Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 Guðrún J. Magnús- dóttír — Minning Fædd 13. desember 1903 Dáin 14. júní 1992 ■ Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V.Briem.) Þessi hluti úr hinum alkunna sálmi Valdimars Briem; Kallið er komið, hefur sótt á huga minn síð- an ég frétti lát Guðrúnar J. Magn- úsdóttur. Þegar fólk sem hefur verið hluti af tilveru manns í yfir 20 ár hverf- ur á braut sækja á hugann margar minningar og margs er að sakna. Um Guðrúnu á ég -aðeins góðar minningar. Ég kynntist henni og manni hennar Ragnari G. Guðjóns- syni fljótlega eftir að leiðir mínar og Davíðs fóstursonar hennar lágu saman. Að koma á heimili Guðrún- ar og Ragnars var ákaflega ánægjulegt. Móttökumar voru eins og best var á kosið. Hjónin ætíð glöð, Ragnar alltaf með spaugsyrði á vöram og Guðrún bar fram veit- ingar af slíkri rausn að segja má ~»að þar hafi borð ávallt svignað undan kræsingum. Þau voru ákaflega samhent og ólu upp alveg og að hluta fóstur- böm sem þau reyndust sem bestu Fæddur 29. nóvember 1917 Dáinn 16. júní 1992 í dag, 27. júní, verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju tengdafaðir minn og vinur, Guðbjartur Jónsson, Víðivöllum 11 Selfossi. Guðbjartur (Bjartur eins og hann var oftast kallaður) fæddist í Stíflu í Vestur- Landeyjum, sonur hjónanna Jóns Ólafssonar frá Uxahrygg og Guð- rúnar Andrésdóttur frá Hemlu. 6 ára gamail missir hann föður sinn og fer hann þá með móður sinni til Reykjavíkur. Sem ungling- «- ur vinnur hann ýmis störf m.a. hjá Mjólkursamsölunni og verður einn af fyrstu sendisveinum hennar. Þetta var lýjandi starf og urðu menn að vera fljótir í föram m.a. hendast út um aila bæ með mjólk á handvögnum. Tengdafaðir minn hafði eitt sinn á orði við mig hvað fyrsta verkefni sitt þama hefði verið ánægjulegt. Þá var hann sendur til annarra drengja sem einnig höfðu fengið vinnu til að segja þeim tíðindin. Urðu þeir allir mjög glaðir því lítið var um vinnu, krepputímar og urðu menn að leggja hart að sér. Eg hef alltaf haft það á tilfinn- ingunni að einmitt þessi ár ásamt meðfæddum eiginleikum hafi mót- að þann trausta mann sem hann var allt sitt lif. Það var einn haustdag árið 1967 sem ég kom fyrst á heimili hans með Guðrúnu, elsta baminu hans og síðar eiginkonu minni. Reyndar hafði ég oft hitt Bjart áður á ferða- skrifstofunni á Selfossi sem hann var jafnan kenndur við. Hann starf- aði þar við afgreiðslu áætlunarbif- reiða og mjókurbfla. Einmitt um þetta leyti var verið að leggja ferða- skrifstofuna niður og færðist rekst- - ur mjólkurbflanna þá alfarið austur í mjólkurbú og sá Bjartur um stjómun þeirra þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Bjartur heilsaði mér hlýlega og strax þennan dag fann ég góðvild- ina sem stafaði frá þessum hægl- áta manni. Síðan era liðin tæp 25 ár og þá góðvild sem ég skynjaði á þeirri stundu hefur hann svo sannarlega sýnt og sannað í gegn- foreldrar og héldu tryggð við alla tíð. Guðrún og Ragnar vora ákaflega skemmtilegir ferðafélagar og minnist ég ánægjulegra ferðalaga með þeim bæði innanlands og utan. Guðrún var ákaflega kjarkmikil og dugleg á ferðalögum. Oft var ég undrandi á hve svo fullorðin kona var til í að reyna nýja hluti og hafði gaman af tilverunni. Síðustu ár ævinnar eftir lát manns síns dvaldi Guðrún á Elli- heimilinu Ási í Hveragerði og undi þar hag sínum vel og var það ekki síst að þakka systurdóttur hennar Ragnheiði Þorgilsdóttur sem sýndi henni einstaka ástúð og umhyggju. Guðrún var afskaplega iðjusöm og það átti ekki við hana að sitja auðum höndum. Hún sótti því „föndrið" á elliheimilinu hvem dag sem því