Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 Að hafa það sem sannara reynist eftir Tryggva Þór Herbertsson í 23. tbl. vikuritsins Vísbending- ar 14. júní sl. birtist grein eftir undirritaðan undir fyrirsögninni „Nýtt fiskeldisævintýri?" í stuttu máli fjallar greinin um þann kostn- að sem reglugerð sú er skyldar bifreiðaeigendur til að búa bifreið- ar sínar hvarfakútum og gengur í gildi fyrsta júlí nk. skapar. Niður- stöður undirritaðs voru þær að við tilteknar einföldunarforsendur mætti leiða að því rök að reglu- gerðin myndi kosta þjóðarbúið 15 milljarða króna um ófyrirsjáanlega framtíð. Greinin virðist hafa vakið nokkra athygli því hún var birt í heild sinni í dálknum Staksteinum í Morgunblaðinu 19. júní sl. Einnig gerði Ellert B. Schram, ritstjóri, efni greinarinnar að umfjöllunar- efni í leiðara sínum í Dagblaðinu 22. júní sl. í leiðaranum skorar ritstjórinn á umhverfisráðherra að láta kanna og svara gagnrýni und- irritaðs. í Morgunblaðinu 24. júní sl. birtist síðan fréttatilkynning undirituð af umhverfis- og dóms- málaráðuneyti þar sem gagnrýn- inni er svarað. Jafnframt er í frétt- atilkynningunni svarað svipaðri gagnrýni úr annarri átt, þ.e. frá doktor Einari V. Ingimundarsyni umhverfisverkfræðingi. í áðurnefndri fréttatilkynningu kemur m.a. fram: „Flestir bíla- framleiðendur, ef ekki allir, geta boðið bíla með hvarfakút- um, einnig bílaframleiðendur í A-Evrópu. Ekki er vitað til að bílar með hvarfakútum hafi hækkað í verði þeirra vegna. Raunar ber bílablöðunum saman um að svo sé ekki.“ Ef fyrri full- yrðingin er skoðuð i samhengi við það að ekki fýrir löngu síðan fór ónefnt bifreiðaumboð sem er með umboð fyrir tékkneskar bifreiðar fram á að fá undanþágu frá reglu- gerðinni þar sem framleiðendur geta ekki búið bifreiðar sínar full- nægjandi hvarfakútum fyrr en eftr ir nk. áramót, er fullyrðingin röng. Svo mörg voru þau orð! Síðari full- yrðinguna, þ.e. að bifreiðar búnar hvarfakútum hækki ekki í verði, er enn auðveldara að hrekja. Ráðu- neytismenn bera fyrir sig þrjár heimildir. í fyrsta lagi skýrslu sem unnin var af Bifreiðaskoðun ís- lands og ber nafnið „Greinargerð um mengunarvamir í bílum“ og kom út í júlí 1991; í öðru lagi álit nefndar sem umhverfisráðherra skipaði fyrir nokkru; og í þriðja lagi, eins og segir í fréttatilkynn- ingunni, bílablöð. Ef greinargerð Bifreiðaskoðunar íslands er skoðuð má sjá á bls. 8 í skýrslunni: „Tal- ið er að söluverð bíla til landsins hækki um 60 þúsund krónur ef þeir eru búnir hvarfakútum. Auk þess er kostnaður fólginn í aukinni menntun, reglubund- inni skoðun, endurvinnslu á bensíngufum á bensínstöðvum og auknum tækjabúnaði á bíla- verkstæðum." í áðurnefndri nefnd sat fulltrúi bílgreinasam- bandsins og fékk hann þann starfa að athuga hvort og þá hve mikið innkaupsverð myndi hækka ef þeir væru búnir hvarfakútum. Niður- staða hans var, samkvæmt heim- ildum Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, að innkaupsverð bifreiða myndi hækka um 40-180 þúsund, mismunandi eftir tegundum. Hvað bílablaðaheimildina varðar á undir- ritaður er erfitt með að athuga hana nema hún verði tiltekin nán- ar. Til viðbótar þessu segir í Dag- blaðinu 24. júní 1991: „Upplýs- ingar frá umhverfisráðuneytinu segja hins vegar að raunhæft sé að tala um að bílverð hækki um 10% (við það að búa bifreið- ar hvarfakútum). Samkvæmt því myndi bíll að verðmæti 1 milljón hækka um 100 þúsund krónur.“ Eins og sjá má á þessu er ráðuneyt- ið orðið tvísaga. Til að styrkja forsendur greinar- innar í Vísbendingu, notaðist undirritaður við tvær heimildir. Sú fyrri er ættuð frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og kemur hún heim og saman við þá seinni sem er fengin úr viðtali við Carl Hahn forstjóra Volkswagen-bílaverk- smiðjanna, sem Time Magazine birti 9. mars sl. Þar segir Hahn á bls. 33: „Endurbætur munu ekki verða ódýrar. Aðeins það að búa bifreiðar hvarfakútum, eins og reglugerð Evrópubandalagsins gerir ráð fyrir að verði gert í byrjun árs 1993, mun hækka útsöluverð nýrra bifreiða um meira en eitt þúsund banda- ríkjadali." Þess má geta að eitt þúsund bandaríkjadalir eru um 58 þúsund íslenskrar krónur. Eins og sjá má á þessari upptalningu er seinni fullyrðing þeirra ráðuneytis- manna ekki allskostar rétt. Ef lesið er áfram í fréttatilkynn- ingu ráðuneytanna má sjá: „Astæðan er sú (að hvarfakútar Tryggvi Þór Herbertsson / „Með þessum orðum telur undirritaður að hann sé búinn að hrekja fullyrðingar þær sem settar eru fram í frétta- tilkynningu ráðuneyt- anna.