Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 35 Minning: Helga I. Guðmunds dóttir frá Seli spurn og sorg, skilningslaus á hve lífið getur stundum verið miskunn- arlaust. Pálmi fæddist í Reykjavík 22. apríl 1949 og var því nýorðinn 43 ára þegar hann lést, 27. maí sl. Hann var sonur sæmdarhjónanna Önnu Pálmadóttur, sem starfar við Námsgagnastofnun í Reykjavík, og Guðmundar Guðmundssonar, fyrr- verandi leigubílstjóra, en hann hef- ur nú látið af störfum vegna heilsu- brests. Pálmi var elstur í hópi fjögurra alsystkina, en eldri hálfbróðir hans er Skúli Guðmundsson verslunar- maður, kvæntur Sigríði Gústafs- dóttur, sem starfar hjá Flugleiðum, búsett í Reykjavík. Næstur á eftir Pálma í systkinahópnum er Einar Már rithöfundur, kvæntur Þórunni Jónsdóttur fóstru, búsett í Reykja- vík. Þar næst kemur Guðmundur Hrafn, doktor í líffræði, kvæntur Ólöfu Sigurðardóttur lækni í blóð- meinafræði, þau eru búsett í Stokk- hólmi í Svíþjóð. Yngst er Auður Hrönn arkitekt, gift Eberhard Jungmann arkitekt, en þau eru búsett í Karlsruhe í Þýskalandi. Öllum þeim sem þekktu Pálma sem bam og ungling ber saman um að hann hafi verið glaður, skemmti- legur og hlýr persónuleiki, og for- eldrum sínum var hann mikill gleði- gjafi. Hann var ákaflega barngóður og sýndi yngri systkinum sínum mikla ástúð og umhyggju, sem hann einnig sýndi bræðrabörnum sínum sem fullorðinn, þá orðinn veikur. Hann var skarpgreindur, afburða námsmaður, ákaflega listrænn, málaði, teiknaði, orti ljóð og var músíkelskur. Þegar Pálmi var á 19. ári, þá í seinasta bekk í menntaskóla, varð hann fyrir þeirri hremmingu, að sálrænn sjúkdómur lagðist á hann. Úr þeim hörðu klóm komst hann aldrei til fulls, þrátt fyrir að hann nyti allrar þeirrar læknisfræðilegu hjálpar sem unnt var að veita hon- um, að ógleymdri allri þeirri umönn- un, ástúð og ósérhlífni sem foreldar hans gáfu honum, og sem mér virt- ust oft vera ofurmannlegar dáðir. Systkini hans og aðrir innan fjöl- skyldunnar lögðu einnig allt sitt af lengi á Landakotsspítala og voru þá börnin á barnaheimili. Þegar að skólagöngu kom fóru þau í Landakotsskóla sem hún taldi vera bestan allra skóla. Mér fannst oft þegar hún ræddi um spítalann og kaþólsku kirkjuna að hún væri kaþólsk. Þó að hún tilheyrði ekki þeim söfnuði mér vitanlega. Hún bar mikla virðingu fyrir þessum stofnunum. Hún ræddi oft um börn- in sín, sem voru henni svo hjartfólg- in og gladdist ef þeim gekk vel. Hún var hreykin af þeim, því allt er þetta duglegt fólk enda áttu þau ekki langt að sækja það. Með dugn- aði og eljusemi eignaðist Dídí sjálf sína eigin íbúð sem hún var stolt af. Þó að íbúðin væri ekki stór var oft margt um manninn þar og margir sem fengu þar gistingu. Dídí var einn af stofnendum fé- lags einstæðra foreldra og mjög virkur félagi. Hún var ólöt við að safna flíkum og öðru, sem hægt var að selja á flóamarkaði í Skelja- nesi. Oft þurfti hún að þvo og strauja flíkur áður en þær yrðu seldar, en hún taldi það ekki eftir sér, því hún bar hag þessa félags mjög fyrir brjósti, minnug þess er hún sjálf var að basla með börnin sín ung. Oft tókum við Dídí lagið saman mörkum til að létta honum byrðarn- ar. Við Pálmi tengdumst fjölskyldu- böndum fyrir allmörgum árum, þegar Ólöf dóttir mín giftist Guð- mundi Hrafni bróður hans, og við urðum fljótlega góðir vinir. Þegar stundir komu milli stríða, og