Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 Minning: Anna Mary Snorradótt■ ir, Syðra-Langholti Fyrir tæplega viku bárust þau sorgartíðindi að mágkona mín, Anna Mary, væri dáin. Það er erf- itt að trúa því. Allt virtist ganga svo vel fyrstu dagana eftir aðgerð- ina. Anna var búin að bíða þolin- móð og bjartsýn í London í tæpt ár. Þessi bið var búin að vera bæði löng og erfið. En við dáðumst að hugrekki hennar og bjartsýni. Vin- gjarnlegt og hógvært bros ein- kenndi fíngert og fagurt andlit hennar. Margar góðar stundir hef ég átt með Onnu og oft var glatt á hjalla á heimili hennar og Simma. Það var spjallað um allt milli himins og jarðar og oft stakk Anna inn góðum setningum með orðsnilld sinni. Hún var hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Fyrir tæpum tveimur árum fluttu Anna og Simmi og augasteinarnir tveir, Tinna Björk og Arna Þöll, inn í nýtt hús, sem þau höfðu reist sér hér vestur á hæðinni. Sjaldan hef ég séð eins fallegt og stílhreint heimmili. Anna hafði einstaklega góðan smekk á öllum hlutum og það var alltaf hreint og fínt í kringum hana. Minn- ing hennar mun lifa í hjörtum okk- ar. Elsku Simmi, Tinna, Arna og aðrir vandamenn. Ég bið Guð að veita ykkur styrk á þessari sorgar- stund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ásdís Erla. í dag er hún Anna Mary mín kvödd í hinsta sinn. Hetjan okkar, ég segi hetjan því hún var það, hún sýndi slíka hetjudáð í sinni raun að öðru eins hef ég ekki kynnst, alltaf svo dugleg. Hún var dóttir bróður míns og mágkonu, Snorra Ólafsson- ar og Svölu Auðbjömsdóttur. Þriðja bam af fimm þeirra hjóna. Þegar ég skrifa þessar línur þá ryðjast minningamar fram, bæði gamlar og nýjar. Ég man svo vel þegar hún og eldri dóttir mín fóm að hitta hann afa sinn í vinnuna þegar þær voru litlar telpur í Eyjum. Eg man það líka eins og það hafi gerst í gær, þegar hún bjó hjá mér í Þor- lákshöfn og fór með Olgu minni austur í Hrunamannahrepp og þar kynntist hún manni sínum. Sig- mundi Jóhannessyni frá Syðra- Langholti og átti með honum tvær dætur, Tinnu Björk, 11 ára, og Örnu Þöll, 3 ára. Ég man það svo vel þegar Anna Mary var hjá mér eftir að ég var flutt í Garðabæ og hún var hér í skóla og hafði Tinnu litlu með sér, hvað við hlógum oft saman að hundinum mínum, hann var svolítið afbrýðisamur út í Tinnu litlu. Og ekki fer úr minni mínu gleðin sem ég sá skína úr augum hennar Önnu Mary minni þegar ég kom í heimsókn með litlu dóttur þeirra til London í nóvember á síð- asta ári. Ég mun aidrei gieyma þeirri stund, og mun geyma hana í hjarta mínu. I fyrrasumar þegar bjartasta nóttin var hjá okkur sótti sorgin að fjölskyldunni. Þá andaðist móðir hennar eftir langa og erfiða legu. Þær mæðgumar lágu samtím- is á Brompton-sjúkrahúsinu. Það hlýtur að hafa verið erfítt fyrir hana að fara aftur til London eftir útför móður hennar, en hetjan okk- ar var aldrei í vafa að hún vildi fara í þessa aðgerð, og lifa lífinu með manni sínum og dætrum. I fýrra- sumar voru systur hennar hjá henni til skiptis. Með haustinu kom eigin- maður hegnar til London og var allan tímann hjá Önnu Mary og var henni styrkur og stoð. Elsku Simmi, Tinna mín og Ama Þöll. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í þessari raun. Snorri minn, þú sem varst svo bjartsýnn og dug- legur, ég veit að Guð gefur þér styrk og þínum bömum og fjölskyldum þeirra. Ég votta ykkur innilegustu samúð mína. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ellen. í dag er jarðsungin frá Akranes- kirkju Anna Mary Snorradóttir, sem lést eftir langa sjúkdómslegu í Lon- don. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur vini Önnu Mary úr Vestmannaeyjum að kveðja góða vinkonu og félaga. Anna Mary var ávallt hrókur alls fagnaðar, og allt- af hélt hún tryggð við sína heima- byggð og gamla félaga þó liðin séu 13 ár frá því að hún fór frá Eyjum. Síðastliðin ár em búin að vera öllum erfíð, en alltaf var Anna Mary jafn bjartsýn og dugleg. Fréttin um að Anna Mary hefði fengið nýtt líffæri var yndisleg. Allir hér í Eyjum fylltust bjartsýni um að nú fengi hún bata. En svo skall reiðarslag yfir, Anna Mary var dáin, okkur setti hljóð. Hversvegna eftir alla þessa bið, var ekki komið nóg? Kæri Simmi, Tinna Björk og Ama Þöll, guð gefi ykkur styrk í þessari sorg, en minningin um góða eiginkonu og móður lifír í hjörtum ykkar. Einnig biðjum við góðan guð að styrkja föður Önnu Mary og systk- ini á þessari sorgarstundu. Kveðja. Hrabbý og Guðmundur, Anna Stina og Jón Ben, Ingunn, Alli og Guðný, Badda og ívar, Guðni og Rósa, Baldur, Siggi og Þóra, Þór og Helga. Kveðja frá tengdaforeldrum Það er stutt bilið milli vonar og ótta, gleði og sorgar, lífs og dauða. Á það höfum við svo óþyrmilega verið minnt nú síðustu dagana. Langþráð Iíffæraskipti höfðu farið fram. Allt virtist ætla að ganga vel. Vonir um endurheimta heilsu og nýtt og betra líf glæddust og biðin langa og erfiða loks á enda. Heillaóskirnar streymdu að og allir tóu þátt í gleði okkar og vonum um góðan bata. Innst inni leyndist þó kvíðinn. Þetta er mikið aðgerð og áhættusöm. Svo kom reiðarslag- ið. Fréttin skelfilega, sem breytti björtum vordegi í sorgarskugga: „Hún Anna Mary er dáin.“ Vinir og vandamenn standa eftir sem lamaðir. En þótt erfítt sé að horfast í augu við þessa staðreynd heldur lífíð áfram og það er margt sem ber að þakka. Fyrst af öllu árin sem við áttum saman og nutum samvist- anna við elskulega tengdadóttur, þar bar ekki skugga á. Anna Mary og Sigmundur, sonur okkar, hófu sambúð fyrir tæpum þrettán árum hér í Syðra-Lang- holti. Fyrir nær tveimur árum fluttu þau í nýtt og glæsilegt hús, ásamt dætrum sínum tveimur, Tinnu Björk og Ömu Þöll. Þá hafði sjúk- dómurinn, sem i ljós kom haustið 1988, verið sífellt að ágerast. Fyrir tæpu ári fór hún svo til London, þar sem Svala Auðbjörnsdóttir, móðir hennar, hafði beðið á annað ár eftir nýjum líffærum. Móðirin dó skömmu síðar. Það var mikið áfall, en áfram var beðið í von og trú. Mikið hefur reýnt á Snorra Ólafs- son, föður Önnu Mary, í þessu sam- bandi. Hann hefur staðið sem klett- ur og fjölskyldan raunar öll. Sér- staklega skal hér minnst á Þor- björgu, systur Önnu Mary, sem langtímum dvaldist úti í London, fyrst hjá móður sinni og síðar syst- ur. Starfsfólk á Brompton-sjúkra- húsinu á miklar þakkir skilið og ekki síður séra Jón A. Baldvinsson og íslenska sendiráðið í London. Við hjónin dvöldumst í London um páskana ásamt Tinnu Björk og kynntumst þessu góða fólki, sem allt var boðið og búið til hjálpar sem verða mátti. Of langt mál yrði að telja upp alla þá aðila hér á landi, sem veitt hafa mikla og ómetanlega aðstoð. Vinsemd og hlýja ásamt miklum fjárhagslegum stuðningi hafa enn sannað okkur að þessi fámenna þjóð er sem ein fjölskylda, þegar á reyn- ir. Sigmundi og nánustu vanda- mönnum er það mikill styrkur á þessum erfíðu stundum að fínna velvildina og samhygðina frá svo