Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 Er EES að verða úrelt vegna þess hve EB seiðir dýrkendur sína? eftir Aðalstein Sigurðsson Á undanfömum vikum og mán- uðum hafa formælendur EES samninganna rómað þá í ræðu og riti svo mér og fleirum hefir ofboð- ið fagurgalinn og rakalitlar eða jafnvel rakalausar fullyrðingar um þá sælu, sem við íslendingar mynd- um verða aðnjótandi, ef af þeim samningum yrði. Lítið hefir hins vegar farið fyrir málefnalegum umræðum af þeirra hendi um þá ókosti, sem samningunum myndu fylgja, svo lesendur geti gert sér grein fyrir því, um hvað er í raun og veru verið að tala. Nú virðast málin hins vegar hafa tekið nýja stefnu og mönnum nægir ekki minna en innganga í EB. Þar sem ég hefi áður í blaða- greinum vikið að ótta mínum við afleiðingar EES samninga ætla ég ekki að þessu sinni að gera þeim nein skil, en get þó ekki látið hjá líða að minnast á tvær af þrem greinum eftir Þröst Ólafsson í Tím- anum fyrir nokkru þar sem helst leit út fýrir, að verið væri að höfða til þeirra, sem lítið vita um málið, og því vonast til að þeir tryðu fag- urgalanum. Ýmsir mæla nú með því, að við göngum í EB og jafnvel það talið þarft til þess að halda fullveldinu. Talað er um, að nauðsyn sé að vega og meta kosti þess og galla að ganga í EB. Um það er að sjálf- sögðu ekkert nema gott að segja, en eigi að auðvelda okkur alm- úganum að taka þátt í því, þarf að tala málefnalegar um hlutina en hingað til hefír verið gert af sameiningarpostulunum. Þó að ég vogi mér nú að koma fram á ritvöllinn, er mér ljóst, að ég er ekki fær um að rökræða nema lítið brot af því, sem vert væri. Ég mun því einkum ræða grein eftir stjómmálafræðinginn Gunnar Helga Kristinsson: Rökin fyrir aðild íslands að Evrópuband- alaginu, en hún birtist í Morgun- blaðinu 31. mars sl. Hann byijar á því að vitna í grein eftir utanríkisráðherra Dana, sem mér skilst að hafí verið að skilgreina hugtakið fullveldi á nýj- an hátt, þar sem það „er ekki leng- ur einhvers konar vöm gegn því sem útlent er, heldur sú að geta haft áhrif á þær aðstæður erlend- is, sem ráða miklu um aðstæður í okkar eigin landi“. Ég hefí alltaf skilið orðið fullveldi svo og geri það enn þann dag í dag, að það gefí þeim, sem það hafa, rétt til að taka ákvarðanir um eigin mál bæði heima fyrir og um hvað sam- ið er erlendis, en ekki aðeins að hafa „áhrif“, og þau sennilega mjög takmörkuð, á það, sem út- lendingar vilja ákveða. Mér virðist auðskilið, að Danir eigi í erfiðleikum með að halda sínum hlut innan EB vegna smæð- ar sinnar. Skil ég því vel að Uffe Ellemann-Jensen sé umhugað urrr að fá hin Norðurlöndin inn í band- Aðalsteinn Sigurðsson „Það getur hver sem er hugsað sér, hve auð- velt það myndi reynast að fá allar þjóðir EB til að samþykkja að ís- lendingar sætu einir að fiskimiðum sínum, ef þeir gengju í EB, þegar tekið er tillit til alls, sem á undan er gengið.“ alagið, sem nú stefnir á að verða sambandsríki ef Maastricht sam- komulagið verður samþykkt. Er því málflutningur hans skiljanleg- ur. Hans von mun vera að ná betri samstöðu með Norðurlöndunum en hinum ríkjunum 11, sem Danmök er nú í sambandi við. Þetta leiðir hugann að því, hvaða áhrif við myndum hafa á gang mála í EB, ef við værum í því bandalagi. Mig minnir að þar séu þegar á fjórða hundrað milljónir manna, en við erum aðeins um einn fjórði úr millj- ón. Það er því hætt við að „áhrif“ okkar yrðu lítil. Gunnar Helgi virðist vera svo heillaður af skrifum danska utan- ríkisráðherrans, að mér virðist hann helst sjá fullveldi í þeirri veru að vera „vörn gegn því, sem útlent 'er“. Skárri eru það nú öfgarnar! Auðvitað eigum jvið að hafa sam- skipti við aðrar þjóðir, en það á að vera á jafnréttisgrundvelli með tvíhliða samningum og ekki aðeins við EB, en það virðast EB-postular einblína á eins og þar sé allur heimurinn samankominn, svo fjarri sem það er raunveruleikanum. Milliríkjaviðskipti eru okkur líf- snauðsynleg, og þau verðum við að stunda með skynsemi og festu. Minnst er á þróun Evrópubanda- lagsins og endalok kommúnis- mans. Það leiðir hugann að því, hve langra lífdaga má vænta af EB. Sagan greinir