varð við komið sér til mik- illar ánægju. Þar málaði hún dúka og fleira og var merkilegt hvað kona sem aldrei hafði borið neitt þvflíkt við fyrr en á níræðisaldri náði góðum tökum á efninu, því allt sem hún gerði var framúrskar- andi fallegt og vel gert og alltaf fór henni fram. Þá daga sem ekki var föndur var hún sífellt að pijóna og allt sem hún gerði gaf hún. Ég verð ávallt þakklát fyrir að hafa kynnst Guðrúnu og átt hana um árin og hef ég sjálfur ekki far- ið varhluta af því. Hjálpsemi og aftur hjálpsemi. Guðbjartur giftist 2. júlí 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, Gíslínu Sumarliðadóttur frá Reykjavík, vora þau alla tíð mjög samrýnd. Þau eignuðust 4 böm, Guðrúnu Jónu, Sumarliða, Hjördísi og Jón Ara. Bamabörnin eru orðin níu. Það er víst óhætt að segja að bama- börnin vora augasteinamir hans. Hann fylgdist sífellt með þeim í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og alltaf greiddi hann götu þeirra í hvívetna. Ég veit t.d. að bömin mín leituðu oft til afa síns með ýmislegt og þá stóð ekki á hjálpinni. Þegar ég lít yfir liðna tíð er mér efst í huga einlægt þakklæti til þessa manns sem alltaf var til stað- ar og tilbúinn að greiða götuna. Því kynntist ég svo sannarlega þegar við Guðrún dóttir hans hóf- um að byggja hús okkar á Stokks- eyri. Þá gaf hann okkur hveija stund sem hann átti aflögu og dró aldrei af sér. Einnig ef eitthvað þurfti að útrétta þá stóð ekki á vini mínum. Hann vildi allt fyrir okkur gera svo mikið, að stundum varð hreinlega að halda aftur af honum. Svona var tengdafaðir minn alla tíð. Þegar hann var hættur störfum keyptum við okkur garðsláttuvél saman, og vildi hann þá endilega koma á sumrin og slá fyrir okkur túnblettinn. Hafði hann oft á orði að það væri svo mikil hressing að koma hingað niður að ströndinni. Yfirleitt var það þannig að hann ók í hlað, gekk strax að verki og byijaði að slá. Dæmigert fyrir Bjart. Eins og ég hef vikið að áður voru tengdaforeldrar mínir mjög samrýndir, bar heimili þeirra vott um samhug og gagnkvæma ást. Bjartur vildi hafa hlutina í lagi, alltaf að betrumbæta og endurnýja, fyrst og fremst fyrir sína góðu konu Gíslínu sem aldrei má ryk- korn sjá. Jafnvel eftir að hann kenndi þess ólæknandi sjúkdóms sem alltof margir lúta í lægra haldi fyrir vildi hann alltaf eitthvað vera að vini. Minningarnar um hana era ljúfar. Ekki síst standa gamlárs- kvöldin mér fyrir hugskotssjónum, en flest undanfarin ár dvaldi hún á heimili okkar Davíðs það kvöld. Hún skemmti sér við flugelda og annað áramótapúður ekki síður en þeir sem yngri vora og stóð bros- andi með stjömuljós í hönd um miðnætti. Syni hennar, fósturbömum og öðram aðstandendum votta ég inni- lega samúð mína. Guð blessi minningu Guðrúnar J. Magnúsdóttur. Bergdís. Ég hef sagt að enginn skuli fá mig til að skrifa minningargrein. En nú er ég knúin áfram af innri að gera fyrir fólkið sitt. Bjartur vissi vel að hveiju stefndi en óbug- aður hélt hann ró sinni. Ég hef sjálfur átt við veikindi að stríða undanfamar vikur. Þá kom ég oft Kveðja frá Menntaskólanum í Kópavogi Á þessum svölu sumardögum berst sú dapurlega fregn að Bjöm Ólafsson verkfræðingur í Kópavogi sé látinn. Björn óx úr grasi austur á Síðu í stóram systkinahópi á kreppuáranum. Á þeim tíma var ekki mulið undir íslenska alþýðu sem barðist daglega fyrir brýnustu nauðsynjum. Lífsviðhorf Björns Ól- afssonar mótaðist við þessar erfiðu aðstæður. Hann bar hag lítilmagn- ans ætíð fyrir bijósti, var málsvari þeirra sem minna máttu sín í þjóðfé- laginu. Björn hafði góðar námsgáf- ur og braust til mennta, vann hörð- um höndum á sumrum og stundaði