Morgunblaðið - 01.07.1992, Síða 7

Morgunblaðið - 01.07.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1992 B 7 Sporgöngumenn Færeyinga Eru íslendingar að lenda í sömu þrengingum og nágrannar þeirra Færeyingar? Síðustu mánuðina hafa verið flutt til landsins færeysk verk- smiðrjuskip og verið er að smíða nokkur slík er- lendis fyrir ís- lendinga. Trú manna virðist vera sú, að þessi verksmiðjuskip séu það, sem koma skal. Þetta héldu víst Fær- Gunnbjömsson eyingar líka með þeim afleiðing- um, að þar er nú nánast allt at- vinnu- og efnahagslíf í molum. Tæp- ast er tilgangur íslenzkra útgerðar- menna sá að eins fari hér. En hvert ætla þeir að selja skipin, þegar þau fara á hausinn hjá þeim? Það hlýtur að vera orðið tíma- bært að fólkið í landinu hætti að trúa blindandi á áróður togaraút- gerðarmanna og átti sig á því, að einmitt þessi skuttogarabylting er það, sem er að tröllríða sjávarútveg- inum. Skuttogaravæðingin var sjálf- sagat af hinu góða, en mörg ár eru síðan nóg var komið. Samt fjölgar þeim, þeir verða sífellt stærri og afkastameiri. Löngu er kominn tími til að hætta togarasmíði og snúa til baka. Leggja stóraukna áherzlu á hefðbundnar veiðiaðferðir með krók- um og netum. Verði niðurstaðan úr þeim spá- dómum, sem nú ganga yfir, sú að veiðiheimildir þurfi enn að dragast saman, kemur það til með að bitna mest á hefðbundnu veiðiaðferðun- um. Afleiðingin verður sú, að marg- ir bátaútgerðarmenn sjá ekki aðra leið en að selja frystitogaraútgerð- unum bátana og kvótana. Þannig færist sóknin alltaf meira og meira yfír á togveiðarfærin. Útkoman verður sú, að innan fárra ára hverfa bátamir og þær veiðiaðferðir sem þeim fylgja. Þökk sé kvótakerfínu. Kvótakerfið togaraverndandi Kvótakerfi það, sem nú er notað, virðist eingöngu skila árangri sem togaravemdandi kerfi. Það gerir mögulegt að færa alla aflareynslu til togaranna, sama hvemig reynslan hefur orðið til. Ástæða þess djöf- ulgangs, sem verið hefur í kringum smábátaútgerð, virðist vera helzt sú, að LÍÚ sá möguleika til að hirða kvótann af trillunum, ef þær yrðu í kvóta á annað borð. Þannig hefur kvótakerfið stuðlað að tilfærslu þús- unda tonna frá smábátum og virkar því mun betur til að vernda togar- ana, heldur en fiskinn í sjónum eins og stofnað var til. Með kvótakerfínu fylgir orðið hagræðing. Hún virkar þannig að hinir stóm gleypa þá smærri, færa kvótann á einhvem togarann, láta síðan smíða nýjan stærri, öflugri og dýrari. Sóknin minnkar því ekkert þó einhverjir bátar hverfí. Hún eykst frekar. Pjárfestingin eykst og sífellt færri hafa atvinnu af veiðum og vinnslu. Þannig minnka skatttekjur ríkisins einnig. Furðulegast við allt saman er, að opinberir sjóðir, sem eiga í raun flest fiskvinnslufyrirtæki á landinu, hag- ræða með því að lána milljarða til fljótandi frystihúsa, vitandi að þann- ig minnka sífellt möguleikar þeirra, sem standa í fiskvinnslu í landi til að standa við skuldbindingar sínar. Hún er einkennileg þessi blessuð hagræðing. Fyrst stuðlar ríkið að því að fjöldi fólks missi atvinnuna, þegar kvótinn færist til verksmiðju- skipanna, síðan lánar ríkið milljarða til kaupa á fískvinnslutækjum, eig- andi á sama tíma sömu tæki stand- andi verkefnalítil um land allt. Það hlýtur að þurfa margra ára háskóla- nátn til að skilja svona nokkuð. Á dögunum, þegar þau ótíðindi bámst, að enn þyrfti að skera niður veiðiheimildir vom togaramenn fljót- ir að finna