Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 29 FF og FRÍMEX 92 Áhugasamir frímerkjasafnarar á FRÍMEX 1992 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Enda þótt afmælissýningin FRÍMEX 92 sé löngu að baki, er engu að síður ástæða til að minn- ast hennar nokkrum orðum. Jafn- framt er sjálfsagt að vekja örlitla athygli á afmælisbarninu sjálfu, Félagi frímerkjasafnara, sem varð 35 ára 11. júní sl. Eftir undirbún- ingsfundi allmargra frímerkja- safnara vorið 1957 stofnuðu þeir félag með sér áðurnefndan dag í júní það ár. Ekki fer á milli mála, að stofnun félagsins varð mikil lyftistöng fyrir frímerkjasöfnun hér á landi, enda hefur FF, eins og félagið er skammstafað og oftast nefnt af félagsmönnum, verið í fyrirrúmi meðal íslenzkra frímerkjasafnara. í félaginu hafa safnarar náð vel saman um áhugamál sitt. Fyrst framan af var innganga í FF bundin við 21 árs aldur, en fyrir nokkrum árum var öllum aldurstakmörkum sleppt. Hefur sú ráðstöfun reynzt mjög vel, enda eru ungir safnarar þegar farnir að láta að sér kveða á frímerkja- sýningum innan lands sem utan. Félagið hefur um sjö ára skeið haft samastað í húsakynnum Landssambands íslenzkra frí- merkjasafnara í Síðumúla 17 og búið þar vel um sig. Þar er opið hús alla laugardaga milli kl. 14 og 17 og hefur verið fjölsótt, eink- um að vetri til, en annars er einn- ig opið sumarmánuðina. Þangað geta þeir leitað, sem áhuga hafa á frímerkjum eða vilja fræðast eitthvað um þau, því að einhveijir sitja þar fyrir, sem geta veitt upplýsingar um þessi efni. Að vetri til eru svo haldnir mánað- arlegir fundir, þar sem reynt er að hafa á boðstólum fræðandi efni um frímerki og söfnun þeirra. Eins og áður segir, minntist stjórn FF afmælisins með ágætri frímerkjasýningu, sem haldin var í Listasafni ASÍ við Grensásveg í apríl sl. Sýningin var mjög vel sótt og jafnvel betur en margur bjóst við, því að þar munu hafa komið nær þrjú þúsund manns. Sjálfur hafði ég aðstöðu til að fylgjast með sýningunni. Hitti ég þar allmarga, sem eru ekki beinir safnarar, en sögðust engu að síð- ur hafa gaman af að skoða frí- merki, og annað það, sem tengist þeim. Ekki hafa menn sízt áhuga á svonefndum mótífsöfnum, sem bjóða upp á mikla fjölbreytni um efni og uppsetningu. Þessi grein frímerkjasöfnunar hefur vaxið fnjög á undanförnum áratugum, enda gera fjölmargar póststjórnir sitt til að örva hana með útgáfu alls konar frímerkja, sem höfða til þessarar greinar. Unglingar hallast margir að mótífsöfnun, og er það vel skiljanlegt, því að hún þarf ekki að kosta mjög mikla ljármuni. FRÍMEX 92 Eins og áður er sagt, ákvað stjórn FF að minnast 35 ára tíma- móta í sögu félagsins með svo- nefndri þjóðlegri (national) frí- merkjasýningu. Skyldi hún jafn- framt haldin til þess að veita fé- lagsmönnum tækifæri til að sýna söfn sín og þá með það í huga, að þeir gætu öðlazt rétt til að taka þátt í stærri sýningum, eink- um erlendis. Jafnframt yrði hún kynningarsýning fyrir almenning um það, sem félagsmenn FF eru að fást við með söfnun sinni. Ég hygg, að hvort tveggja hafi náð tilgangi sínum. Rammafjöldi sýn- ingarinnar var 145 rammar. Þar af var 91 í samkeppnisdeild og í unglingaflokki 35 rammar. Að auki voru 14 rammar í opnum flokki, sem var utan við alla dóma. í bókmenntadeild voru tvö rit. Flest þau söfn, sem voru í sam- keppnisdeild, voru kunn áður, en vitaskuld eru eigendur þeirra hægt og bítandi að bæta ýmsu við þau. Eitt safn var áður óþekkt á sýningum, þótt ýmsir hefðu heyrt þess getið og nokkrir séð hluta þess. Þetta er safn Indriða Páls- sonar, sem hann gaf heitið: Hefð- bundin íslenzk póstþjónusta 1830- 1902. Sjálft heitið er mjög hóg- vært, því að hér er áreiðanlega saman komið hið bezta íslenzkt frímerkjasafn, sem íslenzkur safnari á frá þessu tímabili, og mér er