Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Nefnd um endurskoðun laga um Kjaradóm verður skipuð: Stj órnarandstaðan að frýja sig ábyrgð - segir fjármálaráðherra NEFND sú, sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar til þess að endurskoða lög um Kjaradóm, verður skipuð þrátt fyrir að þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafi hafnað því að tilnefna fulltrúa sína í hana. Stjórnarandstaðan segir að gengið hafi verið framhjá Alþingi með því að setja bráðabirgðalög um Kjaradóm. Fjármálaráðherra hefur beðið stjórnarandstöðuflokkana að endur- skoða afstöðu sína og segir að stjórnarandstaðan sé að skjóta sér undan ábyrgð, taki hún ekki þátt í störfum nefndarinnar. Morgunblaðið/Ami Sæberg Karfaflökum landað úr Fritz Dettmann i Hafnarfjarðarhöfn í gær. Togari RFFR landar í Hafnarfirði; Karfafarmur fluttur til Þýzkalands í tilraunaskyni EINN af úthafsveiðitogurum þýzka útgerðarfélagsins Rostocker Fischfang Rederei (RFFR) landaði nokkrum tonnum af karfa í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Karfinn verður fluttur á Þýzkalands- markað með skipi Eimskipafélagsins. Þessir flutningar eru í til- raunaskyni og þáttur í að reyna hvernig Island hentar sem þjón- ustustöð fyrir skip RFFR. Eins og komið hefur fram í Morgun- blaðinu hafa íslenzkir aðilar hug á að kaupa meirihluta í útgerðar- félaginu. Að sögn Jónasar Inga Ketils- sonar, framkvæmdastjóra Ráðs hf., sem haft hefur milligöngu um væntanleg kaup á fyrirtækinu, er um að ræða tvo gáma af karfa- flökum. „Þetta er prufusending til að reyna verð og þjónustu," sagði hann. Ráð hf., íslenzk fyrirtæki tengd sjávarútvegi og RFFR athuga nú í sameiningu hvernig ísland geti hentað sem þjónustustöð fyrir skip fyrirtækisins, fari svo að ís- lendingar festi kaup á því. i gær var sett í togara RFFR, Fritz Dettmann, nýtt troll frá Hampiðj- unni og toghlerar frá Jósafat Hin- rikssyni hf. Togarinn hefur verið á veiðum á Reykjaneshrygg og heldur aftur á miðin eftir stutt stopp. „Við tökum stutt skref í einu og allt miðar í þá átt að koma á sterku sambandi milli íslands og fyrirtækisins í Rostock," sagði Jónas Ingi. Hafrannsóknastofnun: Ekki verulegt ósamræim milli gagna SIF og stofnunariimar „Setning bráðabirgðalaga um Kjaradóm breytir því ekki, að nauð- syn ber til að endurskoða gildandi lög um dóminn," segir í bréfi Frið- riks Sophussonar til þingflokka stjórnarandstöðunnar. „Bráða- birgðalögin ná aðeins til takmarkaðs efnis sem brýnt var að taka á þegar í stað. Bráðabirgðalögin voru sett á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og þau verða að sjálfsögðu iögð fyrir Al- þingi eins og lög gera ráð fyrir.“ I bréfi ráðherra segir einnig að nefndin eigi meðal annars að endur- skoða til hverra Kjaradómur skuli taka, hvernig tilnefningum í dóminn verði háttað, hvernig laun verði skil- greind og fleira. „Lög um Kjaradóm og breytingar á þeim hafa jafnan verið undirbúin og afgreidd í góðri samvinnu allra þingflokka og er Samdráttur í sölu áfeng- is og tóbaks 8,61% samdráttur varð í sölu áfengis fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Nemur samdrátturinn 7,62% í alkóhóllítrum. Nokkur samdrátt- ur varð einnig í tóbakssölu. Heildarsala áfengis, bjór meðtal- inn, nam 3.720.656 lítrum eða 428.563 alkóhóllítrum fyrstu sex mánuði ársins. Sambærilegar tölur frá árinu 1991 eru 4.071.240 lítrar eða 463.924 alkóhóllítrar. 