Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 33 Minning: Guðríður A. Jóns- dóttírfrá Sunnuhvoli Fædd 5. desember 1898 Dáin 16. júní 1992 { dag verður gerð útför Guðríðar Jónsdóttur, fyrrum húsfreyju að Sunnuhvoli á Stokkseyri. Guðríður var orðin 93 ára að aldri og hálfu ári betur þegar hún lést, þannig að frá skynsemissjónarmiði er hér um eðlilega hringrás lífsins að ræða þegar Guðríður er kvödd hinstu kveðju. En ég hygg að allir þeir sem Guðríði þekktu náið kenni nokkurs tómleika, því að þrátt fyrir háan aldur og þverrandi heilsu var hún til hins síðasta mjög gefandi í sam- skiptum sínum við fólk og skilur því eftir söknuð, er hún hverfur yfir á annað tilverustig. Guðríður var fædd að Túnprýði á Stokkseyri 5. desember 1898. Hún átti tvo bræður, Rögnvald, fæddan 1906, fyrrverandi útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, nú bú- settur í Hafnarfirði, kvæntur Þuríði Sigurðardóttur frá Stokkseyri, og Óskar, sjómaður, fæddur árið 1900 og dáinn 1958. Hann var kvæntur Sigríði Stefánsdóttur frá Eskifirði sem nú er látin. Hinn 29. desember árið 1917 giftist Guðríður Guðmundi Sigur- jónssyni frá Gamla Hrauni við Eyr- arbakka. Hefi ég heyrt að öllum sem til þekktu hafí þótt þetta góður ráðahagur og mikið jafnræði með þeim þegar þau bundust tryggða- böndum. Þau voru ung, hraust, stórmyndarleg og líkleg til farsælla átaka í erfiðri lífsbaráttu sem flest- ir þurftu að heyja á þeim tíma þeg- ar þau stofnuðu heimili. Það rættist líka og gæfuhjólið snérist þeim í hag. Þau keyptu og stækkuðu íbúðar- húsið Sunnuhvol á Stokkseyri og áttu þar fallegt og rausnarlegt fyr- irmyndarheimili, þar sem annáluð gestrisni og myndarskapur sat í öndvegi. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Elstur var Sigurður húsa- smíðameistari, fæddur 23. júní 1920, maki Hanna Jóhannsdóttir frá Selalæk í Vestmannaeyjum, einkasystir greinarhöfundar. Sig- urður lést 25. maí árið 1981, þá aðeins sextugur að aldrei. Sigurður var einstakur hagleiksmaður, skarpgreindur og í þess orðs fyllstu merkingu „drengur góður“. Mér er óhætt að fullyrða að allir sem hann þekktu trega hann enn þann dag í dag. Næstelstur er Jóhannes húsa- smíðameistari, fæddur 3. febrúar 1923. Maki hans er Anna Þórarins- dóttir frá Fljótsbakka í Eiðaþinghá. Eina stúlku eignuðust þau, Guð- rúnu, sem fæddist 6. júní 1926, en dó 19. apríl 1951. Hún var gift Eiríki Björnssyni frá Vestmanna- eyjum. Fæddur 6. október 1904 Dáinn 17. júní 1992 Nú hefur elsku Gísli „afi“ verið kallaður burt frá okkur. Þegar ég hugsa til baka minnist ég þess ekki að hafa séð Gísla öðruvísi en bros- andi. Þessi góðhjartaði maður var alltaf jákvæður og lífsglaður, og aldrei talaði hann illa um nokkurn mann. Aldrei eignaðist Gísli sjálfur börn. Hann bjó með Ingibjörgu syst- ur sinni alla tíð. Pabbi minn Sigur- þór Margeirsson ólst upp hjá þeim. Pabbi var Gísla sem sonur og Gísli okkur systkinunum sem yndislegur afi. Eftir að við systkinin eignuðumst börn sjálf naut hann þess að vera í návistum við þau og fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Gísli var alltaf Barnaböm Guðríðar eru 11 að tölu og barnabarnabömin 19 og urðu þau að sjálfsögðu ömmu sinni og langömmu til mikillar gleði og ánægju. Guðríður var glæsileg kona sem tamdi sér ævinlega prúðmannlega framkomu og afar hlýlega. Hún hafði góða nærvem. Hún var fé- lagslynd kona og tók virkan þátt í starfsemi kvenfélagsins á Stokks- eyri og sat í stjóm þess til margra ára. Guðríður varð fyrir þeirri þung- bæru sorg að missa mann sinn skyndilega 12. nóvember 1948 stuttu fyrir fimmtugsafmæli sitt. Hafði hann fyrir andlát sitt verið búinn að kaupa fagran hring til að gefa konu sinni á merkisafmæli hennar. Þennan tryggðapant bar Guðríður til hinsta dags. Enn