mörgum. Sólargeislamir, dætumar Tinna Björk og Arna Þöll, em föður sínum og fjölskyldum sem ljós í sorgar- myrkrinu. Hugprúða, Ijúfa og þol- góða konan, Ánna Mary Snorra- dóttir, er horfín sjónum okkar. Aldr- ei heyrðist hún kvarta, aldrei æðru- orð hversu mikið sem á hana var lagt. Hún er nú lögð til hinstu hvílu við hlið móður sinnar í kirkjugarðin- um á Akranesi. Eftir lifír minning- in, fögur og hrein. Halldóm Ingólfsdóttur, sem bíð- ur eftir líffæmm í London, sendum við innilegar kveðjur með ósk um góðan bata. Hrafnhildur og Jóhannes. Í dag kveðjum við í hinsta sinn mágkonu mína, Önnu Mary Snorra- dóttur, sem lést í London 30. maí sl. langt um aldur fram. Anna Mary var haldin sjaldgæfum ólæknandi lungnasjúkdómi sem síð- ustu þijú árin hafði smám saman dregið úr henni nær allan mátt. Hennar eina von um líf var að hún fengi ný lungu. Það varð því öllum mikið fagnaðarefni þegar ný lungu vom grædd í hana aðfaranótt 23. maí sl., en þá hafði hún beðið í heilt ár eftir því að kostur væri á líffæmm sem gætu hentað henni. Hin mikla ígræðsluaðgerð tókst en skammt varð á milli hinnar mestu hamingju og dýpstu sorgar. Aðlögunin gekk ekki sem skyldi þar sem Anna Mary náði ekki að nýta sér nýju líffærin nema með aðstoð öndunarvélar. Þó að fæmstu læknar á sviði líffæra- flutninga beittu allri sinni þekkingu og tækni tókst þeim ekki að bjarga lífí Önnu Mary þegar líkami hennar hafnaði hinum nýju lungum á áttunda degi frá ígræðslunni. Anna Mary sýndi mikið hugrekki þegar hún ákvað að gangast undir hina miklu aðgerð, vel vitandi um áhættuna sem henni fylgdi. Hún ætlaði sér að komast til heilsu á ný og vissi að þetta var eina leiðin til þess. Hugrekki, kjarkur og þor ein- kenndu allt hennar líf, hún var órög við að fara ótroðnar brautir til að ná settu marki. Þannig var það þeg- ar Eyjastúlkan sem aldrei hafði verið í sveit settist að í Hmnamanna- hreppi og hóf búskap. Hún hafði fundið ástina f lífi sínu og með honum ætlaði hún að búa. Anna Mary fæddist í Vestmanna- eyjum 12. nóvember 1960, dóttir hjónanna Snorra Ólafssonar og Svölu Auðbjömssonar, þriðja í röðinni af fímm systkinum. Systkini Önnu era Nikólína, f. 1957, Sigurvin, f. 1960, Jón Freyr, f. 1963 og Þorbjörg, f. 1966. Systkinahópurinn hélt frá því fyrsta afar vel samari og vora þau öll kærir vinir og félagar, enda á lík- um aldri. Anna Mary ólst upp í Vest- mannaeyjum, gekk þar í skóla og stundaði ýmis störf, vann m.a. um nokkurt skeið á sjúkrahúsinu í Eyj- um. Einn vetur fór hún til_ náms í húsmæðraskólanum Ósk á ísafírði. Árið 1979 settist Anna Mary að í Syðra-Langholti í Hranamanna- hreppi og hóf þar búskap með eigin- manni sínum, Sigmundi Jóhannes- syni. Anna Mary hafði þá búið um tíma í Þorlákshöfn hjá Ellen föður- systur sinni sem ætíð reyndist henni sem önnur móðir. Sigmundur og Anna Mary bjuggu fyrst í stað hjá foreldrum Sigmundar, Jóhannesi og Hrafnhildi, en fluttu fljótlega í eldra húsið á hlaðinu þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili í sambýli við Sig- mund og Önn'u eldri, afa og ömmu Sigmundar. Sambýlið við Önnu eldri, sem skömmu síðar varð ekkja, lánað- ist alla tið vel. 22. september 1980 fæddist Sig- mundi og Önnu Mary dóttirin Tinna Björk, mikili augasteinn móður sinn- ar. Þær mæðgur vora afar tengdar og viku sjaldnast hvor frá annarri fyrstu árin og skildu hvor aðra full- komlega löngu áður en Tinna lærði að tala. Ekki er þó öllum allt gefíð, það fékk Anna Mary að reyna, en hún efldist í mótlætinu og sá til þess að Tinna fengi þá aðstoð og sér- kennslu sem kostur var á og hún þurfti á að halda, sem hvorki er ein- falt mál né fyrirhafnarlítið þegar fólk býr í sveit. Tinna litla, sem er 11 ára gömul, hefur nú misst meira en orð fá lýst. Hinn langi viðskilnað- ur mæðgnanna meðan Anna Mary var í London hefur þegar haft mikil áhrif á hana, þó að hún hafi notið góðrar umönnunar afa síns og ömmu á heimaslóðum í Syðra-Langholti. 