Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 23 Fjöldamorðið í S-Afnku: Deilt um aðild lögreglu Pretoríu. Reuter. SUÐUR-afrískur öryggisvörður skýrði frá því í gær að liðsmaður lögreglusveitar, sem Afríska þjóðarráðið (ANC) sakar um að vera viðriðin morð á 41 blökku- manni, hefði sagt sér að sveitin hefði tekið þátt í morðinu. Lög- reglumaðurinn vísaði þessu hins vegar á bug. Oryggisvörðurinn er félagi í Af- ríska þjóðarráðinu og starfar í kola- námu í grennd við Boipatong, þar sem morðið var framið. Hann greindi nefnd, sem rannsakar mál- ið, frá því að lögreglumaðurinn Jer- emiah Sekongu hefði viðurkennt að sveit sín hefði tekið þátt í morðinu. Lögreglusveitin starfar á náma- svæðinu og er skipuð 40 mönnum, aðallega Namibíumönnum. „Ég er ekki stjórnmálamaður... Ég sinni bara lögreglustörfum," sagði Sekongu er hann vísaði þess- ari staðhæfingu á bug. Lögreglan og ANC hafa fundið níu sjálfvirka riffla og skotfæri í húsi sem hvítir liðsmenn lögreglusveitarinnar not- uðu. SÍMANÚMER OKKAR ER 650 666 BIFREIÐASTÖÐ HAFNARFJARÐAR Þýskaland: Rýmri reglur um fóstureyð- ingar taldar áfall fyrir Kohl Bonn. Frá Sæmundi Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÝSKA þingið samþykkti á fimmtudagskvöid lög sem fela í sér veru- Iega rýmkun á reglum um fóstureyðingar. Samþykkt laganna er taiið nokkuð áfall fyrir Helmut Kohl kanslara þar sem hluti þingmanna flokks hans snerist á sveif með stjórnarandstöðunni í málinu sem gerði það að verkum að frumvarpið náði fram að ganga. Fóstureyðingar verða nú leyfðar fram að tólftu viku meðgöngu, samkvæmt frjálsri ákvörðun konunnar sjálfrar, að uppfylltum vissum skilyrðum. Fóstureyðing má þannig ekki eiga sér stað nema konan hafi fyrst leitað til félagsráð- gjafa. Rikisstjórn Bæjaralands og nokkrir þingmenn Kristilegra demó- krataflokksins (CDU) hafa hótað að bera nýju lögin undir stjórnarskrár- dómstólinn i Karlsruhe til að freista þess að fá þau felld úr gildi. Umræður um málið stóðu í fjórtán klukkustundir en kosið var um tvö lagafrumvörp. Var annað þeirra, og það sem náði fram að ganga, lagt fram sameiginlega af þingmönnum Jafnaðarmannaflokksins (SDP), Frjálsra demókrata (FDP) og minni- hluta þingmanna CDU. Tveir stjórn- arflokkanna, CDU og Kristilega sós- íalsambandið (CSU), vildu hins vegar halda áfram þeim lögum sem fram til þessa höfðu gilt í vesturhluta Þýskalands og að þau myndu gilda í sameinuðu Þýskalandi. Hefði það þýtt að konur í austurhluta iandsins hefðu misst rúman rétt sinn til fóst- ureyðinga. Mun rýmri lög voru í gildi um fóstureyðingar í Austur-Þýskalandi en í Vestur-Þýskalandi og hafa mis- munandi lög gilt áfram í landinu frá sameiningu Þýskalands. Fóstureyð- Viðræður íslands og EB: Líkur á að samn- mgum ljúki í júlí Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞRIÐJA samningafundi Islend- inga og Evrópubandalagsins (EB) um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum lauk í Brussel í gær án þess að niðurstaða feng- ist. Akveðið var að boða til fjórða samningafundarins 7. júlí og allar líkur eru taldar á því að á þeim fundi verði gengið frá samningum. Að sögn embættismanna í Brussel eru flest atriði afgreidd en útistandandi eru nokkur atriði sem varða tryggingar fyrir því að umsaminn