Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 45 Munið - björgunarvesti fyrir alla bátsveija. Klæðist hlýj- um fatnaði og góðum hlífðarfötum í áberandi lit. Ofhlaðið ekki bátinn og jafnið þunganum rétt. Hreyfíð ykkur sem minnst og sýnið sérstaka varúð, er skipta þarf um sæti. LEIÐRÉTTINGAR Frank var tekinn af lífi GLÖGGUR lesandi hafði samband við Morgunblaðið og benti á að at- riði í frétt sem birtist á miðvikudag upp úr viðtali danska dagblaðsins BT við nasistaveiðarann Simon Wiesenthal stangaðist á við sögu- legar staðreyndir. í viðtalinu var haft eftir Wiesenthal að hann hefði nýverið fundið á Kanaríeyjum Hans Frank, yfirmann þýska hernáms- liðsins í Póllandi. Væri hann kominn á tíræðisaldur og yrði vart dreginn fyrir dóm úr þessu. Lesandinn benti á að Hans Frank hefði verið dæmd- ur í Niimberg-réttarhöldunum eftir stríð og síðan tekinn af lífi. Morgun- blaðið hafði samband við blaða- mann BT sem tók viðtalið og full- yrti hann að rétt væri eftir Wiesent- hal haft. Ekki hefur náðst í Wies- enthal sjálfan. Hínn Tælands- farinn Morgunblaðinu hefur verið bent á, að maðurinn, sem handtekinn var í söluturni við Rauðarárstíg í fyrra- dag og getið var í frétt á bls. 4 í blaðinu í gær, og hafði áður komið við sögu þegar hann fór ásamt tveimur öðrum í ferð til Tælands sem greitt var fýrir með falsaðri ávísun, hafi ekki verið sá þeirra þremenninga sem talinn er hafa falsað ávísun fýrir farseðlakaupun- um. Það mátti skilja af frétt blaðs- ins um handtöku hans í fyrradag. VELVAKANDI KETTIR Niggó, smágerð svört læða með hvítar loppur og trýni, tapað- ist frá Hörgsholti 9 í Hafnarfirði 21. júní. Vinsamlegast hringið í síma 651245. Tveir sjö vikna kassavandir kettlingar af blönduðu angóra- kyni fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 27949. Svört læða, Dimmalim, tapað- ist sunnudaginn 21. júní í Þing- holtunum. Hún var merkt með nafni og símanúmeri. Vinsamleg- ast hringið í síma 18692 ef hún hefur komið fram. Tvær sex mánaða læður sem eru ekta síamskettir fást gefíns. Mannelskar og vel aldar. Upplýs- ingar gefur Ólafur í síma 26117. Kötturinn Lúsífer tapaðist sl. sunnudag frá Vatnsendabletti 27. Hann er geltur fressköttur, tæplega tveggja ára gamall, svartur með hvítan blett á trýni, hvíta bringu og iappir og hvítan rófubrodd. Hann var með hálsól og tvær bjöllur en ekki merkis- spjald. Vinsamlegast hafíð sam- band við Hallveigu i heimasíma 673621 eða vinnusíma 19200 ef hann hefur komið fram. Húsa- og sumarbústaðaeigendur við Elliðavatn eru beðnir að athuga í geymslur og bílskúra. Fimm kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 20267. Tapast hefur grá læða, þriggja eða fjögurra ára gömul, frá Háa- leitisbraut 56. Hún var með rautt hálsband sem var merkt. Þeir sem geta gefíð upplýsingar um hana eru beðnir að hringja í síma 31651. HJÓL Hjól af tegundinni Pro style 2000 var skilið eftir á leiksvæð- inu við Kleifarsel fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 71137. GLERAUGU Gyllt karlmannsgleraugu töp- uðust 3. apríl í Landsbankanum við Austurstræti eða á leið þaðan í íslandsban'ka við Lækjargötu. Finnandi er vinsamlegst beðinn að hringja í síma 679463. Fundarlaunum heitið. ÚR Mánudaginn 1. júní tapaðist kvengullúr með armbandi á handavinnusýningu aldraðra í Bólstaðahlíð 43 eða þar fyrir framan. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í Sigríði Valdimarsdóttur í síma 15413. HÁ SÖLULAUN Ingibjörg Ottósdóttir, Sævar- görðum 10 Reykjavík: Ég er ósátt við hvað fasteigna- salar taka mikið fyrir sína vinnu, tvö prósent af andvirði seldrar fasteignar. Þeir geta t.d. fengið 300 þúsund krónur fyrir að selja eina íbúð í raðhúsi. Fyrir að skreppa heim til fóks og meta íbúð fá þeir 9.500 krónur en þar er oftast um litla vinnu að ræða. Fólk verður sjálft að greiða aug- lýsingarnar og fasteignasalinn skiptir sér ekkert af því hvort kaupandi stendur í skilum eftir að sala hefur farið fram. Miðað við þá þjónustu sem fasteignasal- ar veita finnst mér sölulaun þeirra allt of há. Hver staðfestir þessa háu taxta sem fasteigna- salarnir hafa komið sér upp? EITURLYFJA- OG ÖLVUNAR- AKSTUR Fanný Halldórsdóttir: Kvöldið 14. júní sl. var viðtal við gatnamálastjóra í sjónvarpi. Málið snerist um að fólk virti ekki reglur um umferðarljós og að of margir færu yfir á rauðu ljósi. Mér kom í huga, að hér þyrfti fleira að koma til, ef vel ætti að fara í umferðinni t.d. ætti að veita meira fé til lög- gæslu svo lögreglan gæti kannað ástand ökumanna. Við vitum öll að vín er bölvald- ur og að það fer ekki saman áfengi og akstur. En að vita að fólk sem neytir vímuefna er blint og heymarlaust við stýri er al- gjört víti. Þessum vágestum er sífellt að fjölga og við getum ekki lokað augunum fyrir því. Mér finnst að við, skattborgarar þessa lands, sem höfum um lang- an tima verið skattpínd við að greiða niður verðbólgu og margt annað, getum hiklaust farið fram á meiri fjárveitingar til löggæslu. Ef hér er um að ræða peninga- leysi þá mætti bara spara matar- og drykkjuveislur yfírmanna þessarar þjóðar og jafnvel utan- landsferðir, en svona er enda- laust hægt að telja upp í sam- bandi við spamað. Við erum vön skattpíningu en krefjumst þess að fá þá löggæslu sem til þarf til að uppræta þennan voðalega eiturlyfjavágest sem nú virðist ganga allt of langt. Þetta er ekki hægt að sætta sig við. N ýr sérrétta- m ■ matseðill l í Hallargarðinum Hiísi verslunar s Súpur Kraftmikil fiskisúpa með glóðuðum brauðsnittum Grœnmetssúpa með basil og beikoni Forréttir og fiskréttir Humarkalar að austurlenskum hœtti lnnbakaðir sjávarréttir í turni með paprikussósu Laxapizza með fersku grœnmeti Hörpuskels lasagna með camembert ostasósu Grillsteikt hámeri á teini með rauðvínssósu S niglapokar með hvítlaukssósu Gufusoðnar rauðspretturúllur með sveppamauki Kjötréttir Svartfuglsbringur með humarsmjörsósu og grœnmetiskörfu G lóðarsteiktu rlam bahryggsvöðvi með hnetusmjörsósu Nautalund með hvítlauk og shallottulauk í rauðvínssósu i Eftirréttir Gljáðar perur með hunangsís Súkkulaðiterta borin fram með þeyttum rjóma Pistasíuís með plómusósu Sex rétta kvöldverður Matreiðslumaður kvöldsins mælir með sex rétta óvæntum málsverði. Minnst fyrir tvo. Höfum sali tíl leigu fyrir 10-100 manns. Hallargarðurinn Húsi verslunar BORÐAPANTANIR í SÍMA 678555 ...alltafþegar við erum vandlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.