námið af kappi á vetrum. Hann valdi sér verkfræði að viðfangsefni í Háskóla íslands og fór í fram- haldsnám í þeirri grein við Tækni- háskólann í Achen og lauk þaðan prófí 1962. Að námi loknu hóf hann störf sem verkfræðingur. Birni vora falin margvísleg trún- aðarstörf í Kópavogi. Hann sat í bæjarstjórn í tólf ár, frá 1974 til 1986, og var oddviti Alþýðubanda- þörf sem ég hef ekki fundið til áður. Þetta staðfestir orðtakið, „Aldrei skal segja aldrei“. Guðrún Jóhanna Magnúsdóttir er látin á 89. aldursári. Hún var sátt við að já hvíldina núna, sátt við Guð og menn. í mínum huga era bara tvær konur sem hafa tek- ið mér eins og ég er og sýnt mér væntumþykku. Önnur var móður- amma mín Inga Ólsen sem dáin er fyrir nokkuð mörgum árum og svo Gunna mín, fósturmóðir Braga mannsins míns. Þegar ég kom fyrst inn á heimili Gunnu og Ragnars, ung kona með Braga er stund sem aldrei gleymist, svo hlýjar voru móttökumar. Þau bjuggu á Breiðu- mörk 19 Hveragerði, uppi yfír búð- inni sem þau áttu í félagi með fleira fólki, Reykjafoss, þar sem nú er Heilsugæslustöðin. Þar,vann Ragn- ar við bókhaldið og gjaldkerastörfin fyrir búðirnar tvær og afgreiddi að auki. Foreldrar mínir komu með okkur Braga í heimsókn til þeirra. Á heimlinu var fjögurra ára gam- all drengur Ragnar Gunnsteinn sem þau höfðu ættleitt, augasteinn allra. Þegar við Bragi giftumst er móðir mín mikið veik, hún dó stuttu seinna, viku áður en fyrstu börnin okkar fæddust sem era tvíburar. Móðir Braga var dáin. Ég sem óþroskuð ung kona tók því sem sjálfsögðum hlut að þessi góðu hjón Gunna og Ragnar væra okkar nán- ustu skyldmenni. Þannig komum við fram við þau, þegar við þurftum á hjálp að halda var alltaf leitað til þeirra um aðstoð, aðallega með það að passa strákana okkar þijá og iðulega á Víðivellina til hans og við fengið okkur kaffi saman. Hvergi betra kaffí. Alltaf var það fyrsta sem hann spurði: Hvernig hefur þú það? Hann minntist ekki einu orði á sína heilsu. Ef svona menn era ekki mikilmenni hveijir era það þá? Guðbjartur var engum líkur, menn sem setja aðra í önd- vegi en ekki sjálfa sig era ekki á hveiju strái. Síðast þegar ég heimsótti tengdapabba þá kominn á sjúkra- húsið á Selfossi var hann enn þá viðræðufær. Ég spurði hann þá: Fæ ég ekki kaffi þegar þú kemur heim? Jú, sagði hann, þá hellum við upp á, nógu sterkt. Þetta voru okkar síðustu samræður. Kannski lyftum við kaffibollum saman síð- ar, hver veit. Mig langar að lokum að þakka Guðbjarti fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína og allt hans fólk. Eg bið góð- an guð að styrkja mína yndislegu tengdamóður. Megi minning hans lifa um ókomna tíð. Einar Guðbjartsson. lagsins lengst af. Um tíma var hann forseti bæjarstjómar og bæjarráðs og sat í fjölda nefnda á vegum bæjarins. Hann hafði því mikil áhrif á gang mála í Kópavogi. Spor hans sjást víða og mun seint fenna í þau fótspor. Bjöm hafði alla tíð mikinn áhuga á málefnum Menntaskólans í Kópa- vogi, vexti hans og viðgangi. Hann átti stóran þátt í að leysa húsnæðis- mál skólans á öndverðum áttunda áratugnum og barðist fyrir því gegn öflugri andstöðu í eigin flokki að starfsemi skólans yrði flutt í þá byggingu sem áður hýsti Víghóla- skóla. Það útheimti hugdirfsku, hugkvæmni og rökfestu að hafa sigur í því máli. Eftir að skólasamn- ingurinn var gerður á milli ríkisins og Kópavogskaupstaðar á vordög- um 1983 var Bjöm Olafsson kjörinn fulltrúi bæjarins í byggingarnefnd skólans og vann hann einkar gott starf í þeirri nefnd. Þótt tillögur nefndarinnar væra skýrar og skyn- samlegar dróst úr hömlu að þær kæmust í framkvæmd af ástæðum sem þarflaust er að tíunda