Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 37 Vilhjálmur Hjálmars son - Kveðjuorð: Fæddur 13. júní 1921 Dáinn 5. júní 1992 Samviskan knýr dyra til að festa á blað minningar- og kveðjuorð til míns gamla leik- og fósturbróður Vilhjálms Hjálmarssonar sem al- mennt var kallaður Villi meðal vina og kunnugra. Mér er það að sjálf- sögðu ljúft að minnast hans og að mörgu leyti skylt, en andagiftin lætur á sér standa. Ýmsar utanað- komandi ástæður valda því að línur þessar eru svo síðbúnar. Leiðir okkar Villa lágu fyrst sam- an er hann var rúmlega þriggja ára og ég á fimmta ári og ólumst við síðan upp í blíðu og stríðu fram yfir tvítugsaldurinn. Ekki getur hjá því farið að á æsku- og unglingsár- unum hefur margt verið brallað og ýmis strákapör framkvæmd og því margar minningarnar frá þeim tíma, sem ekki verða tíundaðar hér og nú. í meginatriðum var bræðraþel millum okkar en samkvæmt öllum náttúrunnar lögmálum gat ekki hjá því farið að í brýnu slægi stöku sinn- um. Villi var smáglettinn og hafði gaman að bregða út af hversdags- leikanum og alvörunni og slá hlut- unum upp í smágrín. Ef svo vildi til að glensinu væri beint gegn mér var óvíst hvernig ég tæki því og voru þá hendur íátnar skipta og naut ég þar oftast aldursmunar. Auk okkar Villa ólst alsystir hans upp með okkur, Sigríður að nafni (Sissa), þremur árum eldri en hann. Húsmóðirin á heimilinu, Sigurlfna Hjálmarsdóttir, var hálfsystir þeirra Villa og Sissu. Æskuheimili okkar var Tunga í Stíflu. Á þeim tíma taldist það til stórbýla og húsbænd- urnir Jón G. Jónsson og Sigurlína í forsvari á ýmsum sviðum í sveit sinni. Með því að Vilhjálmur var okkar yngstur lentu þau verk sem höfðuðu meira til okkar krakkanna á okkur Sissu, því ekki var örgrannt um að séð væri fremur í gegnum fíngur við Vilhjálm, bæði í verki og ýmsar yfírsjónir hans og kom þar ýmislegt til. Hann var grínsamur, skemmtilegur, bráðlaginn, músík- alskur og kannski lagnari við að koma málum sínum fram. Þegar þessum útúrdúrum er sleppt gekk Vilhjálmur til allra almennra starfa sem upp komu í sveit sem aldur hans og þrek leyfðu. Foreldrar Vilhjálms voru Sigríður Eiríksdóttir bónda í Hólakoti í Fljót- um Eiríkssonar og konu hans Guð- rúnar Jóhannsdóttur, og Hjálmar Jónsson bónda á Helgustöðum í Fljótum. Hjálmar var Eyfirðingur að ætt, fæddur að Klúkum í Eyja- firði. Ungur að árum missti hann föður sinn og fór þá í fóstur að Hvassafelli í sömu sveit. Innan við tvítugt gerðist Hjálmar eigin hús- bóndi og sótti þá að jöfnu sjó og land. Hjálmar var hár vexti og þrek- inn, jarpur yfirlitum með alskegg, þótti gjörviiegur maður á velli. Hann giftist 1886 Sigríði Jónsdóttur, bónda á Sttjúgsá í Eyjafirði Bene- diktssonar og konu hans Sigríðar Bárðardóttur bónda í Stóra-dal í Eyjafírði Stefánssonar. Hann missti konu sína eftir stutta sambúð eða sjö ár. Eftir það hafði hann nokkrar ráðskonur sem mundi trúlega vera kallað í dag sambýliskonur, og þar á meðal var Sigríður móðir Vil- hjálms. Eins og fyrr segir lét músíkdísin Vilhjálm ekki ósnortinn og skipti ekki máli hvaða hljóðfæri hann lagði undir sína lipru fíngur, úr því hljóm- aði taktfastir tónar, og þeir voru ófáir sem nutu þeirra tóna því í all- mörg ár lék hann fyrir dansi á þeim samkomum sem haldnar voru heima í sveitinni. Tíminn leið við leik og störf og sjálfsbjargarviðleitnin óx til að vera sjálfum sér nógur og um tvítugsaldurinn hleypti hann heim- draganum til að leita fjár og frama og stefndi þá til Siglufjarðar, bæjar sem þá var í uppgangi. Þar eign- aðist hann dótturina Rósmarý, f. 1944, hún ólst upp hjá móður sinni, Emu Rósmundsdóttur. Frá Siglu- fírði lá leið hans til Reykjavíkur þar sem hann lagði gjörva hönd á margt, lengi vei naut fyrirtækið Vefarinn krafta hans, og ófá eru þau heimili sem Vilhjálmur prýddi með gólf- teppum sem hann sjálfur hafði ofíð ásamt teppum frá öðmm aðilum. 