Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 Ólík efni og þjón- usta borín saman -segir Lovísa Jónsdóttir formaður Hárgreiðslumeistarafélags íslands um verðkönnun Verðlagsstofnunar LOVÍSA Jónsdóttir formaður Hárgreiðslumeistarafélags íslands, segir að verðkönnun Verðlagsstofnunar, þar sem fram kemur um 10,8% meðaltalshækkun á þjónustu 150 hárgreiðslustofa á höfuð- borgarsvæðinu gefi ekki rétta mynd. Þar sé verið að bera saman ólík efni og þjónustu. Verðlagning hverrar stofu fari eftir um- fangi hennar. „Ég trúi þessu ekki fyrr en ég tek á því,“ sagði Lovísa. „Verð- lagning var nýlega rædd á fundi hjá okkur og þá kom í ljós að INNLENTV margir mánuðir voru liðnir síðan einhver hafði hækkað verð sinnar þjónustu. Ég tel að það sé ekki alveg að marka þessa verðkönnun hjá Verðlagsstofnun. Það er svo misjafnt hvemig stofnunin túlkar þjónustuna. Yfírleitt hækkum við gjaldskrána þegar laun hækka og fylgjum rafmagnshækkunum og húsaleigu. En við höfum enga ákveðna gjaldskrá, hver og einn á að reikna út sinn staðal miðað við umfang. Verðlagning er frjáls en við erum undir eftirliti eins og sést á þessari verðkönnun." Tillaga að breytingum á Fógetagarði gerir ráð fyrir steinhleðslum meðfram Aðalstræti og Kirkju- stræti og göngustíg yfir á fyrirhugað Borgartorg. Borgarráð: Fógetagarður verður endurgerður BORGARRÁÐ hefur samþykkt í meginatriðum nýjar hugmyndir að að fallist er á tillöguna í megin endurgerð Fógetagarðs við Aðalstræti en hann hefur einnig verið nefndur Víkurgarður. Tillagan gerir ráð fyrir tengingu með göngustíg frá Ráðhúsinu við Tjörnina, yfir Vonarstræti, þvert yfir bílastæði Alþingis, í gegn um garðinn og yfír á fyrirhugað Borg- artorg við Vallarstræti og Veltu- suiid. Nokkrar breytingar verða á steinhleðslum og upphækkuðum beðum auk þess, sem lagt er til að stytta Skúla Magnússonar verði færð. Þá er lagt til að reist verði minnismerki um eina fyrstu kirkju á íslandi og útlínur hennar formað- ar. Tillagan hefur verið samþykkt í megin atriðum í skipulagsnefnd og í umhverfísmálaráði. I bókun þriggja fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í umhverfismálaráði kemur fram atriðum nema að því leyti að garð- urinn sé of lokaður á vestur og suðurhlið. „Við teljum að á þessum hluta steinhleðslunnar ætti að vera gönguleið. Um þá hugmynd að færa styttu Skúla Magnússonar er eðlilegt að hafa fullt samráð við gefendur styttunnar þ.e. Verslunar- mannafélag Reykjavíkur." Kjartan Mogensen landslagsarki- tekt er höfundur nýju tillögunnar. ísland í 6. sæti á ólympíuskákmótinu: Besti árangur til þessa ____________Skák________________ Bragi Kristjánsson ÍSLENSKA sveitin varð i 6. sæti af 110 sveitum á ólympíuskák- mótinu í Manila á Filippseyjum, sem lauk á miðvikudag. Sveitin hlaut 3372 v. af 56 mögulegum, jafn marga vinninga og Lettar og Króatar. Rússar unnu yfírburðasigur á mótinu með 39 vinninga. Sveitina skipuðu Kasparov, Kahlifman, Dolmatov, Drejev, Kramnik og Vyzmanavin. Sveitin