Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 Samið við Svía um brottnám og ígræðslu líffæra íslenskum líffæraþegnm tryggt jafn- rétti á við sænska þar í landi SAMNINGUR um brottnám líffæra hér á landi og ígræðslu líffæra í íslendinga var undirritaður í gær milli heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins og Tryggingastofnunar ríkisins annars vegar og sænska fyrirtækisins SwedeHealth Giothenburg Care AB í Gautaborg hins vegar. Samkvæmt samningnum mun SwedeHealth Gothenburg Care AB annast töku líffæra sem hér munu til falla á ári hveiju. Er þetta í samræmi við tvenn frumvörp sem samþykkt voru á Alþingi 1991 um ákvörðun dauða og brottnám líffæra og krufningar. Jafnframt mun fyrirtækið taka að sér að annast ígræðslu þessara sömu líffæra í íslendinga. Sighvatur Björgvinsson, sagði á blaðamannafundi í gær langan að- draganda hafa verið að þessu sam- komulagi við Svíana. Hann sagði valið hafa grundvallást fyrst og fremst á því að Svíamir hefðu tryggt íslenskum líffæraþegum jafnrétti við sænska sem þýði mikið styttri bið og meira öryggi fyrir íslenska líffæraþega heldur en áður hafí verið. Hann sagði að árangur á Norður- löndunum virtist jafngóður og í Bretlandi og kostnaður væri svipað- ur alls staðar. Morgunblaðið/Sverrir Samningurínn undirritaður. Frá vinstri: Dr. Hans Brynger forstjóri Gothenburg Care AB, Jan Hallberg formaður stjórnar Gothenburg Care AB, Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra, Eggert G. Þor- steinsson forstjóri Tryggingastofnunarinnar og Páll Sigurðsson ráðuneytissljórí í heilbrigðisráðuneytinu. Hans Brynger, forstjóri sænsku ígræðslumiðstöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að tryggt væri að íslendingar kæmu tii með að njóta sama réttar og sænskir þegnar. „Þeir verða meðhöndlaðir út frá læknisfræðilegu sjónarmiði án þess að nokkrir aðrir þættir hafí þar áhrif á. Það er mjög mikil- vægt fyrir okkur að það sé ljóst að ekki verður litið á íslenska sjúklinga sem útlendinga heldur munu þeir fá nákvæmlega sömu meðhöndlun og Svíar," sagði Hans. Hann sagði þetta eina samning- inn þessa eðlis sem Svíar hefðu gert við erlent ríki. „Það kæmi ekki til greina að gera slíka samninga við aðrar en Norðurlandaþjóðir," sagði hann og bætti við að Svíar litu á íslendinga sem nátengda sér. Hann sagðist telja að jafnvægi komi til með að ríkja á milli fjölda þeirra líffæra sem Islendingar eigi eftir að gefa út og íjölda þeirra sem þeir muni fá frá Svíum. Kostnaður við líffæraígræðslur greiðist af Tryggingastofnun ríks- ins. Kostnaður við líffæratökur greiðist að fullu af SwedeHealth Gothenburg Care AB að öðru leyti en því ígræðslumiðstöðin fær að- gang að ísienskum heilbrigðisstofn- unum til að taka þau líffæri sem til falla. VEÐUR VEÐURHORFUR IDAG, 27. JÚNÍ YFIRUT: Um 200 km suðaustur af Hornafirði er 999 mb lægð, sem hreyfist norðnorðaustur, en yfir Grænlandi og sunnanverðu Grænlands- hafi er heldur vaxandi 1.028 mb hæð. SPÁ: Norðangjóla á landinu, skúrir um landið norðanvert og hiti þar 3-6 stig, en nokkuð bjart syðra og hiti þar 9-14 stig yfir hádaginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norð. og norðvesturótt. Skúr- ir en slydduél til heiða og fjalla á Vestfjörðum og Norðurlandi. í öðrum landshlutum verður að mestu þurrt og víða léttskýjað um landið sunnan- vert. Hiti 2-6 stig norðantil, en 9-14 stig þegar best lætur syðra. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 890600. o Heiðskírt / r r f f f f f Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * f * * * * * f * * / * f * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V Ý V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindsfyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V riig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærír og hálkulausir á ný. Þó er enn lokað um Þverórfjall og Þorskafjarðarheiði. Kjalvegur er nú opinn umferð fjallabíla. Opið er í Landmannalaugum um Sigöldu. Uxahryggir eru nú opnir fyrir alla umferð en Kaldidalur mun ekki opnast fyrr en í næstu viku.Að gefnu tilefni skal bent á að klæðingaflokkar eru að störf- um víða um landið og eru ökumenn beðnir um að virða sérstakar hraða- takmarkanir til þess að forðast tjón af völdum steinkasts. Vegagerðin. m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl vsður Akureyri ð alskýjaö Reykjavfk 10 skýjað Bergen 17 skýjað Helslnkl 23 léttskýjað Kaupmarmahöfn 23 léttskýjað Narasaresuaq S alskýjað Nuuk 4 skýjað Osló 24 léttskýjað Stokkhólmur 25 léttskýjað Þórshöfn 11 skúr Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 21 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Berlín 24 léttskýjað Chicago 1S heiðsklrt Feneyjar 26 heiðskírt Frankfurt 26 léttskýjað Glasgow 18 skýjað Hamborg 24 léttskýjað London 24 skýjað Los Angeles 17 skýjað Lúxemborg 22 skýjað Madrid 27 mistur Malaga 26 heiðskírt Mallorca 24 léttskýjað Montreal 15 léttskýjað NewYork 19 léttskýjað Orlando 23 rlgning París 22 skýjað Madeira 12 léttskýjað Róm 23 hélfskýjað Vín 23 léttskýjað Washington 22 þokumóða Winnipeg 9 skýjað Nýtt menntamálaráð hélt fyrsta fund í gær: Formaður neitaði að ræða vantrauststillögu HELGA Kress formaður menntamálaráðs segir ráðið vera óstarf- hæft í dag þar sem meirihluti þess vi\ji ekki ræða fyrirliggjandi málefni. A fundi menntamálaráðs í gær var borin fram vantrausts- tillaga á Helgu og Áslaugu Bryiýólfsdóttur varaformann ráðsins, en Helga vísaði tillögunni frá á þeirri forsendu að fyrir henni vant- aði rökstuðning. Sleit hún síðan fundinum eftir að hann hafði aðeins staðið í 10 mínútur, en að hennar sögn var þá ýóst að dagskrá fund- arins fengist ekki rædd. Fundur menntamálaráðs í gær var sá fyrsti sem haldin er eftir að Helga Kress var kosin formaður ráðsfns í kjölfar þess að vantraust- tillaga var samþykkt á Bessí Jó- hannsdóttir sem formann 30. apríl síðastliðinn. í upphafi fundarins bar Bessí Jóhannsdóttir fram tillögu þar sem hún ásamt Sigurði Bjömssyni og Hlín Daníelsdóttur óskuðu eftir að Helga og Áslaug Brynjólfsdóttir létu af störfum sem formaður og varaformaður menntamálaráðs þar sem þær hefðu ekki lengur meiri- hluta í ráðinu. Helga kvaðst ekki geta tekið slíka tillögu til afgreiðslu þar sem engin rök væm fyrir henni. Þá lögðu þau Bessí, Hlín og Sigurð- ur fram vantrauststillögu á þær Helgu og Áslaugu, og óskuðu þau eftir kosningu nýs formanns og varaformanns sem tækju við störf- um þegar í stað. Að sögn Helgu kvað hún sér ekki fært að taka þessa tillögu til afgreiðslu þar sem fyrir henni vantaði allan rökstuðn- ing. Hefði hún óskað eftir að fyrir- liggjandi dagskrá fundarins yrði rædd, en þar sem það hefði ekki fengist gert þá hefði hún tekið þá ákvörðun að slíta fundinum. Bessí, Sigurður og Hlín hafa ósk- að eftir því að að fundur verði hald- inn í menntamálaráði eigi síðar en á mánudaginn næstkomandi til að kanna hvort formaður og varafor- maður ráðsins njóti trausts meiri- hluta ráðsins. Að sögn Helgu mun hún ekki verða við þessari ósk. „Hún er bara að biðja um fund til að taka fyrir aftur þessar tillögur sem ekki er hægt að taka fyrir vegna þess að þetta er bara rugl,“ sagði Helga. Bessí sagði í samtali við Morgun- blaðið að ef þessi fundur yrði ekki haldinn þá væri þetta mál komið í hendur menntamálaráðherra sem væri ábyrgur yfirmaður mennta- málaráðs fyrir hönd Alþingis. Ávöxtunarkrafa húsbréfa: Mikið framboð helsta ástæða fyrir hækkun - segir Signrbjörn Gunnarsson, deildarsljóri hjá Landsbréfum FRAMBOÐ húsbréfa hefur að undanförnu aukist talsvert hjá Lands- bréfum hf. og að sögn Sigurbjarnar Gunnarssonar, deildarsljóra, er það meginástæðan fyrir hækkun á ávöxtunarkröfu húsbréfa á miðvikudag. Niðurstaðan úr útboði Húsnæðisstofnunar hafi því ekki sérstaklega verið tilefni til hækkunar kröfunnar eins og hefði mátt skiýa af frétt blaðsins í gær. „Hins vegar, sagði Sigurbjörn, höfum við fundið fyrjr því hjá kaupendum húsbréfa, að þeim finnist ekki óeðlilegt að husbréf séu með hærri ávöxtun en hin nýju húsnæðis- bréf Húsnæðisstofnunar vegna meiri kostnaðar og óhagræðis við umsýslu húsbréfanna." Sigurbjörn sagði að fyrirækið Landsbréf, sem viðskiptavaki hús- bréfa, annaðist um 50-60% allra viðskipta með bréfin en ávöxtunar- krafan hlyti að stjórnast af mark- aðsaðstæðum á hvetjum tíma.' „Landsbréf hafa keypt húsbréf fyr- ir hátt í 500 milljónir í þessum mánuði sem ekki hafa öll selst jafn- óðum og því var ákveðið að hækka ávöxtunarkröfuna. Við höfum hins vegar fengið ágætis viðbrögð eftir hækkunina og t.d. var ágæt sala á fimmtudag," sagði Sigurbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.