1949 stígur Vilhjálmur vafalítið sitt stærsta gæfuspor á lífshlaupinu er leið þeirra Fjólu Björgvinsdóttur bar saman og gengu þau að eigast það ár. Þeim varð ekki barna auðið en ættleiddu stúlkubam, Ellý að nafni. Ung að ámm gerði hún for- eldra sína að ömmu og afa. Þau brugðust ekki því hlutverki og ólu dóttursoninn upp sem skírður var í höfuðið á afa sínum. Árið 1968 keyptu þau íbúðarhús í Heiðargerði 80 hér í Reykjavík og bjuggu þar æ síðan. Óhætt er að segja að sambúð þeirra Fjólu var snurðulaus þar til yfír lauk hjá Vilhjálmi 5. júní sl. Vilhjálmur vildi prófa fleira en landvinnuna og réði sig til sjós 1975 og var farmaður dáðadrengur fram til 1990, farkostirnir vom Hofsjökl- amir. Eilífðarmálunum hefur margur velt fyrir sér án þess að komast að raunvemlegri niðurstöðu, en flestir sem um þau hugsa telja að þau séu ein lífskeðja og jarðvistin sé einn hlekkur í henni. Þó Vilhjálmur flík- aði ekki daglega trúmálum sínum var mér ljóst að hann geymdi sína „barnatrú" og trúði því að um fram- haldslíf væri að ræða og því trúi ég því að hann hafi fengið góðar viðtökur á hinni ókunnu strönd og lendingin mjúk. Það er skammt stórra högga á milli því fýrir nokkmm mánuðum kvaddi fóstursystir okkar, Sigríður, dóttir hjónanna í Tungu. Já, þeim fækkar einstaklingunum sem maður ólst upp og starfaði með. Þetta er gangur lífsins, að heilsast og kveðj- ast. Ég lýk þessum orðum með því að senda þessum fósturbróður mín- um hinstu kveðju með þökk fyrir samveruna. Guðmundur Jóhannsson. Hilmar Þórarins son - Kveðjuorð Fæddur 8. desember 1929 Dáinn 14. júní 1992 Minn kæri stjúpi, Hilmar Þórar- insson, lést á Borgarspítalanum 14. júní. Með fáum orðum reyni ég að kveðja en þó frekar að þakka Bebba allt það sem hann hefur verið mér. Ég kynntist Bebba lítið fyrr en ég var orðin 20 ára. Það tók ekki langan tíma að öðlast mikinn kær- leik fyrir þessum einstaka manni. Hann gaf frá sér mikla hlýju og styrk, hafði þann einstaka persónu- leika sem eingöngu fæst sem guðsg- jöfog skapar virðingu allra. Á þeim stundum þegar bjátað hefur á í mínu lífí hafði Bebbi alltaf tíma til að hlusta, gefa ráð eða hjálp- arhönd, í veikindum dóttur minnar var hann sá klettur sem ég vissi að stóð. Við lifum öll þessu lífi sem best við getum, ég með þeirri vissu að annað líf komi hér á eftir. Þar sem við hittumst á ný. Fram að þeim tíma kveð ég elsku Bebba minn og geymi þann gimstein í hjarta mér sem minning hans er og þakka allt. Móður Bebþa, elsku mömmu, systkini, systkinabörn, maka og aðra vandamenn bið ég guð að styrkja í sorginni. Helga Guðmundsdóttir Elís. Sunnudaginn 14. júní sl. lést vin- ur minn og náinn samstarfsmaður um áratugaskeið, Hilmar Þórarins- son framkvæmdastjóri. Við Hilmar kynntumst fyrst árið 1955, þegar hann var verkstjóri fýrir verkum rafmagnsfyrirtækisins Geisla hf. í Keflavík hjá Sameinuð- um Verktökum á Keflavíkurflug- velli, en þá var ég vélaeftirlitsmaður íslenskra aðalverktaka. Við urðum fljótlega góðir kunn- ingjar enda unnu Sameinaðir verk- takar öll verk íslenskra aðalverk- taka í undirverktöku en með vélum og tækjum sem Aðalverktakar áttu, á þeirra byijunar árum og því náið samstarf þar í milli. Þegar ég fluttist suður til Njarð- víkur árið 1956 gekk ég í Iðnaðar- mannafélag Suðurnesja og kynntist þá viðhorfum faglærðra iðnaðar- manna, þ.