sjúk- dómur hans lá niðri, var Pálmi einn sá skemmtilegasti og fallegasti maður sem ég hefi kynnst. Það geislaði af honum af innri gleði og fögnuði, ekki síst vegna vonarinnar um að nú væri han loksins laus úr fjötrunum. Alltaf hélt hann í vonina um bata og það gerðum við öll, fjöl- skyldurnar hans. Á þessum stundum var gaman að sitja í stofunni í Skriðustekknum og ræða við hann um alla heima og geima, hlusta á hann og fræð- ast af honum, því hann var víðles- inn og fróður, og fylgdist vel með þjóðmálum og heimsmálum þegar hann hafði frið. Meira að segja, fýrir nokkrum árum, þegar Pálmi var tímabundið við betri heilsu, þá tók hann sig til og lauk stúdents- prófinu sem hann gat ekki lokið á yngri árum. Enn sem áður studdu foreldar hans og fjölskylda hann og hvöttu hann til dáða, eins og ætíð þegar hann fékk löngun til að taka sér fyrir hendur eitthvað sem gat orðið árangursíkt og gleðilegt fyrir hann. Og mikið glöddumst við hjartanlega með honum að stúd- entsprófinu loknu. En svo gat sjúkdómurinn brostið á, fyrirvaralaust eins og þrumu- gnýr, og þá var ekki að sökum að spyrja. Þá þjáðumst við öll með honum. Nú á síðustu vordögum voru kvíðinn og tómleikinn orðnir Pálma svo óbærilegir að hann megnaði ekki lengur að bera sinn kross. Ég fel í hendur Guðs, að veita Pálma að eilífu lausn frá þjáningum sínum. Ég bið þess að hann fái nú að ganga inn í dýrðarríki hans og að honum verði veitt sú blessun og náð, sem hann varð ekki aðnjótandi í þessu lífi. Foreldrum Pálma bið ég sérstakrar blessunar og styrks til að þau geti tekist á við tómið sem framundan er. Guðrún Birna Hannesdóttir. með börnunum okkar. Hún kunni heil býsn af ljóðum og lögum og greip þá gjarnan til gítarsins. Hún vildi svo gjarnan miðla því sem hún kunni til barnanna og oftast féll það í góðan jarðveg. Þegar ég sagði börnunum á skóladagheimilinu að Dídí væri komin á spítala og að hún væri mikið veik spurðu þau hvenær hún kæmi aftur. Heimilið er í þeirra augum ekki það sama án hennar. Þegar ég svo sagði þeim að hún væri dáin og farin til guðs urðu þau hljóð og alvarleg. Litlu seinna spurði eitt barnið: „Er hún þá ekki lengur veik?“ Ég veit að þau eiga eftir að sakna hennar og minnast þess sem hún gerði fyrir þau. Ég kveð Dídí mína með söknuði og þakka henni góð kynni. Mér reyndist hún vel og það gleymist ekki. Ég veit að hún fær góða heim- komu þangað sem hún fer. Við á skóladagheimilinu i Breiðagerðis- skóla ásamt fjölskyldu minni viljum senda börnum hennar, tengdabörn- um, barnabörnum og systkinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum guð að veita þeim styrk á sorgar- stund. Hvíli hún í friði, blessuð sé minn- ing hennar. Kristín Guðmundsdóttir. Fædd 21. apríl 1904 Dáin 30. maí 1992 Amma mín, Helga Ingveldur Guðmundsdóttir, lést í Landspítal- anum 30. maí sl. södd lífdaga og tilbúin að leggja úr höfn. Hún fæddist vorið 1904 á Seli í Gríms- nesi, en þangað átti hún ættir að rekja. Hún var einkadóttir Guð- bjargar Eyjólfsdóttur og Guðmundar Bjarnasonar sem sett- ust að á Seli í byijun áldarinnar. Guðmundur, faðir ömmu, var fæddur á Höfða í Biskupstungum 3. mars 1871. Foreldrar hans voru Ingveldur Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson. Guðbjörg, móðir ömmu, var fædd á Efra-Apavatni 24. september 1868 og voru for- eldrar hennar Helga Guðmunds- dóttir (dóttir Ingunnar Magnús- dóttur, Magnúsar