Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 Jóhann Sigurjónsson Ólafsfirði - Minning Fæddur 30. október 1921 Dáinn 21. júnl 1992 í dag er til moldar borinn móður- bróðir minn Jóhann Þorleifur Sigur- jónsson frá Ytri-Á í Ólafsfirði, en hann lést í Landspítalanum aðfara- nótt 21. júní sl. eftir mánaðarlegu þar. Jóhann var fæddur í Háakoti í Skagafirði og voru foreldrar hans þau Sesselja Helga Jónsdóttir og Siguijón Jónsson ábúendur í Háa- koti. Jóhann átti þrjú sér eldri systkini, Guðrúnu, Kristínu og Jón og eru þau öll látin. Er Jóhann var 5 ára hafði faðir hans misst heils- una. Brugðu foreldrar hans þá búi og fluttu ásamt Jóhanni til Guðrún- ar dóttur sinnar, er þá var nýlega gift Antoni Bjömssyni bónda á Ytri-Á í Ólafsfírði. Ekki naut Jó- hann langra samvista með föður sínum því að Sigurjón lést er Jó- hann var tíu ára. Fleiri skugga bar á bemsku- og unglingsárin. Þegar Jóhann var innan við tvítugt fékk hann iömunarveiki. Missti hann þá verulegan mátt í fótum og átti örð- ugt með gang. Engu að síður vann hann margvísleg störf á heimilinu. Á Ytri-Á var félagsbú tveggja fjölskyldna og heimilisfólk margt. Þar var rekin útgerð auk hefðbund- ins landbúnaðar. Að margs konar búnaði þurfti því að dytta og mörg handtök vann Jóhann þá, enda var hann bæði verklaginn og iðinn. Auk viðhalds á áhöldum og veið- arfærum gerði hann við skófatnað heimilisfólksins og einnig pijónaði hann býsnin öll af fatnaði á pijóna- vél bæði fyrir heimilisfólkið og fjöl- marga aðra. Við vélpijónið háði fötlunin honum lítið og þar hygg ég að hann hafí séð mestan árang- ur verka sinna. Er Jóhann var þrí- tugur lést móðir hans. Samband þeirra hafði alla tíð verið náið svo að hann missti mikið er hún féll frá. Með honum og Guðrúnu systur hans var alltaf mjög kært og eftir fráfall Helgu, móður þeirra, hygg ég að þau hafí orðið enn samrýnd- ari en áður. Er allmörg ár voru liðin frá lömun- inni styrktust fætur hans nokkuð og fram undir fertugt var heilsa hans best. Gekk hann þá um tíma til ýmiss konar vinnu er hann gat ekki stundað áður svo sem fískverk- un. Upp úr 1960 fór Jóhann að kenna til í baki og ágerðust þau veikindi svo mikið að hann var sendur til Danmerkur í skurðaðgerð. Tókst aðgerðin vonum framar og var henni fylgt eftir með endurhæfingu á Reykjalundi. En svo fór að sækja í gamla farið með aflleysi í fótum. Mun Jóhann þá hafa séð fram á það að minna gæti hann gert fyrir heimilið en áður og baggi vildi hann ekki vera á neinum. Um þetta leyti var vaxandi skiln- ingur á því í þjóðfélaginu að öryrkj- ar ættu ekki bara rétt á því að lifa og láta sér lynda að vera áhorfend- ur og þiggjendur heldur ættu þeir að vera þátttakendur og fá aðstöðu til þess að leggja fram sína skertu krafta sér og öðrum til bóta og blessunar. í Ólafsfírði var engra kosta völ með atvinnu fyrir fatlaðan mann á þessum árum, en í Reykjavík vissi Jóhann að verið var að gera stór- átak í málefnum öryrkja, m.a. með byggingu heimilis og vinnustaðar. Laust fyrir 1970 flutti hann því suður. Fyrst í stað var hann á Rey- kjalundi en þegar hús Öryrkjaband- alags íslands í Hátúni 10 var tekið í notkun sótti hann um íbúð þar og flutti í hana 26. september 1969. Var hann meðal fyrstu íbúa þessa húss. Þama bjó hann svo til æviloka. Til að byija með fékk hann vinnu við netagerð úti í bæ en fljótlega hóf hann störf á Múlalundi og þar var hans vinnustaður síðan meðan heilsa og kraftar leyfðu. Síðasti starfsdagur hans þar var aðeins mánuði fyrir andlátið. Með ámnum þvarr enn mátturinn í fótunum og síðustu árin var hann að mestu bundinn í hjólastól. Þrátt fyrir það var engan bilbug á honum að fínna og æðmorð lét hann ekki út fyrir sínar varir. Oft fór hann að Reykjalundi þar sem honum var veitt sú hjálp sem hægt var. Dvaldi hann þar að jafnaði í tvo til þijá mánuði í senn. Hvenær Jóhann kenndi sér fyrst þess meins er dró hann til dauða veit enginn því að hann var maður