var borin áfram af glæsilegri frammistöðu Kasparovs, heimsmeistara, 6 v. af 8, og hinum unga og bráðefnilega, Kramnik, 9 '/2 v. af 10! í öðru sæti kom öllum að óvörum sveit Úzbekistan með 35 v. Sveitin er skipuð óþekktum skákmönnum: Loginov, stórm. (2540 stig): Serp- er, alþj.m. (2540), Nenasjev, alþj.m. (2515), Saltajev, alþj.m. (2460), Sagrebelníj. Annað sæti Úzbeka er tvímælalaust einhver óvæntasti árangur á Ólympíuskák- móti frá upphafí. Armenar hrepptu þriðja sætið með 34 ‘/2 vinning. Sveitin er skip- uð geysisterkum, þrautþjálfuðum skákmönnum: Vagnjan, Akopían, Lputian) A. Petrosian, Anastasian. Röð efstu sveita varð þessi (talan í sviga er röð viðkomandi sveitar í mótsbyrjun skv. stigatöflu alþjóða- skáksambandsins): 1. Rússland, 39 v. (1) 2. Úzbekistan, 35 v. (? ekki meðal 20 efstu!) 3. Armenía, 34’/2v. (9) 4. Bandaríkin, 34 .v. (4) 5. Lettland, 33'/2 v. (10) 6. ísland, 33'/2 v. (14) 7. Króatía, 33‘/2 v. (? ekki meðal 20 efstu) 8. -10. England, 33 v. (2) Georgía, 33 v. (11) Úkraína, 33 v. (3) 11.-14. Bosnía-Herzegovína, 32 '/2 v. (5) Sviss, 32 72 v. (? ekki meðal 20 efstu) Þýskaland, 3272 v. (8) Tékkóslóvakía, 32 72 v. (13) Sterkar skákþjóðir á borð við Ungverja (6), Hollendinga (7) og Svía (12) komast ekki á blað, en það skýrir betur en mörg orð, hve hörð baráttan var að þessu sinni. Röð efstu sveita endurspegalr þær breytingar, sem orðið hafa í heiminum. Þrjár efstu sveitir eru frá fyrrum Sovétlýðveldum og þrjár til viðbótar meðal 14 efstu, og að auki tvær frá lýðveldum Júgó- slavíu. Sjötta sæti íslendinga verður að teljast langbesti árangur íslenskrar ólympíusveitar til þessa, þegar framangreindar breytingar eru hafðar í huga. Til samanburðar má rifla upp besta árangur fram að þessu móti. 1939: 16. sæti (efstir í B-úrslitum) 1954: 12. sæti (neðstir í A-úrslit- um) 1966: 11. sæti 1984: 15. sæti 1986: 5. sæti 1988: 15. sæti 1990: 8. sæti íslendingar tefldu í Manila við 7 af 10 stigahæstu sveitum mótsins, og sömuleiðis við 7 af þeim sveit- um, sem skipuðu 14 efstu sætin í mótslok. íslenska sveitin var nán- ast allt mótið meðal 10 efstu sveita. Taflmennska sveitarinnar var mjög jöfn og heilsteypt, og má í því sam- bandi minna á, að einungis 7 skák- ir töpuðust í 14 umferðum, og þeim 5 viðureignum, sem töpuðust, lauk með minnsta mun, 1 72 - 2 72. Jóhann Hjartarson fékk 672 v. í 12 skákum, eða 54%. Margeir Pétursson fékk 5 72 v. í 10 skákum, eða 55%. Helgi Ólafsson fékk 5 v. í 9 skák- um, eða 56%. Jón L. Árnason fékk 7 v. í 11 skákum, eða 64%. Hannes Hlífar Stefánsson fékk 7 v. í 9 skákum, eða 78%. Þröstur Þórhallsson fékk 2 72 v. í 5 skákum, eða 50%. Sveitin fékk „bónusvinning", því Hannes Hlífar náði þriðja og síð- asta áfanga að stórmeistaratitli. Hannes á þar með aðeins eftir að uppfylla síðasta skilyrðið, að ná 2500 ELO-skákstigum á lista al- þjóðaskáksambandsins. Honum verður varla skotaskuld úr því, ef hann teflir eins vel í framtíðinni og hann hefur gert í ár. Á meðan á Hannes áfangana þrjá „inni á reikningi" hjá alþjóðaskáksam- bandinu.’ Glæsilegan árangur Hannesar Hlífars og Jóns L. ber hæst í ís- lensku sveitinni, en hafa ber í huga, að frammistaða sveitarinnar er fyrst og fremst mjög góð samvinna sterkrar liðsheildar. Slíkur árangur næst ekki, nema andinn sé góður í sveitinni og allir leggist á eitt, jafnvel þótt skákin sé einstaklings- íþrótt. Góður liðsandi er einnig verk aðstoðarmanna sveitarinnar á mót- inu, Áskels Arnar Kárasonar, fararstjóra, dr. Kristjáns Guð- mundssonar, liðsstjóra, og Gunnars Eyjólfssonar, andlegs leiðtoga. Þeir hafa greinilega unnið frábært starf. Sá síðastnefndi gegnir hlutverki, sem fram að síðasta ólympíumóti var óþekkt hjá íslenskum skák- sveitum. Hann þjálfar slökun og öndun með liðsmönnum, og reynir að aðstoða þá við að ná sem bestri einbeitingu. Ýmsir voru vantrúaðir á störf Gunnars fyrir síðasta mót, en 8. sæti þá og 6. sæti núna talar sínu máli. Við skulum að lokum sjá þijár skákir íslendinga frá mótinu. 3. umferð, 3 borð: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: K. Rasmussen (Dan- mörku) I. d4 - d5, 2. Rf3 - c6, 3. c4 - Rf6, 4. Rc3 - e6, 5. e3 - Rbd7, 6. dc2 - (Helgi sér enga ástæðu til að hleypa andstæðingnum út í aðalafbrigðið: 6. Bd3 — dxc4, 7. Bxc4 — b5 8. Bd3 — a6 (eða 8. - b4, 8. Bb7, 9. e4 - c5, 10. - e5 (eða 10. — d5)— cxd4, 11. Rxb5 með miklum flækjum.) 6. - Bd6, 7. b3 - 0-0, 8. Be2 - e5 (Önnur ieið er 8. — dxc4 9. bxc4 e5 10. 0-0 - He8 11. Bb2 - exd4 12. exd4 — Rf8 13. Hadl — Bg4 með tvíeggjaðri stöðu.) 9. cxd5 — Rxd5 10. Rxd5 — cxd5 II. dxe5 — Rxe5 12. Bb2 — Rxf3+ 13. Bxf3 - Bb4+ 14. Kfl - (Svartur jafnar taflið eftir 14. Bc3 - Df6 15. Hcl - Bf5 16. Dd2 - Bxc3 17. Hxc3 — Hac8 18. Hxc8 — Hxc8, 19. 0-0 — Be4 o.s.frv.) 14. - Be6, 15. Dd3 - Be7, 16. Ke2 - Dd7 (Eftir 16. — Da5 17. Hhcl — Hac8 18. a3 - h6 19. Kfl - Db6 20. Kgl - Dd6 21. Bdl - Hc6 22. Hxc6 — bxc6 23. Bc2 — f5 24. b4 stendur hvítur örlítið betur (Portisch - Hubner, Brussel 1986). Athyglisverð hugmynd er 16. — Bf6!? 17. Bxf6 - Dxf6 o.s.frv.) 17. Hhdl - Hfd8 18. Kfl - Hac8 19. De2 - Dc7 20. g3 - Da5 21. Hd4 - Bc5 22. Ha4 - Db6 23. Kg2 - d4 (Svartur grípur fyrsta tækifærið til að losa sig við staka peðið á d5, en ekki reynist þó auðvelt fyrir hann að jafna taflið. Ef hann bíður með d5 — d4, þá leikur hvítur Bb2 - d4 og skiptir upp á svartreita biskupunum og eykur síðan þrýst- inginn á peðið á d5 með tvöföldun hrókanna á d-línunni.) 24. exd4 — Bxd4 25. Bxd4 — Hxd4 26. De5! - Hcd8 (Eftir 26. — Hxa4 27. bxa4 verður svartur einnig í vandræðum, t.d 27. - Hc2 28. Hfl - a5 (28. - Dc7 29. Hdl! - Dc8 30. Be4 - Hxa2 31. dc3!) 30. Be4 - Hc5 31. Dd4 - Hc6 32. Hdl! - Dxd4 33. Hxd4 — Hc8 34. Bxb7 o.s.frv.) 27. Hel - Dd6 (Ekki gengur 27. — Hxa4 28. bxa4 - Hd2? 29. He2 - Hxe2? 30. Db8+ og mátar.) 28. Hxd4 - Dxd4 29. Hdl! - Db6, 30. Dc5! - Hb8 (Eða 30. - Dxc5 31. Hxd8+ - Df8, 32. Hxf8+ - Kxf8, 33. Bxb7 og hvítur vinnur endataflið með peði yfír.) 31. Dxb6 - axb6, 32. Hd6 - b5, 33. Hb6 - (Svartur tapar nú peði og er kom- inn í óvirka nauðvörn, sem dugar ekki til að bjarga taflinu.) 