Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 Morgunblaðið/Torfi Jónasson CPS-mælingarpunktí komið fyrir íKolbeinsey Á þriðjudag var 18 mælingarpunktum fyrir CPS-staðsetningarkerfí komið fyrir á norðurlandi. Tveir Bret- ar unnu verkið á vegum Sjómælinga íslands með aðstoð Landhelgisgæslunnar sem lagði til þyrlu sína, TF-SIF. Mælingarpunkti var meðal annars komið fyrir í Kolbeinsey þar sem myndin er tekin. SIF hefur ekki áður lenti í eynni. Á sínum tíma var minni þyrla gæslunnar ásamt varðskipinu Oðni notuð til að steypa þyrlupallinn. VEÐUR Heimild: Veðuretofa ísiands (Byggt ó veðurspá kl. 16.15 í gœr) IDAGkl. 12.00 \ <3 \ /1 y VEÐURHORFUR 1 DAG, 11. JULI YFIRLIT: Á Grænlandssundi er fremur grunnt lægðardrag sem á að þokast austsuðaustur en um 500 km austsuðaustur af Hvarfi er 997 mb lægð sem einnig þokast austsuðaustur. SPÁ: Norðaustan gola og síöar kaldi vestanlands en suðaustan gola eða kaldi um landið austanvert. Skúrir norðvestan- og suðaustanlands en annars bjart veður. Hiti 7 til 17 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAQ: Hæg norðlæg eða breytileg átt, skúrir við norð- og austurströndina og einnig í innsveitum sunnanlands síðdegis en annars víða bjart veður, einkum sunnanlands. Hiti 6 til 17 stig, hlýj- ast suðvestanlands. HORFUR Á MÁNUDAG: Hægviðri og víða léttskýjað en þá hætt við síðdegisskúrum inn til landsins. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast í innsveitum. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * * * / * * r * r * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V % V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig-. í? FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fært er fjallabilum um Lakaveg, Kjalveg, Sprengisand um Bárðadal, Fjallabak nyrðra, nyrðri Gæsavatnaleið, Oskjuleið, Kverkfjallaieið og um Fljótsdalsheiði í Snæ- fell. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Skagafjarðarleið og Fjailbak syðra opnast í kvöld og eru þær leiðir því opnar umferð fjallabíla um helgina. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 10 skýjaö Reykjavlk 8 skýjað Bergen 18 skýjað Helslnki 22 skýjað Kaupmannahöfn 28 heiðskírt Narssarssuaq 16 léttskýjað Nuuk 8 þoka Ósló 15 akúr Stokkhólmur 25 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 28 iéttskýjað Amsterdam 19 þokumóða Barcelona 21 þokumóða Berlín 27 hálfskýjað Chicago 21 alskýjað Feneyjar 25 léttskýjað Frankfurt 23 hálfskýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 23 skýjað London 20 skýjað Los Angeles 21 þokumóða Ltixemborg 21 skýjað Madríd 27 skýjað Malaga 31 léttskýjað Mallorca 28 skýjað Montreal 19 skýjað NewYork 26 skýjað Orlartdo 27 heiðskírt Parls 17 rigning Madeira 21 skýjað Róm 24 skýjað Vín 23 skýjað Washington 28 mistur Winnipeg 9 léttskýjað * Stjóm Lögmannafélags Islands: Lögmaður áminntur fyrir ummæli í blaði um störf dómara STJÓRN Lögmannafélags íslands hefur áminnt Sigurð Georgsson hæstaréttarlögmann fyrir ummæli sem eftir honum voru höfð í Press- unni þann 28. maí síðastliðinn um Má Pétursson, þáverandi bæjarfóg- eta í Hafnarfirði og skiptaráðanda í máli sem fjallað var um í blað- inu, meðal annars á forsíðu þess. Sfjórn Lögmannafélagsins telur að lögmaðurinn hafi með ummælum sínum ekki sýnt Má fulia tillitssemi og virðingu og viðhaft ómálefnalega og ófaglega gagnrýni á störf og starfshætti hans og því gerst brotlegur við siðareglur stéttarinn- ar. Bæði Már og Sigurður Georgsson hafa skotið úrskurði sljórnarinn- ar til Hæstaréttar, en sfjórnin er í raun dómstóll á héraðsdómsstigi um brot félagsmanna í lögmannsstarfi og sæta úrskurðir hennar þar um kæru beint tii Hæstaréttar. í grein Pressunnar hafði verið fjallað um skipti í dánarbúi sem var til opinberra skipta hjá Má Péturs- syni í Hafnarfirði. Eins og málavext- ir eru raktir í úrskurði stjómar Lög- mannafélagsins segir að í greininni hafi verið látið liggja að því að Már hefði í störfum sínum sem skipta- ráðandi valdið því að dóttir og