dulur og vildi hvorki láta vorkenna sér né baka öðram fyrirhöfn. Þótt Jóhanni liði vel í Hátúninu átti norðlenska sveitin við sjóinn þó sterk ítök í honum. Á hveiju vori keyrði hann norður í Ólafsfjörð og dvaldi hjá Guðrúnu systur sinni á Ytri-Á allt til hausts. Jafnvel eft- ir að Guðrún féll frá árið 1988 kom hann norður, en dvaldi þó mun skemur en áður. Norðurferðin 1992 er með öðmm hætti en ætlað var. Augun sem fögnuðu fjallasýninni þegar Ólafs- fjörður opnast á Lágheiðinni em nú brostin, eyrun sem hlýddu á öld- ugjálfrið og fuglasönginn em lokuð og vitín sem námu ilm gróandi jarð- ar bærast ekki framar. Vandaður maður og vammlaus er til moldar genginn. Jóhann Sig- uijónsson sem af æðmleysi mætti skúmm og skuggum þessa jarðlífs er nú lagður upp í þá ferð sem allra bíður og enginn fær undan vikist. Megi hann í þeirri för hljóta verð- ug laun fyrir einlæga trú sína og manngæsku. Hreinn Bernharðsson. + Ástkœr eiginmaður minn, SIGURÐUR EINARSSON, Ásgarði 165, lést þann 25. júní. Fyrir hönd vandamanna, Ellen Svava Stefánsdóttir. t Móðir okkar, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Fossi á Sfðu, lést á heimili sínu laugardaginn 20. júnf. Útför hennar verður gerð frá Prestbakkakirkju mánudaginn 29. júní kl. 14. Guðleif Helgadóttir, Björn Helgason. + Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU BENÓNÝSDÓTTUR frá Laxárdal, Grœnuhlfð 14, verður gerð frá Nýju kapellunni í Fossvogi mánudaginn 29. júní kl. 15.00. Sigrfður G. Skúladóttir, Egill G. Vigfússon, börn og barnabörn. + Systir okkar og fraenka, IÐUNN SIGFÚSDÓTTIR kjólameistari, Gilsbakkavegi 9, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. júní. Útförin fer fram frá Stóru-Árskógskirkju þriðjudaginn 30. júní kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Bára, Bragi og Sigfús Jónasson. + *> Eiginmaður minn, ÞORGEIR JÓSEFSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju máriudaginn 29. júní kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness og dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Svanlaug Sigurðardóttir. Gísh Jónatansson Naustavík Fæddur 29. júni 1904 Dáinn 19. júni 1992 Erfítt er fyrir fólk okkar tíma að skynja og setja sig inn í líf og hugsunarhát þeirrar kynslóðar, sem sleit sínum bamsskóm á fyrstu ámm þessarar aldar þegar segja má að við dyr hvers alþýðuheimilis, hvers alþýðumanns, hafi skortur og allsleysi jafnan staðið og ósjaldan knúið dyra og tekið sinn toll. Við- horf þeirra sem þá vora að vaxa upp og gera sér grein fyrir um- hverfí sínu hafa verið svo gjörólík því sem nútímafólk upplifír að orð duga tæpast til að skýra þann mun. Líf alþýðunnar var þá eins fábrotið og hugsast gat, yfír orðum eins og sparsemi og nægjusemi hvíldi viss leyndardómur og helgi, iðjusemi var dyggð og i erfíði hvers- dagsins var gæfa sótt. Langt í fjarska sást fyrir dagsbrún nýrrar aldar, tíma sem vora uppfylling leyndustu óska og vona þess fólks sem margt hvert hafði ef til vill aldrei heyrt af munni nokkurs manns kröfur til annarra um bætt kjör og gerði heldur ekki tilkali til þeirra sér til handa en gat unnt sínum afkomendum og komandi kynslóðum betra lífs, meira örygg- is, færri vonleysis- og saknaðartára en það sjálft hafði orðið að búa við og þola í lífi sínu. Tími þess liðna verður ekki kallaður fram, hann kemur ekki aftur, en við fráfall ald- ins vinar leitar hugurinn til baka. Gísla kynntist ég ekki að ráði fyrr en hann er kominn um sjö- tugt. Hann hefur þá að mestu hætt allri erfiðisvinnu en sinnir um bygg- ingar og túnið sitt sem hann hirðir vel eins og allt sem hann kemur höndum að. Áður og öll sín mann- dómsár stundaði hann bæði sjó og sinnti landbúskap jöfnum höndum. Hann hefur snemma verið kapp- Sérfræðingar í blómaskreytingum vid öll tækifæri blómaverkstæði INNAfe Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 -Minnmg samur og frískur til vinnu því að um fermingaraldur fer hann fyrst til