Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 14 Um Bifreiðaskoð- un Islands hf. eftir Björn Friðfinnsson Miklar umræður hafa farið fram um Bifreiðaskoðun íslands hf. Hefur fyrirtækið verið talið dæmi um óæskilega einokun í þjóðfélag- inu, sem notuð hafí verið til þess að arðræna bíleigendur og hækka framfærslukostnað heimilana. Þar sem margt hefur verið mis- sagt í þessari umræðu tel ég mig knúinn til þess að upplýsa almenn- ing um nokkur grundvallaratriði varðandi fyrirtækið. Þegar Jón Sigurðsson tók við embætti dómsmálaráðherra sumarið 1987 voru málefni Bif- reiðaeftirlits ríkisins eitt helsta vandamál á borði hans. Hávær gagnrýni var á þjónustu eftirlits- ins, eftirlit þess með ökutækjum þótti ekki viðunandi, kostnaður hár og starfsandi með eindæmum slæmur. Því varð það ein af fyrstu ákvörðunum ráðherrans að skipa nefnd til þess að fara ofan í sau- mana á þessu vandamáli. Nefndin skilaði áliti eftir nokkurra mánaða starf þar sem lagt var til að Bif- reiðaeftirlitið yrði lagt niður og að verkefni þess yrðu falin nýju fyrirtæki, sem sett yrði á stofn í hlutafélagsformi með aðild ríkis og hagsmunaaðila. Nefndin gerði einnig tillögur um einföldun á fyrirkomulagi bifreiða- skráningar og einkennisnúmera bifreiða, en megináhersla í tillög- um nefndarinnar var lögð á bætta starfsaðstöðu fyrir bifreiðaskoðun í landinu, þannig að hún gæti full- nægt ströngustu kröfum t.d. varð- andi prófanir á hemlabúnaði og útblæstri bifreiða. Nefndin ræddi ítarlega um hvort fela skyldi bifreiðaverkstæð- um skoðun ökutækja, en niður- staðan var að gera það ekki og var hún byggð á því að tryggja EKKI hefur verið hægt að fljúga á íslandsmótinu í svifflugi á Hellu frá því síðastliðinn sunnu- dag vegna veðurs. Eggert ■ SNIGLABANDIÐ hefur verið á þeytingi um landið allt í sumar og nú um helgina ætla þeir félagar að skemmta á Tveimur vinum föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa Skúli Gauta- son sem syngur og leikur á gítar og ásláttarhljóðfæri ýmiss konar, Björgvin Ploder sem syngur og leikur á trumbur, Einar Rúnarsson sem leikur á orgel og hljóðgervla, Þorgils Björgvinsson sem leikur á gítara og Friðþjófur Sigurðsson sem leikur á bassa. Hljóðmaður sveitarinnar er Viðar Bragi en ljósameistari er Gunnar Gunnars- son. Hljómsveitin verður á ferð um landið í allt sumar og fram á haust. yrði hlutleysi og samræmi í skoð- uninni um land allt jafnframt því sem tekin yrðu upp algjörlega ný vinnubrögð í sérbyggðum skoðun- arstöðvum. Hins vegar yrði bif- reiðaverkstæðum heimilað að votta um að bætt hefði verið úr ágöllum, sem fyndust við aðal- skoðun ökutækja. Að fengnu þessu áliti lét ráð- herra semja frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum þess efnis að ráðherra væri heimilt að stofna til fyrirtækis um bifreiða- skoðun og fela því skoðun öku- tækja í landinu. FYumvarpið var samþykkt á Alþingi vorið 1988 og í umfjöllun- inni um frumvarpið var bætt við þeirri kvöð á fyrirtækið að það byggði skoðunarstöðvar í öllum kjördæmum landsins. Dómsmálaráðuneytið hafði síð- an forgöngu um stofnun hlutafé- lagsins Bifreiðaskoðun íslands hf. og fékk þar til liðs við stofnunina