frá Laugarvatni) og Eyjólfur Árnason. Guðbjörg og Guðmundur bjuggu í austurbænum á Seli en þar var tvíbýli. I vesturbænum bjuggu Þórunn Björnsdóttir og Kjartan Vigfússon. Sambýlið á Seli var ein- stakt og voru bændurnir eins og bestu bræður og húsfreyjurnar sem elskulegar systur. Börnin á bænum voru sem systkini. í þesu samfélagi ólst amma mín upp ásamt bræðrum sínum, Eyjólfi og Bjarna, og Guðrúnu Guðjónsdótt- ur, æskuvinkonu sinni úr vestur- bænum, og bræðrum hennar. Amma undi hag sínum vel og sleit barnsskónum á Seli umvafin ástúð foreldra sinna og bræðra. Það kom þó að því að unga heimasætan á Seli varð ein af eftirsóttustu heim- asætunum í Grímsnesinu, þar sem hún var þeim kostum búin sem gerðu ungar konur í þá daga að góðu kvonfangi. Hún var falleg, kom frá einkar góðu heimili og hafði fengið gott veganesti. Kunni ýmislegt fyrir sér í heimilisstörfum og hafði lært fatasaum í henni Reykjavík. Amma var félagslynd og tók virkan þátt í félagsstörfum í sveitinni á þessum tíma. Með bræðrum sínum fór hún ríðandi að Minni-Borg þar sem skemmtan- ir ungmennafélagsins Hvatar voru haldnar. Síðasta veturinn sem amma bjó á Seli var hún um tíma að læra á orgel hjá Ragnheiði Böðvarsdóttur á Minni-Borg og kynntist hún þar mannsefni sínu, sem var bílstjóri hjá versluninni þar og dvaldist hann annað slagið á Minni-Borg. Fjölskyldan ömmu flutti síðan að Hömrum vorið 1937 og tóku þá bræður hennar við búsforráðum þar. Árið 1926 giftist Helga frá Seli Ingólfi Þorsteinsssyni, sem varð síðar rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík. Eftir það voru örlög hennar ráðin og hún varð „konan hans Ingólfs". Þau stofnuðu heim- ili í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð, nú síðast í Bólstaðarhlíð 41. Afi dó 24. febrúar 1989 og höfðu þau þá verið gift í rúm 62 ár. Þau eignuðust 4 syni: Þorstein, f. 9. febrúar 1927, d. 20. ágúst 1935; Guðmund Ármann, fram- kvæmdastjóra í Keflavík, f. 28. apríl 1929, d. 13. ágúst 1987. Hanii var giftur Guðrúnu Guðmundsdóttur og eignuðust þau 5 dætur og eru langömmubörnin orðin 10; Örn Brynþór, fram- kvæmdastjóra, f. 8. ágúst 1937, giftur Hjördísi Óskarsdóttur; Þor- stein, ráðuneytisstjóra, f. 9. desem- ber 1944, sambýliskona hans er Hólmfríður Kofoed-Hansen og á hann tvö börn. Það er mikil lífsreynsla að missa frumburð sinn aðeins 8 ára úr veik- indum og bar amma þess alltaf merki að hafa kynnst þeim van- mætti og þjáningu sem slíkt veld- ur. í hjarta sínu fann hún oft fyrir þeim ótta sem einkennir mæður sem hafa misst börn sín, ótta við veikindi og þjáningu. Hún vildi helst ekki vita af því að fólk þyrfti að þjást eða finna til. Alls ekki börn eða dýr. Það var henni einnig þrekraun að missa annan son, sem hafði verið þeim svo góður, en oft þakkaði hún Guði ^fyrir syni sína og hversu góðir þeir voru henni til hinstu stundar. Lif heimasætunnar frá Seli átti eftir að snúast um mennina í lífi hennar, eiginmanninn, bræður hennar og syni. Það var mikil breyting fyrir unga stúlku úr sunn- lenskri sveit að flytjast á mölina og verða eiginkona rannsóknarlög- reglumanns. Kyrrð og ró sveitar- innar og góða sambýlið á Seli, þar sem allir lifðu í sátt og samlyndi, var um margt ólíkt viðburðaríku lífi og samskiptaáíekstrum í borg- inni. Árstíðaskiptin eru hvergi eins skýr og í sveitinni og hún dvaldi með sonum sínum í huganum er þeir