knúði sorgin dyra hjá Guðríði þegar einka- dóttir hennar lést eftir þungbær veikindi aðeins 25 ára að aldri, rétt tveim árum eftir að hún missti manninn sinn. Guðrún var harm- dauði öllum er hana þekktu því að hún var óvenju glæsileg, greind og góð stúlka og myndarleg til munns og handa svo af bar. Hún var nýbú- in að stofna heimili með eiginmanni sínum er hún lést. Ég hygg að Guðríður hafi aldrei til fulls borið sitt barr eftir þessi þungbæm áföll, en hún lærði að lifa með sorgina í hjarta þó að ekki bæri hún tilfínningar sínar á torg. Tæplega ellefu árum eftir að Guðríður missti manni sinn og dótt- ur fluttist hún búferlum til Reykja- víkur og bjó sjálfstætt í skjóli sonar síns Jóhannesar og konu hans Önnu að Bólstaðahlíð 26 í Reykjavík. Þar eignaðist hún hlýlegt og fallegt heimili og naut þess að taka á móti vinum og vandamönnum af sama hlýleik og hún hafði fyrrum gert að Sunnuhvoli. Öllum þótti gott að koma til hennar. Guðríður var mikil hannyrðakona og stytti hún sér stundirnar við þá þroskandi og góðu iðju. Ekki kast- aði hún höndunum til við hannyrð- irnar því að hún var afar vandvirk kona sem gerði alla hluti vel. Síðustu 10 árin sem Guðríður lifði var hún vistmaður á Kumbara- vogi á Stokkseyri. Þar leið henni vel og kunhi mjög að meta þá ein- stöku aðhlynningu og kærleika sem hún varð aðnjótandi á Kumbara- vogi, jafnt frá forstöðumönnum og öllu öðru starfsfólki. Meðal vist- manna heimilisins eignaðist hún einnig kæra vini sem hún mat mik- ils. Óllu starfsfólki og vistmönnum á Kumbaravogi er þakkað af heilum hug allur viðurgerningur við Guð- ríði. Guð blessi það merka kærleiks- starf sem unnið er á Kumbaravogi. Öll fjölskylda Guðríðar stóð fast tilbúinn með eitthvað til að gauka að börnunum og fór aldrei út úr húsi nema taka með sér poka með góðgæti ef að hann myndi hitta börnin. Ég minnist allra góðu stundanna sem við áttum í síðasta mánuði, sérstaklega bílferðanna sem við fór- um saman, Gísli, Imba, ég og börn- in mín. Gísli var sérstök barnagæla. Þó að Gísli hafi notið þess að keyra og sjá náttúruna, skipin og allt í kring um sig, þá fann ég að hann var alltaf mjög upptekinn af því að njóta þessara samverustunda með börnunum. Verst fannst honum ef að „nafni hans Bergur“ eins og hann kaltaði Gísla Berg son minn fór að gráta og var ekki rólegur fyrr en hann sá að honum leið vel aftur. og fallega saman í umhyggju sinni fyrir velferð hennar. Ékkert var ógert látið sem mátti verða til þess að gera elliárin léttbærari. Ástæða er til að láta þess getið, hve Eiríkur tengdasonur Guðríðar og seinni kona hans, Ásdís Jónsdóttir, reynd- ust Guðríði vel alla tíð. Hjá þeim var hún ævinlega aufúsugestur og dvaldi hún oft á heimili þeirra í lengri eða skemmri tíma við ein- staklega gott atlæti og eftir að Guðríður varð vistmaður á Kumb- aravogi heimsóttu þau hana iðulega og var tryggð þeirra og vinátta Guðríði mjög mikils virði. Þrem dögum fyrir andlát Guðríð- ar stóð undirrituð ásamt systur sinni og systurdóttur við sjúkrabeð Guðríðar. Augljóst var að hveiju stefndi. Okkur fannst hún þekkja okkur andartak, en hvort svo var veit Guð einn. Við áttum hljóða stund við dánarbeð Guðríðar. Friður og ró hvíldi yfír ásjónu hennar, brjóstið rétt bærðist og andlitið var fölt og slétt og hrukkulaust. Okkur fannst sem engill dauðans væri kominn, tilbúinn að flytja hana inn í eilífðina á Guðs síns fund. Langri og farsælli ævi er nú lok- ið. Ég minnist Guðríðar Jónsdóttur með virðingu. Ástvinum hennar þakka ég hálfr- ar aldar elskuleg samskipti og bið þeim Guðs blessunar um alla fram- tíð. Gerður H. Jóhannsdóttir. Lát tengdamóður minnar Guðríð- ar Jónsdóttur kom engum sem til þekktu á óvart. Þessi háaldraða kona var búin að ganga í gegnum langt ferli öldrunar og