Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 Hollustuvemd ríkis- ins og Ríó ráðstefnan eftir Svein Aðalsteinsson Við lok heimsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Ríó de Janeiro um umhverfi og þróun er nauðsynlegt hverri þjóð að líta á eigin stöðu í umhverfísmálum. íslendingar sem sendu myndar- lega sendinefnd til Ríó verða að sjálfsögðu að líta sér nær og hætta að líta á það sem afsakanlega stöðu að sakir fámennis þjóðarinnar og stærðar íslands sé verjandi að standa mun lakar að sorpförgun og skolpfrárennslismálum en þær þjóðir, sem næstar okkur búa. Þáttur umhverfisráðherra Eiður Guðnason umhverfísráð- herra áréttaði reyndar í útvarpsvið- tali 27. maí sl. að lausnir á sorpförg- un væru kunnar, þannig að þetta væri ekki vandamál í sjálfu sér. Einungis yrði að ákveða aðgerðir og setja þessi mál ofar á verkefna- listann. í sjónvarpsviðtali við Eið 30. maí sl., þar sem fjallað var um sorpförg- un, ítrekaði hann að sorpförgun væri verkefni en ekki vandamál. Einfaldlega þyrfti að skipa þessum málum ofar á verkefnalistann. í grein sem Eiður skrifaði í Morgun- blaðið 3. júní sl. kynnti hann áhersl- ur íslendinga á væntanlegri um- hverfísráðstefnu í Ríó, m.a. verndun hafs og andrúmslofts. Sagði hann íslendinga hafa lagt mikla áherslu á vemdun andrúmsloftsins á undir: búningsfundum ráðstefnunnar. í því sambandi benti hann réttilega á að mikið af loftborinni mengun endar í hafínu. Niðurlag greinar umhverfisráð- herra var þannig: „Árangur heims- ráðstefnunnar veltur því ekki síður á þeim árangri sem næst á fundun- um í Ríó en árangur undirbúnings- fundanna. Það verður síðan í hönd- um ríkja heims að fylgja niðurstöð- um ráðstefnunnar eftir og sjá um framkvæmd þeirra samþykkta sem þar verða gerðar. Þótt miklu skipti hvað samkomulag verður um á þessum mikla þjóðafundi, þá skiptir öllu meira máli hvað gerast mun í kjölfar hans. Fyrsta umhverfísráðstefna Sam- einuðu þjóðanna í Stokkhólmi 1972 markaði tímamót. Þá breiddist út almenn umræða um umhverfísmál í veröldinni og augu manna tóku að opnast fyrir því sem var að ger- ast. í kjölfar Ríó-ráðstefnunnar tveimur áratugum síðar þurfa ekki aðeins að koma orð og umræða heldur líka athafnir og þrotlaust starf til að bæta þau umhverfís- spjöll sem maðurinn í krafti sinnar brigðulu greindar hefur unnið á jörðinni." Ánægjulegt er að sjá og heyra hversu afdráttarlaust umhverfís- ráðherra tjáir sig. Eins og hann leggur réttilega áherslu á eru það gerðirnar í kjölfar orðanna, sem meginmáli skipta. Sorphirðumál dreifbýlisins Hinn 8. maí sl. reit undirritaður grein í Morgunblaðið undir yfír- skriftinni: „Hvað er að gerast í sorp- hirðumálum dreifbýlisins?" Ég tel mig þar hafa sett fram málefnalega gagnrýni á aðgerðarleysi við að bregðast við fyrirliggjandi vanda- málum. í því sambandi vék ég að því að til stæði að setja upp í Vest- mannaeyjum sorpbrennslustöð án fullkomins hreinsibúnaðar, sem gerð væri krafa um meðal Evrópu- þjóða, þegar nýjar sorpbrennslu- stöðvar væru byggðar. Jafnframt vakti ég athygli á að á sama tíma og íslendingar bjuggu sig undir að hitta fulltrúa annarra þjóða á „Um- hverfísþingi þjóðanna" í Ríó árlegt opinbert fjárframlag til úrbóta á hrikalegum sorp- og skolpvanda- málum á íslandi, skorið niður úr 125 millj. króna í 5 millj. króna! Viðbrögð „kommisarans" Hver urðu síðan viðbrögð opin- berra aðila við þessari gagnrýni? Hinn 26. maí sl. birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Hermann Svein- bjömsson, formann stjómar