9. desember 1989 fæddist Sig- mundi og Önnu Mary annar lítill sólargeisli, dóttirin Ama Þöll. Skugga bar þó á hamingju þeirra um þessar mundir þar sem lungna- sjúkdómurinn hafði þá komið fram. Veikindin settu mark sitt á allt líf Önnu Mary upp frá þessu. Það var afar erfítt fyrir hana að sætta sig við að geta ekki annast Örnu Þöll að fullu. Hún lagði allt kapp á að geta verið sem mest heima áður en að biðtímanum í London kom, en þurfti þó að dvelja tíma og tíma á Reykjalundi og Vífílsstöðum. Nikó- lína, systir Önnu, sem búsett er á Akranesi, hefur fóstrað Ömu Þöll meðan foreldrar hennar voru í Lond- on. Hugur Önnu Mary stóð til frekara náms og þegar hún fékk skólavist í snyrtiskóla á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1982-83 fannst henni ekk- ert tiltökumál að aka suður og aust- ur tvisvar í viku, með Tinnu Björk á þriðja ári, hvemig sem viðraði. Dvöldu þær mæðgur hjá Ellen á Arnamesinu þá daga sem skólinn stóð en fóra alltaf heim til Sigmund- ar á milli. Útskrifaðist Anna Mary sem snyrtifræðingur um vorið og kom sér fljótlega upp aðstöðu heima í Syðra-Langholti og snyrti sveitunga sína og aðra sem til hennar Ieituðu meðan heilsa hennar leyfði. Anna Mary hræddist aldrei nýj- ungar og var fljót að tileinka sér vinnubrögð í sveitinni og gekk til allra verka úti sem inni eftir því sem þörf var á. Hún var snör í snúningum og vildi láta hlutina ganga. Ef það var eitthvað sem hún þoldi illa í fari annarra þá var það rolugangur. Reyndist Ánna Mary vera hin besta búkona og afar natin við skepnur. Mér er minnisstæð nótt sem við Anna áttum saman í fjárhúsunum í Syðra-Langholti um sauðburð fyrir sjö áram. Hún var svo lagin við æmar sem sumar hveijar áttu í vem- legu basli við burðinn að mér flaug þá í hug að henni hefðu ekki farist verkin betur úr hendi þó að hún hefði alist upp við fjárhúsdymar. Anna Mary naut lífsins í sveitinni og sam- vistanna við Sigmund í leik og starfí og hafði yndi af hestaferðum með honum og kunningjum þeirra um afréttina og hálendið. Anna Mary var félagslynd og vin- mörg og sérstaklega ræktarsöm við vini sína. Hún hélt miklu sambandi við æskuvini sína í Eyjum og fannst ómögulegt annað en að fara til Vest- mannaeyja a.m.k. einu sinni á ári hveiju. Þegar haldin var afmælishá- tíð húsmæðraskólans hennar á ísafirði dreif hún sig vestur og naut endurfunda við skólasysturnar. Vorið 1990 lét hún sig ekki heldur vanta á árgangsmót í Vestmannaeyjum og tók fullan þátt í dagskránni þó að máttur hennar væri þá tekinn að þverra. Anna Mary var fljót að sam- lagast samfélaginu í Hrunamanna- hreppi og eignaðist kæra vini meðal sveitunga sinna. Kunningjar og vinir Önnu Maiy fjær og nær hafa fylgst vel með henni í veikindum hennar og var það henni mikill styrkur á erfíðum tímum. Hennar verður víða sárt saknað. Anna Mary var sérlega smekkleg og var óþreytandi að breyta, bæta og laga í kringum sig í gamla húsinu í Syðra-Langholti. Naut hún þá oftar en ekki aðstoðar