sökudólginn. Trillukarl- ana og línusjómennina. Nú átti að grípa tækifærið og leggja endanlega af krókaveiðar við íslandsstrendur. Væntanlega sjá þeir Kristján Ragn- arsson og Þorsteinn Már Baldvins- son í hendi sér að draga megi úr áfallinu hjá nýju, dým verksm'ðju- skipunum með því að brenna það sem óbmnnið er af bátaflotanum, færa kvótann til þeirra sem græða víst á veiðunum. Hvert fer hagnaóurinn? Það er víst þannig að verksmiðju- skipin skila hagnaði. Kannski vegna þess að þau þurfa ekki að vinna annað en bezta hráefnið, hinu er bara skilað í sjóinn. Og hvert fer svo hagnaðurinn? Kannski til ríkisins í formi skatta eða fer hann mestan part til útlanda sem greiðsla fyrir vinnu þeirra hundmða manna, sem þar starfa við smíðar á verksmiðju- skipum fyrir íslendinga. Er ekki kominn tími til að hætta þessari vit- leysu og snúa aftur til hefðbundinna veiði- og vinnsluaðferða? Hætta að hlusta á menn sem bera ekkert fyr- ir bijósti annað en eiginn hag. Það sem þarf að gera er að banna strax frekari innflutning verksmiðj- uskipa og koma þeim stærstu og öflugustu í veiðar á vannýttum stofnum, helzt fyrir utan íslenzka landhelgi. Ef Grandi hf. getur keypt skip til utankvótaveiða upp á hálfan milljarð, þá hljóta hinir verksmiðju- togaramir að geta það sama. Ef ekki þá þarf strax að finna kaup- anda að skipunum erlendis. Koma á skuttogurum af ýmsum stærðum út fyrir 12 mflna landhelg- islínuna, þannig að sú þjóð, sem stolt stóð í landhelgisbaráttu í áratugi, þurfi ekki að horfa upp á togara allt upp að þremur mílum víða í kringum landið. Þeir skildu það upp úr aldamótunum, hvaða afleiðingar slíkt hefur. Nú kippist enginn við þó fréttist af Landhelgisgæzlunni með gínandi byssukjafta yfír gamal- menni á trilluhomi að reyna að fá í soðið eins og gerðist um páskana síðustu. Er ekki eitthvað orðið öfugsnúið við þetta? Ef framsal á veiðiheimildum verð- ur leyft áfram, skal nú þegar bann- að að veiðireynsla sem orðið hefur til með króka- og netaveiðum megi færast yfir á togveiðiskip. Loka uppeldisstöðvum smáfisks. HeQa hvalveiðar strax. Afnema nú þegar allar veiðiheim- ildir erlendra skipa við ísland. Gera þarf krókavelðum hærra undlr höfði Gera krókaveiðum hærra undir höfði, tjl dæmis með því að afnema allar takmarkanir á krókaveiðum báta undir 10 tonnum. Náttúran sér um að takmarka þær. Tvöföldun á línuafla má alls ekki skerða. Frekar ætti að bæta mánuði framan og aftan við tvöföldunartímann. Verði tvöföldunin afnumin, hefði það geig- vænlegar afleiðingar í för með sér. Þá verður engin hvatning til að stunda róðra yfír hörðustu mán- uðina. Þúsundir manna um allt land misstu lífsviðurværi sitt stóran hluta ársins og ekkert kemur í staðinn. Það væri þjóðfélaginu margfalt ódýrara að leggja nokkrum skut- togumum. Hins vegar ber að varast að detta aftur í sama dýið og varð með togarana og leyfa óhóflega fjölgun í bátaflotanum. Við íslend- eftir Gest ingar virðumst nefnilega hafa til- hneigingu til að vilja allir gleypa sama bitann. Útgerðarmenn báta ættu strax að segja skilið við LÍÚ og stofna samtök, sem ynnu heil að þeirra málum. Fátt hefur verið bátaútgerð í landinu dýrara undanfarin ár en áróðursmálaráðuneyti togaramanna með Kristján Ragnarsson fremstan í flokki. Er markmiðið með íslenzk- um sjávarútvegi að reyna að halda þokkalegum lífsskilyrðum í landinu? Hvort skildi nú þjóna þeim tilgangi betur útgerð hefðbundinna vertiðar- skipa eða útgerð