Holl- ustuvemdar ríkisins, sem bar yfír- skriftina „Sorphirða og hollustu- vernd — Gagnrýni svarað". í grein þessari er fyrrnefndri grein minni „svarað" á ^einstaklega málefna- legan hátt“. Áður en ég held lengra vil ég upplýsa lesendur um, að ekk- ert veit ég hallærislegra og leiðin- legra en ritdeilur manna um hin margvíslegustu efni, þar sem kveikja ritdeilunnar hverfur þegar eftir fyrstu greinarskrif. Menn skrifa þar á eftir langhunda til að gera andstæðinginn tortryggilegan, en þeir sem leggja á sig að lesa viðkomandi skrif em oftar en ekki engu nær um kjarna málsins. Þann- ig er þungamiðjan í „svargrein" Hermanns að gera undirritaðan tor- tryggilegan, sem sérstakan „um- boðsmann erlends fýrirtækis“. Les- endum til glöggvunar og reyndar kom það fram í fyrri grein var haft samband við hartnær 100 framleið- endur sorpbrennslustöðva. Ástæða þess að hinn ítalski framleiðandi varð fyrir valinu var sú að bæði var hann sá eini, sem treysti sér til að bjóða fullbúna sorpbrennslustöð, uppsetta og tilbúna til notkunar, ásamt þjálfun starfsliðs fyrir fyrir- fram fastákveðið verð. Einnig gat hann bent á samskonar stöðvar, sem em í notkun víða í Evrópu, þar Sveinn Aðalsteinsson „Það hefur því miður allt of lengi viðgengist í umræðum um hin margvíslegustu mál, bæði tæknileg og efna- hagsleg, á Islandi að menn í lykilstöðum hafa blákalt haldið því fram að sérstaða Is- lands sé svo mikil að jafnvel eðlisfræðileg grundvallarlögmál eigi ekki við hér á sama hátt og annars staðar á jörðinni." sem ítmstu kröfur era gerðar um gæði, þar með talið fullkominn hreinsibúnað. Það er því út í hött hjá Hermanni að gera þetta tilboð tortryggilegt á þeirri forsendu, að verið sé að ganga einhverra sér- stakra erinda erlendra framleið- enda, sem stríði gegn „velmegun þjóðarinnar", eins og hann í grein sinni kemst svo sérkennilega að orði. Að sjálfsögðu er það kaupand- ans að velja, hvers konar búnaður fýlgir hverri stöð og þess vegna útúrsnúningur eða einber vanþekk- ing að telja að þeim, sem bjóði búnað sem sniðinn sé að kröfum sem gilda í öðmm löndum, gangi eitthvað vafasamt til. „Sérstaða íslands“ Það hefur því miður allt of lengi viðgengist í umræðum um hin margvíslegustu mál, bæði tæknileg og efnahagsleg, á íslandi að menn í lykilstöðum hafa blákalt haldið því fram að sérstaða íslands sé svo mikil að jafnvel eðlisfræðileg grundvallarlögmál eigi ekki við hér á sama hátt og annars staðar á jörðinni. Þannig heldur Hermann því fram í títtnefndri grein að: „Nú- tímalegar sorpbrennslur eru að þessu leyti á nokkurs konar til- raunastigi á íslandi. Útlosunarmörk verða ákveðin, þegar mælingar hafi staðfest virkni hreinsibúnaðar og með hliðsjón af þynningu og dreif- ingu. Hollustuvemd álítur það ekki ábyrga stefnu að festa útlosunar- mörk um of á þessu stigi, þegar hreyfíng er loks að komast á þessi mál“. — Þannig telur pólitískur for- maður stjómar Hollustuverndar ríkisins, þrátt fýrir mjög takmark- aða fjárhagslega getu lítilla bæjar- félaga til að leysa úr ófremdar- ástandi í þessum efnum og eftir að hafa lýst yfír að ekki standi til að ríkið taki neinn þátt í þeim kostn- aði, að brýnt sé að sérkanna málið á hveijum og einum stað og veija væntanlega verulegum ljármunum til slíkra rannsókna og komast þannig hjá því að flytja inn „erlend- ar lausnir". Var einhver að tala um að standa í því sí og æ að finna upp hjólið? Ég minntist reyndar á það í fyrri grein minni, að hugsanlega væri það ein þungamiðjan í sjálfskapaðri ógæfu Islendinga að bisa ítrekað