Morgunblaðið - 01.07.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 01.07.1992, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1992 Hitt og þetta Lítið boðið upp í Noregi FISKMARKAÐURINN í Bjðrgvin, sá eini í Noregi, hafði aðeins seit fyrir tæpar 25 miiyónir króna um miðjan júní sl. Markið hefur hins veg- ar verið sett á tæplega 600 milijóna króna sölu á ári. Stjómendur fiskmarkaðsins taka þessu þó með ró. Þeir segja byijunarerfiðleika og nýjabrumið hafa sin áhrif og úr muni rætast. Rússaþorskur lækkí í verði LÍTIÐ hefur verið um landan- ir á rússneskum þorski í Troms og Finnmörku í júní og er ástæðan sú, að samning- ar við Rússana mnnu út 31. mai og viðræður um nýja hafa staðið síðan. Sumt af rúss- neska fiskinum, sem landað er í Noregi, fer beint áfram til Danmerkur og margir kaupendur þar og i Noregi vilja nú lækka verðið frá því, sem var. Á það hafa Rússar verið tregir til að fallast en Kjell Gunnar Mikalsen, for- stjóri Scandfish i Hammerfest, segir, að verðið fyrir unna vöm haf! lækkað nokkuð á eriendum mörkuðum og því sé útilokað að kaupa rússaþor- skinn á sama verði og áður. Scandfish miðlar Rússaþorski til kaupenda í Noregi og Dan- mörku. Á fyrstu fimm mánuð- um yfirstandandi árs fóm 22.100 tonn af Rússaþorski til kaupenda í Noregi og fyrir þau fengu Rússar rúmiega 1,8 milfjarða ísl. kr. ---*-*-*- Minnkandi birgðir af þorskblokk MINNI birgðir vom af þorsk- blokk í Bandarikjunum í apríl si. en í mars sl. og aðeins litlu meiri en í aprfl fyrir ári. Bráðabirgðatölur sýria, að 30. aprfl vom birgðimar 2.703 tonn, 14% minni en mánuði áður en 6% meiri en á sama tíma 1991 og 15% meiri en 1990. Þær vom aftur á móti 60% minni en í apríl 1989 og 82% minni en 1988. Eftirspum eftir þorski er ekki ny ög mik- il en nægiieg þó til að gera birgðastöðuna varhugaverða. Þorskverð lækkað örlítið í maí sl. en meðalverð fyrir blokk var 2,05-2,10 doliarar fyrir pundið 27. mai en 2,10 í apríl. I maílok í fyrra var meðal- verðið 2,35-2,40 doliarar pundið. Mínniafli Pólveija FISKAFLI Pólveija í apríi síðastliðnum var 12% minni en í sama mánuði i fyrra, þrátt fyrir að veiðar í Eystra- salti væm jafnmildar og árið áður. Ekkert var um það að pólsk vinnsluskip keyptu fisk til vinnsiu af fiskiskipum ann- arra þjóða, en nokkuð var um það fyrr á árinu. Vinnsla á fiski og fiskafurðum reyndist 36% minni en í apríl í fyrra og var samdráttur hjá djúp- sjávarflotanum alls 40%. Þrátt fyrir það jókst verð- mæti seldra afurða um 37% í allt og aukningin á djúpsjáv- arflotanum var 58,9% meiri en í fyrra. Vinna fiskverka- fólks dróst saman um 20% en meðallaun á mánuði hækkuðu um 57%, miðað við apríl 1991. BEINIR SÆKIR TRÖLLATROLL Morgunblaðið/Helgi Sverrisson FÆREYSKI togarinn Beinir kom nýlega tfl Sundahafnar í Reykjavík tíl að sækja flottroll af gerð- inni Gloría, sem Hampiðjan framleiðir. Þessi troU em stærstu flottroll, sem framleidd hafa verið í heiminum, og 12 risaþotur gætu rúmast í opi eins slíks. í stað virs er notað í þessi troll nýtt plastefni, sem er sterkara en stál en sveigjanlegra og auðveldara í meðförum. Islendingar borða 50 tonn af fiski upp úr sjó á dag „Furðufískavikan tókst mjög vel“ ÍSLENDINGAIÍ borða trúlega um 50 tonn af flski upp úr sjó á dag, eða 18.250 tonn á ári, samkvæmt athugun Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins fyrir Verið. íslendingar borða að meðaltali 73 grömm af físki á dag, samkvæmt könnun Mann- eldisráðs íslands á mataræði íslendinga, sem gerð var árið 1990. Rf spurði fisksala á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi spumingar: Hvemig telur þú að hlutfallsleg skipting sé á seldum físki og fískafurðum