þeirra erfið- leika og heilsubrests sem því fylgir. Hún þráði umskiptin og endurfundi við ástvini sína sem á undan voru farnir. Fyrstu kynni okkar urðu þegar ég, 18 ára gömul, kom gestur á heimili hennar í fylgd yngsta sonar- ins, Jóns. Guðríður var þá komin dálítið á sextugsaldur og orðin ekkja. Hún hafði misst mann sinn, Guðmund Siguijónsson, nokkrum árum áður og einnig einkadótturina Guðrúnu, sem hún tregaði mjög. Bæði þessi dauðsföll urðu henni mjög þungbær og hafa kunnugir tjáð mér að hún hafi aldrei verið söm eftir það. Um þetta leyti munu hafa orðið kaflaskipti í lífi hennar og hún smám saman dregið sig frá daglegu amstri. Ég þekkti því aldr- ei sjálf tengdamóður mína í hlut- verki hinnar umsvifamiklu húsmóð- ur sem hún hafði verið á hjóna- bandsárum sínum. En að félagsmálum í kvenfélagi Stokkseyrar starfaði hún af fullum krafti áfram meðan hún átti heima á Stokkseyri, eða þar til hún flutti til Reykjavíkur 1959. Það er spenna í loftinu og kvíði byrir bijóstinu hjá barnungri stúlku að koma að dyrum tilvonandi tengdamóður i fyrsta sinn. Mynd konunnar sem opnaði dyrnar er mér enn í fersku minni. Ég hafði ekki ástæðu til að kvíða móttökunni. Hún stóð þama í ganginum hún Ég veit að í framtíðinni mun ég ávailt minnast Gísla með sérstökum hlýhug og geyma með mér brosið hans sem gaf okkur svo mikið. Guðríður á Sunnuhvoli, eins og hún var jafnan nefnd af kunnugum, í einföldum bómullarkjól með tandur- hreina og vel strauaða hvita svuntu. Þykkar fléttur vafðar um höfuðið, hæglát kona og látlaus með milt bros. Við fengum kaffi í eldhúsinu og þó ég muni ekki lengur kaffi- brauðið geri ég ráð fyrir að það hafí verið pönnukökur og kleinur, í slíkum bakstri var hún snillingur. En hún Guðríður var ekki alltaf í einföldum og hversdagslegum búningi. Spariklædd skartaði hún íslenskum búningi og hann bar hún með stolti og mikilli reisn og allir sem hana þekktu voru vitni að. Guðríður var mikill aðdáandi fag- urrar handavinnu og minntist jafn- an dóttur sinnar í tengslum við hana. Sjálf vann hún mikið í hönd- unum og hafði mest dálæti á að hekla þótt pijónarnir og önnur handavinna hafi einnig leikið í höndum hennar. Þótt Guðríður hafi alla tíð haft eitthvað handa á milli voru þó Reykjavíkurárin sá tími sem hún gat helgað þessu hugðarefni sínu. Það væri ekki létt verk að telja alla þá dúka og púða sem dreifðir eru meðal fjölskyldumeðlima og vina. Það er fátt sagt en mikið ósagt í stuttri minningargrein. Ég lýk því þessum orðum með að þakka tengdamóður minni samfylgdina í 37 ár og óska þess að umskiptin hafi uppfyllt væntingarnar um ann- að tilvistarsvið. Hólmfríður Guðbjörg Tómasdóttir. Um leið og við systkinin kveðjum ömmu okkar Guðríði Jónsdóttur langar okkur að rifja upp minninga- brot sem koma upp í hugann frá því við vorum börn. Þegar við munum fyrst eftir ömmu var hún flutt frá Stokkseyri til Reykjavíkur og bjó í Bólstaðar- hlíðinni í kjallaranum hjá Jóa frænda. Þegar farið var til Reykjavíkur var komið við hjá ömmu. Hún stóð í dyrunum og tók á móti okkur með hvíta svuntu og sló á lærin þegar Guð blessi elsku Gísla og varð- veiti minningu hans. Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Gísli var fædur á Kalastöðum á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Gísli Gíslason formaður og vélstjóri á Kalastöðum, fæddur 1866 í Kot- feiju og dáinn 1935 í Vestmanna- eyjum af Auðsholtsætt í Ölfusi. Kona hans var Guðrún Sigurðar- dóttir fædd 1868 á Kalastöðum, dáin 1945 í Vestmannaeyjum, af íragerðisætt. Gísli var fimmti í röðinni af átta systkinum. Elstur var Sigurþór, fæddur 1896 dáinn 1915, Anna Gíslína, fædd 1898, dáin 1977, Þóra, fædd 1906, dáin 1982, Hin- rik, fæddur 1908, dáinn 1986 og Ingibjörg, fædd 1911. Gísli fór ung- ur á sjóinn, 15. maí 1920 er hann skráður á Bifröst frá Hafnarfirði, þá ekki 16 ára gamall og gekk hann alla leiðina frá Stokkseyri, síðar komu skipin Surprise, Loki, Víkingur, Síðu Hallur. 