á m. Hilmars, varðandi verktöku á Keflavíkurflugvelli. Heimamenn gátu á engan hátt fellt sig við það að vera eingöngu launþegar hjá Reykvíkingum og stefna bæri að stofnun verktakafyr- irtækja í faggreinunum á vegum Iðnaðarmannafélagsins og lét Hilm- ar ekki sitt eftir liggja í þeirri bar- áttu og uppbyggingu. Snemma árs 1957 voru síðan stofnuð fjögur iðnverktakafyrir- tæki, Byggingaverktakar Keflavík- ur hf., Jám og Pípulagningaverk- takar Keflavíkur hf., Rafmagns- verktakar Keflavíkur hf. og Málara- verktakar Keflavíkur hf. og voru stofnfélagar þessara fyrirtækja 60 talsins, allt faglærðir meistarar. Hilmar hóf strax störf hjá Raf- magnsverktökum Keflavíkur sem verkstjóri, en tók síðan við sem framkvæmdastjóri árið 1961 og hélt því starfí til dauðadags. Ekki var það nein tilviljun að Hilmar varð fyrir valinu sem framkvæmda- stjóri, því hann hafði þá þegar sýnt góða fagþekkingu, röggsemi og stjómunarhæfíleika, sem nýttust vel í því starfí. Fljótlega eftir stofnun fyrirtækj- ana sýndi sig, að nauðsynlegt var að hafa sameiginlegt fyrirtæki sem samningsaðila fyrir þau og annast skrifstofu, tækniþjónustu, innkaup og framkvæmdaeftirlit. Hilmar átti sæti í stjórn þess fyr- irtækis eftir að hann varð fram- kvæmdastjóri og sat í stjórninni yfír 30 ár. Starfsferill hans í rafmagnsmál- um á Keflavíkurflugvelli nær yfír um 40 ára tímabil og er ekki of sagt að hann hafí haft bestu yfírsýn og þekkingu á þeim málum, að öðr- um ólöstuðum á Keflavíkurflugvelli. Mikil dagleg samskipti vora ávallt milli starfsmanna þessara fyrir- tækja, en það þýddi ekki endilega, að menn væru alltaf sammála um lausnir mála. Við framkvæmdastjórar þessara fyrirtækja höfðum samliggjandi skrifstofur og því dagleg og náin samskipti og sú regla var í heiðri höfð, að ef um ágreining var að ræða, þá var málum ekki frestað, heldur leitast við að leysa þau strax. Hilmar var fylginn sér og fastur á skoðunum sínum og mikill mála- fylgjumaður, enda var skaphöfn hans þannig. En eðlislæg greind hans og stjórnunarhæfileikar vora gott veganesti til farsælla lausna og samstarfs. Aðrir hafa þegar skrifað um fjöl- skyldu Hilmars, þátttöku hans í stjómmálum, bæjarstjórn Njarðvík- ur og öðrum félagsmálum og er það vel. Elsku Valla mín, missir ykkar er mikill og ég hef verið beðinn fyrir kveðjur til þín, barnanna ykkar og fjölskyldunnar allrar, frá starfs- mönnum og stjórnum fyrirtækjanna og vottum við ykkur okkar innileg- ustu samúð við fráfall góðs vinar og samstarfsmanns. Ingvar Jóhannsson, Njarðvík. Minning: Sigurbjörg Jónsdóttir Vestmannaeyjum Fædd 24. maí 1910 Dáin 11. júní 1992 í dag verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Sigurbjörg Jónsdóttir, Hólagötu 10, Vestmannaeyjum. Mig langar til að þakka henni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, og ekki síst mín fyrstu ár sem ég átti með henni og afa mínum að Hóla- götu 10. Amma er fædd að Efri-Holtum í Vestur-Eyjaljallahreppi 24. maí 1910, en ólst upp að Ásólfsskála. Foreldrar hennar voru Jón Pálsson og Þorbjörg Bjarnadóttir. Systkini hennar vora 13 að tölu og eru þrjú þeirra á lífi í dag, Páll og Sigurlaug í Vestmannaeyjum og Ingibjörg á Lambafelli. Faðir hennar lést þegar hún var tvítug og nokkur barnanna þá yngri, en með samstöðu og harð- fylgi barna og móður þeirra tókst að halda heimilinu saman, móðir hennar lést síðan 1965. Amma vann almenn sveitastörf meðan hún bjó undir Eyjafjöllum. Amma varð fyrir því slysi að detta aftur fyrir sig af stól og hrygg- brotna