Morgunblaðið - 06.06.1992, Side 25

Morgunblaðið - 06.06.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JUNI 1992 25 V erslunarmenn í Færeyjum í vinnudeilu: VR styður Skrifstofu- og krambúðarfélagið VERSLUNARMENN í Færeyjum, þ.e.a.s. „S & K-felagið“ (Skrifstofu- og krambúðarfelagið) hefur leitað eftir stuðningi Verzlunamannafélags Reykjavíkur. Magnús L. Sveinsson segir að þessi beiðni Færeyinga sýni stöðuna þegar stéttafélög standi veikum fótum. Versiunamannafé- Iag Reykjavíkur muni veita allan þann stuðning sem hægt væri. VR barst hjálparbeiðni frá Færeyj- eyjum, Vinnuveitendasamband og um 3. þ.m. Félagar í S-K-félaginu; félagi verslunarfólks í Færeyjum, hafa samþykkt heimild til stjómar til að boða verkfall. Stjóm félagsins hefur nú leitað eftir siðferðislegum stuðningi og góðum ráðum íslenskra starfssystkina. Staða verslunarfólk í Færeyjum virðist lakleg eða „eins og þekktist hér á landi fyrir mörgum áratugum," sagði Magnús L. Sveins- son formaður VR. S & K-féiagið er ungt félag, var stofnað 1973. Vinnuveitendur í Fær- Kaupmannasamtök munu telja sig hafa nánast sjálfsdæmi kjör starfs- fólks og vilja ekki viðurkenna félagið sem samingisaðila, samkvæmt upp- lýsingum sem félagið sendi VR. Þar kemur einnig fram að það er einnig vandamál að vinnuveitendur vilja hindra eða vinna gegn því að þeirra starfsmenn séu meðlimir í félaginu. Séu þess líka mörg dæmi að umsækj- endum um verslunarstörf sé hafnað fyrir þá ástæðu að þeir séu félagar í S & K-félaginu. Skoðanakönnun DV: Aðgæslu þörf í umferðinni MIKII, umferð hefur oft verið á þjóðvegum um hvítasunnuhelgina og mun lögregla um land allt fylgj- ast sérstaklega með umferðinni. í frétt, sem Morgunblaðinu hefur borist frá Umferðarráði er bent á, að nokkur atriði þurfi ökumenn að hafa í huga. Miða þurfi ökuhraða við aðstæður og virða hraðatakmarkan- ir, allir þurfa að hafa beltin spennt, bæði böm og fullorðnir og sýna ber gagnkvæma tillitssemi í umferðinni. Þá er sérstaklega bent á, að áfengi og' akstur fara ekki saman og öku- menn beðnir að hafa í huga að áfengi getur verið i blóði þeirra langt fram á næsta dag eftir neyslu. Vitni vantar LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri, sem varð á mótum Hverfisgötu, Hafnar- strætis og Lækjargötu á miðviku- dagskvöld, um kl. 23. A gatnamótunum skullu saman tvær fólksbifreiðar. Annarri var ekið austur Hafnarstræti og hinni suður Lækjargötu-Kalkofnsveg. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna. Lögreglan vill gjaman ná tali af ökumanni bifreiðar, sem stóð á Lækj- argötu-Kalkofnsvegi og beið eftir ljósi til aksturs upp Hverfisgötuna, sem og öðmm þeim, sem kunna að hafa séð áreksturinn. Þeir em beðhir að hafa samband við slysarann- sóknadeild lögreglunnar i Reykjavík. ------♦ ♦ ♦---- D 7 'Vj j ijjijjuitjj Jj jj J'Jj’jJJJiiJAl^ JliliDDhJjJJ JiiJiJjJ JJ JJj’jJiJJjiJ^i^ jJ^JjSjJ^jiíJjiJJ jiJiJjJ JJ J'JjjJJJjiJ^JÍJA ihtlUOliiiAUS P D P Colt stolið Bifreiðinni LD 526, hvítur fjög- urra dyra Mitsubishi Colt, árgerð 1986, var stolið frá Hlíðarbyggð 21 í Garðabæ sunnudagsmorgun- inn 31. maí. Þeir, sem gætu veitt upplýsingar em beðnir að hafa samband við rann- sóknarlögregluna í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkur- inn eykur fylgi sitt Algengt orðið að stóðhestar séu harðleiknir við hryss umar, segir Bjarkar Snorrason í Tóftum ÞAÐ ÁTTI sér stað á Tóftum í Stokkseyrarhreppi að stóðhesturinn Stormur frá Stórhóli banaði einni hryssunni sem hann átti að gagn- ast. Hryssan var sett í hólf hjá hestinum á sunnudag og virtist hann taka henni vel. Bóndinn í Tóftum, Bjarkar Snorrason, sagðist