Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 3 Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins: A ekkivon á að mikið komi út úr fundinum - segir sjávarút- vegsráðherra ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segist ekki eiga von á að mikið komi út úr ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem hefst í Glasgow á mánudaginn. Ekkert hafi komið fram, sem bendi til að ráðið samþykki stefnu- breytingu, sem hefði í för með sér að Islendingar gætu hafið hval- veiðar að nýju. „Ég sé engin teikn á lofti um að niðurstaða þessa fundar verði önnur en venjulega,“ segir Þorsteinn Páls- son. „Ég á þess vegna von á að menn víki sér eins og áður undan því að taka ákvarðanir með afsök- unum af ýmsu tagi, sem ekki eru gildar.“ íslensk stjórnvöld ákváðu um ára- mótin að segja sig úr Alþjóða hval- veiðiráðinu og tekur úrsögnin gildi á þriðjudaginn. Þorsteinn segir að eftir það muni íslensku fulltrúamir ekki taka beinan þátt í störfum fundarins en hins vegar muni þeir áfram sitja þar sem áheymarfulltrúar. Hann segir að ekki hafi enn komið fram nein viðbrögð við úrsögn íslendinga sem máli skipti og fáir sýni alvöru tilburði til að breyta starfsháttum ráðsins. Hafís 62 sjómílur frá landi HAFÍS fyrir Vestfjörðum er ekki eins nálægt eins og menn höfðu óttast. Samkvæmt könnunarflugi Landhelgisgæslunnar er ísinn næst landinu 62 sjómilur norð- vestur frá Barða og Straumnesi. í gær kannaði flugvél Landhelg- isgæslunnar, TF-SÝN, hafið vestur og norður af landinu. í frétt frá Landhelgisgæslunni kemur m.a. fram að hafísinn er 85 sjómflur norðvestur frá Bjargtöngum, 65 sjómílur nv. frá Kópanesi, 62 sjómíl- ur nv. frá Barða og Straumnesi og 75 sjómílur frá Horni. Við ísbrúnina var þéttleiki íssins víðast hvar 4-6/10 en allt að 7-9/10 inni á ísn- um þar sem þéttast var. Bráðnandi ísdreifar voru allt að 10 sjómílum frá meginröndinni. Þór Jakobsson deildarstjóri hafís- deildar Veðurstofu íslands sagði ríkjandi norðaustanáttir hafa hrak- ið ísinn til baka til vesturs. Þór sagði að miðað við árstíma væri ísinn nú heldur meiri en í meðal- lagi. Þór sagði útlitið frekar gott því horfur á að vindurinn blési úr norðri og norðaustri á næstunni og héldi ísnum fjarri. LAUGARDAG kl. 12-18 SUNNUDAG kl. 12-16 Ráðgjöfhjá landslags- arkítekt Andblær miðalda leikur um Fomalund um helgina Pantaðu tíma í kjölfar sýningar- innar bjóðum við Sígild umhverfislist sótt aftur í aldir upp á ókeypis ráðgjöf hjá landslagsarkítekt Um helgina bjóðum við alla garðeigendur og unnendur fagurs umhverfis að koma í Fornalund. Þar leggjum við sérstaka áherslu á að kynna fornlínu B.M.Vallá. Fornlínan samanstendur af skemmtilegum vörum fyrir umhverfið sem allar eiga sér sígildar fyrirmyndir. Fornsteinninn og nýr hleðslusteinn skipa þar stærstan sess. um fomlínuna. Ráðgjöfin verður í rnzstu viku ogþú getur pantað tíma hjá okkur á staðnum eða símleiðis. Hleðslusteinn- „nýjung“ ífomlínunni Við kynnum um helgina nýjan hleðslustein sem byggir á gömlum fyrirmyndum. Þennan hleðslustein má nota t.d. til að taka upp hœðarmismun í lóð eða hlaða frístandandi veggi. Lítið inn í Fornalund - hugmyndabanka garðeigandans - B.M.VAUÁ! FORNILUNDUR Steinaverksmiðja, söluskrifitofa og sýningarsvœði Breiðhöfða 3 slmi 91-6850 06 Fáðu sendar upplýsingar um Fornlínu B.M.Vallá hf. © 68 50 06 um helgina. Þeir sem ekki eiga heimangegnt geta hringt og fengið sendar upplýsingar um fornlínuna og aðrar vörur B.M.Vallá. Verið velkomin. Steinaverksmiðja lcö Söluskrifstofa $01 FORNILUNDUR I - rilDSHOFÐ. AUK ISÍA k100d22-72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.