í verlsun þinni síðasta árið? Svörin reyndust svipuð og vom eftirfar- andi: Ýsa 75%, þorskur (saltfískur) 7%, lúða 7%, rauðspretta 3%, stein- bítur 3%, skelfiskur 3% og annað 2%. Fisksalar skrá þessar tölur ekki hjá sér dags daglega. Þær eru meira fengnar sem reynslutölur og ber því að taka þær sem slíkar. íslendingar borða samkvæmt of- angreindum forsendum 70,2 kfló á mann á ári og eiga því heimsmet í fískáti ef marka má tölur FAO, Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna. FAO telur íslend- inga hins vegar borða 88,4 kíló af físki upp úr sjó á mann á ári en þær tölur eru nær 20 ára gamlar og byggðar á niðurgreiðslum á físki hér. Samkvæmt FAO borða Japanar næst mest af fiski, 69,3 kfló, og Suður-Kóreubúar eru þriðju í röðinni með 47 kfló. Hins vegar er líklegt að Færeyingar og Grænlendingar borði enn meira af físki en við íslend- mgar. Samkvæmt upplýsingum frá Fiski- félagi íslands keyptu físksalar í fyrra 6.120 tonn af físki á fiskmörkuðum og beint af bátum. Hins vegar hefur Fiskifélagið ekki upplýsingar um hve mikið heimilin kaupa af frystum físki og saltfíski. „Furðufískavikan tókst mjög vel og aðsóknin hjá okkur jókst þessa viku,“ segir Gunnar Páll Rúnarsson yfírmatreiðslumaður veitingahússins Við tjömina í Reykjavík. Aflakaupa- bankinn stóð fyrir svokallaðri Furðu- fískaviku, þar sem boðið var upp á vannýttu fisktegundimar stinglax, langhala og háf á 20 veitingahúsum um allt land. „Við vomm bæði með búra og tijónufisk í Furðufiskavik- unni og vomm þeir einu, sem buðu upp á búra, en hann er mjög vin- sæll. Ég er einnig mjög oft með lang- hala og stinglax. Það er mjög erfítt að fá búra en við fáum 35 kíló af honum í hverri viku. Landinn er orðinn miklu frakkari en áður að prófa ýmsar físktegundir en honum er illa við heilan físk,“ segir Gunnar Páll. Hann segir að einungis séu um tíu ár síðan Islend- ingar byijuðu að borða físk að ráði á veitingahúsum hér. í Hagkaupum í Kringlunni er ýsa langvinsælasti fískurinn. „Á einum degi seljum við 120 kfló af ferskum ýsuflökum en 30 kíló af ferskri, heilli ýsu, um 20 kfló af frystum ýsuflök- um, 10 kfló af léttsaltaðri ýsu, 10 kfló af reyktri ýsu og 40 kfló af ýsu fara í ýmsa fískrétti á degi hveij- um,“ segir Sigurbjöm Sigurbjömsson hjá Hagkaupum. Guðmundur J. Óskarsson, físksali í Sæbjörgu í Reykjavík, segist geta fengið kflóið af heilum búra fyrir 270 krónur, þannig að flökin kostuðu 600 krónur kflóið og hann þyrfti að selja þau á tæpar 800 krónur. Viðskipta- vinimir væru hins vegar ekki tilbúnir að greiða svo hátt verð fyrir búrann, enda þótt þeir hafí keypt mikið af honum fyrir lægra verð. Skotar lækka rækjuverð vegna stóraukinna veiða Markaðurinn fyrir rækju þó talinn í góðu jafnvægi og birgðasöfnun er lítil MIKIL rækjuveiði hef- ur verið við Skotland að undanförnu og hef- ur það valdið því, að kaupendur, eða verk- smiðjurnar, hafa lækk- að verðið nokkrum sinnum. Sumir óttast raunar hrun á rækjumarkaðinum innanlands vegna offramboðs, ekki sist vegna þess, að nú eru horfur á, að rækjukvótinn við vesturströndina verði nýttur en svo hefur ekki verið hingað til. Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda, segir, að veiðar Skota séu í raun ekki miklar og því ólíklegt, þrátt fyrir einhveija aukningu, að þær hafí mikil áhrif á rækjumarkað- inum almennt. Helsti rækjukaupandinn í Vestur- Skotlandi, Scotprime of Ayr, hefur lækkað verðið þrisvar sinnum á jafn mörgum vikum en það er að vísu ekkert nýtt, að um sé að ræða of- framboð á rækju á þessum árstíma. Miklar veiðar að undanfömu og stöð- ug veiði í allan vetur hafa hins vegar gert illt verra og er verðið til sjó- manna Iægra nú en það var fyrir allnokkrum árum. Á austurströndinni er ástandið dálítið snúið. Þar er einnig mikil veiði en þótt best væri í svipinn að tak- marka þær gæti það komið sjómönn- um og iðnaðinum í koll síðar. Veið- amar nú verða nefnilega hafðar til viðmiðunar þegar Bretum verður næst úthlutað rækjukvóta í Norð- ursjó. Þar era rækjuveiðar mestar á Fladen-grunninu og sjómenn á vesturströndinni kenna mikilli veiði þar um offramboðið. Rækjusjómenn á vesturströndinni hafa farið fram á, að veiðamar verði takmarkaðar með því að banna bát- unum að róa um helgar en stjómvöld sögðu nei. Er talið, að hagsmunir rækjuverksmiðjanna hafí vegið þar þungt og á það er bent, að stærsta rækjuverksmiðja í Skotlandi er í kjör- dæmi skoska sjávarútvegsráðherr- ans. Nokkuð er um, að sjómenn hafí orðið að henda rækju vegna þess, að sumar verksmiðjur gera nú strangari kröfur um fjöldann í hveiju kflói og aðrar geta ekki tekið við meiri afla. Pétur Bjamason segir, að Skotar væru ekki mikil rækjuveiðiþjóð miðað við það, sem hér gerðist og annars staðar í norðurhöfum, og því væra erfiðleikar þeirra vegna aukinnar veiði fremur staðbundið fyrirbrigði. Það væri því ekki líklegt, að þetta hefði mikil áhrif annars staðar, enda um nokkuð aðra rækju að ræða en hér veiðist. Segir Pétur, sem er ný- kominn af fundi framleiðenda og selj- enda kaldssjávarrækju, að markaður fyrir kaldsjávarrækju væri talinn í góðu jafnvægi núna og birgðasöfnun yfirleitt lítil. Fréttir vikunnar Rússar vilja selja hér fisk RÚSSNESKIR útgerðaraðil- ar í Múrmansk hafa sýnt áhuga á að selja fisk hér á landi og vifja auk þess koma skipum sínum til viðgerða hér. Að sögn Kára Valves- sonar hjá Samskipum bjóðast íslendingum margir kostir í viðskiptum við Rússa og Samskip hafa nýlega gengið frá umboðssamningi við fyr- irtæki í Múrmansk, sem hafa nærri 1.000 skip á sínum vegum. Segir Kári, að Rúss- ar hafi áhuga á að se(ja hér þorsk, karfa, unninn fisk og fiskmjöl og annað, sem ís- lendingar vi(ji taka við. ----f-t-i-- Kaupáútgerð í Þýskalandi VIÐRÆÐUR hafa átt sér stað um kaup íslenskra fyrir- tækja á næststærsta útgerð- arfélagi í Þýskalandi, Rostocker Fischfang Rede- rei (RFFR) í Rostock, mestu hafnarborg I austurhlutan- um. Hefur íslenska ráðgjaf- arfyrirtækið Ráð hf. haft milligöngu um þetta við Treuhandanstalt, sem sér um að selja ríkiseignir í Þýska alþýðulýðveldinu fyrr- verandi. RFFR gerir út átta stóra verksmiðjutogara á úthafsveiðar og lyá fyrirtæk- inu starfa á fjórða hundrað manns. Það hefur haft veiði- heimildir við Nýfundnaland, Færeyjar, Grænland, í Nor- egshafi, Norðursjó og Bar- entshafi. ----»-*-♦-- Ný skipting í loðnunni GERÐUR hefur verið nýr samningur milli íslendinga, Norðmanna og Grænlend- inga um skiptingu norsk- íslenska loðnustofnsins og er hann að þvl leyti frábrugðinn þeim eldri, að nú er gert ráð fyrir takmörkunum á veiðum Norðmanna í íslenskri land- helgi. Hlutfallsleg skipting milli þjóðanna er hins vegar sú sama og áður. í bókun með samningnum segir, að Norðmenn megi aðeins veiða 35% af bráðabirgðakvóta sínum innan íslensku lögsög- unnar en áður máttu þeir taka hann allan þar ef þeim sýndist svo. ----------- Tekjutapið 4,5 milljarðar SAMKVÆMT áætlun Hann- esar G. Sigurðssonar, hag- fræðings Vinnuveitendasam- bands íslands, munu út- flutningstekjur vegna minni þorskkvóta aðeins skerðast um 4,5 miljjarða króna en í fyrstu voru miklu hærri töl- ur nefndar. Telur hann, að hluti skerðingarinnar muni koma fram þegar á þessu ári en veiðar á öðrum fisk- tegundum muni skila um tveimur milljörðum á næsta ári upp í 6,5 miUjarða kr. skerðingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.