Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 io|t> i' Ég ietUt C& nötcu biUnn. mlnn, " Gleymdu svo ekki rjóma- kökunni og tertusneiðinni handa mér um leið og þú nærð í bensínið ... Ast er ... það sem gefur lífinu gildi. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Lo« Angeles Times Syndicate Vissulega þekki ég forstjór- ann. Hann sendi mig í sölu- ferðina norður ... HÖGNI HKITKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Flug o g ferðalög Frá Níels Einarssyni: FLUGFERÐIR-Sólarflug er gjald- þrota og sumir vilja kenna Flugleið- um um að hafa komið þeim í gjald- þrot. Menn tala um að vilja ódýr fargjöld á milii landa og að Guðni hafi skapað ódýr fargjöld. Svo má vera að Guðni í Flugferðir-Sólarflug hafi boðið uppá ódýr fargjöld. Þess- vegna eru nú margir íslendingar sem ekki geta sparað mikið meira á þessu ári og verða því að sleppa sumarleyf- inu til útlanda þar Tiem farmiðinn þeirra er ekki lengur í gildi. Samkeppni í flugrekstri fer harðn- andi og ættu íslendingar að hugsa um framtíðina. Ódýr flugfargjöld eru stundum ekki þau bestu. Fólk sem fer í ferðalag til útlanda og kaupir farmiða, fer oftast til næsta vátrygg- ingafélags og kaupir tryggingu fyrir ferð sinni. En er ekki besta trygging- in að versla við Flugleiðir. Öiyggi á jörðu og í lofti eu hlutir sem alltof fáir hugsa um. Sumar sögur um flugferðir Flug- ferða-Sólarflugs hafa verið með ein- dæmum og það jaðrar við rússneska rúllettu sem fólk tekur þátt í, sá sem ferðast með slíkri ferðaskrifstofu átti von á að geta flogið með þriðja flokks flugfélagi, þar sem enginn veit neitt um öryggið, hverjir sjá um viðhald? Margir hafa sagt við mig að öll flugfélög verði að fara eftir alþjóðlegum staðli varðandi viðhald. Það er rétt að öll flugfélög eiga að fara eftir alþjóðlegum staðli varð- andi viðhald flugvéla, en gera ekki. Ef þið viljið dæmi skoðið þá þjóðar- þotuna, sem ekki var hægt að selja vegpia þess að ekki var hægt að sanna viðhald flugvélarinnar. Það er nýtt stríð í ferðaiðnaðinum og væntanlega munu flugfargjöld lækka vegna þessa, en eins og með Flugferðir-Sólarflug þá er annað- hvort um blekkingu að ræða eða misreikning, ef flugfélögin ætla að selja fargjöld of lágt þá kemur það aðeins fram á örygginu og er ég ekki tilbúinn til að ferðast til útlanda nema að öryggið sé í lagi og er þess- vegna fylgjandi því að Flugleiðir haldi sinni stefnu með örugga þjón- ustu og er ég tilbúinn til að greiða það verð sem ég er viss um að sé rétt reiknað og geri ég ráð fyrir því að hluti af fargjaldinu fari í hagnað Flugleiða og er það gott því enginn sem er í viðskiptum ætti að tapa. Þeir sem ferðast með Flugleiðum ættu að gera sér grein fýrir því að á bak við hveija flugferð er herflokk- ur starfsmanna sem er á launaskrá. Unnið er á vöktum allan sólar- hringinn til að tryggja flugöryggi. Sumir af þessum starfsmönnum sjást t.d. í afgreiðslu, út um gluggann þegar við horfum á allt umstangið, margir sjást ekki, en eru samt til staðar við útreikning á þunga flugvélarinnar og jafnvægi, í Frá Guðrúnu Agústsdóttur. í Morgunblaðinu á fímmtudag birtist frétt úr borgarráði undir fyrirsögn- inni „Óvíst hvort hreyflskilti valda umferðarslysum". Þar er sagt frá því að samkvæmt upplýsingum um- ferðardeildar borgarverkfræðings sé „óvíst hvort rekja megi umferðarslys til truflana frá hreyfiskiltum". I að- eins einu tilfelli er þess getið vegna óhapps að hreyflskilti hafl truflað ökumann. í borgarráði var við þessa umræðu dreift „reglum um gerð og staðsetn- ingu skilta" sem samþykktar voru í borgarráði þann 17. júlí 1990. Þar segir í formála sem skrifaður er af starfsmönnum Borgarskipulags Reykjavíkur: „Auglýsingaskilti með- fram vegum og þá sérstaklega skilti þar sem skipt er um mynd eða texta í sífellu draga athygli akandi vegfar- enda frá umferðinni og skapa þann- ig slysahættu. Þetta hefur ekki ver- ið kannað á íslandi en rannsóknir erlendis sýna augljóst samband milli auglýsingaskilta og fjölda slysa. Vegna þessa eru sérstök ákvæði gagnvart umferð í reglunum." Um- hverfissjónarmið kemur einnig fram flugáætlun, veðurathugun skoðun á flugvélinni o.m.fl. íslendingar verða að standa sam- an í framtíðinni því annars verðum við undir í baráttunni um flug á milli landa. Ég á ekki aðeins við viðskiptavini Flugleiða, ég á líka við starfsfólk. Starfsfólk sem hugsar ekki um sinn atvinnuveitanda getur lamað fyrirtækið, á ég hér við verk- föll þar sem einn hópur starfsmanna fer í verkfall á eftir hinum. Þið starfsmenn verðið að hugsa um að nú er þörfm á samstarfi hvort þið sættið ykkur við það eða ekki. Flug- leiðir er vel rekið flugfélag og fram- tíðin byggist á samstöðu starfs- manna svo og allra annarra ís- lendigna. NÍELS EINARSSON Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði. í skýrslunni. „Sumstaðar erlendis þykir svo nóg komið af skiltum meðfram vegna að flutt eru frum- vörp til laga þar sem mönnum er gert að taka niður skilti án þess að fá skaðabætur fyrir. Reykjavík er falleg borg með sín sérstöku ein- kenni. Hætta er á að sérkenni henn- ar tapist í skógi af skiltum með er- lendum vörumerkjum ef ekki er höfð stjóm á og útlit hennar hvað þetta varðar lítið frábrugðið hvaða er- lendri borg sem er.