Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 „Afklæðist mikillætinu...!“ eftír ÓlafJens Pétursson Á almennum bænadegi nú í vor mæltist biskup til þess við sóknar- presta að þeir bæðu fyrir náttúrunni og viðleitni til að byggja upp en forð- ast að eyða og spilla. Þeir skyldu biðjast „fyrirgefningar á eyðilegg- ingu og skaðlegu athæfi“. Þetta mátti skilja fyrr en skall í tönnum sem hárfína umvöndun við prest og sóknamefnd Digranessóknar i Kópa- vogi. Þessir aðilar hafa lengi barist fyrir kirkjubyggingu rétt hjá frið- lýstu svæði í bænum. Takist sú fyrir- ætlan þeirra munu þeir spilla eða jafnvel eyða einhverri mestu náttúr- ugersemi á Stór-Reykjavíkursvæð- inu og stórkostlegasta útsýni sem þekkist í þéttbýli hér á landi. Það væri kaldhæðnislegt eftir sigurinn í Fossvogsmálinu. Nokkrum dögum áður en tilmæli biskups birtust, þ.e. þriðjudaginn 19. maí, kom í Morgunblaðinu greinar- gerð sóknamefndar um „stöðu und- irbúnings og hönnunar" að byggingu Digraneskirkju. Einnig var viðtal í sama blaði laugardaginn 13. júní við formann sóknarnefndar. Full ástæða er til að gera nokkrar athugasemdir við þessi skrif. Seinheppin sóknarnefnd Sóknarnefnd, sem jafnframt er byggingarnefnd, segir í upphafi greinargerðar sinnar að undirbún- ingur að byggingu Digraneskirkju sé nú kominn á góðan rekspöl en það verk hafí byijað i september sl. þegar „staðfest var úthlutun lóð- ar“. Þetta er heldur ónákvæmt. Það er sönnu nær að allt frá því að Digra- nessöfnuður var stofnaður fyrir rúm- um 20 áram fór sóknarnefndin að sækjast eftir byggingarlóð undir kirkju á Víghólasvæðinu og þóttj ekki annað svæði koma til greina. í mikillæti sínu lét hún stefnu bæjar- yfirvalda lönd og leið og fékk Hú- sameistara ríkisins til að teikna kirkju á svæðinu. Bæjaryfírvöld synjuðu um leyfí til að byggja kirkju á þessu svæði. Engu tautu varð komið við forystumenn safnaðarins og þeir hafa lokað augunum fyrir öllum breytingum sem orðið hafa á aðstæðum í tvo áratugi. Við það sat þar til í fyrra. Þá varð stefnubreyt- ing hjá bæjarstjórn gegn mótmæi- umn þorra íbúa á svæðinu og margra annarra bæjarbúa. Svo megn var óánægjan að stofnuð hafa verið sam- tök um náttúravernd í Kópavogi, Víghólasamtökin. Umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir, segir í greinargerðinni. En svo vill til að 13. maí, þ.e. áður en grein- argerðin birtist, höfðu þau tíðindi gerst að skipulagsyfírvöld breyttu afstöðu sinni. Ástæðan var sú að byggingamefnd (sóknamefnd), lagði fram teikningu af 1085 fer- metra kirkju í stað 700 fermetra sem heimild var fyrir, þ.e. bætt hafði verið við 385 fermetra kjallara. Skipulagsstjóm ríkisins ákvað að auglýst skyldi eftir athugasemdum við breytt deiliskipulag vegna stækkunarinnar. Að lokinni kynn- ingunni skal málið ganga sjálfkrafa fyrir umhverfisráðherra. Bygging- arleyfí fæst vitaskuld ekki fyrr en breyting á skipulaginu hefur verið ákveðin. Enn má því hugsanlega koma í veg fyrir slysið á Víghóla- svæðinu. Sóknarnefnd leggur á flótta í greinargerðinni álítur sóknar- nefndin að meirihluti safnaðarins sé