Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 43 MIÐAVERÐ KR. 300 Á 5 OG 7 SÝNINGAR ALLA DAGA SPENNU/GAMANMYNDIN: TÖFRALÆKNIRINN STORKOSTLEGT ÆYINTYRI! FRAMMISTAÐA CONNERYS GLEYMIST SEINT EÐA ALDREI. STORKOSTLEG OG HRIFANDI! „TÖFRALÆKNIRINN" ER FERSK OG HRÍFANDI SAGA UM ALVÖRU FÓLK OG RAUNVERULEGA BARÁTTU. ALGJÖRT UNDUR. ÞAÐ EINA SEM HÆGT ER AÐ SEGJA UM CONNERY ER ÞAÐ AÐ HANN ER EINFALDLEGA BESTI LEIKARI OKKAR TÍMA. IUI llinson - Thc Withinglon PoH TÖFRALÆKNIRINN" ER LÍFLEG OG LITRÍK UMGJÖRÐ UTAN UM STÓRKOSTLEGAN LEIK CONNERYS. Aðalhlutverk: Sean Connery og Bracco. Leikstjóri: McTierman Tohn finnur lyf rabbameini en formúlunni. *★*'/> MBL. ★*«. DV Þessi magnaða spennu- mynd með Robert De Niro og Nick Nolte á stóru tjaldi í Dolby Stereo. Sýnd í B-sal kl. 4.45,6.50,9 og 11.15. Bönnuö innan 16 ára. MITT EIGIÐIDAHO ★ ★★★ L.A. TIMES ★ ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Mbl. Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. m m Metsölublad á hverjum degi! ★ ★★ 'h Bíólínan „HRAÐUR OG SEXÍ ÓGNARÞRILLER" ★ ★★ Al Mbl. MYNDIN SEMERAÐGERA ALLT VITLAUST Miðasalan opnuð ki. 4.30 Miöaverð kr. 500. Sýnd í A-sal kl. 5,9 og 11.30. Sýnd í B-sal kl. 7 og 9.30. Ath. númeruð sæti. Stranglega bönnuð innan 16ára. SIÐLAUS... SPENNANDI... ÆSANDI... ÓBEISLUÐ... ÓKLIPPT... GLÆSILEG... FRÁBÆR. „BESTA MYND ÁRSINS“ ★ ★ ★ ★ Gísli E. DV FREEJACK ★ ★ ★ ★ S V MBL. ★ ★★★ PRJESSAN ★ ★★ BÍÓLÍNAN Sýnd kl. 5,7,9og11. Bönnuðinnan14. Sýnd 5,7,9og11 HOMOFABER Sýnd kl. 5. Synd kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð innan 16. REGNBOGINN SÍMI: 19000 Bók um íslenskar lækningajurtir BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út bókina íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur. í kynningu útgefanda seg- irm.a.:„í bókinni er greint frá 80 íslenskum jurtum til lækninga. Sagt er frá útbreiðslu jurtanna og kjörlendi, tínslu og söfnun jurta, hvaða jurtahluta má nota til lækn- inga, virkum efnum í jurtum og áhrifum þeirra á mannslíkamann, helstu sjúkdómum og kvillum sem jurtalyf geta linað og ráðið bót á, blöndun jurtalyfja og notkun þeirra. í formála höfundar segir m.a.: „Þegar jurtir eru notaðar til lækn- inga er megináhersla lögð á að nýta ákveðna hluta jurta í heild sinni, en ekki einangruð, virk efni sem hafa sterkust áhrif. Hin fjöl- þættu efni jurtarinnar hafa mjög víðtæk áhrif á allan líkamann eins og best kemur í ljóst þegar t.d. hvítlaukur, túnfífill og vallhumall eru notaðar. Allar þessar jurtir má nota við margs konar sjúkdóm- um og óeðlilegri líkamsstarfsemi." LISTAHÁTÍÐIN LOFTÁRÁS Á SEYÐISFJÖRÐ: Dagskráin í dag Gallerí Ingólfsstræti: Píanótónleikar kl. 20.30. Henning Hoholt leikur verk eft- ir m.a. norræna höfunda. Iléðinshúsið: Rokktónleikar kl. 20. Pulsan, Bíllinn, Jón Þruma, Madjenik, Reptillicus, Rafmagn, Frumskógaredda, Yukatan, Silfurtónar, Carnal Cain, Kolrassa Krókríðandi, ís- lenskir tónar. Gerningur: Bar- áttan milli góðs og ills. Margrét H. Gústavsdóttir og Katrín Ól- afsdóttir. MÍR-salurinn: Kvikmynda- sýning kl. 17. Alexander Névskí, eftir Sergei Eisenstein. Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir stundaði nám í grasalækningum við Sehool of Herbal Medicine East-Sussex 1984-1987. Hún starfaði við grasalækningar hér landi árin 1987-89 en hefur síð- an, ásamt manni sínum, John Smith, sem einnig er grasalæknir, lagt stund á grasalækningar á Englandi. ------»-♦-»----- Bókin Móð- ir og barn er komin út ÖRN og Örlygur hafa gefið út bókina Móður og barn sem er myndskreytt handbók foreldra um meðgöngu, fæðingu og umönnun ungra barna eftir Elizabeth Fenwick. íslensku þýðinguna annaðist Álfheiður Kjartansdóttir