til efs, þegar á allt er lit- ið, að annað betra finnist á einum stað. Höfundur þess hefur lagt sig í framkróka um að gera safn- ið eins vandað og kostur er á. Má jafnvel nota hér um orðið fag- urkeri, því að jafnt stök frímerki sem umslög eru með því falleg- asta sem sjá má í íslenzkum söfn- um. Fyrst í safninu eru forfr- ímerkjaumslög svonefnd, þ. e. umslög eða bréf, notuð fyrir daga íslenzkra frímerkja árið 1873. Þá eru stimpluð skildingafrímerki, sem notuð voru frá 1873-76. I safninu eru svo allar prentanir svonefndra aurafrímerkja frá 1876-1902 og flestar þeirra einn- ig á heilum umslögum. Ljóst er, að Indriði hefur hér lagt mikla alúð við söfnun sína, og þekking hans á þessu sviði er frábær. Safn þetta hlaut einnig þau verð- laun, sem sízt var að undra, þ. e. gullverðlaun og að auki sérstök heiðursverðlaun frá Landssam- bandi íslenzkra frímerkjasafnara. Næst fer þetta safn á samnorræna frímerkjasýningu, NORDIU 92, í Kristiansand í Noregi í október. Ekki er ég í vafa um, að þar muni það einnig vekja verðskuld- aða athygli. Páll H. Ásgeirsson hlaut gyllt silfur fyrir safnið Flugpóstsaga íslands 1940-1960. Páll er kunnur meðal safnara fyrir þetta sér- stæða efni innan frímerkjasöfnun- ar. Annar félagi í FF, Þorvaldur S. Jóhannesson fékk einnig gyllt silfur fyrir safn af flugpósti ís- lands 1928- 1945, en að auki heiðursverðlaun frá Klúbbi Skandinavíusafnara. Nokkrir aðr- ir íslenzkir safnarar fengu góð verðlaun fyrir söfn sín. Erlendir safnarar tóku þátt í FRÍMEX 92. Norðmaðurinn Eivind Evensen fékk gull fyrir mótifsafn, sem hann nefnir A Radio Almanac, og heiðursverðlaun frá Félagi frí- merkjasafnara. Landi hans Odd H. Johannessen fékk gyllt silfur fyrir safnið Mennesket og fisken. Slíkt efni ætti að höfða til ís- lenzkra safnara, svo mjög sem við eigum afkomu okkar undir fisk- veiðum. Að sjálfsögðu verður að minn- ast á nokkur unglingasöfn í lokin. Björgvin I. Ólafsson fékk stórt silfur fyrir safn sitt Fuglar Evrópu og heiðursverðlaun frá Félagi ísl. mótífsafnara. Kári Sigurðsson hlaut einnig stórt silfur fyrir safn- ið Merkir Islendingar og heiðurs- verðlaun frá Pósti og síma. Báðir þessir ungu menn hafa sýnt söfn sín erlendis með góðum árangri. Mér er ljóst, að ástæða væri til að nefna fleiri söfn, sem voru á FRÍMEX 92, en því miður leyf- ir rýmið það ekki. En hvemig sem á er litið, vöktu þau söfn, sem sýnd voru, undantekningarlaust mikla athygli. Er og samdóma álit þeirra sýningargesta, sem ég hef rætt við, að FRIMEX 92 hafi í alla staði verið vel heppnuð sýn- ing. Er það ekki sízt að þakka sýningarnefnd, sem vann mikið og gott starf, en hana skipuðu Rúnar Þór Stefánsson formaður, Guðni F. Gunnarsson og Þorvald- ur S. Jóhannesson. Minning: Jón Baldvin Bjömsson húsgagnasmíðameistarí Stýrimannaskólinn og vél- skólinn bjóða smáskipabraut Stýrimannaskólinn í Reykjavík og Vélskóli íslands hafa fengið heimild menntamálaráðuneytisins til að halda sameiginlega nýja námsbraut sem nefnist smáskipabraut. Fæddur 11. maí 1917 Dáinn 3. júlí 1992 Nú legg ég augun aftur, 6, guð þinn náðarkraftur raín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Með þessu versi viljum við kveðja okkar ástkæra afa, sem lést 3. júlí síðastliðinn eftir stutta sjúkralegu. Hann afi okkar Jón Baldvin Björnsson var borinn og barnfæddur þann 11. júní 1917 á Ytri-Másstöðum í Skíðadal, þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru þau hjónin Guð- rún Jónsdóttir ljósmóðir og Björn Jónsson bóndi í Svarfaðardal. Ungur að árum fór afí Jón Bald- vin til náms inn á Akureyri og lauk námi þar frá Iðnskólanum sem hús- gagnasmíðameistari og varð það síð- an hans ævistarf. Hann var einn af stofnendum hús- gagnasmíðaverkstæðisins Valbjörk hf. og starfaði þar þangað til fjöl- skyldan flutti suður til