afli veiðist. Islendingar leggja á það áherslu í samningun- um að loðnustofninn sé duttlunga- fullur fiskstofn og með tilvísun í síðustu loðnuvertíð telja þeir skikkanlegt að EB taki á sig skerð- ingu á sínum kvóta veiðist loðnan ekki. Samkvæmt heimildum í Brussel telja embættismenn EB að í slíku samkomulagi geti falist viðsjárvert fordæmi fyrir bandalagið. Bent er á að samningurinn feli í sér gagn- kvæm skipti á veiðiheimildum og það tíðkist t.d. ekki að veiðimenn sem kaupi veiðileyfi fái endur- greiðslur ef þeir fara „með öngul- inn heim í rassinum". Embættismenn beggja samn- ingsaðila munu á næstu vikum freista þess að finna viðunandi lausn á þessum ágreiningi og góð- ar líkur eru taldar á að ganga megi frá samningnum í byijun júlí. Noregur: Skógarhöggi verði hætt Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMTÖK norskra skógareigenda hvöttu í gær félagsmenn sína, 42 þúsund að tölu, til að fresta aliri skógarvinnu í suðurhluta landsins vegna hættu á skógareldum. Fara samtökin fram á að vinna verði ekki hafin á ný fyrr en byrjar að rigna. Slökkviliðsmenn um allan Noreg segja skrafþurrann skóginn vera hreina púðurtunnu en á mörgum stöðum hefur úrkomu ekki orðið vart síðan í apríl. Gætu hiti eða neistar frá vélsögum og vinnutækjum nægt til að kveikja mikið bál að sögn sam- taka skógareigenda. Samkvæmt upplýsingum samtak- anna hefur skógur að verðmæti um hálfs milljarðs íslenskra króna þegar eyðilagst í skógareldunum. Þá hefur hundrað milljón króna timburverk- smiðja og mörg hús og sumarbústað- ir orðið eldnum að bráð. ingar hafa löngum verið mikið deilu- efni í vesturþýskum stjórnmálum og má nefna að ríkisstjóm SPD og FDP rýmkaði lögin í Vestur-Þýskalandi árið 1973 en þau lög voru síðan dæmd ógild af stjórnarskrárdóm- stólnum tveimur árum síðar. Frá þeim tíma hefur verið í gildi málamiðlun, sem í orði kveðnu bann- ar fóstureyðingar en leyfir þær í „neyðartilvikum". Þess rriá geta að níu af tíu fóstureyðingar síðan hafa verið af félagslegum ástæðum og flestar þeirra í norðurhluta Þýska- lands. Kaþólsku sambandslöndin í suðurhlutanum hafa hins vegar hald- ið sig við þrönga túlkun laganna og konur þaðan því þurft að leita til nyrðri sambandslanda eða annarra ríkja til að fá fóstri eytt. Alls greiddu 357 þingmenn at- kvæði með rýmkun laganna þar af 32 þingmenn kristilegra demókrata. 294 þingmenn greiddu atkvæði gegn nýju lögunum. Einn helsti talsmaður breyttrar lagasetningar var kristilegi demókratinn Rita Sussmuth, forseti þingsins, sem setti sig þar með upp á móti formanni flokks síns, Helmut Kohl kanslara. Reuter. Rallý í Líbanon Þátttakendur í Miðausturlandarallinu óku í gær í gegnum Líbanon. Á myndinni má sjá vopnaðan hermann fylgjast með einum hinna 79 bíla þar sem hann brunaði gegnum borgina Kaslik austur af Beirút. 450 bar KYNNUM STÓRVIRKAR HÁÞRÝSTIDÆLUR FRÁ OERTZEN I® Getum boðið háþrýstidælur fyrir verktaka og aðra aðila sem þurfa kraftmiklar dælur. Dælur og dælustöðvar fyrir sjávarútveginn. Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stífluðum rörum. Sýning laugardag 27. júní kl. 14:00 -17:00 Komið og reynið tækin og kynnist möguleikum þeirra. Skeifan 3h-Sími 812670-FAX 680470 □ERTZEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.