1928 flytur hann ásamt fjölskyldu sinni til Vest- hún heilsaði. Alltaf var hreint og fínt hjá ömmu og hver hlutur á sín- um stað. Handavinnan hennar prýddi heimilið, útsaumaðir púðar, strengir og myndir og heklaðir dúk- ar undir hveijum hlut. Ailtaf vildum við verða eftir og fá að gista hjá ömmu og var það auðsótt. Spenningurinn var mikill að fara í geymsluna og taka fram gömlu beddana, setja þá upp og búa um. Hápunktur kvöldsins var þegar amma bjó til bleytti handa okkur sem við borðuðum í náttfötunum við eldhúsborðið. Þegar heim var farið leysti amma okkur gjarnan út með sokkum eða vettlingum sem hún hafði pijónað. Strax á haustin byijuðum við að spyija hvort amma yrði hjá okkur um jólin. Fyrir okkur byijuðu jólin á vissan hátt um hádegi á aðfanga- dag. Því þá fór amma að klæða sig í sparifötin sín sem var íslenski búningurinn sem hún bar mikla virðingu fyrir og lagði áherslu á að klæðast af vandvirkni. Tilhlökkun barnssálarinnar var mikil að fylgj- ast með og fræðast um hvemig bera ætti sig að þegar farið var í búninginn. Allt eftir settum reglum, hver hlutur á sinn stað og ekkert mátti vanta. Þetta eins og allt sem hún gerði var einskonar athöfn sem hún framkvæmdi af vandvirkni. Hátíðleiki jólanna gekk í garð þegar amma var sest í stólinn inni í stofu. Eftir að hafa borðað jóla- matinn og lesið á kortin var farið að kíkja í pakka. Pökkunum frá ömmu fylgdi eftirvænting. í þeim leyndist ávallt eitthvað sem hún hafði skapað sjálf og ekki voru dúkkurnar skildar útundan þær fengu heglaða eða pijónaða kjóla og peysur. Þau jól sem við höfðum ömmu ekki hjá okkur voru alltaf öðruvísi, þá vantaði þann hátíðlega blæ sem amma gaf jólunum. Amma dvaldi oft hjá okkur um hríð eftir jólin. Hún sat þá gjarnan við handavinnu og snemma kenndi hún okkur stelpunum að halda á pijónum og hekla. Áður en amma fór aftur heim sá hún til þess að ekki fyndist götóttur sokkur á heim- ilinu og að við hefðum stafla af flat- kökum. En enginn gat gert flatkök- ur eins og amma. Amma var trúuð kona og kenndi okkur bænir og styrkti bamatrú okkar. Hún sagði okkur sögur og kvæði en fátt af því hefur lifað eins lengi í minningunni og þegar hún söng kvæði Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar. Segðu mér söguna aftur söguna þá í gær um litlu stúlkuna með ljúfu augun og ljósu fléttumar tvær. Þótt grátið væri fögrum tárum yfír örlögum hennar var alltaf beð- ið um sama ljóðið næsta kvöld. Með þessum fáu minningabrotum viljum við kveðja hana ömmu og óska henni góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Tómas, Guðríður, Bergþóra og Erna. mannaeyja og þar heldur hann áfram á sjónum, þá ýmist stýrimað- ur eða háseti, má nefna Þorgeir Goða, Karl, Hilmir, Örninn, Garðar, Leó og Helga. Eftir að ég kýnnist Gísla 1953 er hann hættur á sjónum og vann við netagerð eftir það, meðan aldur leyfði. Gísli giftist ekki eða átti börn, en systursonur hans Sigurþór ólst upp hjá mömmu hans og pabba og kom Gísli þar fljótt í föðurstað er afinn dó. Eftir Eyjagosið fluttu þau systkinin Gísli og Ingibjörg til Stokkseyrar aftur, og síðustu þijú árin dvöldu þau á Hrafnistu í Reykjavík. Gísli var einstakt prúð- menni, þau 39 ár er ég þekkti hann, skipti hann aldrei skapi, alltaf bros- andi og naut þess að tala um ætt- fræði og Árnesinga. í yfír 40 ár hélt systir hans Ingibjörg heimili fyrir þau og er hennar missir mik- ill. Að leiðarlokum þökkum við, ég og fjölskylda mín, Gísla fyrir allt er hann var okkur og óskum honum Guðs blessunar. Þóra Ásta. Minning: Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.