vátryggingarfélög, félaga í Bíl- greinasambandinu, stéttarfélög og Félag ísl. bifreiðaeigenda. Eignarhlutur ríkisins í félaginu var ákveðinn 50%, en jafnframt var gert heiðursmannasamkomu- lag um að ríkið styddi fulltrúa FÍB í stjórn, þannig að stjórnaráhrif ríkisins hafa ekki verið í samræmi við eignarhlut þess. Nauðsynlegt var talið að veita fyrirtækinu einkaleyfí á skoðun ökutækja fyrstu árin til þess að eignaraðilar og lánastofnanir fengjust til þess að fjármagna óhjákvæmilega og lögbundna fjár- festingu fyrirtækisins. Var því gerður samningur um 12 ára einkaleyfí því til handa, en um leið var ákveðið í samningnum að ráðherra hefði ákvörðunarvald um gjaldskrá fyrirtækisins. Var um leið ákveðið að meginhluta upp- byggingar fyrirtækisins yrði lokið á fyrstu fímm starfsárum og yrði Norðdahl, sem situr í mótstjórn, segist vonast til þess hægt verði að hefja keppni að nýju ekki síð- ar en í dag en mótinu á að ljúka á sunnudag. Á mótinu eru 11 keppendur, þar af fjórir fyrrum íslandsmeistarar í svifflugi. Gestur mótsins er Klaus Wederkind, sem er margfaldur Þýskalandsmeistari í þessari keppn- isgrein. Að sögn Eggerts Norðdahls hef- ur aðeins verið hægt að ljúka einum hluta mótsins, svokölluðu POST- flugi. Þar náði Garðar Gíslason bestum árangri en í öðru og þriðja sæti urðu Steinþór Skúlason og Kristján Sveinbjömsson. Eggert segir að mótinu eigi að ljúka á sunnudag og aðspurður kvaðst hann ekki eiga von á að það verði framlengt, þrátt fyrir þá erfiðleika sem veður hafí valdið. þannig unnt a gjörbreyta vinnu- brögðum við skoðun ökutækja í landinu á sem skemmstum tíma. Fyrirtækið hóf síðan störf í árs- byijun 1989 um leið og Bifreiða- eftirlit ríkisins var lagt niður. Var þá þegar búið að skipuleggja starf- semi fyrirtækisins og hafa allar áætlanir sem þá voru gerðar stað- ist fram til þessa dags. Verður ekki annað séð en að upphaflegu markmiði um tímasetningu upp- byggingarinnar verði náð. Fyrsta gjaldskrá fyriifækisins var staðfest af Halldóri Ásgríms- syni dómsmálaráðherra og var hún miðuð við að fyrirtækið hefði næg- ar tekjur til reksturs síns og til þess að leggja í framkvæmdir, en jafnframt voru tekin lán til þess að fjármagna framkvæmdir. í grundvallaratriðum var byggt á óbreyttri gjaldskrá Bifreiðaeftirlits ríkisins en nú bættist virðisauka- skattur ofan á gjöld fyrirtækisins. Skoðunargjald fyrir stóra bíla var þó hækkað, enda var um leið fjár- fest í sérstökum búnaði sem nauð- synlegur er til þess að hægt sé að prófa hemla þeirra o.fl. Skoðun slíkra bifreiða er mun tímafrekari en skoðun venjulegra fólksbif- reiða. Einnig voru hækkuð gjöld fyrir tímafrekar sérskoðanir og svokallaðar gerðarskoðanir bif- reiða. í því skyni að lækka útgjöld bifreiðaeigenda var jafnframt ákveðið að Bifreiðaskoðunin sæi framvegis um ljósaskoðun bif- reiða, sem hafði verið framkvæmd á bifreiðaverkstæðum og kostað hafði bifreiðaeigendur nokkra milljónatugi á ári. Framleiðsla skrásetningar- spjalda á bifreiðar var sett upp í fangelsinu á Litla Hrauni og feng- ust þar verðmæt atvinnutækifæri fyrir fanga. Fyrirtækið hófst handa við að koma upp skoðunarstöðvum í sam- ræmi við þær skyldur sem á því