hér. Það Guðbjartur Jóns ~ son - Minning Kveðjuorð Bjöm Ólafsson sem fæddust á sautján mánaða tímabili, ef okkur langaði í frí eða þurftum á annari aðstoð að halda. Aldrei kom annað til greina en að þau tækju því sem sjálfsögðum hlut, að mér fannst. Seinna komst ég að því að þau breyttu fyrirhug- uðu sumarfríi sinu til að geta gert þetta, en þau létu okkur ekki vita af því. Nú er ég á sama aldri og Gunna þegar ég kynnist henni fyrst. Þá hefur maður þroskast, vona ég og sé nú að það álag sem við Bragi lögðum á þau hjón var meira en sjálfsagt var. Gunna var eina amm- an sem bömin okkar fengu að kynnast og þótti þeim afar vænt um hana eins og gefur að skilja. Næstu jól verða tómleg hjá okk- ur, því við höfðum haft þá ánægju að fá hana til okkar á jólunum eft- ir að Ragnar dó þann 31. jan. 1983. Ég get elcki látið hjá líða að minnast á Ragnheiði Guðrúnu Þórgilsdóttur, systurdóttur Gunnu, sem býr í Hveragerði. Ég veit að hún kann mér engar þakkir fyrir, en vona nú samt að hún fyrirgefi mér. Því síðast af öllu vildi ég missa vináttu hennar. Eftir að Ragnar deyr flytur Gunna úr húsi þeirra Laufskógum 17, Hveragerði og býr á Dvalarheimilinu Ási eftir það. Það er alveg einstök umhyggja og hjálpsemi sem þessi frænka Gunnu hefur sýnt henni frá þeim tíma. Flestir aðstandenda Gunnu bjuggu á Reykjavíkursvæðinu, en Ragnheiður og Ársæll maður henn- ar búa í Hveragerði. Á hveijum einasta degi og stundum oft á dag fór Ragnheiður á fund Gunnu til að vitja um hana og bjóðast til að hjálpa ef eitthvað þurfti að gera. Borga reikninga, útrétta og annað eftir því. Ársæll stóð alltaf sem klettur við hlið hennar og var fljót- ur til ef eitthvað þurfti að gera. Þetta góða fólk á fáa sína líka í dag í öllum látunum og stressinu sem hrjáir okkur landsmenn, þau eiga stóra fjölskyldu sjálf, böm og bamabörn og hafa í nógu að snú- ast. Ég vil fyrir mína hönd og ann- arra aðstandenda þakka þeim af alhug fyrir allt sem þau gerðu fyr- ir Gunnu mína þessi síðustu ár. Það hefði verið einmanalegra og erfið- ara fyrir Gunnu ef þeirra hefði ekki notið við. Fyrir okkur hin sem þykir svo ósköp vænt um hana, en vorum samt svo fjarri og upptekin af okkar eigin málum, það að vita hana í svona góðum höndum var ómetanlegt. Gunnu þakka ég fyrir allt sem hún var mér og minni fjölskyldu. Ég veit að hún er komin til Ragn- ars eins og hún var búin að þrá lengi. Guð blessi þau bæði. Inga Guðmundsdóttir. var ekki fyrr en níunda apríl 1991 - að fulltrúar ríkis og sveitarfélags undirrituðu samning um byggingu fyrir Menntaskólann í Kópavogi og Hótel- og veitingaskóla íslands. Kópavogskaupstaður tók að sér að reisa húsnæðið samkvæmt nánari skilgreiningu í samningi og skipaði byggingarnefnd til þess að annast framkvæmdimar og var Björn Ól- afsson formaður hennar. Hann reyndist vissulega réttur maður á réttum stað, lá ekki á liði sínu frek- ar en endranær en vann að fram- gangi málsins af alþekktri atorku. A engan er hallað þótt sagt sé að hann ætti meiri þátt í því en nokk- ur annar maður að nýbygging fyrir skólann er nú að rísa af granni við MK. Bjöm var góður viðkynningar, jafnan hress í anda, skýr í máli og skilmerkilegur, tillögugóður og tæpitungulaus. Mér fannst því gott að vinna með honum. Menntaskól- inn í Kópavogi saknar nú vinar í stað. Með þessum minningarorðum vil ég láta í ljós þakklæti nemenda og kennara MK fyrir giftudijúg störf hins látna heiðursmanns í þágu æskunnar og framtíðarinnar. Eftirlifandi eiginkonu Björns, Huldu S. Guðmundsdóttur, börnum og barnabömum sendi ég samúðar- kveðjur. Ingólfur A. Þorkelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.