einka- erfingi manns hefði glatað rétti sín- um til eigna dánarbúsins og að systursonur mannsins hefði getað dregið sér eignir búsins vegna að- gerðarleysis skiptaráðandans þrátt fyrir óskir lögmanns dótturinnar, Sigurðar Georgssonar, um opinbera rannsókn á falsaðri erfðaskrá og framkomnar efasemdir um að fram- lögð gögn væru á rökum reist. í greininni voru höfð ummæli eftir Sigurði, sem fram kemur í úrskurði stjómarinnar að hann telji efnislega rétt eftir höfð þótt hann hafi ekki haft frumkvæði að umfjöll- un blaðsins um málið, meðal annars um að fyrir tilverknað sinn hafi far- ið fram opinber rannsókn sem leitt hafi í ljós að vottorð um gildi erfða- skrárinnar hafi reynst fölsuð. í úrskurði stjórnarinnar segir að í raun hafí það ekki verið kæra lög- mannsins sem leiddi til þess að sýnt var fram á að rangiega var staðið að gerð erfðaskrárinnar heldur játn- ing annars vottanna að erfðaskránni fyrir sakadómi Hafnarfjarðar. Niðurstaða stjórnar Lögmannafé- lagsins var sú að áminna lögmann- inn. í úrskurðinum segir meðal ann- ars: „Það er álit stjómar L.M.F.Í. að lögmenn verði að gæta hófs og stillingar í orðum, þá er þeir tjá sig um störf og starfsháttu dóm- stólaj... ] Skiptir þá ekki máli hvort sú umræða fer fram í fjölmiðlum eða á öðrum vettvangi. Þannig verða þeir að gæta þess að umfjöllun um dómsmál sé á málefnalegum og fag- legum gmndvelli og að ekki séu veittar rangar eða villandi upplýs- ingar um málsatvik." Síðar segir að ekki verði hjá kom- ist að telja að ummæli lögmannsins hafi að ýmsu leyti verið villandi og til þess fallin að gefa blaðamannin- um tækifæri á að draga rangar ályktanir þar af. Már Pétursson skaut málinu einn- ig til stjórnar Dómarafélags íslands. Meirihluti stjómar þess stendur að yfirlýsingu þar sem segir að ekkert í málinu virðist réttlæta þær alvar- legu ásakanir sem fram koma í fyrirsögn og meginmáli greinar Pressunnar. Már hefur sent siðanefnd Blaða- mannafélags íslands kæm vegna málsins á hendur blaðamanni og ritstjóra blaðsins en umfjöllun siða- nefndarinnar er ekki lokið. Hálka á leirbomum vegnm í Mývatnssveit Björk, Mývatnssveit. AÐ undanförnu hefur verið unn- ið að því að bera ofan í vegi í Mývatnssveit. í fyrradag var mikið kvartað undan þessum framkvæmdum. Ofaníburðurinn er leirblandinn jarðvegur úr Námaskarði og þegar gerði feiknarlega úrkomu og ofaní- burðurinn blotnaði varð á veginum mikil hálka og rútur áttu til dæmis í mestu vandræðum að komast upp Námaskarð. Auk þess mun að minnsta kosti einn bíll hafa skrikað í hálkunni og lent út af vegi. Hugmyndin hefur verið að bera þetta leirefni í veginn alia leið niður yfir Mývatnsheiði og niður í Reykjadal. Að sögn vegagerðar- manna þyrfti að blanda í þennan ofaníburð meira af grófara efni og verður það vonandi gert. Því má vænta þess að þessu ástandi linni með betra efni og þegar vegurinn fær að þorna og troðast. Vegurinn yfir Siglu- fjarðarskarð opinn Siglufirði. VEGURINN yfir Siglufjarðar- skarð hefur nú verið opnaður fyrir jeppaumferð. Snjór var ruddur af veginum um miðjan júní, en hann lokaðist aftur í Jónsmessuhretinu. Þetta er þriðja árið í röð sem vegurinn er opnaður og á síðasta ári var unnið að viðgerðum og endurbót- um á honum. Það eru Vegagerð- in og Siglufjarðarbær sem í sam- einingu standa að opnun vegar- ins nú. Ferðamenn leggja nú í vaxandi mæli leið sína til Siglufjarðar m.a. til þess að fara yfir Skarðsveginn og á það jafnt við um yngri jeppaá- hugamenn og þá sem eldri eru og eiga skemmtilegar minningar frá ferð yfir hann á síldarárunum. Steinhleðslurnar í veginum hafa varðveist nokkuð vel og eru að lík- indum best varðveittu vegahleðsl- urnar á landinu nú. - M.J. Gjaldþrot Þjóðlífs: Lýst 22 millj- óna kröfum 22,2 milljón króna kröfum var lýst í þrotabú Þjóðlífs hf, sem tekið var til gjaldþrotaskipta þann 15. mars síðastliðinn. Skiptum hefur þegar verið lokið þar sem engar eignir fundist í búinu til greiðslu upp í kröfurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.