hvfla. Hafa þegar verið byggðar 6 skoðunarstöðvar, þar á meðal aðalskoðunarstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Jafnframt var í upp- hafí keypt færanleg skoðunarstöð til þess að unnt yrði að veita full- nægjandi þjónustu á þeim stöðum þar sem ekki er fyrir hendi sér- byggð skoðunarstöð í nálægum þéttbýlisstað. Byggt hefur verið upp nýtt tölvu- og skráningar- kerfí, sem auðveldar stórlega alla upplýsingaleit um ökutæki og hægt er með því að fínna veika hlekki í bifreiðaflota landsmanna. Verið er að koma á sérstakri gæðastýringu á þjónustu fyrirtæk- isins og er það með fyrstu fyrir- tækjum hér á landi sem ræðst í það verkefni. Öryggi stórra öku- tækja hefur stórlega aukist og mikill íjöldi af lélegum ökutækjum hefur verið tekinn úr notkun þar eð eigendum þeirra var ljóst að þau myndu ekki standast skoðun. Ekki þarf að lýsa því fyrir bíleig- endum að vinnubrögð við skoðun ökutækja hafa gjörbreyst. Starfs- andi er góður hjá fyrirtækinu og þjónustulund starfsmanna til fyrir- Björn Friðfinnsson „Sannleikurinn er nefnilega sá, þrátt fyrir fullyrðingar, sem menn nú herma hver eftir öðrum að lítt athuguðu máli, að einkavæðingin á skoðun ökutækja hef- ur heppnast ágætlega eins og að var stefnt.“ myndar. í upphafí var leitað fyrir- mynda m.a. í Svíþjóð, Þýzkalandi og í Færeyjum. Nú koma erlendir fulltrúar til þess að læra af okkur. Gagnrýnin á fyrirtækið beinist einkum að góðri fjárhagsafkomu þess, en menn hafa um leið þagað vandlega yfír þeirri grundvallar- breytingu sem orðið hefur á skoð- un ökutækja. Víst hefur fjárhags- afkoman verið ágæt og veldur því m.a. að gjaldskrá fyrirtækisins hefur ekki verið lækkuð til sam- ræmis við þá kostnaðarlækkun og hagræðingu, sem af breytingunni leiddi. Til dæmis má nefna að hið nýja númerakerfí og breytt vinnu- brögð við bifreiðaskráningu hafa sparað nokkur stöðugildi, jafn- framt því sem almenningi sparast bæði kostnaður og snúningur. Man nú enginn lengur snúning- ana við það að skipta um skráning- arnúmer sökum þess að heimilis- fang eða eignarhald bifreiða flutt- ist milli lögsagnarumdæma? Eða man enginn lengur, hvemig staðið var að skoðun ökutækja á ein- hveiju bifreiðastæðinu, þar sem mikilvægan búnað skorti til þess að geta unnið verkið af nokkru öryggi? Staðreyndin er sú að það er einfaldlega ekki hægt að bera saman skoðun ökutækja fyrir 1989 og skoðun ökutækja í dag. En svo ég snúi mér að gjald- skrá fyrirtækisins, þá er þess að geta að Hagfræðistofnun Háskóla Islands gerði úttekt á gjaldskrá fyrirtækisins í ljósi þeirrar gagn- fyni sem borin hefur verið fram. Niðurstaða stofnunarinnar er sú, að gjaldskráin hafí í upphafí verið í samræmi við gjaldskrá Bifreiða- eftirlit ríkisins að undanteknum skoðunum á stórum bílum, sér- skoðunum og gerðarskoðunum. Beinn samanburður við vísitölu framfærslukostnaðar leiði í Ijós að gjaldskráin hafí í flestum tilvikum lækkað frá árinu 1989. Á tímabil- inu 1988-1992 hafí kostnaður við nýskráningu ökutækja lækkað um 4%, skráningu eigendaskipta um 22% og skoðunargjaldið fyrir fólksbíla um 29%. Hækkun hafí hins vegar orðið á skoðunargjaldi fyrir stórar bifreiðar. Vægi þeirra gjalda, sem lækkað