Morgunblaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1992 BLAD I S 6í n I- Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipa Tækni 5 Eureka-verkefnið Halios - Tækni- búnaður I fiski- skipum Markaðsmál 6 90°/o af saltfiski frá íslandi og Nor- egi til Spánar og Portúgals Greinar FISKUR MEÐ RÉTTNEFNI Undirbúningsfélag stofnað um 7 Gestur Gunn- björnsson og Grímur Karlsson Morgunblaðið/Gudlaugur J. Albertsson LÁRUS Guðmundsson, skipveiji á Hamri SH, heldur hér á um 190 cm langri lðngu, sem skipið veiddi á Síðugrunni á dðgunum. Þar voru vænir þorskar í hverju hali og í þessari sjóferð veiddist einnig 83 sentí- metra langur og 8,2 kílóa þungur karfi ót af Surti. eldi á vartara í Skagafirðinum HI með mörg járn í eldinum í atvinnulífi ÁKVEÐIÐ var á hluthafafundi hjá Átaki hf. á Sauðárkróki á mánudags- kvöld að stofna undirbúningsfélag um seiða- og matfiskeldi á hlýsjávar- fiskinum vartara (seabass) i Skaga- firði. Ætlunin er að nota heitt vatn við eldið og ala fiskinn við 25 gráður á Celsíus. Einnig hafa verið athugaðir möguleikar á að ala gullbrama og sandhverfu í Skagafirði. Átak er atvinnuþróunarfélag 43 fyrirtækja á Sauðárkróki en að þessu verkefni standa einnig Hafrannsóknastofnun, Háskóli íslands og franska hafrannsóknastofnunin en verkefnið er styrkt af Byggðastofnun og Rannsóknaráði rikisins. Unnið hefur verið að þessu eldis- verkefni í 2 ár en hugmyndina átti Guðmundur Öm Ingólfsson, sjávarlíf- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, en hann er frá Sauðárkróki. Undir- búningsfélagið á að kanna arðsemi vartaraeldis á næstu 4-6 mánuðum en samkvæmt upplýsingum, sem Verið fékk hjá seiðaeldisstöð fýrir vartara í Hirtshals í Danmörku, fást um 1.000 krónur fyrir kílóið af vartara á Ítalíu. Frakkar ala þennan fisk í kvíum við strönd Miðjarðarhafsins en vegna mik- ils fjölda ferðamanna á ströndinni geta þeir ekki aukið eldið nema á landi. Franska hafrannsóknastofnunin hefur því hug á að njóta þeirrar þekkingar og reynslu, sem íslendingar hafa af landeldi. Þá er ætlunin að Háskóli íslands eigi aðild að Þróunarsetri VestQarða, þar sem stundaðar verða rannsóknir til vinnslu verðmætra lífefna úr sjávar- fangi en hugmyndin er að nokkur fyrir- tæki á ísafirði eigi aðild að Þróunar- setrinu. Hér leggjast til um 20 þúsund tonn af fiskslógi árlega en 100-200 milljónir króna fást fyrir kílóið af en- sími, sem framleitt er úr fiskúrgangi. Háskólinn á einnig þátt í umfangs- miklu rannsóknaverkefni um botndýr á íslandsmiðum í samvinnu við um- hverfisráðuneytið, Hafrannsóknastofn- un, Náttúrufræðistofnun íslands og Sandgerðisbæ. Rannsóknaskipið Haakon Mosby frá Björgvin í Noregi fer í dag, miðvikudag, frá Húsavík með íslenska og erlenda vísindamenn, sem ætla að taka botndýrasýni við Norðurland en rannsóknaskipið Bjami Sæmundsson fer í botndýrarannsóknir við Suðurland í haust. í Sandgerðisbæ verður komið upp flokkunarstöð fyrir rannsóknimar en stöðin getur veitt nokkrum heimamönnum vinnu. Fréttir Kreppa í saltfiski ■ KREPPA ríkir á saltfisk- markaðnum í Portúgal og rekstur saltfiskfyrirtækja þar afar erfiður þrátt fyrir mikla sölu. Eru nefndar til ýmsar skýringar á ástandinu og þær innlendu eru meðal annars, að of mikill fiskur sé á markaðnum og með auknu frjálsræði hafi sprott- ið upp margir smáir innflytj- endur, sem litla þekkingu hafi á málum. Utanaðkom- andi þættir eru helstir, að Brazilíumenn eru hættir að kaupa saltfisk vegna fjárs- korts, mikið af fiski kemur frá Sovétrílyunum fyrrver- andi og í Noregi hefur verið mikið um gjaldþrot saltfisk- framleiðenda./3 ------------ Þokkalegt ástand er í sjónum ■ HELSTU niðurstöður úr vorleiðangri Hafrannsókna- stofnunar, sem farinn var í maíbyrjun, eru, að ástandið í sjónum hér við land sé þokkalegt og útbreiðsla hlý- sjávar á norðurmiðum hefur ekki verið meiri frá 1986. Virðist horfa vel með þörungagróður og átu og ferskvatnsáhrif í strand- straumi fyrir Vesturlandi voru mikil. Með hafiskom- unni 1965 breyttist ástandið í sjónum hér við land til hins verra og síðan hefur það verið rnjög sveiflukennt./3 ---——♦-♦-♦-- Rætt um bann við þorskveiði ■ ÁSTAND þorskstofnsins við austurströnd Kanada og mikill niðurskurður á kvóta hafa kynt undir hugmyndum um að banna alveg þorsk- veiðar við Nýfundnaland um árabil. Eiga mörg fyrirtæki í miklum erfiðleikum, m.a. NatSea, sem hefur neyðst til að se(ja starfsemi sína í Bandarikjunum. Benedikt Sveinsson, framkvæmda- stjóri íslenskra sjávarafurða hf., telur, að hugsanlegt bann og minna framboði af þorski af þeim sökum geti haft slæm áhrif á markaðinn vestanhafs./8 Markaðir Blokk á Bretlands- og Bandaríkjamarkað Bandaríkin og Bretland fá 80-90% ■ MEGINHLUTl framleiðslu á frystum þorskafurðum hér hefiu- verið fluttur til Bret- lands og Bandaríkjanna, eða 80-90%, en aðrir markaðir, aðallega Frakkland, hafa aukið hlutdeild sína hin síðari ár. Hlutdeild Bandaríkjanna í heildarútflutningi hefur far- ið minnkandi. Við seldum þangað um 70% af fram- leiðslu okkar af frystum þorskflökum árið 1981 en þetta hlutfall hafði fallið nið- ur í 36% árið 1990. Bretar borða 100.000 tonn ■ NEYSLA á frystum þorsk- afurðum (úr N-Atlantshafi) er þvi sem næst sú sama í Bret- landi og Bandaríkjunum, eða um 100 þúsund tonn á ári á hvoru markaðssvæði. Neysla frystra þorskafurða á þessum tveimur markaðssvæðum svarar til um 80% af heildam- eyslu á þorski í heiminum, sem jafngildir um 30% alls þorskafla í Norður-Atlants- hafi. Markaðshlutdeild okkar er því 20-25%, bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum. í upphafi 9. áratugarins voru 3-5% þorskaflans flutt út fersk en frá 1984 fór hlut- deild ísfisks vaxandi og 1986- 1990 voru að jafnaði 13,8% þorskafians flutt út»fersk./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.