er hún var ung. Hún náði sér að mestu leyti af þessum meiðsl- um en varð mjög fljótt þreytt ef hún þurfti að reyna á bakið. Ámma var frekar lágvaxin og fíngerð og hafði hún gaman af að klæða sig upp ef eitthvað stóð til. Amma var alla tíð heimavinnandi og hugsaði einstaklega vel um sitt fólk og þá er hana heimsóttu, enda vora ná- grannar við Hólagötu 10 iðnir við að heimsækja ömmu og afa í gegn- um árin og skipti aldursmunur þá engu máli. Enda ber ég sterkar taugar til þessa hverfis og fólksins sem þar býr enn þann dag í dag, enda þótt stór skörð hafi verið höggvin þar síðastliðin ár. Amma giftist Sigurjóni Guðjóns- syni 18. desember 1938 en hann fæddist 6. febrúar 1909 að Raufar- felli undir Eyjafjöllum. Eftir að þau giftu sig flytjast þau til Vestmanna- eyja og bjuggu þar mjög svo ham- ingjusamlegu lífi, einnig bjuggu þau eitt ár í Kópavogi meðan eldgosið var. Börn þeirra eru Erna Sigur- jónsdóttir, gift Sigurði Magnússyni og Guðjón ’ Ingi Sigurjónsson. Barnabörn eru þrjú og barnabarna- börn þrjú. Fyrstu árin sem þau bjuggu í Eyjum leigðu þau húsnæði í Steinum við Vesturveg, en 1946 byrja þau að byggja á Hólagötu 10 og flytja þangað 1947, og var þá margt óklárað í húsinu sem afi klár- aði á næstu árum. Fyrstu ár ævi minnar ólst ég upp á heimili afa og ömmu, og hefur- það alla tíð síðan verið mitt annað heimili. Afi sá alla tíð um að vinna fyrir heimilinu, fyrst við sjóinn síðan við smíðar og hjá Pósti og síma. Amma missti afa fyrir rúmum tveimur árum eftir stutt veikindi. Átti hún mjög erfitt með að sætta sig við það og gerði það í rauninni aldrei, enda höfðu þau verið hvort öðru allt fram að þeim tíma. Amma veiktist fyrir sjö árum og varð það til þess að afí hætti að vinna þá 76 ára að aldri. Hún náði sér eftir. þessi veikindi og áttu þau því síð- ustu ár ævi sinnar saman í róleg- heitunum á Hólagötu 10. Þau tóku virkan þátt í starfi félags eldri borg- ara hér í Vestmannaeyjum, og var alltaf mikið um að vera þá daga þegar eitthvað stóð til, og sá ég þá berlega hvað það félag á mikinn rétt á sér því nokkrum sinnum þurfti ég að keyra mitt fólk í fjör- ið. Á meðan á minni skólagöngu stóð aðstoðuðu þau mig á hinn ýmsa hátt. Margar ferðirnar er ég búinn að fara með stelpurnar mínar í heimsókn á Hólagötuna og alltaf jafnvel tekið, og ekki er langt síðan að yngsta stelpan, Tania, var í pöss- un hjá ömmu, en hún fylgdist alltaf vel með því að þær fengju þá at- hygli og umhyggju sem þeim bæri. Ég bið þess að orð dætra minna rætist og nú hittist amma og afi á ný, minning um góða ömmu mun lifa. Sigurjón Pálsson. + Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, RAGNHEIÐUR BJARNLEIFSDÓTTIR, Furugerði 1, lést 17. júnf í Hátúni 10. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til Þórs Halldórssonar fyrir alla hans vináttu, og. þökk fyrir alla hjálp og tryggð til Sigríðar Thoroddsen og hennar fjölskyldu. Guð veri með ykkur öllum. Kristfn Hulda Eyfeld, Grétar Garðarsson, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Guðbjörn Friðriksson, Björg Björgvinsdóttir, Einar Guðmundsson, Magnúsína Bjarnleifsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móð- ur minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELfNAR ELÍSABETAR SIGURÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skjóls. Kristín Pálmadóttir, Pálmi Guðmundsson, Anna E. Svavarsdóttir, Inga Kolbeinsdóttir, Berglind Svavarsdóttir Kristinn Bjarnason, Valdís Gunnarsdóttir, Francois Heenen, Ralf Lichtenberg, Sigurður Kolbeinsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.