Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 Pedromyndir í nýtt húsnæði: Atti að vera auka- starf, en sneri ekki að prentvélinni aftur - segir Friðrik Vestmann. PEDROMYNDIR hafa flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði við Skipa- götu 16. Eigendumir Friðrik Vestmann og Guðrún Hjaltadóttir byggðu húsið, sem er fjórar hæðir, íbúð er á þeirri efstu, en á annarri og þriðju hæð verða skrifstofur. Áður starfræktu þau Friðrik og Guðrún tvær verslanir, í Hafn- arstræti og Hofsbót, en hafa nú flutt starfsemina undir sama þak. Boðið er upp á framköllunarþjón- ustu með fullkominni framkölíun- arvél, þá hafa kaup verið fest á litljósritunarvél, sem er sú eina sinnar tegundar í bænum auk þess sem í versluninni er úrval af Íjós- myndavörum af öllu tagi. „Ég byijaði að framkalla svart- hvítar myndir í hjáverkum með störfum mínum sem prentari árið 1965. Þetta varð fljótlega svo um- fangsmikið að málin þróuðust þannig að ég kom ekki nálægt prentverkinu aftur, hef verið í þessu síðan,“ sagði Friðrik. Nú starfa sjö manns hjá Pedromyndum og sagði Friðrik að verkefni væru næg. Ekki eru nema 10 mánuðir liðn- ir frá því byijað var að byggja húsið í Skipagötunni og þar til flutt var inn í það. Fanney Hauksdóttir, arkitekt á Teiknistofu Hauks Har- aldssonar teiknaði húsið, en aðal- verktar voru SJS-verktakar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfsfólk Pedromynda í nýja húsnæðinu við Skipagötu, frá vinstri er Þórhallur Jónsson, Guðrún Hjaltadóttir, Inga Vestmann, Frið- rik Vestmann, Kalla Yngvadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Jón Andri Sigurðarson. Akureyrarbær: Bæjarsjóður í ábyrgð- um fyrir 634 milljónum kr. Á bæjarsjóði Akureyrar hvíldu ábyrgðarskuldbindingar að fjár- hæð 634 milljónum króna um síð- ustu áramót. Halldór Jónsson bæjarstjóri sagði að stærsti hluti þeirrar upphæðar er bærinn væri í ábyrgðum fyrir væri einföld ábyrgð og um helming- ur heildarupphæðarinnar væri vegna lána er tekin voru er loðnuverksmiðj- unni í Krossanesi var breytt í hluta- félag. Að litlu leyti er um að ræða sjálfsskuldarábyrgð vegna eldri lána, en Halldór sagði það liðna tíð að veitt væri sjálfsskuldarábyrgð, slíkt væri óheimilt nú. Halldór sagði að líta mætti þann- ig á að þetta væri fé sem bærinn hefði látið atvinnulífinu í té, en vart 'kæmi til þess að bærinn þyrfti að greiða þessa upphæð, enda væri meirihluti ábyrgðanna einföld ábyrgð sem þýddi að fyrirtækin' þyrftu að verða gjaldþrota til að gengið yrði að bænum. í tilefni af 90 ára afmæli Landsbankans á Akureyri voru fjórum stofnunum færðar peningagjafir. Frá vinstri á myndinni eru Halldór Guðbjarnason, bankastjóri, Björgvin Vilmundarson, bankastjóri, sr. Gunnlaugur Garðarsson og Gunnhildur Ásgeirsdóttir frá Glerárkirkju, Stefán Jónsson frá Háskólanum á Akureyri, Bernharð Haraldsson, skólameistari VMA, Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, Helgi Jóns- son, útibússtjóri, Magnús Björnsson, skrifstofustjóri og Birgir B. Svavarsson, afgreiðslustjóri. Landsbankinn á Akureyri 90 ára: Sprengisandur opnað- ur umferð í næstu viku GERA MÁ ráð fyrir að Sprengi- sandsleið verði opnuð fyrir um- ferð í næstu viku. Svavar Jónsson rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á Húsavík sagði að hann hefði farið upp á Sprengisand nú í vikunni til að skoða aðstæður. Þrír snjóskaflar væru enn eftir á leiðinni og bjóst hann við