en umsjón með útgáfunni hafði Hálfdan Ómar Hálfdansson líffræðingur. Ráð- gjöf veittu Jóhanna Jónasdóttir læknir og Þórólfur Guðnason barnalæknir. í kynningu segir m.a.: „Þessi bók er ólík flestum öðrum bókum um svipað efni að því leyti að í henni er að fínna nákvæma lýs- ingu á því hvernig best er að und- irbúa barneignir og hvernig góð móðir getur stuðlað að heilbrigði á meðgöngu. Rúmlega 800 glæsi- legar litmyndir eru til skýringar og glöggvunar. Bókin er auðveld í notkun og hún miðlar heilræðum sem byggjast ' á skynsemi og reynslu." Bókin skiptist í þrjá meginkafla: Meðganga og fæðing, Barnið þitt og Heilsuvernd. Bókin er 256 blaðsíður. Morgunblaðið/Magnea (Juðmundsdóttir í tilefni af afmælishátíðinni sýnir Leikfélag Flateyrar leikritið Ég hef lifað í þúsund ár. Afmælishátíð Flateyrar Flateyri. Flateyri. AFMÆLISHÁTÍÐ Flateyrar var formlega sett kl. 18 á fimmtudagskvöld. Sigrún Gerða Gísladóttir setti hátiðina og fór athöfnin fram fyrir framan Minjasafnið við Hafnar- stræti. Lítil lúðrasveit Mikaels A. Jones frá Bolungarvík blés í lúðra. Að því loknu var Minja- safnið opnað. Þrjár myndlistarsýningar hafa verið opnaðar í tilefni hátíðarinn- ar. Feðginin Steinþór Marinó Guð- mundsson og Sigrún Steinþórs- dóttir sýna málverk og vefnað í Hjálmi hf., Guðrún Guðmunds- dóttir er með málverkasýningu í bókaversluninni Bræðurnir Ey- jólfsson og í grunnskólanum er málverkasýning og er það sam- sýning nokkurra aðila sem flestir eiga það sameiginlegt að vera fyrrverandi nemendur Grunnskóla Flateyrar. Það er sannkallaður hátíðar- blær yfir þorpinu, mikill fjöldi gesta er kominn á staðinn og fjölgar enn. Það brast á með logni og blíðu við setninguna og er veð- ur milt og gott, frekar kalt þó enda önfirsku alparnir enn snævi þaktir. I gær, föstudag, var mikið um að vera, keppni, leikir og þrautir á íþróttavellinum, grillað úti við leik og söng, ljóða- og tónlistar- vaka í skólanum. Einnig voru mættir harmonikkuleikarar og marseraði mannskapurinn í íþróttahúsið og dansaði gömlu dansana og um miðnætti tók við hljómsveitin Grétar á gröfunni og. skemmti fram á nótt. - Magnea. MSTEINAVERKSMIÐJA B.M. Vallá verður með sýningu nú um helgina á framleiðsluvörum sínum á Breiðhöfða 3. Sýndar verða ýmsar tegundir af hellum og stein- um. Einnig verður kynntur nýr hleðslusteinn, fornhleðslusteinn, í lága sem háa veggi. Steinaverk- smiðjan B.M. Vallá býður upp á eitt mesta úrval af hellum og stein- um í garðinn, segir í frétt frá fyrir- tækinu. Þeir framleiða líka ýmis- konar stoðveggi, bekki og blómker. Þeir sem eru að huga að garðhús- gögnum geta líka fundið eitthvað við sitt hæfi því þar verða sýnd bresk garðhúsgögn frá Barlow Tyrie. Sýningin er opin frá 12-18 laugardag og frá kl. 12-16 sunnu- dag. (Fréttatilkynning) Margrét Sigurðardóttir ■ Á PÚLSINUM í kvöld, laugar- daginn 27. júní leika Magnús og Jóhann (Magnús Þór Sigmunds- son og Jóhann Hclgason) ásamt blúshljómsveitinni Jökulsveitinni & Margréti Sigurðardóttur, nýju íslensku blússöngkonunni sem kom- in er fram á sjónvarsviðið. Magnús & Jóhann hafa hafíð samstarf aft- ur eftir langt hlé en fyrir skömmu hljóðrituðu þeir geisladisk sem væntanlegur er á næstunni í versl- anir og kynna þeir efni af honum auk eldri laga og mun Jökulsveitin aðstoða við flutning í sumum lag- anna. Jökulsveitina skipa ayj< Margrétar Georg Bjarnason, Ás- geir Ásgeirsson, Heiðar Jónsson, Jón Indriðason og Finnur Júlíus- son. ■ NÚ STENDUR yfir sýning á landslagsmyndum eftir Helgu Magnúsdóttur í Stöðlakoti. Sýn- ingin er opin alla daga frá kl. 14-18. Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 28. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.