Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 „Þúsund ára hatur“ ýftupp JOHN Gummer, landbúnaðar- ráðherra Bretlands, sakaði í gær franska togarasjómenn um að hafa ýft upp „þúsund ára gamlar væringar og hatur“ með framferði sínu gagnvart breskum fiskimönnum undan suðvesturströnd Bretlands. Átti Gummer fund með frönsk- um starfsbróður sínum, Louis Hermaz, um málið í London í gær en stjómvöldum beggja vegna Ermarsunds er jafn umhugað um að leysa það frið- samlega. Talsmenn frönsku útgerðanna viðurkenna, að skipin hafi eyðilagt net breskra sjómanna en segja, að það hafí verið óviljaverk. Þá segja þeir, að óánægja frönsku sjó- mannanna stafi af því, að þeir eru á togveiðum en Bretamir með riet og geti netgirðingar verið allt að 25 km langar. Með þeim sé því einnig girt fyrir, að togararnir geti at- hafnað sig. Athafnamenn styðja Perot MEIRIHLUTI bandarískra athafna- manna styður óháða forseta- frambjóðand- ann Ross Pe- rot en George Bush Banda- ríkjaforseti nýtur þó mestrar hylli hjá frammámönnum stærstu fyrir- tækjanna. Kemur þetta fram í skoðanakönnun Reuters- fréttastofunnar, sem birt var í gær. 52% studdu Perot, 33% Bush en Bill Clinton, forseta- frambjóðandi demókrata, hlaut aðeins náð fyrir augum 6%. Segjast athafnamennimir vilja ráða bót á fjárlagahallan- um með því að skera niður útgjöld til vamarmála og þeir em hlynntir fijálsum viðskipt- um landa í milli nema þegar í hlut eigi þjóðir, sem haldi uppi vemdarstefnu. Þá vilja þeir láta koma krók á móti bragði. Kennedy- skýrslur birtar BANDARÍSK þingnefnd hefur samþykkt, að leynilegar skýrslur um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta verði gerðar opinberar en það átti ekki að gerast fyrr en á næstu öld, 2029. Er tilgangur- inn að veita landsmönnum all- ar þær upplýsingar, sem unnt er, um atburðinn og kveða þá hugsanlega niður ýmsar líf- seigar sögusagnir. Kravtsjúk vitjar NATO LEONÍD Kravtsjúk, forseti Ukraínu, verður gestur í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í Brussel í næsta mánuði og heilsar jafnframt upp á fund sumra utanríkis- ráðherra NATO 8. júlí. Þá hef- ur Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, einnig verið boðið í kynnisferð og er búist við, að hann láti af henni verða síðar á árinu. Gúmmíreykur yfir Evródisney Reuter. Franskir bændur halda enn áfram mótmælum gegn minnkandi niður- greiðslum Evrópubandalagsins til landbúnaðar og í gær ákváðu þeir að vekja athygli á sér við skemmtigarðinn Evródisney sem nýlega var opnaður í nágrenni Parísar. Bændumir lögðu 300 dráttarvélum til að torvelda fólki að heimsækja Mikka mús og vini hans og báru eld að gúmmíhjólbörðum, svo fnykinn lagði yfir skemmtigarðinn. Talsmaður bændanna sagði að Evródisney hefði orðið vettvangur mótmælanna vegna þess að það væri byggt á ræktarlandi og eins væri það tákn- rænt fyrir bandaríska menningu, en EB hefði breytt landbúnaðar- stefnu sinni til að þóknast Bandaríkjunum. Rabin boðar breytta stefnu Israela á hernumdu svæðunum; Palestmumenn fá kosningar og framlög minnkuð til landnema Segist ætla að beita, járnhnefa“ gagnvart ofbeldismönnum Jerúsalem, Amman. Reuter. YITZHAK Rabin, formaður Verkamannaflokksins og verð- andi forsætisráðherra, sagði í gær að Israelar myndu beita ,járnhnefa“ gegn herskáum Pa- lestínumönnum sem myrtu gyð- inga. Hófsamari stefna stjórn- valda yrði ekki til þess að tekið yrði með silkihönskum á ofbeld- ismönnum. Lét hann þessi um- mæli falla í kjölfar þess að þrír Palestínumenn og þrir Israelar féllu í átökum á vesturbakka Jórdan-ár og Gaza-svæðinu á fimmtudag. Rabin á nú í stjómarmyndunar- viðræðum við aðra mið- og vinstri- flokka og segist hann vonast til