við að finna upp hjólið í stað þess að flytja „óþjóðlegar lausnir inn“. Hinum pólitíska „kommissar" Holl- ustuverndar ríkisins fannst þessi samlíking illa eiga við hér. Augijóst var hinsvegar á þeim orðum, sem hann viðhafði, að hann skildi alls ekki við hvað var átt í þessu sam- hengi. Það vill reyndar svo neyðar- lega til, að það sem við var átt, var sú einangmnarstefna og pólitíska forsjárhyggja, sem var þungamiðj- Nýr stigalisti FIDE: Fjórir yfir 2.700 stignm SKAK Heimslistínn: Margeir Pétursson NÝJASTI skákstigalisti FIDE hefur verið birtur og gildir hann frá 1. júlí. Ólympíuskák- mótið i Manila er ekki tekið með í reikninginn þar sem list- inn nær aðeins til móta sem er lokið fyrir 1. júní. Það sem mesta athygli vekur er risa- stökk Lettans Aleksei Shirov, sem hélt upp á tvítugsafmæli sitt nú í byijun júlí. Hann varð sjöundi skákmaðurinn til að ná 2.700 skákstigum, á eftir þeim Fischer, Karpov, Tal, Ka- sparov, ívantsjúk og Gelfand. Þess má geta að Kortsnoj náði hæst 2.695 stigum og Spassky 2.690. Shirov er eini skákmaður- inn í sögunni sem náð hefur 2.700 stigum fyrir tvítugt. Þegar Ka- sparov hélt upp á tvítugsafmæli sitt 1983 hafði hann 2.690 stig. Það verður þó að taka stigabólg- una með í reikninginn þegar tölur em bomar saman. Hækkun Shirovs er aðallega komin til af því að hann náði frábæmm ár- angri á fyrsta borði fyrir Ham- borg í þýsku Bundesligunni, gerði aðeins eitt jafntefli í tíu skákum. Þeir Short og Timman sem einir eru eftir í áskorendakeppninni verða að gera sér sjöunda og níunda sætið að góðu. Áður en stigin komu til sögunnar hefðu þeir vafalaust verið álitnir standa næst heimsmeistaranum. 1. Kasparov, Rússl. 1.7.92 2.795 1.7.91 2.780 2. ívantsjúk, Úkraínu 2.720 2.720 3. Karpov, Rússl. 2.715 2.725 4. Shirov, Lettlandi 2.710 2.655 5. Anand, Indlandi 2.695 2.670 6. Gelfand, Sovétr. 2.685 2.665 7. Short, Englandi 2.680 2.685 8. Bareev, Rússlandi 2.670 2.635 9. Timman, Hollandi 2.665 2.620 10. Salov, Rússlandi 2.655 2.655 11. Kamsky, Bandaríkj. 2.655 2.655 12. Jusupov, Rússlandi 2.640 2.655 13. Polugajevskí, Rúss 2.640 2.630 14. Júdasín, Rússlandi 2.635 2.580 15. Khalifman, Rússl. 2.635 2.625 16. Ehlvest, Eistlandi 2.635 2.615 17. Hansen, Danmörku 2.635 2.620 18. Epishin, Rússlandi 2.630 2.620 19. HuBner, Þýskalandi 2.630 2.615 20. Gurevich, Belgíu 2.625 2.635 21. Piket, Hollandi 2.625 2.615 22. Lobron, Þýskal. 2.625 2.575 23. Christiansen, Band 2.625 2.595 24. Kramnik, Rússlandi 2.625 2.590 25. P. Nikolic, Bosníu 2.625 2.635 26. I. Sokolov, Bosníu 2.625 2.630 27. Dautov, Rússlandi 2.620 2.610 28. Agdestein, Noregi 2.620 2.590 29. Azmaparasvili, Geo 2.620 2.610 30. Vaganjan, Armeníu 2.615 2.590 31. Yermolinsky, Band. 2.615 2.595 Aftur eru aðeins tveir íslenskir skákmenn á listanum yfir 100 stigahæstu skákmenn heims, en þeir hafa mest verið fjórir. Jóhann Hjartarson er í 51. sæti með 2.595 og undirritaður í 87. með 2.565. Alls hafa nú hvorki meira né minna en 46 skákmenn 2.600 stig eða meira, en þeir vom 43 á síð- asta iista. íslendingar á listanum Reiknaðar skákir frá síðasta lista eru í sviga fyrir aftan nýju stigin: 1. Jóhann Hjartarson 2.595 (21) 2.580 2. Margeir Pétursson 2.565 (52) 2.555 3. Jón L. Ámason 2.525 (28) 2.515 4. Helgi ólafsson 2.495 (19) 2.525 5. Karl Þorsteins 2.480 (11) 2.485 6. Héðinn Steingrímss. 2.455 ( 0) 2.455 7. Hannes H. Stefánss. 2.445 (76) 2.455 8. Þröstur Þórhallsson 2.445 (44) 2.445 9. Björgvin Jónsson 2.400 (11) 2.400 10. Helgi Áss Grétars. 