fylgjandi kirkjubyggingu á umrædd- um stað. Ekki virðist það álit reist á traustum rökum ef marka má bréf formanns nefndarinnar til prófasts j 19. maí sl. Þar er sótt um að fresta aðalsafnaðarfundi fram í september. Orðrétt segir um ástæðu þessarar umsóknar: „Það er næsta víst, að ef aðalsafn- aðarfundur yrði haldinn nú fyrir mánaðamót, myndu andstæðingar kirkjubyggingarinnar fjölmenna á fundinn og jafnvel ná þar fram sam- þykkt í krafti meirihluta fund- armanna, sem yrði til þess að ónýta alla þá vinnu, alla þá alúð og fórn- fysi, sem lögð hefur verið í að gera að veraleika nær eins og hálfs ára- tugar samþykkt aðalsafnaðarfundar um að leita eftir heimild bæjaryf- irvalda til kirkjubyggingar.“ Til að forðast misskilning skal tekið fram að andstaða hefur ekki verið gegn kirkjubyggingu sem slíkri heldur staðsetningu hennar. Kannski er slíkur misskilningur ástæða þess að prófastur mun hafa orðið við þessari beiðni! Enda þótt aldrei hafí verið nein rök fyrir kirkjubyggingu á Víghóla- svæðinu og breyttar aðstæður geri þá framkvæmd beinlínis fráleita nú skal málið keyrt í gegn með bola- brögðum. Beiðnin um frestun aðal- safnaðarfundar ber vitni um flótta sóknamefndarinnar inn í fílabeins- turninn. Mikillætið ríður ekki við einteyming. Þó gerir formaðurinn örvæntingarfulla tilraun til að krafsa 'f bakkann. Ekki skal efast um að rétt sé haft eftir formanni sóknarnefndar i áðurnefndu viðtali. Samt er þar ýmislegt sagt sem hlýtur að stafa af misminni eða ókunnugleika, jafn- vel ranghermi. Reynt er að kenna saklausum aðilum um mistök við hönnun og ranglega lýst yfír sak- leysi sóknamefndar við ákvörðun sóknarmarka á sínum tíma. Ógn- vænlegust er þó sú brenglaða sið- gæðisvitund sem augljóslega birtist í viðtalinu. 385 fermetra misskilningur í viðtalinu er fullyrt að bygging kirkjunnar hafí tafíst vegna þess að stærð hennar hafí ekki verið nógu vel skilgreind af Skipulagsnefnd Kópavogs. „Um var að ræða að ekki kom nógu skýrt fram að tiltekin stærð miðaðist við grannflöt en ekki heildarstærð," stendur skrifað. Ekki er ljóst hver misskildi hvem eða hvort verið er að hengja bakara fyr- ir smið en fyrr má nú vera misskiln- ingurinn að byggingin skyldi stækka úr 700 í 1085 fermetra á teikniborði arkitektsins! „Löghlýðni" byggingar- yfirvalda Formaðurinn segir málið hafa gengið „svona hægt í gegnum kerf- ið vegna þess að lögð hafí verið áhersla á að framfylgja öllum lögum og reglurn". Hér skulu nefnd þijú dæmi um „löghlýðnina": Brotin var regla um grenndarkynningu gagn- vart nágrönnum. Skipulagsnefnd, bæjarráð og bæjarstjóm samþykktu gerð og útlit kirkjunnar áður en málið kom til afgreiðslu í bygging- amefnd og nágrannar þannig í raun sviptir þeim rétti að gera athuga- semdir. Byggingamefnd hliðraði sér hjá að nota heimild í byggingarregl- ugerð til að krefjast þess að gert Ólafur Jens Pétursson „Skipulagsstjórn ríkis- ins ákvað að auglýst skyldi eftir athuga- semdum við breytt deiliskipulag vegna stækkunarinnar. Að lokinni kynningunni skal málið ganga sjálf- krafa fyrir umhverfis- ráðherra. Byggingar- leyfi fæst vitaskuld ekki fyrr en breyting á skipulaginu hefur verið ákveðin. Enn má því hugsanlega koma í veg fyrir slysið á Yíghóla- svæðinu.