föður síns, en Snorri og Svala heimsóttu Önnu Mary oft, sérstaklega eftir að þau fluttu frá Eyjum. Það var alltaf svo gott að heimsækja Önnu Mary, hún vildi að gestir gerðu sig heimakomna hjá henni og hafði lag á að láta öllum líða vel í kringum sig. Það var enda afar gestkvæmt hjá henni, sérstak- lega yfír sumartímann, og iðulega var sofið í öllum rúmum og á dýnum á gólfum í gamla húsinu. Minnist ég margra síðkvölda við spjall og dill- andi hlátur Önnu, én hún var glað- vær og kát að eðlisfari. Síðast áttum við saman slíka stund á fýrstu nóttu þessa árs, en systkina- hópurinn var þá saman kominn í nýja húsinu sem Sigmundur og Anna Mary byggðu sér í einu snarhasti þegar stigamir í gamla húsinu vom orðnir henni ofviða. Léttlyndi vék aldrei frá Önnu Mary en hjólastóllinn og súrefnisslangan minntu óneitan- lega á sig. Anna Mary hreif fólk með sér, þegar hún gladdist geislaði svo af henni að enginn gat hjá því komist að gleðjast með henni. Minn- ist ég þess þegar Anna Mary bauð mér í ökuferð á Akranesi þegar hún hafði eignast sinn fyrsta bíl sem hana hafði lengi langað í. Hún var að vonum afar lukkuleg og veitti ég því athygli að allir ökumenn og veg- farendur sem við mættum tóku að brosa er þeir sáu Önnu, slík var út- geislunin. Þá var Anna Mary ekki síður lukkuleg þegar hún var að skip- uleggja og innrétta nýja húsið. Anna Mary var lág vexti og fín- gerð og það varð mér sífellt að undmnarefni við kynnin af henni hvað þessi litli líkami hafði að geyma stóra og sterka persónu. Hún var afar viljasterk og gafst ógjarnan upp við það sem hún tók sér fyrir hend- ur. Þegar sjúkdómur hennar ágerðist og dró úr henni æ meiri krafta varð það henni mikil raun að þurfa að láta undan og sætta sig við að sitja í hjólastól og geta ekki hlaupið til sjálf en þurfa að bíða þess að aðrir gerðu það sem gera þurfti. Það átti aldrei við hana, enda lét hún ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Þann- ig dreif hún sig sumarið 1990 með Sigmundi í viku hestaferð inn á af- rétt og reið með hópnum næstum tvær dagleiðir á viljanum einum sam- an, enda var hún þá orðin háð súrefn- isvél að miklu leyti. Sigmundur og Anna Mary vora samhent í verkum sínum alla tíð og stóð Sigmuridur eins og klettur við hlið konu sinnar í veikindum hennar og reyndi að létta henni lífíð á alla lund. Síðastliðið haust brá hann búi til að geta verið hjá henni í London og dvaldi þar hjá henni þar til hún Iést. Það var fyrir réttu ári síðan að Anna Mary var lögð inn á sjúkrahús í London. Þá beið Svala, móðir henn- ar, þar einnig eftir nýjum líffæram, en hún var haldin sama sjúkdómi og Anna Mary. Það var mikið áfall fyr- ir Önnu Mary þegar Svala lést án þess að handa henni fengjust líffæri 5. júlí sl. og átak fyrir hana að halda utan á ný eftir að hafa fylgt móður sinni til grafar. Af viljastyrk og bjartsýni og með dyggum stuðningi Sigmundar þrauk- aði Anna Mary biðina löngu í London þó að sárt saknaði hún barna sinna heima. Anna Mary missti aldrei móð- inn og var ákveðinn í því að þegar hún kæmi heim með fulla heilsu ætlaði hún að fara ða hlaupa og skreppa svo til Vestmannaeyja. Það er erfítt að sætta sig við að þessar óskir hennar fengu ekki að rætast. Áralangri baráttu fjölskyldunnar við lungnasjúkdóminn er nú lokið með tvöföldum missi. Þær vom sterkar og, létu andann ekki bugast á hveiju sem gekk. Af vanmætti okkar verðum við einnig að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.