“ hafa ekki hækkað verð bifreiða) að flest lönd í V-Evrópu, N- Ameríku, Astralíu og Japan gera kröfur um hvarfakúta. Þannig eru þeir orðnir hluti af raðsmíðinni í bílaframleiðslu. Þess vegna eru sumar tegundir orðnar dýrari án hvarfakúta." Eins og fram kom hér fyrr í þess- um greinarstúf gengur reglugerð Evrópubandalagsins ekki í gildi fyrr en í byrjun næsta árs auk þess þess sem framleiðendur bif- reiða fá aðlögunartíma fram til fyrsta júlí á næsta ári til að bjóða upp á bifreiðar með hvarfakútum. Nú er það svo að stór landsvæði í heiminum eru á því þróunarstigi að mengunarvarnir eru ekki for- gangsmál, má þar nefna A-Evr- ópu, stærstan hluta Asíu, Afríku og S-Ameríku. Þessi landsvæði eru umtalsverður markaður fyrir bíla- framleiðendur og er það undir- rituðum til efs, m.a. af fyrrgreind- um ástæðum, að hvarfakútar verði álitnir jafn nauðsynlegir og t.d. stefnuljós í raðsmíði bíla. Jafnvel þó svo að framtíðarsýn ráðuneytis- manna, hvað varðar raðsmíðina, rætist, verður ekki horft fram hjá því að svona eru hlutirnir í dag. Með þessum orðum telur undir- ritaður að hann sé búinn að hrekja fullyrðingar þær sem settar eru fram í fréttatilkynningu ráðuneyt- anna. Nú spyija eflaust margir sig að því hvers vegna undirrituðum liggur svo mikið á hjarta þegar kostnaður við hvarfakúta ber á góma. Eflaust flýgur mörgum í hug að hér sé verið að gæta hagsmuna einhverskonar þrýsti- hóps eða að um pólitískt hnútuk- ast sé að ræða, svo er þó ekki. Einu hagsmunirnir sem undirritað- ur ber fyrir brjósti eru þeir, að hann er íslendingur sem ofbýður sá kostnaður, þ.e. 15 milljarðar króna, sem er verið að leggja á þjóðarbúið með reglugerð þessari. Höfundur er iðnrekstrar fræðingvr og starfar að sérverkefnum fyrir Hagfræði- stofnun Háskóia íslands. í Leiðrétting við eftir Einar Karl Haraldsson Nýverið hafa þrír virtir lögfræð- ingar ráðlagt Alþingi og forseta að afgreiða ekki EES-samninginn að óbreyttri stjórnarskrá. Rök hafa verið færð að þvi að textar EES- samningsins og fylgisamninga hans rekist á við stjórnarskrána sem ekki gerir ráð fyrir öðru en inn- lendri málsmeðferð á ákvarðana- töku. Deilan er risin um það hvort í samningunum felist framsal á framkvæmda-, löggjafar- og dómsvaldi til eriendra aðila. í forystugrein, sem Alþýðublaðið birtir 23/6 og Morgunblaðið hefur endurprentað, er því haldið fram að stjómarskrárbreytingar séu hvergi fyrirhugaðar í EFTA-ríkjun- um vegna EES-samningsins. Okkur er greinilega ætlað að draga þá ályktun af þessum orðum að þar af leiðandi þurfi ekki að breyta stjórnarskránni á íslandi. Þetta er misskilningur ef ekki vísvitandi rök- leysa. Ágreiningslaust í Noregi í fyrsta lagi verða EES-samn- ingarnir bomir upp á þingum Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar í sam- ræmi við stjórnarskrárákvæði sem áskilja aukinn meirihluta í málum sem snerta fullveldi ríkjanna. í Noregi er sérstaklega áskilið í stjórnarskránni að % hluta atkvæða á stórþinginu þurfti til þess að fram- selja vald í hendur alþjóðastofnana. Það er ágreiningslaust í Noregi að beita eigi þessu ákvæði í sambandi við afgreiðslu EES-samningsins þar í landi. í öðru lagi er vert að hugleiða að í Svíþjóð og Finnlandi hafa ákvæði um aukinn meirihluta og þjóðaratkvæði nýlega verið sett í stjórnarskrá, 1980 og 1987. Merg- urinn málsins er sá að í stjómar- skrá og stjómskipunarlögum grannlanda okkar em skýr ákvæði um að tvo þriðju eða fimm sjöttu hluta atkvæða