikin en ég minnist þess ekki að hafa verið skömmuð oft. Amma og afi voru mjög samrýnd og samhent í öllu, það var alltaf fullt hús af gest- um hjá þeim og barnabörnin voru mjög hænd að þeim. Ég minnist ömmu helst við bakstur og matar- stúss. Alltaf var hún að hugsa um Minning: Elín Elíasdóttir Fædd 7. febrúar 1920 Dáin 1. júní 1992 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú.í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Okkur langar að minnast elsku- legrar ömmu okkar, Elínar Elías- dóttur, sem lést 1. júní síðastliðinn eftir stutt veikindi þar sem skipt- ustá skin og skúrir. Á stundu sem þessari hrannast upp minningar um samverustundir sem eru nú mikils virði í hugum okkar. Besta minning okkar um ömmu var hvað hún var lífsglöð og jafn- lynd. Aldrei sá maður ömmu skipta skapi né hreyta styggðaryrðum að öðrum. Ef eitthvað bjátaði á var hún alltaf tilbúin að hjálpa til. Amma var mikil félagsvera, alltaf til í allt og hafði mjög gaman af því að ferðast. Það var alltaf gott að koma í heimsókn á Tryggvagötuna til ömmu og afa og alltaf var eitthvað þar á boðstólum. Það var alltaf fastur siður að fara þangað í jóla- boð á jóladag og var þá yfírleitt spilað eða spjallað. Þessara boða eigum við eftir að sakna mikið. Amma var mikill íþróttaaðdá- andi og hafði hún mikinn áhuga á fótbolta og handbolta, auk þess sem hún stundaði sundlaugarnar mikið. Oft kom maður í heimsókn þar sem hún og afí lágu yfír fót- boltanum og það var líkt og maður væri mættur á völlinn, svo mikill var áhuginn og spenningurinn. Nú þegar við lítum til baka þá sjáum við hve missir okkar er mik- ill og eftir situr viss tómleiki í hjört- um okkar. Minningin um elsku ömmu okk- ar mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Við biðjum góðan Guð að styrkja afa í sorg sinni. að allir fengju nóg að borða hjá henni, enda kom enginn að tómum kofunum þar. Þegar afi lést fór amma að skreppa suður til Reykja- víkur og dvaldi þar hjá Málfríði dóttur sinni meira og minna þangað til hún fór á Elli og hjúkrunarheimil- ið Grund 1. nóvember 1988. Marg- ar urðu ferðirnar með börnin mín til hennar þangað og þakka ég Guði fyrirað þau skyldu fá að kynn- ast henni líka. Inga Birna, eldri dóttir mín, er í námi í Bandaríkjun- um og mun hún sérstaklega sakna þess að hafa ekki getað hitt íangömmu sína þetta síðasta ár. Ég mun alltaf minnast þess með gleði, að við afkomendur hennar og ættingjar skyldum hafa fengið tækifæri til að halda upp á 85 ára afmælið hennar á Elliheimilinu Grund, henni til mikillar ánægju. Ég veit að hennar er sárt saknað af stórum og litlum manneskjum, sem hefðu gjárnan viljað hafa hana lengur hjá sér, en eiga þó góðar minningar um ástkæra móður, ömmu og langömmu í hjarta sér eins og ég mun geyma góðar minn- ingar um hana. Amma lést á Elji- og hjúkrunarheimilinu Grund. Ég vil færa öllu starfsfólkinu þar sem önnuðust hana mínar bestu þakkir. Guð blessi minningu hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir íiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri, tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allL Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigurbjörg Björnsdóttir. Listasafn ASÍ: Sænskur myndlistarmaður sýnir blýantsteikningar LISTASAFN ASÍ opnar sýningu á verkum sænska myndlistar- mannsins Björn Brusewitz laug- ardaginn 6. júni nk. Björn Brusewitz er þekktur listamaður í heimalandi sínu og- víðar. Hann hefur haldið 35 einka- sýningar í Svíþjóð og m.a. hlotið listamannastyrk sænska ríkisins fjórum sinnum. Hann er fæddur 1949 og hlaut menntun sína við Gerlesborgsskolan og Konsthög- skolan í Stokkhólmi 1969-1976. Verk eftir hann eru í eigu fjölda safna m.a. Nationalmuseum í Stokkhólmi. Sýning Björn Brusewitz sem er risastórar blýantsteikningar, ber heitið Inn í nóttina (Mot natten). Hún er einskonar þroskasaga sögð Björn Brusewitz að störfum. í 21 mynd sem skiptist í sjö þætti. Sýningunni lýkur sunnudagirin 28. júní. Opnunartími er kl. 14.00- 19.00 alla daga. Aðgangur er ókeypis. Amma er nú í faðmi drottins og þökkum við fyrir allt sem hún var okkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Sérstakar þakkir fær starfsfólk Grensásdeildar Borgarspítalans. Sigga Jóna, Lísa, Ella Maja, Vignir, Atli, Sally Ann, Sveinn, Kolla, Arnar Freyr, Sigga, Ella, Gunnar og Áslaug. HVITASUNNU- KAPPREIÐAR i tilefni 70 ára afmælis Hestamannafélagsins Fáks efnum við til stórmóts 5., 6. og 8. júní. Úrval gæðinga af öllu landinu boðin þátttaka. Krökkum er leyft að fara á hestbak. Dagskráin hef st föstudaginn 5. júní með: B-flokkurkl.9.00 Bamaflokkur kl. 9.00 Kappreiðum kl. 17.00 Laugardagur 6. júní: A-flokkurkl.9.00 Unglingaf lokkur kl. 9.00 Sýning kynbótahrossa kl. 16.30 Töltkl. 20.00 Mánudagur 8. júní: Öll úrslit, verðlaunaafhendingar, 250 m skeið báðir sprettir. Félagsheimilið opið alla dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.