verksmiðjuskipa, sem fáir hafa atvinnu af? Hvað seg- ir sagan okkur? Hvemig veiddum við fisk og verkuðum í gegnum tíð- ina? Hvað gerðist í Færeyjum og við Nýfundnaland?. Getur verið að verksmiðjuskip, sem plægja botninn og dreifa þúsundum tonna af úr- gangi á öll mið séu á einhvem hátt betri kostur en bátar sem veiða með öngla eina að vopni? Hefur einhver reiknað út hvað kemur í hlut ríkisins til samneyzlu, annars vegar ef veidd em 5.000 tonn af þorski af verksmiðjuskipum og hins vegar ef sama magn er veitt af vertíðarbátum? Gaman væri að sjá niðurstöðu úr slíkum útreikning- um. Fyrir alla muni látið ekki eigin- hagsmunapotara hagræða þjóðinni til helvítis. Hugsið málið og látið til ykkar heyrast. Það getur ekki verið áhugamál margra íslendinga að gerast sporgöngumenn Færeyinga, sem em unnvörpum að flýja land í þeirri von að geta aflað sér lífsviður- væris annars staðar. Spymið við fótum strax svo við þurfum ekki að fara út í heim til að fá að borða. Höfundur er skipstjóri á Val SU. , SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR PLÖTUR í LESTAR |IH SERVANTPLÖTUR 3 I I I I I SALERNISHÓLF 11 BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR T4 LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA H.ÞORSBlHSSON&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 Verðmæti sem ekki eru nýtt Enn sjáum við í Keflavík — Njarð- vík á eftir einu sumrinu enn án þess að nýta þau gífurlegu, víðáttumiklu humarmið, sem em hér við Suð- vesturland. Ef við nýttum þessa möguleika mundu öll frystihús á svæðinu vera starf- rækt á fullu yfir sumarið, öll ung- menni hafa fulla vinnu, og Hafnar- gatan í Keflavík eftirGrím líta öðmvísi út á Karlsson síðkvöldum. Það er óskiljanlegt með öllu hvers vegna við gemm þetta. Getur verið að menn og konur í bæjarstjómum bæjanna séu það lé- legasta fólk, sem nokkm sinni í sög- unni hefur þar setið? Getur verið að þingmenn svæðisins séu margir svo gjörsamlega útbmnnir og blindir að þeir sjái ekki lengur tæmar á sjálf- um sér með venjulegum hætti? Er fólkið í Keflavík — Njarðvík sinnu- laust um eigin hagsmuni og bama sinna? Hver er ástæðan? Trúlega er hún eitthvað af þessu öllu, en þó held ég að fólkið á svæð- inu sé ekki verra en annars staðar, nema síður sé, en einhveijir hafa bmgðist hroðalega, það er stað- reynd. Þegar unglingavinnunni lýkur, vegna þess að krakkamir em orðnir gamlir, taka atvinnuleysið og eymd- in við, og þar em líka fullorðnir at- vinnulausir, og vofan hangir yfir öðmm. Sá, sem fyrir fáum ámm hefði sagt fyrir um þetta ástand, að verkmenntun ungmenna hæfíst og endaði á strákústi og svo tæki atvinnuleysið við hjá ungum sem öldnum, hefði verið álitinn geðbilað- ur. Því þetta vom rótgrónir vertíð- ar- og fiskvinnslubæir. í vetur sem leið reyndi ég að hafa tal af þing- manni svæðisins því mig langaði til að ræða þessi mál við hann, það hefur ekki orðið ennþá. Nú veiða aðeins 17 bátar á svæð- inu suðvestanlands, með lítinn kvóta. Hér áður veiddu 20-30 bátar, bara frá Keflavík og Njarðvík. Frystihúsin í Keflavík — Njarðvík gerðu út eftirtalda báta, svo eitthvað sé upptalið: Hraðfrystihús Keflav. hf. 5-6 báta Baldurhf., Keflavík 2-3 báta Ólafur Sól hf., Keflavík 5 báta Keflavík hf., Keflavík 5 báta Sjöstjaman hf., Njarðvík 6-7 báta Brynjólfur hf., Njarðvík 4 báta Nú er þessu öllu lokið. Þessir bátar lögðu gífurleg verðmæti á land, allir höfðu vinnu, sem vildu. Svæði, sem humarinn er