“ yrði líkan af byggingunni og afsak- aði þá ráðabreytni með því að vísa á myndir af tölvulíkani. Þar era þröngar húsagötur sýndar sem breiðstræti og jafnvel gætu ókunn- ugir haldið að byggingin ætti að rísa uppi á Sprengisandi en ekki í íbúða- hverfí. Edenslundur formannsins Þá telur formaðurinn alrangt að verið sé að seilast inn á friðaða svæð- ið því að byggingin verði utan þess. Rétt er það. Hvorki meira né minna en þrír metrar verða frá kirkjuvegg að mörkum svæðisins! Þar á að rísa bygging sem er nærri 14 metra há. Með því er brostin ein meginástæða þess, að Víghólasvæðið var friðað, einhvert mesta útsýni í þéttbýli hér á landi stórskemmt. Auk þess mun kirkjustéttin ná inn á svæðið og ís- aldarminjum á svæðinu veraleg hætta búin. Gert er ráð fyrir malbikuðum bíla- stæðum fyrir um 120 bíla þar sem nú er íþróttavöllur. Formaðurinn segir að fullgengið yrði frá svæðinu. „Planta á meiri gróðri og koma upp leikvelli," segir þar. Eitthvað mun samt þrengt að þessum Edenslundi formannsins ef marka má afstöðu- mynd þar sem gert er ráð fyrir „mögulegu viðbótar bílastæði" sem líklega yrði einnig malbikað áður en langt um liði. Kirkjan byggð fyrir almannafé Formaðurinn lagði áherslu á að kostnaður við gerð bílastæða „yrði ekki greiddur úr bæjarstjóði og því ekki seilst í vasa bæjarbúa vegna þeirra framkvæmda". Líkast er því sem formaðurinn komi af fjöllum í þessu máli. Hann lætur að því liggja að söfnuðurinn eigi nægilegt fé til þessara framkvæmda. í síðasta „Safnaðarbréfí Digranessóknar" (mars 1992) kveður hins vegar við annan tón. Þar er vissulega tekið skýrt fram að söfnuður standi „sjálf- ur straum af kostnaði við kirkju- byggingu og -rekstur“ en síðan stendur skrifað: „Einnig er það regl- an að sveitar- og bæjarfélög styðji söfnuði innan vébanda sinna við þessar aðstæður og er Kópavogsbær þar ekki undantekning." Hvort sem þetta á við um kirkjubygginguna sérstaklega eða erfíðar „aðstæður“ á þessu tiltekna byggingarsvæði, þá er svo mikið víst að bærinn þyrfti að kosta miklu til, enda segir í skip- ulagsskilmálum orðrétt: „Nánari út- færsla skipulags og framkvæmdir á svæðinu era á vegum garðyrkju- deildar Kópavogs.“ Heildarkostnaður við kirkju- bygginguna, bílastæði, skólplagnir o.s.frv. er af kunnugum áætlaður ekki undir 200 milljónir króna. Það er vægast sagt varlega áætlað. Sam- kvæmt ársreikningi fyrir árið 1990 vora tæpar 80 milljónir í kirkju- byggingarsjóði. Nú mun þetta nálg- ast 100 milljónir. Hvað svo sem formaðurinn segir verður ekki annað séð en að til þess sé ætlast að bæjar- sjóður komi til hjálpar og á því leik- ur enginn vafí að bæjarfélagið þyrfti að leggja fram tugi milljóna vegna kirkjubyggingar á umræddum stað. Hvort sem fé verður sótt í bæjar- sjóð eða ekki þá verður „seilst í vasa“ bæjarbúa vegna kirkjubyggingar- innar. Sóknargjöldin hafa á rúmum tuttugu áram rannið í byggingarsjóð og dugir þó ekki upp í helming af vanáætluðum