hafa tekið eftir því á þriðjudag að hryssan hélt sig frá hrossahópnum og aðgætti hann hvort ekki væri allt með felldu. Var hryssan þá með nokkra áverka og orðin nokkuð dösuð. Tók hann því hryssuna inn og gaf henni pen- isillín en í gærmorgun var hún dauð þegar komið var að henni. Bjarkar sagði það vera spum- ingu hvort hægt væri að tala um þetta sem óvenjulegan atburð því algengt væri orðið að stóðhestar leggðu einstakar hryssur í einelti og misþyrmdu þeim. Það væri spuming hvort ekki megi segja það óvenjulegt ef engar barsmíðar koma upp. Nefndi Bjarkar í þessu sambandi ýmsa vel metna stóð- hesta sem kunnir væru að góðu geðslagi og vissi hann dæmi þess að einn þeirra hefði drepið hiyssu. Sagði hann það vel þekkt að stóð- hestar dræpu folöld og nefndi að þegar einn kunnur stóðhestur drap folald réðst hann að því loknu að eiganda sínum sem átti fótum fjör að launa og flúði ofan í skurð. Bjarkar gat þess að þetta virtist ekkert hafa með geðslag hestanna að gera. Sennilega hefði þetta eitt- hvað með hormónastarfsemina að gera. Þá hefði hann einnig látið sér detta í hug að orsökin gæti verið sú að hestamir væm með sínu rétta eðli við óeðlilegar aðstæður. Átti hann þá við girðingamar sem væm mismunandi víðáttumiklar. Svo virðist sem stóðhestar skammti sér ákveðinn fjölda hryssna og þegar bætist við þann íjölda reyndu þeir að hrekja umframhryssumar í burtu. Úti í frjálsri náttúra kæm- ust hryssumar undan og finndu annan stóðhest eða samlöguðust trippastóði. Bjarkar sagði þetta vera orðið mikið vandamál og tíma- bært að finna einhveija lausn á því, það gengi ekki að hryssumar komi lemstraðar eða jafnvel dauðar frá hestunum. Þá urðu óheillatíðindi fyrir skömmu að stóðhesturinn Hósías frá Kvíabekk hálsbrotnaði í hest- húsinu á Bringu í Eyjafjarðarsveit. Hósías er mjög hátt dæmdur stóðhestur. Hann var síðast sýndur á Stóðhestastöð Búnaðarfélags ís- lands 1991 og hlaut þá i einkunn 8,22; 8,40 fyrir byggingu og 8,04 fyrir hæfileika. Hann var undan Gusti 923 frá Sauðárkróki og hryssunni Skerpu 5485 frá Kvía- bekk sem á ættir sínar að rekja að stómm hluta til Homafjarðar. FYLGI Sjálfstæðisflokksins hefur aukist frá því í apríl ef miðað er við niðurstöður skoðanakönnunar DV, sem birtist í gær. Kvennalist- inn hefur einnig bætt við sig en Alþýðubandalagið hefur tapað nokkru fylgi. Breytingar á stöðu annarra flokka eru óverulegar. í sömu könnun kom fram, að fylgi ríkisstjómarinnar hefur aukist lít- illega frá því í aprfl en er þó enn aðeins um 40% ef miðað er við þá sem tóku afstöðu. í könnun DV nú fær Sjálfstæðis- flokkur 31,3% fylgi nú. Hann fékk 29,5% í könnun í apríl en 38,6% í kosningunum í maí 1992. Framsókn- arflokkur fær 26,8% nú, fékk 26,0% í apríl en 18,9% í kosningunum. Al- þýðubandalag fær 20,0% nú, í apríl Morgunblaðið/Valdimar Knstinsson Stormur frá Stórhóli á sýningu á stóðhestastöð- inni, knapi er Rúna Einarsdóttir. Hósías frá Kvíabekk er með eina hæst metnu byggingu stóðhesta hér landi, þótti stólpa mynd- arlegur og vel gerður hestur. Knapi er Rúna Einarsdóttir. Stóðhestur banar hryssu 23,1% og 14,4% í kosningunum. Al- þýðuflokkur fær 11,2%* nú, í apríl fékk flokkurinn 11,5% en 15,5% í kosningunum. Kvennalisti fær 10,7% fylgi nú, fékk 9,7% í apríl en 8,3% í kosningunum. í könnun DV var fólk einnig spurt um afstöðu til ríkisstjómarinnar. 34,7% svarenda lýstu sig fylgjandi henni, andvígir vora 50,3% en 15% vora óakveðnir eða neituðu að svara. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu vora stuðningsmenn ríkis- stjómarinnar 40,8% en andstæðingar 59,2%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.