0,42% samdráttur varð í sölu á nef- og munntóbaki sem þýðir sölu á 6.279 kg það sem af er árinu miðað við 6.305 kg í fyrra. 1,05% samdráttur varð á sölu reyktóbaks milli ára. Af því seldust 7.294 kg fyrstu sex mánuði ársins en 7.372 kg á sama tíma í fyrra. 2,72% samdráttur varð í sölu vindlinga og 5,06% samdráttur varð í sölu vindla. mikilvægt að svo geti einnig orðið að þessu sinni. Er þess því vænzt að þingflokkur yðar endurskoði af- stöðu sína og tilnefni fulltrúa í nefndina," segir í bréfínu. Friðrik Sophusson sagði í samtali við Morgunblaðið að sér fyndist sæta furðu að stjórnarandstöðu- flokkarnir skyldu hafa sammælzt um að taka ekki þátt í starfí nefndar- innar. „Ég bendi á að tveir þessara flokka, Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið, hafa átt fulltrúa í ríkisstjómum á undanfómum ámm og bera því verulega ábyrgð á því hvernig komið er í launagreiðslumál- um þeirra manna, sem falla undir Kjaradóm," sagði Friðrik. „Þess vegna er óskiljanlegt ef stjómarand- stöðuflokkarnir halda fast við af- stöðu sína og telja sig geta skotið sér undan ábyrgð, sem hlýtur að hvíla á öllum þingmönnum." Þegar hafa verið skipaðir í nefnd- ina af hálfu fjármálaráðherra Helgi V. Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem verður formaður, og Indriði H. Þorláksson skrifstofustjóri. Þing- flokkur sjálfstæðismanna tilnefnir Benedikt Jóhannesson stærðfræðing og þingflokkur Alþýðuflokksins Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóra Sjómannasambandsins. LANDSSAMBAND smábátaeig- enda hefur haldið því fram að áætlaður landaður afli af 7 ára fiski og eldri hafi verið um 100 þúsund tonn alls á árunum 1989- 1991, sem byggt hafi verið á gögnum frá Sölusambandi ís- Ienskra fiskframleiðenda. Full- yrt var að samkvæmt tölum Haf- rannsóknastofnunar væri þetta 9 ára fiskur og eldri en úr þeim aldursflokkum hefði aðeins verið landað um 12 þúsund tonnum. I þessum útreikningum kemur fram missskilningur, sem byggist á því að þótt meðalþyngd 8 ára fisks og yngri í afla sé innan við 7 kg geta fiskar verið afskaplega misþungir, þótt þeir séu jafn- gamlir, segir í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. „Við höfum óskað eftir fundi með sjávarútvegsnefnd Alþingis vegna þessa máls og ætlum að skrifa ríkis- stjórninni bréf strax eftir helgi, þar sem við förum fram á að hlutlaus vinnuhópur komi að málinu. Mjög mikið af gögnum, sem Hafrann- sóknastofnun getur notað til sam- anburðar, hefur stofnunin ekki séð ástæðu til að nota og það verður að teljast ámælisvert," segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í samtali við Morgunblaðið. í fréttatilkynningu Hafrann- sóknastofnunar segir einnig, m.a.: Hafrannsóknastofnun hefur kannað forsendur útreikninga LS með sam- anburði við þau gögn, sem fyrir liggja um vöxt hjá misgömlum fiski. Samkvæmt gögnum Hafrann- sóknastofnunarinnar var landað um 126 þúsund tonnum af 7 kg og þyngri físki á árunum 1989-1991, eða heldur meiru en LS taldi vera nærri lagi. Af þessu voru um 65 þúsund tonn af 7 ára físki og yngri, 31 þúsund tonn af 8 ára físki og um 29 þúsund tonn af 9 ára fiski og