frá allmörgum bandalögum og ríkjasamböndum eins og t.d. Sovétríkjunum en þau hafa ekki reynst eilíf. Ef við göngum í EB og það síðan sundr- ast, hvað verður þá um okkur? Verður ekki eitthvert ríkisbrotið, sem vill halda í fískimiðin okkar? Hvar verður fullveldið okkar þá? Gunnar Helgi óttast að ísland verði annars flokks ríki utan EB, en ég óttast að það verði það, ef svo illa fer, að við göngum í banda- lagið. Hann viðurkennir reyndar að alvarlega þurfi að taka umræðum- ar um áhrif aðildar að Evrópu- bandalaginu á landhelgi íslands, og rökin gegn þeim áhrifum skort- ir hann ekki, þó þau komi mér ein- kennilega fyrir sjónir. Varlega fer hann líka í sakirnar þar sem hann segir „að rösklega helmingur af gjaldeyristekjum Islendinga kemur úr sjávarútvegi," en þar mun vera um að ræða nálægt V5 hlutum gjaldeyristeknanna. Hann segir einnig þar sem hann ræðir um sjáv- arútvegsstefnu EB: „Rökin gegn aðild að sjávarútvegsstefnunni ganga ekki út á að erlend skip myndu fá^ veiðiheimildir á nytja- stofnum íslendinga. Það mundu þau að öllum líkindum ekki gera, ef miðað er við núgildandi fískveið- istjórn innan EB.“ Hvaðan hefir maðurinn þessa röksemdafræslu? Það hefir margsinnis komið fram í umræðunum um þessi mál að fískveiðilögsaga EB-ríkja sé sam- eiginleg utan 12 sjómílna. Að vísu hefír líka komið fram, að það væri e.t.v. mögulegt að fá nokkurra ára undanþágu frá þeirri reglu fyrst eftir inngöngu í EB. En það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn. Er maðurinn búinn að gleyma baráttu okkar í landhelgisstríðinu um yfírráð utan 12 mílna og síðar utan 50 mílna? Man hann ekki að við vorum að veija rétt okkar til fískveiða á eigin Iandgrunni. Og rétt er að minna hann á, að það voru togarar og herskip núverandi EB-ríkja, sem við áttum í höggi við. Eigum við að gera að engu þau frækilegu afrek, sem sjómenn EES opnar fyrir óheft inn- streymi erlends vinnuafis eftir Jóhann Þórðarson í lok maímánaðar sl. komu fréttir í fjölmiðlum um það að Alþýðusamband íslands hefði ver- ið að ræða EES-samninginn og áhrif hans á íslenskt þjóðfélag og þá sérstaklega þann þáttinn er snertir fijálst innstreymi vinnuafls inn í landið. Aðalefni ályktunar- innar mun hafa verið á þá leið að nauðsynlegt væri að auka eftirlit með þátttöku útlendinga á vinnu- markaðinum og þá sérstaklega með kjörum þess fólks sem kæmi hingað í atvinnu. Það er mjög ánægjulegt að verkalýðsforystan skuli vera farin að huga að þessum málum og um leið að vekja at- hygli fólks á því hvað mikil alvara er hér á ferðum. Með EES- samningnum er verið að opna allar dyr fyrir þegna EB-landanna til að koma hingað í atvinnu og þá eftir atvikum með erlendum verk- tökum, sem taka hér að sér verk, en þeir hafa einnig jafnan rétt og VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI ^ EINKAUMBOÐ <c§ Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 íslendingar til flestrar atvinnu- starfsemi hér á landi. Ekki er ósennilegt að slíkir verktakar kæmu með vinnuafl frá láglauna- svæðum Evrópu, þannig að horft yrði fram hjá Islendingum, sem yrðu þá að hlýta því að missa af vinnu, sem þeir hafa hingað til haft forgang að. Að vísu höfum við haft samning um sameiginleg- an norrænan vinnumarkað. Reginmunur er á þeim samningi og því sem EES-samningurinn býður upp á í þessu efni, en þar hafa íslendingar einhliða mögu- leika á því að stöðva innstreymi vinnuafls frá Norðurlöndunum. EES-sinnar benda réttilega á það að EES-samningurinn færi íslend- ingum jafnan rétt og EB-aðilum að vinnumarkaði þeirra. Allir hljóta þó að sjá að íslenskur laun- þegi sem bolað hefur verið frá vinnu vegna útlendinga hleypur ekki upp í næstu flugvél með það fyrir augum að leita sér atvinnu í EB-löndum til að geta framfleytt sér og sinni fjölskyldu. Hætt er við að börnin yrðu farin að svengja þegar pabbinn eða mamman kæmu heim úr vinnu t.d. frá Mið- jarðarhafslöndum EB, Portúgal, Spáni eða Ítalíu, ef þá einhveija vinnu hefði verið að fá þar enda vitað að viðvarandi atvinnuleysi hefur verið og er í EB-löndum. Ég bendi á að atvinnuleysi í OECD-ríkjunum árið 1991 var 16% á Spáni, rúm 14% á írlandi, Ítalía með