2.350 (26) 2.350 Alls em 43 íslendingar á listan- um og hefur fjölgað um einn frá því 1. janúar. Það er Björn Freyr Björnsson, sem kemst inn vegna árangurs síns á alþjóðlega mótinu í Hafnarfirði í mars. Björn komst í 26. sætið með 2.270 stig. Sem fyrr tefla skákmenn okkar of lít- ið, aðeins 13 hafa teflt kappskák- ir reiknaðar til stiga á fyrra helm- ingi ársins. Skákstig Hannesar Hlífars em nú í sviðsljósinu. í Manila náði hann síðasta áfanga sínum að stórmeistaratitli og þarf nú að komast upp í 2.500 stig til þess að teljast fullgildur stórmeistari. Eftir frábæran árangur hans á mótunum í Reykjavík og Hafnar- fírði í mars héídu margir að hann myndi ná þessum stigum í júlí. Svo fór þó ekki og er ástæðan sú að Hannes tefldi geysilega mikið á síðasta ári og gekk upp og of- an. Sum þeirra móta komu ekki til útreiknings fyrr en nú og þess- ir bakreikningar lækka Hannes mjög mikið niður. Hann á þó inni mikla hækkun frá Ólympíumót- inu, líklega u.þ.b. 25 stig. Þess má einnig geta að opna mótið á Saint Martin frá í vor er heldur ekki inni í nýju stigunum. Jón L. Árnason á því tvöfalda hækkun Kóngabani frá Litháen Einn athyglisverðasti skák- maðurinn á nýafstöðnu Ólympíu- móti var hinn 29 ára gamli Edu- ard Rosentalis frá Litháen, sem vann bæði ívantsjúk og Timman með svörtu mönnunum. Rosental- is er í 57. sæti á nýbirtum stiga- lista með 2.590 stig. Á undanföm- um 2-3 ámm hefur hann sigrað á mörgum opnum mótum í Evr- ópu. Litháar urðu í 24. sæti á ÓL, rétt fyrir ofan Eista sem urðu 25. Báðar þessar sveitir virtist skorta úthald í lokin. Vinningsskák Ros- entalis gegn ívantsjúk var sérlega glæsileg: Hvítt: Ivantsjúk, Úkraínu Svart: Rosentalis, Litháen Rússnesk vörn I. e4 - e5 2. Rf3 - Rf6 3. d4 - Rxe4 4. Bd3 - d5 5. Rxe5 - Rd7 6. Rxd7 - Bxd7 7. 0-0 - Dh4 8. c4 - 0-0-0 9. c5 - g6!? í þessu hvassasta afbrigði rúss- nesku varnarinnar er oftast leikið 9. - g5. 10. Rc3 - Bg7 11. Re2 í skákinni Anand-Hubner, Dortmund í vor fékk hvítur unnið tafi eftir 11. g3 — Df6 12. Be3 - Bf5? 13. Rb5! - Bh3 14. Rxa7+ - Kb8 15. Rb5 - Bxfl 16. Bxfl, en rétt var 12. — Rg5! og staðan er tvísýn. II. - Hhe8 Endurbót Rosentalis á 11. — Rf6 í Timman-Hubner, Tilburg 1983. 12. a4 - Rg5 13. Ha3 - h6 14. Bc2 - Hxe2! Óvænt og djúp stöðuleg skipta- munsfórn sem setur Ivantsjúk úr jafnvægi. 15. Dxe2 — Re6 SJÁ STÖÐUMYND Hugmynd svarts með fóminni er að ná peðinu á d4 og þar með sterkri stöðu á miðborðinu. Eftir það verður erfitt fyrir hvít að valda peðið á c5. Það duga engin smáskammtameðul gegn þessu og hér átti ívantsjúk að mínu áliti leika 16. Bxg6!! Hugmyndin er sú að hvítur vinnur manninn til baka eftir 16. — fxg6 17. c6 — Bxc6 (Ekki 17. — bxc6? 18. Da6+ - Kb8 19. Hb3+ og mátar) 18. Dxe6+ og 16. — Rxd4 má svara með 17. Dh5! Í hvomgu tilvikinu fær svartur nægar bætur fyrir skiptamuninn. 16. Ddl? - Rxd4 17. Bbl - Bg4 18. f3 - Bf5 19. Be3 - Bxbl 20. Bf2 - Df4 21. Dxbl - Rc6 22. Hdl - a5 23. Dd3 - Dc4! Sterkur leikur sem byggir á því að eftir 24. Dxc4 — dxc4 25. Hxd8n— Kxd8 getur hvítur ekki varið peðið á b2. 24. Hd2 - Rb4 25. Dfl - h5 26. g3 - Dxfl+ 27. Kxfl - d4 28. Ke2 - Hd5 Fær annað peð fyrir skipta- muninn og tryggir sigurinn. 29. Hb3 dugir nú skammt vegna 29. — Kd7 og Kc6. 29. h3 — Hxc5 30. g4 30. Bxd4 — Bxd4 31. Hxd4 er auðvitað svarað með 31. — Rc2. 30. - He5+ 31. Kdl - c5 32. He2 - Hxe2 33. Kxe2 - c4 og ívantsjúk gaf þessa vonlausu stöðu. Svartur Ieikur næst d4-d3 og þá getur hvítur ekki varið peð- ið á b2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.