fóru í Grímsnesið til sumardv- alar. Stundum dvaldi hún þar lang- dvölum með þeim á sumrin og hjálpaði til í sveitinni, m.a. með fatasaumi. Amma var sannkallað vorbarn og ekki þótti henni vorið komið nema hún fengi að sjá litlu lömbin og nú síðast vildi heimasæt- an á Seli fara í húsdýragarðinn til að skynja vorið. í fyrrasumar kvaddi hún sveit- ina sína í dagsferð um Grímsnesið og er hún mér minnisstæð þegar hún stóð í kirkjugarðinum á Mos- felli og horfði yfir sveitina sína eins og hún visi að það væri í hinsta sinn og sagði: „Hér er allt sem ég á.“ Á heimleiðinni yljaði hún sér við ljúfar minningar úr sveitinni sinni. Ég varð þess aðnjótandi að búa hjá afa og ömmu á skólaárum mínum í Reykjavík og þar nam ég þá nýtni og nægjusemi em ein- kennir fyrri kynslóðir. Hjá ömmu kynntist ég gestrisni, handbragði, uppskriftum og aðferðum for- mæðra minna. Þegar húsmæður réðu ríkjum í eldhúsinu, heimilis- verkin voru þeirra og lífið snerist í kringum eiginmann og börn. Hjá henni tók ég virkan þátt í kleinu- bakstri og sláturgerð. Dætur mínar minnast oft á góðu skonsurnar hennar langömmu. Þau kvenna- fræði, sem ég nam hjá ömmu, eru ekki úr bókum en þau eru enn í gildi. Eitthvað sem gengur mann fram af manni. Arfleið sem er dýrmæt og sem ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið. Amma lifði miklar breytingar, allt frá því að búa við frumstæð skilyrði við mold- argólf og hlóðir, yfir í að búa við nútíma þægindi. Hún var hannyrðakona og kenndi mér líka að pijóna og hekla. Ótaldar eru lopapeysurnar sem hún pijónaði á okkur systurnar og fram á síðustu misseri pijónaði hún á langömmubörnin. Mér er minnis- stætt hljóðið í pijónunum hennar með hægum takti, eins og milli- spil við tifið í stóru veggklukkunni sem í mínum huga var eilíf. Amma var myndarleg og hæglát kona, frekar dul en föst fyrir. Það var oft stutt í hláturinn og hún skemmti sér vel í góðra vina hópi. Hún var bindindismanneskja og reykti aldrei. Hún hafði yndi af vísum og söng og seint gleymast veislurnar hjá afa og ömmu þar sem gjarnan var tekið lagið og spilað undir á píanó. Þá naut amma sín. Henni fannst ekki vera veisla ef ekki var suhgið. Eitt af áhugamálum ömmu var að spila á spil, sérstaklega bridge og var það helsta dægrastytting hennar síðustu árin. Amma varð 88 ára og bar aldur sinn vel. Und- ir það síðasta var þrek hennar lam- að og þrotinn kraftur en hún æðr- aðist ekki. Henni þótti biðin stund- um löng og lífróðurinn var orðinn erfiður. Ég mun sakna ömmu og þeirra rólegu, góðu stunda sem við áttum saman, hvort heldur hún leiddi litla snót út f mjólkurbúðina á Barónsstígnum eða leiðbeindi mér við hina árlegu sláturgerð, því með henni hverfur ein kynslóð úr ættartrénu. Guð blessi minningu Helgu frá Seli. Helga Margrét Guðmundsdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum vió öll tækifæri ITjj^ blómaverkstæði PINNA^ Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 ‘’fNELGARTILBOD SKOGRÆKTARFELAG REYKJAVIKUR Fossvogsbletti 1, fyrir néban Borgarspítalann, sími 641770, beinn sími söludeildar 641777. Þessa helgi bjóðum við sitgagreni, hnausplöntur, 120-150 sm. háar á aðeins kr. 1.850,- Tilboðið gildir fyrir sérmerktar plöntur meðan birgðir endast. Söludeildin er opin í dagfrá 8-19, á mor gun frá 9-17 og mánudag 9-17. Lokað hvítmunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.