Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 37
SGGÍ IJUL .01 flulöAUUTHO-l UICfAJU«UUflOIÍ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 do 37. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon SPEGILMYND Það sem hinir fá Frá Þorsteini Siglaugssyni: Fyrir skömmu las ég í Pressunni grein eftir einn af dálkahöfundum blaðsins, sem að mestu fjallaði um fiskveiðistjómun. Greinarhöfundur ræddi um rök með og móti veiðigjaldi og kvaðst ekki sjá fyrir því önnur gild rök en réttlætisrök, rök sem hnigi að tekju- skiptingu. Nú vill svo til að tekjuskipting er hreint ekkert réttlætismál, heldur ræðst hún af framboði starfa og vinnuafls. Eina álitamálið um rétt- læti í fiskveiðistjórnun varðar nýt- ingarrétt íslensku þjóðarinnar á fiskistofnunum og hvort ríkisvaldið hafi heimild til að gera hann upptæk- an og afhenda völdum aðilum. Dálkahöfundur Pressunnar er ekki einn um að misskilja muninn á jafnrétti og jöfnuði og líta á tekju- skiptingu í þjóðfélaginu sem eitt- hvert réttlætismál. Undanfarna daga höfum við mátt hlýða á grát- kór allflestra „ábyrgra aðila“ í þjóð- félaginu vegna nokkurrar launa- hækkunar örfárra embættis- og stjómmálamanna. Að mér skilst er ekki einu sinni um launahækkun að ræða, heldur einföldun á launa- greiðslum. En hvað um það, þúsund- ir manna koma saman og kreíjast þess að lög verði sett á dóm, rétt eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það er alvarlegt mál að setja lög á dóm. Jafnvel þótt farnar séu krókaleiðir eins og mér virðist ætl- unin að gera og Alþingi verði látið breyta lögum um Kjaradóm og síðan niðurstöðu dómsins. Það væri líka kaldhæðnislegt nú, þegar nýlokið er við að bylta öllu dómskerfi í landinu svo það standist mannréttindasátt- mála, nú, þegar nýfallinn er dómur í máli Þorgeirs Þorgeirssonar, öðru viðlíka máli, ríkinu i óhag. Lýðræðis- og réttarríki grund- vallast á endanum á fólkinu sjálfu, hafni almenningu samfélagskipan- inni hlýtur hún að riðlast. Þegar öfundin nær yfirhöndinni í huga fólksins stenst fátt henni snúning. Fátt er réttarríkinu hættulegra, því öfund tekur aldrei mið af afleiðing- um sínum, hún sér aðeins þrönga, persónulega hagsmuni, en horfir ekki til framtíðar. Réttarríkið er hins vegar málsvari ófæddra kynslóða ekki síður en þeirra sem nú lifa. Þess vegna kann það stundum að virðast kaldranalegt og ópersónu- legt, sé aðeins horft á skammtíma- hagsmuni. Samt sem áður er það niikilvægara en flest annað ef við viljum lifa eins og menn. Öfundin heimtar jöfnuð, réttlæt- iskenndin jafnrétti. Tekjujöfnun er ekkert réttlætismál. Réttlætiskennd- in krefst aftur hins, að eignarréttur sé virtur og farið sé að reglum rétt- arríkisins. Svo ég viti til hefur að- eins einn verkalýðsleiðtogi látið í ljós skilning á þeirri kröfu í umræðunni um niðurstöðu Kjaradóms og það alræmdur kommúnisti, sem er um- hugsunarvert. Kannski þeir sem fyrrum báru jöfnuð fyrir bijósi ger- ist nú boðberar jafnréttis. Vonandi er að þeir þurfi ekkí að standa einir þar en eigi vísan flokk að fýlla. ÞORSTEINN SIGURLAUGSSON, Drápuhlíð 39, Reykjavík. Pennavinir Frá London skrifar 29 ára gift en barnlaus kona sem vill skrifast á við íslenskar konur. Kveðst hríf- ast af íslandi en önnur áhugamál eru ferðalög, listir, matargerð og málun: Fozia Khan, 42 Penwood House, Tunworth Crescent, London SW15 4PJ, England. Ástralskur karlmaður, 35 ára menntamaður, vill eignast íslenskar pennavinkonur: Mark Mose, P.O. Box 591, Morley 6062, Perth, Australia. Frá Malasíu skrifar 24 ára karl- maður sem safnar frímerkjum, póstkortum og smámynt: Joseph L. T. Yong, Bq No. 4700, Mail Bag No. 8, 90009 Sandakan, Sabah, Malaysia. LEIÐRÉTTINGAR BHM, ekki BHMR í grein eftir Ástráð Eysteinsson um Bókaútgáfu Menningarsjóðs í Morgunblaðinu 9. júlí, var missagt að fundur um ríkið og bókaútgáfu þann 12. maí sl. hafi verið á vegum BHMR. Hið rétta er að fundurinn var á vegum BHM (Bandalags há- skólamanna). Höfundur biður við- komandi samtök velvirðingar á þessum mistökum. Ormar Þór arkitekt Vegna mistaka féll niður nafn arki- tekts hins nýja íþróttahúss Fylkis í frétt í blaðinu í gær. Það var Ormar Þór Guðmundsson sem teiknaði húsið. Er hann beðinn vel- virðingar á þessu. VELVAKANDI TASKA Svört hliðartaska með hand- fangi og mynstri í leðri tapað- ist í Reykjavík 28. júní. í henni var peningaveski með skilríkj- um og lyklum. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 31249. Fundarlaun. LYKLAR Lyklakippa með sjö lyklum fannst fyrir um tveimur mánuð- um rétt hjá Elliðavatnsstíflunni. Á kippunni eru fimm húslyklar og tveir litlir lyklar. Tveir hús- lyklanna eru merktir með grænu slíðri og annar er með bláum depli. Upplýsingar gefa Kristín í síma 686968 og Guðmundur í síma 72624. GLERAUGU Gleraugu fundust í Laugardal fyrir mánuði skammt þaðan sem sirkusinn var. Upplýsingar í síma 73365. GIFTING AR- HRINGUR Giftingarhringur tapaðist á Hressó fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 678970. VEIÐIVESTI Veiðivesti fannst við vatn í nágrenni Reykjavíkur fyrir um það bil hálfum mánuði. Upplýs- ingar í síma 41776. * Í..A.Í 1 smáskór Verð 1.185 00 1.285 3 litir, stærðir 22-35. smáskór Skólavörðustíg 6b, sími 622812. Boutique Apex 30-50% afsl. föstudag, laugardag, mánudag. Apex Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði. HARÐVBARVAL ódýrir HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 HúsgagnahöUIn - sími 91- 68 11 W—IWl Mest seldu steikur á Islandi ■ sáw wm larlinn V f f T I K! SZ A G T P A . Nauta-, lamba- og svfnagrillsteikur m. bakaðri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri. Tilboösverð næstu daga: 690, krónur. V E I T I N G A S T O F A Sprengisandi - Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.