Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 15 Hjólreiðar og umhverfísvemd eftír Örvar Möller Að vera vistvænn og meðvitaður um umhverfí sitt er ekki bara að planta tijám og kaupa endurunninn klósettpappír. Það getur til dæmis líka falist í því að nota reiðhjól sem samgöngutæki og um það fjalla þessar línur. Það útheimtir vissu- lega meira að nota hjólið, en þó er það fæstum ofraun að hjóla 10 kíló- metra til og frá vinnu daglega í það minnsta þegar veður er skaplegt. Og í stað þess að flýta sér heim eftir vinnu til að komast í líkams- ræktarstöðina þá æfir maður sig á leiðinni til og frá vinnu. Hjólreiðar og umferðin Samvinna ökumanna og hjól- reiðamanna er yfirleitt allgóð, flest- ir ökumenn sýna fulla tillitssemi, en alltaf eru einhverjir sem eru að flýta sér, fara yfír á rauðu ljósi, virða ekki umferðarmerki og halda að heimurinn farist ef þeir þurfa að bíða nokkur augnablik vegna hjólreiðamanns. Hjá sumum þeirra virðist þar að auki vera sport að aka sem næst hjólinu án þess að skemma bílinn. Aftur á móti virðist sem dráttavélar vekji ekki sömu hvatir hjá þeim þótt þau farartæki fari oft á tíðum ekki hraðar en hjól- andi maður. Það má vera að virðing fyrir farartækjum standi í beinu hlutfalli við massa þeirra og um- fang. Þrátt fyrir að flestir ökumenn stórra ökutækja séu til fýrirmyndar þá getur verið óþægilegt þegar vörubíll eða fólksflutningabíll birtist allt í einu sem veggur á vinstri hönd hins hjólandi manns, en það er þó ekki fyrr en þessi stóru öku- tæki eru komin vel yfír hámarks- hraða sem sveipirnir og sogið frá þeim fara að valda vandræðum. Erfiðastir eru þeir bílar sem eru með tengivagna, hjá þeim geta myndast miklir sveipir. Þetta ættu bílstjórar á þessum bílum að athuga og sýna aukna aðgát gagnvart hjól- reiðafólki. Það er svo athyglisvert að bílar sumra fýrirtækja aka hrað- ar en bflar annarra og það er fjarri mér að halda því fram að það séu bara þeir sem aka um með steypu eða ruslagáma. En því ekki að nota göngustígana? Þá fýrst kámar gamanið. Þeir göngustígar sem eru á höfuðborgarsvæðinu em yfírleitt sundurskornir af skurðum og skörp- um gangstéttarbrúnum, þaktir glerbrotum og opinberum farar- tækjum og enda á óheppilegustu stöðum. Til að nýta þá sem sam- gönguæðar þarf að taka á sig langa króka og það er ekki nokkur leið að halda eðlilegum meðalhraða á þeim. . Ráð til úrbóta Hvað er hægt að gera til að bæta reiðhjólamenninguna? Það er vel athugandi fyrir ríki og sveitarfé- lög að mála óslitna rönd svo sem 75 cm frá vegkanti meðfram þeim vegum sem uppá það bjóða. Þessi 75 em breiða akrein ætti að duga hjólreiðamönnum. Þetta er gert t.d. í Danmörku og Þýskaland og öku- menn virða þessar rendur þar. Það væri skynsamlegt að leggja ekki alltaf gangstéttir og göngustíga eftir reglustiku heldur eftir því hvar áætla má að fólk fari um. Dæmi um þetta má sjá á gatnamótum Langholtsvegar og Suðurlands- brautar, göngustígurinn er sveigður að gatnamótunum en stígfarendur fara beint af augum. Gera þarf fláa í gangstéttarbrúnir alstaðar þar sem von er á hjólum, hjólastólum og barnavögnum. Það er ekki nóg að gera fláa og skilja svo eftir 5 cm stall niður á malbikið. Aðstöðu hjólreiðamanna þarf að bæta á vinnustöðum. Svona til gamans má geta þess að lög í mörgum fylkjum Örvar Möller „Það er ekki úr vegi að taka fram hjólið í sum- ar og hjóla í vinnuna. Jafnvel einu sinni er betra en aldrei.