að geta kynnt nýjá ríkisstjóm þann 13. júlí nk. Hann ítrekaði í gær fyrri stefnu sína um að eina leiðin til að binda enda á átökin á her- numdu svæðunum væri samspil harðra öryggisaðgerða og mark- vissra friðarumleitana. „Megin- vandamálið er að koma af stað sam- felldum viðræðum um sjálfstjóm [Palestínumanna], svo að við getum hafið það ferli sem við lofuðum að ljúka innan árs,“ sagði Rabin. Hann bætti við að í Evrópu væri að fínna öfl er væru reiðubúin að fjárfesta á hemumdu svæðunum ef árangur næðist í viðræðunum um sjálfstjóm. Það myndi skapa ný atvinnutæki- færi, bæta lífskjör og þar með slá á biturð Palestínumanna. í tillögum Rabins um sjálfstjóm Palestínumanna felst að hún muni vara í fímm ár og á meðan muni ísraelar hafa með höndum öryggis- og utanríkismál og tryggja aðgang að Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu. Hann sagðist einnig í gær vera fylgjandi því að haldnar yrðu kosn- ingar meðal Palestínumanna svo að þeir gætu valið sjálfír fulltrúa sína fyrir viðræðumar og til að fara með völd sín á sjálfstjórnarsvæðinu. í þessu felst mikil stefnubreyting frá stjómartíma Shamirs og það sama má segja um yfirlýsingu Rab- ins í gær um að dregið verði úr aðstoð við ísraelska landnema á hernumdu svæðunum. „Ég ætla að afnema alla ríkisaðstoð [til land- nema] umfram það sem aðrir borg- arar, fá,“ sagði Rabin. Þá lofaði hann að „frysta“ allt „pólitískt landnám", þ.e. landnám á svæðum þar sem hafa enga hernaðarlega þýðingu og þar sem arabar eru i miklum meirihluta. Hanan Ashrawi, talsmaður sendinefndar Palestínumanna í frið- arviðræðunum, hvatti í gær til þess að viðræður yrðu teknar upp að nýju sem fyrst. Ofbeldi síðustu daga sýndi greinilega fram á nauðsyn friðarumleitana. Hún sagðist viss um að ef greinilegur árangur myndi sjást í viðræðunum myndi draga úr ofbeldinu. Noregur: SV gjörbreytir stefnunni í varnar- o g öryggismálum SÓSÍALÍSKI vinstriflokkurinn, SV, í Noregi, sem verið hefur í fararbroddi fyrir norskum „herná- msandstæðingum", hefur gjörbreytt stefnu sinni í varnar- og öryggismálum. Er flokkurinn nú ekki aðeins hlynntur aðild Noregs að Atlantshafsbanda- laginu, NATO, heldur hefur hann ekkert að at- huga við vopnabúr bandaríska hersins í landinu. Hefur kúvending flokksins vakið mikla athygli og verið gerð góð skil í fjölmiðlum. „Það er erfitt að halda því fram lengur, að NATO eða Bandaríkin haldi uppi árásarstefnu á norður- hveli,“ sagði Paul Chaffey, talsmaður SV í varnar- og öryggismálum, í viðtali við norska blaðið Aftenpost- en en bætti því við, að stefnubreytingin hefði verið í geijun í allmörg ár. Þó þarf ekki að leita lengra en til 1987 en þá sagði í stefnuskrá flokksins: „Til að auka öryggi lands og þjóðar og stuðla að afnámi hern- aðarbandalaga eiga Norðmenn að segja sig úr NATO og hætta samstarfi við Bandaríkin í öryggismálum." Chaffey segir, að nú stafí friðnum mest hætta af staðbundnum átökum, sem geti hugsanlega orðið að stóru báli, og geti NATO komið að góðu gagni við að halda aftur af þeim og leysa. „Það væri heimska að halda öðru fram en við vonum, að í framtíðinni vaxi NATO og RÖSE, Ráðstefnan um samvinnu og frið í Evrópu, saman í eina samevrópska öryggisstofn- un,“ segir Chaffey og hann segir flokkinn ekkert hafa að athuga við samninga við Bandaríkin um liðs- Allt er breytingum undirorpið segir Paul Chaffey, talsmaður SV í varnar- og öryggismálum, og lét taka mynd af sér upp á gamalli kanónu. flutninga til Noregs á stríðstímum og vopnabúr Banda- ríkjahers í Þrændalögum. Hann vill hins vegar segja upp samningum, sem binda Norðmenn „kjarnorku- vopnastefnu Bandarílq'anna".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.