kostnaði. Einhvers staðar verður að taka það sem á vantar. Þetta fé verður auðvitað einnig sótt í vasa bæjarbúa og þeir mundu fæstir telja það eftir ef kirkjubyggingunni yrði fenginn ás- ættanlegur staður. Grágresi Geranium cinereum > Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir 239. þáttur Blágresisættin — Geraniaceae — er afar fjölbreytileg hvort heldur um er að ræða liti, stærð eða vöxt og vaxtarstaðir hennar era á víð og dreif um lönd og álfur, þó aðal- lega í tempruðu beltunum. Ýmsar kvíslar þessarar ættar hafa náð ótrúlegri útbreiðslu og vinsældum um heim allan, má þar til nefna hinar alkunnu „pelargóníur" sem við hér á landi ræktum nær ein- göngu sem inniblóm. Eina kvísl þessarar ættar höfum við íslendingar tileinkað okkur, enda vex hún hér villt, og köllum gjaman gælunafninu „blágresið blíða" og vitnum þá í ljóð Jóns Thoroddsens um Barmahlíðina hans fríðu. Þennan pistil ætla ég að helga nánum ættingja blágresisins, nefnilega grágresi — Geranium cin- ereum — enda hafa kynni mín af því verið með miklum ágætum. Jurtina var ég þó búin að eiga í garði mínum um langt árabil áður en mér varð það fullljóst hve mikl- um kostum hún er búin og heppileg til ræktunar í okkar harðbýla lándi, t.d. er hún einstaklega nægjusöm hvað jarðveg snertir, blómstrar lát- laust allt sumarið og unir glöð við sitt þrátt fyrir kulda og regn ef þvi er að skipta. Það að auki er grágresið dáfalleg jurt, blómin rauðfjólublá, fimmdeild, lýsast í nær hvítt eftir því sem nær dregur botninum sem annars er næstum svartur. Dökkar æðar sem mjög era til prýði hríslast um blómblöð- in. Laufíð er fínlegt, ívið gráleitt og örlítið hært. Stönglamir eru um það bil 15 cm langir, mjög greinótt- ir og að kalla má jarðlægir. Grágr- esið vex í þétta bústna brúska, al- þakta blómum frá því upp úr miðj- um júnímánuði og allt fram á haust, jafnvel í nóvember má sjá það opna einstaka blóm ef tíð er góð. Grágresið getur staðið árum saman á sama stað, en þá þarf að ætla því gott rými, því árlega hleð- ur það utan á sig nýjum einstak- lingum sem allir hanga þó á einu og sömu rótinni, sem í áranna rás sækir mjög djúpt ofan í jörðina. Jurtinni virðist ekki verða meint af þó þessi langa rót verði fyrir einhveiju hnjaski og jafnvel.skerð- ist eitthvað við flutning, sé það gert mjög snemma vors áður er vöxtur hefst að ráði. Jurtinni er auðvelt að fjölga með því að taka sprota utan af rótarhálsinum og meðhöndla þá eins og hveija aðra græðlinga. Grágresið þarf ekki mikla um- hirðu aðra en þá að fjartegja kalna stöngla og blöð að vorinu og gott er að bæta þá um leið nýrri mold að rótarhálsinum sem hættir nokk- uð til að ganga upp úr jarðveginum standi jurtin mjög lengi á sama stað. Grágresið má nota á margan hátt, það er kjörið í steinhæð, einn- ig í þyrpingar og í kanta. Ekki hef ég enn sem komið er reynt að setja grágresið í pott og nota sem hengi- plöntu, en sennileg stæði hún sig mjög vel sem slík. Grágresi mun vera fáanlegt í gróðrarstöðvum, einnig hefur það sést á frælista GÍ. Grágresi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.