33. - Kf8, 34. Hxb5 - b6, 35. a4 - Bd7, 36. Hb4 - Bc8, 37. a5 - b5, 38. Hd4 - Ke7, 39. Bc6 - b4, 40. Kf3 - ba6, 41. Ke4 - Ke6, 42. Hd5 - Be2, 43. Kd4 - f6, 44. f4 - g6, 45. g4 - h5 (Ekki gengur 45. — Bxg4, 46. Bd7+ (eða 46. a6 ásamt 47. a7) ásamt 47. Bxg4.) 46. f5+ — gxf5, 47. gxf5+ — Ke7, 48. Hd7+ - Kf8, 49. Bb7 og svartur gafst upp, því hann á ekki lengur haldbæra vörn við framrás hvíta a-peðsins. 7. umferð, 1. borð: Hvítt: Jóhann Hjartarson. Svart: L. Jurtajev (Kirgistan). Kóngindversk-vörn 1. c4 - Rf6, 2. Rc3 - g6, 3. e4 - d6, 4. d4 - Bg7, 5. Rf3 - 0-0, 6. Be2 - e5, 7. 0-0 - Rc6, 8. d5 - Re7, 9. b4 - (í skák, sem Jóhann tapaði fyrir Shírov í síðustu umferð Apple- skákmótsins í vétur, varð fram- haldið 9. Rel - Rd7, 10. Rd3 - f5, 11. Bd2 - Kh8!? o.s.frv.) Önnur vinsæl leið er 9. Rd2, t.d. 9. - a5, 10. Hbl - Rd7, 11. a3 - f5, 12. b4 - Kh8, 13. f3 - Rg8, 14. Dc2 - Rgf6, 15. Rb5 - axb4, 16. axb4 — Rh5, 17. g3 — Rdf6, 18. c5 - Bd7, 19. Hb3 með flókinni stöðu (Karpov — Kasparov, Tilburg 1991.)) 9. - Rh5, 10. g3 - f5, 11. Rg5 - Rf6, 12. f3 - a5 (Skákfræðin mælir með 12. — c6, 13. b5 — Re8, 14. bxc6 — bxc6, 15. c5 - h6, 16. Ba3 - dxc5, 17. Bxc5 — hxg5, 18. d6 — Rxd6, 19. Dxd6 - Dxd6, 20. Bxd6 - Kf7, 21. Ra4 með nokkuð jöfnu tafli.) 13. bxa5 - Hxa5, 14. Db3 - b6, 15. Bd2 - He8, 16. Bd3 - (í skákinni van Wely — de Jong, Wijk aan Zee 1990, var framhaldið 16. Kg2 - Ha8, 17. a4 - h6, 18. Rh3 — fxe4, 19. fxe4 — Bxh3+, 20. Kxh3 — Rd7, 21. a5 — bxa5, 22. Db5 - Rc5, 23. Hfbl - a4, 24. Be3 — Rb3, 25. Hxa4 — Hxa4, 26. Dxa4 - Rd4, 27. Bg4 - h5, 28. Be6+ — Rxe6, 29. dxe6 með örlítið hagstæðari stöðu fyrir hvít.) 16. - Bd7, 17. a4 - f4, 18. Rb5 - Bh6!? (Svartur fórnar skiptamun til að koma í veg fyrir, að hvítur bijótist í gegn um varnir hans á drottning- ararmi eftir 18. — Ha8, 19. a5 o.s.frv.) 19. gxf4 — exf4, 20. Bxa5 — bxa5, 21. Re6 — Bxe6, 22. dxe6 - Bg7, 23. c5 - d5, 24. Hadl - Db8, 25. Dc2 - Rc6, 26. exd5 - Rb4, 27. Db3 - Rfxd5, 28. Be4 - 28. - Rf6 (Svartur getur ekki jafnað liðsafl- ann aftur með 28. — Re3, 29. e7+ - Kh8, 30. Df7! - Rxdl, 31. Hxdl og hótanimar 32. Dxe8+ ásamt 33. Hd8 og 32. Rxc7 verða óviðr- áðanlegar.) 29. e7+ - Kh8, 30. De6 - Rg8, 31. Hd7 - Bf6, 32. Hfdl - Hxe7, 33. Hxe7 — Bxe7, 34. De5+ — Bf6, 35. Dxc7 - (Svartur á gjörtapað tafl, en hann teflir áfram minnugur gamla spak- mælisins, að enginn vinnur skák á að gefa hana!) 35. - Df8, 36. Hd7 - Be7, 37. c6 - Df6, 38. Hdl - Db2, 39. Dd7 - Bc5+, 40. Khl - Rf6, 41. I)f7 og svartur gafst upp, því hann ræður ekki við hótanimar 42. Hd8+ og 42. c7 ásamt c8D. 13. umferð, 3_borð: Hvítt Jón L. Árnason Svart: Co. Ionescu (Rúmeníu). Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — a6, 5. Bd3 — Rf6, 6. 0-0 - Dc7, 7. De2 - d6, 8. c4 — g6, 9. Rc3 — Bg7, 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.