á þingi þurfti til þess að afsala í einhveiju tilliti full- veldi ríkisins eins og jafnan er um að ræða þegar gerðir em samning- ar um aðild að vamar- eða efna- hagsbandalögum ríkja. I þriðja lagi er ljóst að íslenska stjómmálamenn hefur brostið þrek til þess að laga stjómarskrá ís- lenska lýðveldisins að nútímalegum leiðara viðhorfum. Það vantar til að mynda í hana þá minnihlutavernd gagn- vart fullveldisafsali sem er að finna í stjómarskrám grannríkjanna. Það er svo eðli slíkrar vemdar að hún opnar þá leið til valdaframsals, sé nægilega stór meirihluti fyrir hendi á Alþingi, sem stjómarskrá lýðveld- isins lokar. Minnihlutavernd hefði opnað leið Þegar störf stjómarskrámefndar em skoðuð kemur í ljós að það er Alþýðubandalagið sem haft hefur nútímalegust viðhorf í þessu efni. í skýrslu hennar frá því í janúar 1983 má lesa að Ólafur Ragnar Grímsson og Ragnar Arnalds lögðu til eftirfarandi: „Frumvarp til laga eða þingsl- ályktunar sem felur í sér að ríkis- valdið eða forræði íslenskra stjórnvalda sé að einhverju leyti selt í hendur alþjóðlegrar stofn- unar eða samtaka telst ekki sam- þykkt nema hlotið hafi 6A hluta greiddra atkvæða á Alþingi. Nú hlýtur frumvarpið ekki tilskilinn meirihluta og getur þá ríkis- stjórnin borið frumvarpið undir atkvæði allra kosningabærra manna I landinu til samþykktar eða synjunar." Setjum nú svo að ekki hefði ver- ið gengið að ítmstu kröfum Alþýðu- bandalagsmanna heldur sæst á að þijá fjórðu hluta atkvæða þyrfti til þess að afgreiða mál er snertu fuil- veldið. Þá hefði þurft 48 þingmenn af 63 til þess að afgreiða mál er snertu fullveldið. Þá hefði þurft 42 þingmenn af 63 til þess að afgreiða EES-samninginn, en sameiginlega Einar Karl Haraldsson „Við erum að fjalla um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og þá stað- reynd að í hana vantar ákvæði sem gera öðrum N orðurlandaþj óðum kleift að afgreiða EES- samningana án stjórn- arskrárbreytinga. Það sem skiptir máli er okk- ar stjórnarskrá en ekki annarra.“ hafa Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur 49 þingmenn á Alþingi. Enda þótt það sé hugsanlegt, eins og nýafstaðin þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku sýndi, þá er ólíklegt að svo breiður meirihiuti á Alþingi verði viðskila við þjóðarviljann, hvað þá ef um fjóra fimmtu hluta væri að ræða. Ekkert varð af meiriháttar end- urskoðun stjórnarskrárinnar fyrir tíu árum. íslenskir þjóðréttarfræð- ingar og virtir lögfræðingar era þeirrar skoðunar að stjórnarskráin óbreytt loki á samþykkt EES-samn- ingsins. Enda þótt hann feli í sér viðamestu löggjafarbyltingu á ís- landi frá því að Járnsíða og Jónsbók voru lögteknar á þrettándu öld hef- ur EES-saamningurinn ekki í för með sér neinar þær hagsbætur fyr- ir þjóðina sem réttlæta að stjómar- skrá lýðveldisins sé vikið til hliðar. Allt verður að gera til þess að tryggja stjómskipunarlega rétta afgreiðslu EES-samningsins hvaða afstöðu sem menn annars hafa til hans. Hér á við það sjónarmið sem rit- stjórar Morgunblaðsins hafa haldið fram í forystugrein af öðru tilefni: „Það skiptir engu máli fyrir okk- ur Islendinga hvernig önnur að- ildarríki EFTA meta EES-samn- inginn út frá sínum þjóðarhags- munum. Það sem máli skiptir er þýðing EES-samningsins fyrir okkur íslendinga, þegar sá samn- ingur er metinn út frá okkar þjóðarhagsmunum." Það skiptir engu máli þótt Al- þýðublaðið telji ekki þörf á að breyta stjórnarskrá annarra EFTA- ríkja til þess að samþykkja EES- samninginn. Við emm að fjalla um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og þá staðreynd að í hana vantar ákvæði sem gera öðrum Norður- landaþjóðum kleift að afgreiða EES-samningana án stjórnarskrár- breytinga. Það sem skiptir máli er okkar stjórnarskrá en ekki annarra. Jlk | ..alltaf þegar jmj er ociLd BÍLASÝNING í DAG KL. 10 -14 Komiö og skoðið 1992 árgeröirnar af MAZDA ! RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50 I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.