“ Bandaríkjanna gera ráð fyrir ákveðnu hlutfalli milli fjölda bíla- stæða og hjólastæða hjá fyrirtækj- um, að auki er gerð krafa um sturt- ur fyrir starfsmenn. Hérna þekkist þetta varla, það er helst að einhveij- ir grindur séu settar niður á lóðum fyrirtækja, grindur sem eru þess eðlis að ef eitthvað kemur fyrir þá er næsta öruggt að gjarðir og tein- ar láta undan. Hjólagrindur eiga að vera hannaðar þannig að þær haldi um stell eða stýri en ekki gjarðir. Dæmi um ágætis hönnun á hjólagrind er að fmna hjá Pósti og síma á Suðurlandsbraut 28, sú grind er þó ekki gallalaus þar sem fjallahjól passa ekki í hana. Að vinna traust Hjólreiðamenn verða að vinna sér traust í umferðinni, til dæmis verða ökumenn og aðrir að geta treyst því að þeir taki ekki upp á því að ramba fyrirvaralaust út undan sér, út á miðja akrein eða því um líkt. Þeir verða að gæta þess að ekki fari fyrir þeim eins og sumum með- bræðra þeirra sem aka um mótor- knúnum tvíhjólungum og virðast halda að hvíta línan sem skiftir akreinum sé sérhönnuð mótorhjóla akrein. Hjólreiðamenn eiga rétt í umferðinni, en til þess að hægt sé að virða þann rétt verða þeir að sjást. Það er fátt sem gremst meira, en að sjá svartklæddan riddara á kolsvörtum reiðskjóta í kolniða- myrkri. (Þ.e.a.s. ef hann sést á annað borð.) Án allra ljós og jafn- vel án endurskinsmerkja. Það eru til lítil hentug þlikkljós sem sjást mjög vel af löngu færi, rafhlöðurn- ar í þeim duga í 2-300 klukku- stundir. Þessi ljós sem fást t.d. í reiðhjólaverslunum kosta um 1.500 krónur og ódýrari líftryggingu er varla hægt að fá. Þeir verða að virða umferðarljósin skilyrðislaust. Hægri umferð á hjóla- og göngu- stígum verður að virða, það á nú reyndar líka við um gangandi og hlaupandi stígfarendur. Þegar þeir taka fram úr á göngustígunum ættu þeir að láta vita af sér með bjöllu eða því um líku, því ekki er nú hávaðamenguninni fyrir að fara og því getur fólki brugðið þegar hjólað er upp að hlið þess. Nokkrir fróðleiksmolar Bílafjöldi í einkaeign í Kina er 1 bifreið á hveija 74.000 íbúa. Hundr- aðshluti stórborgarbúa í Ameríku sem hjóla til vinnu er 1,67%. Hundr- aðshluti Groningenbúa í Hollandi sem hjóla til vinnu er 50%,. Hundr- aðshluti Tianjinbúa í Kína sem hjóla til vinnu er 77%. Hundraðshluti íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hjóla til vinnu er minni en 0,5%? Yfirleitt er einn maður í hveijunr bíl á há- annatímum í umferðinni í Reykja- vík. Það vill svo til að það er sami fjöldi og rúmast á venjulegu reið- hjóli. Tíminn sem meðaljóninn í Ameríku eyðir á sólarhring í akstur eða undirbúning að akstri er 4 klukkutímar. Fjöldi reiðhjóla sem framleiða má með þeirri orku og þvi efni sem fer í eina meðalstóra bifreið er 100. Ef orku úr einum bensínlítra væri umbreytt í kaloríur myndi sú orka duga meðalhjólreiðamanni til að hjóla 1.073 kílómetra. Að lokum Á þessu sést að það er ekki úr vegi að taka fram hjólið í sumar og hjóla í vinnuna. Jafnvel einu sinni er betra en aldrei. Spara bens- ín, spara æfingagjöld á heilsurækt- arstöðvunum og fá jafnvel ofurlitla tilfinningu fyrir því að maður sé með því að leggja sitt af mörkum til að hamla gegn menguninni. Eft- ir nokkur skipti verður þetta að áráttu sem fátt fær stöðvað nema ef vera skyldi rigning, tímaskortur eða leti. Höfundur er rafeindavirki. ...alltaftilað O tryggja atvinnu Pampers Phases Bleiur, sem breytast með barninu þínu. Junior bleian er ný. Þetta er stærri bleia en áöur hefur verið til frá Pampers og mjög rakadræg. Hún er mjó milli fótanna, þaö auöveldar smáfólkinu allar hreyfingar. allt aö 3,5 kg ' 3 - 6 kg 4 - 9 kg 8 - 18 kg 10 - 20 kg 12- 25 kg íslensk ///// Ameríska TUNGUHÁLS 11 SÍMI682700 MAXI PLUS JUNIOR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.