rúm 11%. í dvergríkjun- um Sviss og íslandi _var atvinnu- leysið rétt um 1%. Á sama tíma var atvinnuleysið í Danmörku tæp 10%, þó eru Danir búnir að njóta allra kosta EB-aðildar um tvo ára- tugi. Sú spurning hlýtur að vakna hvort hin mikla svokallaða ha- græðing sem okkur er tjáð að sé í EB-löndunum skili sér út með atvinnuleysi, og þá um leið rýrnun á kaupmætti, það kaupir engin vöru þó ódýr sé, ef hann á enga peninga. Múrarasamband íslands er fyrir löngu búið að koma auga á þá hættu sem EES-samningurinn býður upp á og ASÍ er nú að fjalla um. í því sambandi vil ég benda á 9. þing þess sem haldið var í Reykjavík 29. september 1990, en þar var samþykkt tillaga sem beint var að íslenskum stjórnvöldum og brýnt fyrir þeim að þau sýndu ítrustu aðgát í könnunar- og undir- búningsviðræðum EFTA og EB um evrópska efnahagssvæðið. Þingið hvatti og til að reynt yrði að ná hagkvæmum viðskipta- samningi við EB og að stóraukin áhersla yrði lög á aukna markaðs- sókn í löndum Norður-Ameríku, Austur-Asíu og löndum Austur- Evrópu sem ekki væru að huga að inngöngu í EB, þar sem slíkt mundi styrkja okkar samnings- stöðu. Fleira kom fram á þingi þessu sem benda mætti á, sem sýnir að fundarmenn sáu hættuna, sem fylgir aðild að EES- samningnum. Fari svo að EES-samningurinn verði samþykktur sýnist mér að þau úrræði sem ASÍ bendir á til að hafa áhrif á innstreymi vinnu- afls o.fl. dugi ekki. ASÍ bendir á að setja þurfí löggjöf sem hamli gegn því og að verkalýðshreyfing- in fái aðstöðu til að hafa áhrif á framkvæmd og þróun EES-samn- ingsins og einnig þurfi að setja löggjöf til að stemma stigu við kaupum útlendinga á fasteignum á Islandi. Ljóst er að það er meginregla Jóhann Þórðarson „Fari svo að EES-samn- ingurinn verði sam- þykktur sýnist mér að þau úrræði sem ASÍ bendir á til að hafa áhrif áinnstreymi vinnuafls o.fl. dugi ekki.“ EES-samningsins að hverskonar mismunun milli þegna aðildarríkja er alfarið bönnuð að viðlögðum refsingum. Þannig að lög sem Alþingi íslendinga kynni að setja andstæð þessari meginreglu væru haldlausir pappírar og það sem meira er, að eftirlitsnefndir EES gætu látið aðildarríki, félag eða einstakling greiða háar fésektir ef beita ætti slíkum lögum. Ég vil benda á nokkur atriði í EES-samningnum sem styðja þessa skoðun mína. 1. tl. 28. gr. samningsins hljóð- ar svo: „Frelsi launþega til flutn- inga skal vera tryggt í aðildarrík- um EB og EFTA.“ Skilgreining á þessu kemur fram í 2. tl. greinar- innar þannig: „Umrætt frelsi felur í sér að afnumin verður öll mismunun milli launþega í aðildar- ríkjum EB og EFTA-ríkjum sem byggð eru á ríkisfangi og lýtur að ráðningu, launum og öðrum starfs- og ráðningarkjörum. 4. gr. hljóðar svo: „Hvers konar mismun- un á grundvelli ríkisfangs er bönn- uð á gildis sviði samnings þessa nema annað leiði af einstökum ákvæðum hans.“ Ákvæði þetta er afdráttarlaust og skýrt. Ég vil benda á ákvæði í bókun 15 og 16, sem er hluti af EES-samningnum, en þar kemur fram að Sviss og Liechtenstein hafa fengið m.a tíma til að aðlaga sig að hinu óhefta innstreymi vinnuafls til 1. janúar 1998. Island er ekki þarna inn í dæminu og fellur því undir megin- regluna að EB-þegnar eigi hér jafnan rétt til vinnu á íslandi og íslendingar og þurfa þeir því ekki að sækja um atvinnuleyfi hér. ESS-samningurinn hefur nú verið lagður fyrir Alþingi til af- greiðslu. Samningnum verður ekki breytt í meðförum hér, það verður annaðhvort að samþykkja hann eins og hann liggur fyrir eða hafna honum. Ef hann verður samþykkt- ur tökum við á okkur alla þá galla sem á honum eru og þar með til- heyrandi fullveldisafsal. Einn af málsvörum EB-sinna sagði að ís- lendingar væru ekki að afsala sér sjálfstæði með aðild að ESS eða ÉB, þeir væru bara að deila því með öðrum þjóðum. Mér finnst þetta vera nokkuð einkennileg skilgreining á hugtakinu sjálf- stæði. Smáþjóð sem kastar sér í faðm EB-risans nýtur ekki lengur sjálfstæðis eftir það. Að lokum, sú þjóð sem er búin að gleyma hvaða þýðingu það hefur að ráða málum sínum sjálf veit ekki hvað ófrelsi er. Höfundur er hæstarréttarlögmaöur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.