“ Undir þetta sjónarmið geta eflaust margir tekið. Reynsla af veltiauglýsingaskiltum nálægt gatnamótum í borginni er stutt. í aðeins einu tilfelli hefur umferðaróhapp verið rakið til trufl- unar af þeim, enn sem komið er. Ökumenn erlendis verða samkvæmt könnunum fyrir truflunum af völd- um veltiskilta. Er líklegt að íslenskir ökumenn verði fyrir minni áhrifum? Hvað þarf mörg óhöpp til viðbótar við þetta eina sem þegar er orðið til þess að reglur um staðsetningu verði hertar? GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR borgarfulltrúi, Ártúnsbletti 2, Reykjavík. Samband er milli auglýsinga- skilta og umferðarslysa Víkveiji Glöggur lesandi Víkveija hefur komið að máli við hann og bent á að mjög sé að færast í vöxt að menn haldi niðjamót og á þetta minntist Víkveiji nú í vikunni. Les- andinn vildi hins vegar benda á, að ekki væri gott að kalla niðjamótin „ættarmót", því að slíkt merkti að ættarsvipur eða að svipur væri með skyldum. Víkveiji fletti upp í þeirri ágætu bók „íslensk orðabók", sem Menningarsjóður hefur gefið út og þar stendur við orðið „ættarmót": skyldleikasvipur: það er ættarmót með þeim. Þessi skýring er í gömlu útgáfunni og er annarrar ekki getið, en sé flett upp í nýjustu útgáfu bók- arinnar er einnig tilgreind önnur merking orðsins: fundur, mót fólks af sömu ætt. Af þessu sést að seinni túlkun orðsins er ung og síðari tíma merking orðsins. Víkverji getur því fallist á að ábending hins glögga lesanda sé góðra gjalda verð og betra sé að tala um niðjamót en ættarmót í þeirri merkingu, sem nú er mest talað um. Auk þess er orðið niðji fallegt og gott orð, en samkvæmt orðabókinni þýðir það: sonur, afkomandi. xxx n þar sem Víkveiji er farinn að tala um ættir og niðja, getur hann ekki á sér setið og minnst á skrífar ættfræði, sem mjög hefur vaxið áhugi á að undafömu. I því sam- bandi má gjaman minnast á hversu rýr bókakostur Borgarbókasafnsins er af ættfræðibókum og þær fáu bækur, sem em til útláns, em vikum ef ekki mánuðum saman í útláni, svo að bið eftir þeim getur orðið harla löng. Með auknum áhuga almenn- ings á ættfræði, hlýtur safnið að verða að leggja aukna áherzlu á kaup á slíkum bókum, sem virðast vera lesnar upp til agna. Ætlar Ví- kverji því að gerast svo djarfur að skora á safnið að bæta bókakost sinn á þessu sviði, svo að unnt sé að anna eftirspurn eftir þessum fræðum. Verið getur, að erfítt sé að afla bóka um ættfræði og Víkveiji virðist hafa reynslu af þvi að ekki sé ýkja vel farið með þessar bækur. Eins og gengur er fólk að rekja ættir sínar í þessum bókum og við vill brenna, að það kroti í þær til þess að átta sig betur á einum ættliðnum eftir annan. Þetta er óskemmtilegur siður eða siðleysi og eyðilegging á bókun- um. Einnig er það að fólk virðist haldið þeirri áráttu að leiðrétta bæk- umar með kroti inn á síður þeirra, fínni það einhveija vitleysu eða rang- meðfamar upplýsingar um fólk. Nær væri að hafa samband við útgefanda og koma leiðréttingum á framfæri, svo að unnt sé að leiðrétta rangfærsl- umar, ef gefa á bækumar út aftur. Krot í bækur í almenningseign er alvarlegur hlutur og ættu þeir, sem slíkt gera að komast á svartan lista hjá bókasöfnum. x x x Nú gengur hvert norðanáhlaupið á fætur öðru yfír landið. Áhlaupið í vikunni gerði sumarið vetrarlegt og þegar þetta er skrifað, er öðru slíku spáð. Vonandi verður það eitthvað mildara en hið fyrra. En sæmdarmaðurinn, Sigurður P. Bjömssson, fyrmm Landsbanka- stjóri á Húsavík og fréttaritari Morgunblaðsins þar í hartnær hálfa öld, sendi Víkvetja að morgni Jóns- messu svohljóðandi bréfstúf: „í þjóðháttum Jónasar frá Hrafna- gili segir. Ef þurrt er og bjart á Jónsmessu, verður góð nýting á heyjum. En ef bjart sólskin er allan daginn, verður næsti vetur harður og kaldur, en ef rignir, verður næsti vetur góður. Á jónsmessu ef viðrar vott, við því flestir kvíða, þá mun verða þeygi gott að þurka heyin víða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.