að nú um eða upp úr helg- inni yrði farið til að hreinsa veginn. Svavar var á ferð um Sprengi- sand er norðanáhlaupið gerði í vik- unni og sagði hann að veðrið þar efra hefði verið mun skaplegra en niðri í byggð. Eftir að búið verður að hreinsa veginn verður hann opnaður fyrir umferð og bjóst Svavar við að það yrði einhvern daginn í næstu viku. „Það fer að styttast í að vegurinn verði opnaður fyrir umferð og vafa- laust eru einhveijir orðnir óþreyju- fullir að fara um hann,’“ sagði Svav- ar. Þrettán tóku þátt í mið- næturþríþrautarkeppni ÞRETTÁN keppendur tóku þátt í fyrstu miðnæturþríþrautarkeppn- inni sem fram fór á Akureyri síðastliðið sunnudagskvöld. Fimm kepptu í ólympískri vegalengd og átta í helmingi styttri vegalengd. Þremur skólum og Glerár- kirkju færðar peningagjafir LANDSBANKI íslands á Akur- eyri færði fjórum stofnunum peningagjafir í tilefni 90 ára afmælis síns en útibú var stofn- -*ett á Akureyri 18. júní árið 1902. Allt frá þeim tíma hefur bankinn gegnt stóru hlutverki í atvinnusögu á Norðurlandi. í tilefni af tímamótunum færði Landsbankinn Háskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Ak- ureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Glerárkirkju peninga- gjafír. Stjórnendum þessara stofn- ana hefur verið falið að ákvarða til hvaða verkefna gjafímar verði nýttar og eru því af bankans hálfu afhentar án skilyrða um ráðstöfun. Um síðustu áramót námu inn- stæður í bankanum á Akureyri 3.710 milljónum króna, en útlán námu 5.187 milljónum króna. Skipting útlána var þannig að til sjávarútvegs fóru 25% útlána, til iðnaðar 21%, 18% til verslunar, 13% til landbúnaðar og til einstakl- inga og annarra 23%. Landsbankinn á Akureyri rekur þijár afgreiðslur, Brekkuaf- greiðslu í Kaupangi við Mýrarveg, á Raufarhöfn og á Svalbarðseyri og eru stöðugildi í bankanum 64 talsins. Haukur Eiríksson, Þór, Akureyri sigraði í ólympískri vegalengd, þ.e. 1.500 m sundi, 40 km hjólreiðum og 10 km hlaupi. I öðru sæti var Ingimar Guðmundsson, Bolungar- vík, þá Kári Hreinsson, Akureyri, Ólafur Björnsson, Ólafsfirði og Elín Harðardóttir, Bolungarvík, en hún er fyrsta konan hér á landi sem keppir í þessari vegalengd. Mikill aldursmunur var á milli yngsta og elsta keppenda í styttri vegalengdinni, en Birgir Fanndal, Mývatnssveit, sem er á sextugs- aldri var elsti keppandinn, en sá yngsti, Þóroddur Ingvarsson er fjórtán ára. Albert Arason, Ólafsfírði var fyrstur í mark í styttri vegalengd, þá Tryggvi Sigurðsson, Olafsfírði og Þóroddur Ingvarsson var þriðji. Mótið tókst í alla staði vel og er ráðgert að halda slík miðnætur- mót á hveiju ári. Raufarhöfn: Ung hjón taka rekst- ur hótelsins á leigu Raufarhöfn. HÓTEL Norðurljós á Raufarhöfn opnaði um hvíta- sunnuhelgina. Raufarhafnarhreppur sem er eigandi hótelsins hefur rekið það undanfarin ár. Nú hafa ung hjón tekið það á leigu, Dóra Guðmundsdóttir og Ole R. Hansmar. Rekstur hótelsins verður með hefðbundnum hætti, þar verður hægt að fá mat og gistingu, en einnig verð- ur þar opinn bar í suðurenda hótelsins með útsýni yfir höfnina og hægt verður að fýlgjast með umferð fiski- báta um höfnina og löndun- um þeirra á aflanum. Hugmyndin er að reka Hótel Norðurljós allt árið, gistirými er fyrir allt að 50 manns. Helgi Morgunblaðið/Helgi Dóra Guðmundsdóttir og Ole R. Hansmar hafa tekið hótel Norðuryós á Raufarhöfn á leigu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.