hafi séu um 94% af heildartekjum fyrirtækj- anna. Sé borið saman við þann lið framfærsluvísitölunnar sem tekur aðeins til bfla, bensíns og vara- hluta í bíla hefur lækkunin orðið meiri en ef miðað er við allan grunn framfærsluvísitölunnar. Er niðurstaðan þá sú, að kostnaður við nýskráningu hafi lækkað um 11%, kostnaður við skráningu eig- endaskipta um 27% og skoðunar- gjaldið um 34% á tímabilinu 1988- 1992. í kjarasamningunum varð gjaldskrá Bifreiðaskoðunar ís- lands hf. að meiri háttar máli og virtust allir aðilar vinnumarkaðar- ins ná saman gegn sameiginlegri ógnun. Staðreyndin er hins vegar sú að af kostnaði við rekstur heim- ilisbifreiðarinnar, sem vegur 17% af kostnaði vísitölufjölskyldunnar, nemur kostnaður við bifreiðaskoð- un, skráningu og kaup á skrán- ingamúmerum 1%, eða um 0,17% í framfærslukostnaði heimilanna. Eru aðrir liðir vissulega nærtæk- ari til að skera niður kostnað við bifreiðarekstur landsmanna. Hin góða fjárhagsafkoma Bif- reiðaskoðunar íslands hf. hefur verið notuð til þess að hraða upp- byggingu lögbundinna skoðunar- stöðva eins og áður segir, en eig- endur hennar hafa ekki notið hennar í hærri arðgreiðslum. Er nú svo komið að eigendur hafa samþykkt að fallast á þá ósk Þor- steins Pálssonar dómsmálaráð- herra, að einkaleyfí fyrirtækisins sé fellt niður löngu áður en það er útrunnið, enda verður tryggt að hin gömlu vinnubrögð við skoð- un ökutækja verði ekki tekin upp að nýju og að meginreglunni um hlutlausa skoðun verði fylgt. Fyr- irtækið hefur sótt um að fá fag- gildingu til skoðunar ökutækja og sömu kröfur verða þau fyrirtæki önnur að uppfylla, sem hyggjast Ieggja fyrir sig aðalskoðun öku- tækja. Þannig er hagsmuna bif- reiðaeigenda og vegfarenda best gætt. Fáum kemur líklega í hug, að gjöld fyrir skoðun ökutækja hefðu lækkað við óbreytt fyrirkomulag frá því fyrir 1989. Og fáum dettur sömuleiðis í hug að miklar framfarir hefðu orðið í vinnu- brögðum og búnaði við þær að- stæður. Og engum hefði dottið í hug að unnt væri að koma öryggi ökutækja á það stig sem nú er á jafn skömmum tíma. Sannleikurinn er nefnilega sá, þrátt fyrir fullyrðingar, sem menn nú herma hver eftir öðrum að lítt athuguðu máli, að einkavæðingin á skoðun ökutækja hefur heppnast ágætlega eins og að var stefnt. Hún hefur bæði haft í för með stórbætta skoðun og lækkaðan kostnað. Valin var leið einkavæð- ingar á þessu sviði sem féll að aðstæðum og þeim markmiðum sem sett voru í upphafí. Ljóst er að á næstu árum mun kostnaður lækka enn frekar og virk sam- keppni komast á á þessu sviði. Höfundur vann að undirbúningi að stofnun Bifreiðaskoðunar íslands og var stjórnarformaður fyrirtækisins 1988-1989. íslandsmót í svifflugi: Veður veldur erfíðleikum m HELGARTILBOÐ SKOGRÆKTARFELAG REYKJAVÍKUR Fossvogsbktti 1, fyrir neban Borgarsþítalann, sími 641770, beinn sími söludeildar 641777. Þessa helgi bjóðum við blátopp í plastpokum, 3ja ára runna, 40-50 sm. á hæð. Verð áður kr. 540,-. Nú kr. 240,- Tilboðið gildir í dag og á morgun fyrir sérmerktar plöntur meðan birgðir endast. Söludeildin er opin í dag kl. 8-18 og laugardagfrá 9-17. Lokaö sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.