ísafjarðar í verið með föður sín- um svo og næstu árin, en ferðir manna á vertíð við Djúp vom al- gengar héðan fram á þessa öld. Engar vom þá bamavemdamefnd- irnar og vinnan skaðaði ungmennin ekki mest og er svo enn. Af litlum efnum festir hann kaup á norskri skektu aðeins átján ára að aldri; var það næsta fátítt hér um slóðir um jafn ungan mann. Sýnir þetta vel þann kraft og dugnað sem í honum bjó og hvert hugurinn stefndi, en um leið og hann og ekki siður, var með þessu framtaki sínu að sjá sér farboða var í huga hans sá manndómur og drengskapur að geta búið foreldmm og öðmm ást- vinum sínum meira öryggi og betra skjól. Byggir hann íbúðarhús í Naustavík sem er í landi Heydalsár og einnig hús yfír nokkum búpen- ing. Hann sinnir búskap og sjó- mennsku fram undir 1960 eða þar til fískur hverfur af gmnnslóð, hættir hann þá sjósókn, fellir skepn- ur sínar og fer að sækja vinnu suð- ur á vetmm en kemur heim vor hvert og sinnir ræktarlandi sínu. Gísli giftist ekki og eftir að Krist- jana systir hans fellur frá 1971 er hann einn. Hlutskipti hans var eins og svo margra af hans kynslóð sam- fellt strit og erfíðisvinna. Hann var þó mikill andans maður. Minni hans var gott svo sem hafði móðir hans en hún mun hafa verið fróðleiks- manneskja hin mesta sérstaklega er viðkom ættfræði. í árbók íslands fyrir árið 1952, sem er hennar dán- arár, nefnir sr. Jón Guðnason höf- undur árbókarinnar Þuríði Guð- mundsdóttur ættfræðing, en enga hafði hún þó menntunina. Aldrei varð ég þess var að Gísli færi rangt með og þoldi það illa af öðmm, væri hann ekki alveg viss lét hann þess alltaf getið með frásögn og tiltók þá heimildir. Hann var vel hagmæltur og rímreglur vom hon- um engin hindmn. Eftir að um hægðist fór hann að skrá eitt og annað sem í huga hans bjó frá löngu liðinni tíð, er það bæði fróðlegt og um margt merkilegt, hefur sumt af því birst á prenti og verið flutt í útvarp og á allt skilið að varðveit- ast. Þrátt fyrir oft kröpp kjör var bókakostur á heimilinu mikill svo og lestraráhugi, las Gísli mest fræðibækur og naut þess að ræða efni þeirra, mest yndi hygg ég þó að hann hafi haft af því að lesa ævisögur sjófarenda. Áf bóklestri og því hve glöggt auga hann hafði fyrir umhverfí sínu og náttúm landsins varð hann vel að sér í mörgum greinum, t.d. í sögu okkar lands og náttúmfræði, var forvitinn um sögu Noregs, sagði mér eitt sinn ástæðu þess. Málfar hans og tungutak var látlaust en skýrt og öllum auðskilið. Tilgerð var ekki fínnanleg í hans fari. Bömum og ungmennum sýndi hann mikla nær- gætni og hlýleik og var þá vel minn- ugur æsku sinnar. Gamansamur var hann, en í hófí, og hafði ég oft orð á þvi við hann að leikari hefði hann átt að verða. Örsjaldan kom það fyrir að ég útvegaði honum eitthvað smávegis en aldrei fékkst hann til að taka við því nema gjald fyrir það kæmi um leið. Lánsviðskipti vildi hann ekki og þekkti ekkert til víxla og skuldbreytinga. Einn sveitunga sinn nefndi hann oftar í mín eym sem sérstakan velgjörðarmann sinn var það yngsti sonur Heydalsárhjón- anna Guðbrandar og Ragnheiðar, Sigurgeir að nafni. Hann er nú fall- in frá langt um aldur fam. Eitt sinn var það að Gísli ætlaði á sjó inn að Hrófá að hitta systur sína. Hvessir þá og er vindur á móti svo hann snýr við. Þegar hann kemur til baka stendur Sigurgeir í flæðar- málinu, þá drengur um fermingu, og býður fram aðstoð sína við að setja bátinn. Þessu lík var fram- koma hans öll meðan hans naut við. Við sátum oft i litla notalegu húsinu hans hvor á móti öðmm og ræddum málin, báðum fannst, veit ég, tíminn of fljótur að líða, þess á milli hringdum við hvor í annan, því er nú lokið. Með lífí sínu tel ég að hann hafi gert að sannleika orð Guðmundar Böðvarssonar skálds „Til að afkasta afreksverki þarf ekki stóran reit.“ Ég sendi ástvinum hans öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðfinnur S. Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.