Reykjavíkur. En þá varð hann einn af stofnendum Trévirkis hf. Afí giftist ömmu okkar, Gyðu Bjarnadóttur frá Akureyri, þann 10. nóvember 1947 og eignuðust þau 3 börn. En þau afi og amma slitu síðan samvistir árið 1976. Þrátt fyrir það var þeim vel til vina og hefur sú vin- átta staðið allt fram að þeim degi sem elsku afi okkar lést. Öll eru þau börn afa og ömmu gift og barnabörnin orðin ellefu tals- ins auk tveggja langafabarna. Ekki eru þær ófáar stundirnar sem við höfum verið í samvistum með honum afa okkar. Hann var svo mik- ill barnavinur, traustur, hlýr og góð- ur. Sagði okkur fallegar sögur kenndi okkur falleg vers, vísur og sönglög. Hann var söngmaður mikill og var það til lista lagt að geta spilað á öll helstu hljóðfæri fyrir utan það hve hagmæltur hann var. í ferðalögum var hann hrókur alls fagnaðar og þegar við vorum að ferðast með hon- um fyrir norðan, var alltaf farin hringferð í Svarfaðardalinn. Dalinn sem var honum svo kær, þá var hann kominn á sínar bernskuslóðir og hef- ur hann sagt okkur systkinunum margt frá sínum æskudögum sem við munum geyma í hjörtum okkar um ókomin ár. Það var fyrir um það bil 2 árum að afí fór að Droplaugastöðum, og alltaf var jafn yndislegt að koma í heimsókn til hans afa, ávallt sama góða hlýjan og umhyggjan sem ein- kenndi hann og var hans leiðarljós í gegn um lífið. Að leiðarlokum viljum við þakka elsku afa og langafa fyrir alla ást- úðina sem við áttum kost á að vera aðnjótandi með honum í gegnum árin. Og þér elsku amma og lang- amma biðjum við að góður Guð gefí þér styrk og kraft í þeirri sorg sem fylgir fráfalli góðs ástvinar, og send- um við þér okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Blessuð sé minning hans. Sóley Ósk, Jóna Björk, Guð- jón, Gyða Laufey og litlu lang- afastúlkurnar, amma Kolbrún og íris Kristrún. Smáskipabrautin er ein námsönn og fá nemendur réttindi vélavarðar og 30 rúmlesta skipstjórnarréttindi að loknu námi. Skólarnir hafa áður boðið nám sem veitir þessi réttindi, en hvor í sínu lagi. Auk náms í vélfræði- og siglingagreinum er vik- unámskeið í slysa- og eldvörnum í Slysavarnaskóla sjómanna og helg- arnámskeið í skyndihjálp. Áformað er að hefja kennslu á brautinni nú strax í haust ef næg þátttaka fæst. Kennsla hefst 2. íslendingar eignuðust fjóra Norðurlandameistara í Go-Ju karate á Norðurlandamóti sem haldið var í Svíþjóð. 16 karate- menn frá Hvolsvelli, Vestmanna- eyjum og Garðabæ tóku þátt í mótinu. Lárus Jónsson var|ð Norðurlanda- september nk. og lýkur náminu 18. desember. Kennslustundir verða 46 á viku, þar af er 21 stund verkleg- ir tímar. í vélfræðigreinum eru kenndar 36 stundir á viku, þar af 20 í vélgæslu og smíðum. í siglinga- fræðigreinum og sjómennsku eru kenndar 10 stundir á viku þar af 4 á viku í siglingafræði, 2 í siglinga- reglum, 2 í stöðuleika skipa og sjó- hæfni og samtals 24 stundir í siglin- gatækjum, fjarskiptum og siglinga- samlíki. meistari í kata, flokki unglinga með grænu belti. Ottó Rafn Halldórsson varð Norðurlandameistari i ungl- ingaflokki í kumite. Halldór Sig- urðsson varð Norðurlandameistari í 68 kílóa flokki í kumite og Sigur- jón Andrésson varð Norðurlanda- meistari í 78 kílóa flokki í kumite. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför BJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR, Grettisgötu 54, Reykjavík. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Barry Weaving, Olivia Weaving, Sigurður Timothy Weaving, Sæmundur Weaving. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir. Hópurinn sem keppti á Norðurlandamótinu í Go-Ju karate með verð- launagripi sína. Röng mynd birtist með frétt af mótinu í Morgunblað- inu í gær og er beðist velvirðingar á því. Norðurlandameistarar í karate

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.