á, tekur yfír hundmð sjómílna, og er því gífurlega stórt, en hörmulega van- nýtt. Á sumum bleiðunum hefur ekki verið látið út humartroll með árangri ámm saman. Til að nefna eitthvað af þessum svæðum má telja upp við Snæfells- jökul, grynnri, dýpri og innri bleið- ur, Jökuldýpisbotn og Jökuldýpi. Við Eldey og Eldeyjarbanka má nefna gmnnslóð við Hafnarberg, þijár bleiður norðarlega í Gijótinu, Hóla- bleiður grynnri og ytri, bleiður við Eldeyjarboða norðanvið og sunnanv- ið. Suður af Eldey, austur í Grinda- víkurdýpi, uppi undir Krísuvíkur- berg. Úm allt þetta svæði getur þú valsað með fótreipistroll. Svo lyftir þú því yfir Tána, heldur svo áfram til Surteyjar og áfram austur, ef þú vilt. Svo ég segi aftur, þetta svæði tekur yfír hundmð sjómflna. Meðan fjöldi báta stundaði þessar veiðar, vom mjög mörg svæði þann- ig að það fékkst enginn humar fyrr en búið var að hreinsa bleiðuna, sem kallað var. En það er að fæla allan fisk eða veiða á bleiðunni. Þá fyrst kom humarinn upp, og aflaðist vel af humri. Ef fiskiganga kom inn á svæðið, hvarf humarinn gersamlega. Þá þurftu menn að gera það upp við sig, hvort þeir vildu þrauka þar til fiskurinn var genginn af, en þá gaus humarinn upp aftur, eða hvort menn færðu sig á aðra staði. Einn vinur minn hafði sérstaka ánægju af því að vera við Jökulinn, og suðaði óspart í mér og fleimm að koma með sér norðureftir fyrsta túrinn, þvi hann vissi að hann gat ekki farið einn, þá yrði glataður túr. Þess vegna fómm við margir bátar saman á svæðin hvert af öðm. Og fóm þá fyrstu dagamir oft tveir til þrír í að taka hálffull trollin af öllu mögulegu, svampi, kola og alls- konar físki, en þegar togið var hreint, varð mokafli af humri. Að láta þessi veiðisvæði drabbast niður er óskiljanlegt með öllu, því að hrognahumarinn er svo smár að það er sáralítið af honum, sem kem- ur í trollið, rétt bara sýnishom. Hrognahumarinn er hins vegar auð- veld bráð og eftirsóttur af fiskinum, þess vegna er nægileg veiði og hreinsun á svæðunum nauðsynleg friðunaraðgerð fyrir viðkomu hum- arsins. Þegar þetta samhengi var augljóst öllum, sem stunduðu þessar veiðar voru skipin mörg, trúlega hátt í hundrað. Til að menn geti séð þetta aftur, þarf að fjölga veiðiskip- um og láta veiða meira. Þess vegna er það ekki nema sanngjamt, að bæjarstjómum Kefla- víkur og Njarðvíkur verði þegar í stað úthlutað því magni, sem við veiddum mest á ámnum áður. Við munum auðveldlega verða okkur úti um skip til að sækja þetta og vinna, sem við eigum fullan rétt á. Það verður að taka enda hvemig legið er á þessu svæði. Við verðum að fá að nýta þennan möguleika, annað er ófært með öllu. Höfundur er skipstjóri og býr i Njarðvík. Skipstjórar og útgerðarmenn Skipstjóri, stýrimaður, matsveinn óskar eftir skipsrúmi. Vanur öllum veiðiskap. Upplýsingar í síma 95-12723. Endurnýjunarréttur Endurnýjunarréttur á 55-60 tonna bát (ca 250 m3) til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Þeir sem hafa áhuga sendi nafn og símanúmer til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „E -10401 “. Til sölu beitingartrekt, brautir og beituskurðarhnífur, lítið notað. Gott verð. Upplýsingar í símum 96-61098 og 96-61946. KVIftTABANKINN EKKI BRENNA INNI MEÐ KVÓTA. ANNAST AFLASKIPTI Á KVÓTA, JÖFN VERÐMÆTI. HEF LEIGUKVÓTA, FLESTAR TEGUNDIR. VANTAR VARANLEGA KVÓTA, ALLAR TEGUNDIR. Sími 656412, fax 656372. Jón Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.