eldri. Af þessum tölum virðist ljóst að ekki er verulegt ósamræmi milli gagna frá SÍF og gagna Ha- frannsóknastofnunar. Samkvæmt þeim tölum, sem Hafrannsóknastofnun notar við mat og ráðgjöf varðandi þorskstofninn var landað um 82 þúsund tonnum af fiski, 8 kg og þyngri, árin 1989- 1991. Hér er því mismunurinn orð- inn um 18% en ekki 200%, eins og upphaflega var fullyrt. í þessu sam- hengi er rétt að fram komi að afli af þessum fiski var að meðaltali um 27 þúsund tonn hvert áranna 1989-1991 en heildarafli þessi ár var að meðaltali um 335 þúsund tonn. Útreikningar LS sýna hins vegar 33 þúsund tonna meðalafla af 8 kg og þyngri fiski. Mismunur- inn er tæp 2% af þorski á íslands- miðum. Þessi munur er innan eðli- legra skekkjumarka og hefur óveru- leg áhrif á ráðgjöf stofnunarinnar. ----------» ♦ ♦--- íþróttamiðstöðin í Grafarvogi: 12,5 milljón- ir vegna inn- réttinga BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 12,5 milljóna króna tilboði lægstbjóðanda, Sveinbjörns Sig- urðssonar hf., í innréttingar og búnað vegna íþróttamiðstöðvar- innar í Grafarvogi, samkvæmt Iok- uðu útboði. Tilboðið er 87,58% af kostnaðar- áætlun, sem er rúmar 14,7 milljónir. Þrjú tilboð bárust í verkið og átti Sérverk hf. næstlægsta boð, 12,9 milljónir eða 87,58% af kostnaðar- áætlun. Istak hf. bauð 16,3 millj. eða 110,28% af kostnaðaráætlun. Tveir menn rændu sjötuga konu úti á götu: Eg dróst á eftir bílnum þar til ég varð að sleppa - segir konan er náði númeri á bíl ræningjanna. Þeir voru handteknir og hafa verið látnir lausir TVEIR menn á þrítugsaldri rændu veski af sjötugri konu sem var á gangi vestur á Melum laust eftir klukkan tíu í fyrrakvöld. Menn- irnir óku bíl sem þeir voru á upp að konunni, þar steig annar þeirra út og greip í veskið. Konan sleppti ekki veskinu og sagði manninum að í því væru engir peningar. Hann lét ekki segjast, dró hana að bílnum, settist inn og síðan ók félagi hans af stað þótt konan héldi enn í veskið. „Ég dróst eftir bílnum þangað til ég varð að sleppa, en ég fékk ekki taugaáfall heldur náði að taka eftir númerinu á bílnum,“ sagði konan, sem ekki vildi láta nafns síns getið, í samtali við Morgunblaðið. Vegna þess að konunni tókst að taka eftir númeri bíls ræningjanna og leggja það á minnið tókst lög- reglunni í Reykjavík að handtaka þá innan klukkustundar. Annar fannst á skemmtistaðnum Keisar- anum við Hlemm og hinn á heimili sínu. Báðir hafa komið við sögu lögreglunnar, annar ítrekað. Þeir höfðu eytt 5-10 þúsund krónum í reiðufé sem voru í veskinu en bankabók, greiðslukort og veskið sjálft fundust í bíl þeirra, sem var fenginn að láni. Mennimir játuðu ránið strax við handtöku, gistu fangageymslur lögreglunnar en voru í gær færðir í yfirheyrslu til RLR. Þangað var konunni sagt að hún mætti koma síðegis í gær og sækja veskið og það sem í því var. Hún kvaðst í samtali við Morgunblaðið hafa fengið þær upplýsingar að mönn- unum yrði sleppt að loknum yfír- heyrslum í gær og kvaðst hneyksl- uð á því. Konan kvaðst ekki hafa sofið dúr nóttina á eftir, vera marin á höndum og fótum eftir viðureign- ina við ræningjana, auk þess sem hún væri með verki í öxl og ætti að hafa aðra höndina í fatla í viku vegna verkja í henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.