Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 9 Stórhöfða 17, við GulUnbrú, sími 67 48 44 INNRETT- INGAR SMÍÐUM FATASKÁPA BAÐ- OG ELDHÚSINN- RÉTTINGAR VÖNDUÐ VINNA HAGSTÆTT VERÐ Trésmiðjan F/I0US HF Unubakka 20, Þorlákshöfn ©98-33900 Helgartilbod á triáplöntum og runnum Bjóðum eftirtaldar tegundir á sérstöku helgartilboði meðan birgðir endast: Rósir kr. 480,- áður kr. 580,-, gljámispill kr. 160,- áður kr. 190,-, birkikvist- ur kr. 210,- áður kr. 290,-, runnamura kr. 320,- áður kr. 390,-, fjallafura kr. 1.580,- áður kr. 1.980,-, hansarós stór kr. 460,- áður kr. 580,-, skrið- mispill kr. 370,- áður kr. 530,-, gljávíðir kr. 85,- áður kr. 130,-. Ennfremur mjög fjölbreytt úrval sumarblóma og fjölærra plantna á lágu verði. Gerið verðsamanburð. Garðyrkjustöðin Grímsstaðir, Heiðmörk 52, Hveragerði, sími 98-34230. Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur, Heiðmörk 38, sími 98-34800. Trjáplöntusalan, Núpum, Ölfusi, sími 98-34388. Nýtt skipulag: Ingolfstorg - Grofartorg - Sýning - Tillögur úr hugmyndasamkeppni um skipulag Ingólfstorgs og Grófartorgs til sýnis alla daga vikunnar frá kl. 9-20 í Geysishúsi, Aðalstræti 2. Dómnefnd. Royal skyndibúðingur Mikilvægi Evrópumark- aðarins er vaxandi Davíð Oddsson fjallar um EES-samning- inn og mikilvægi Evrópumarkaðarins fyr- ir útflutning okkar, gjaldeyristekjur og lífskjör í þjóðmálaritinu Stefni (1. tbl. 1992). Frá Evrópu kemur um 66% inn- flutnings okkar og Evrópumarkaður kaupir um 76% útflutnings okkar. For- sætisráðherra telur að mikilvægi Evrópu- markaðarins fyrir íslenzkt þjóðarbú fari vaxandi í næstu framtíð. Staksteinar staldra við þennan kafla úr grein hans í dag. Við sækjum lífskjör okkar ekki sízt í hag- stæðamilli- ríkjaverzlun Davíð Oddsson forsæt- isráðherra fjallar m.a. í Stefnisgrein sinni um ís- land og umheiminn, ekki sízt um viðskiptahags- muni okkar í Evrópu, en árið 1990 fór 76,4% út- flutnings okkar (í verð- mætum talið) til EB- og EFTA-rflqa og 66% inn- flutnings okkar kom frá sömu ríkjum. Fáar þjóðir flytja út jafn hátt hlutfall fram- ieiðslu sinnar og við eða inn jafn stóran hlut af svokölluðum nauðþurft- um. Kjör í milliríkjavið- skiptum skipta þvi mjög miklu fyrir lifskjör ís- lendinga í bráð og lengd. Viðskiptalyör á höfuð- markaði okkar, Evrópu- markaðinum, hafa meiri áhrif á almenn lífskjör hér á landi en menn gera sér almennt grein fyrir. Um þetta efni segir for- sætisráðherra í grein sinni : „Á undanförnum ára- tugum hefur hlutur utan- rikisviðskipta stækkað i islenzku þjóðarbúi. Jafn- hliða þessu hafa lífskjör batnað mikið. Það undir- strikar hve háðir fslend- ingar eru umheiminum en einnig að haftalaus milliríkjaviðskipti og sú aukna verkaskipting og hagkvæmni, sem af þeim leiðir, auki hagvöxt. Mikill meirihluti utan- rikisviðskipta okkar beinist nú aftur til Evr- ópu. Þannig var viðskipt- um íslendinga háttað um langt skeið eða þar til eftir strið þegar stór skerfur fór einnig til Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. íslendingar hljóta jafnan að stunda sín viðskipti þar sem hag- kvæmast er og æskilegt er að reyna að dreifa útflutningnum aftur á fleiri markaði. Þar er þó all þröngt um vik. a.m.k. í náinni framtíð. íslend- ingum stendur ekki til boða að taka þátt í fri- verzlunarsvæði því sem verið er að koma á fót í Norður-Ameríku og Bandjm'kjastjórn virðist treg til að gera við okkur tvíhliða verzlunarsamn- ing. Sú afstaða lýtur að grundvallaratriðum í við- skiptastefnu Bandaríkj- anna sem erfitt getur reynst að hnika. Markað- ir í Asíu eru vissulega áhugaverðir en þangað er langt að flytja vöru frá íslandi, og menning og neyzluvenjur eru ólíkar því sem við þekkjum. Þetta og ýmsir aðrir við- skiptalegir þættir valda því að veruleg aukning verður varla á útflutn- ingi okkar til Asíu nema með markvissu átaki á alllöngum tíma. Loks er staðreynd að Evrópu- markaður liggur nálægt landinu auk þess að vera stór og hagstæður. Þar höfum við mikla reynslu og traust viðskiptasam- bönd og Evrópumarkað- ur verður enn ákjósan- legri en áður með EES- samningnum.“ Hagstæður að- gangur að 380 milljóna manna mark- aði Síðar í grein sinni seg- ir forsætisráðherra: „Við lítum svo á að EES-samningurinn sé frágenginn til undirrit- unar af okkar hálfu og viljum ekki trúa að tæknileg atriði eigi eftir að standa í vegi fyrir þvi að samningurinn verði staðfestur. Með honum fá Islendingar mun hag- stæðari aðgang en áður að 380 milljón manna markaði. Á honum eiga 40% af heimsverzluninni sér stað og þar eru öll okkar helztu viðskipta- lönd að Bandaríkjunum frátöldum. Að auki fáum við með EES-samningn- um á ýmsan annan hátt hiutdeild í samrunaþró- uninni í Evrópu og þeirri hagkvæmni, hagræðingu og aukna viðskiptafrelsi sem að er stefnt með henni og innri markaði Evrópubandalagsins. EES-samningurinn mun því færa okkur stór- kostlega búbót. Reyndar þarf að gera breytingar á tilteknum fram- kvæmdaatriðum í EES- samningnum ef flest hinna EFI'A-ríkjanna ganga í Evrópubandalag- ið á næstu árum. Aðalat- riðið fyrir okkur er þó að með EES-samningn- um er Evrópubandalagið skuldbundið okkur á mikilvægum sviðiun. Við getum áfram byggt á samningnum sem grund- veUi samskipta okkar við EB og þannig að hann tryggi veigamikla hags- mirni okkar á meginland- inu.“ Þetta voru orð Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra í Stefnisgrein um EES-samninginn og mik- ilvægi Evrópumarkaðar- ins fyrir íslenzkan þjóð- arbúskap en þessi mál eru einmitt í brennidepU þjóðmálaumræðunnar um þessar mundir, enda varða þau framtíðaraf- komu og velferð lands- manna meira en flest annað. N Dtsalan kefst mánudaginn 29. júní Stórkostleg verólækkun BARNAFATAVERSLUN Laugavegi 12a, 101 Reykjavík, sími 2 82 82

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.