Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 17 Ef fyrirvarinn er sterkari staðhæfíngunni þá fellur hún Hugleiðing vegna túlkunar á skjölum úr sendiráðum eftir Stefán F. Hjartarson Hrun Sovétríkjanna hefur skapað breytt skilyrði til rannsókna á ýms- um þáttum samskipta þessa ríkis við önnur ríki og einstaklinga. Fyr- ir áhorfendur góðra njósnamynda varð hrunið til að draga úr efniviði í myndir er byggðu á kalda stríð- inu. Fyrir fræðimenn og fréttamenn eru mörg verkefni framundan við að skoða fortíðina. Mesta forvitni vekja jafnan upplýsingar um sam- skipti einstaklinga og flokka við þetta liðna ríki. Sovétríkin eru merkileg fyrir þær sakir að þar var með byltingu árið 1917 komið á nýju skipulagi er verða átti paradís alls vinnandi fólks. Lengi vel lifði sú hugmynd að byltingin yrði að vera alþjóðleg. Öðruvísi gæti sósíal- isminn ekki dafnað í Sovétríkjunum. Þó kom fljótt á daginn, allt frá stjórnartímum Stalíns, að útflutn- ingur á byltingu samrýmdist ekki hagsmunum sovéska ríkisins. Ef nokkur einstaklingur á skilið að fá sérstakar þakkir fyrir að hafa hindrað viðgang byltingarstefnu kommúnismans þá er það Jósef Stalín. Það er því leitt að vita hve lengi sú ranghugmynd lifir að hann hafi viljað stuðla að byltingu í öðr- um löndum. Heimildarýni Islenskir sósíalistar höfðu oft náin samskipti við Sovétríkin. Það er vitað. Ég vil gera almenna at- hugasemd við þá hættu að frétta- menn skoði skjöl gagnrýnislítið og slái fram sem mikilli frétt staðhæf- ingum, sem við nánari athugun reynast vafasamar eða rangar. Það er algjört ABC í aðferða- fræði sagnfræðinnar að kanna hvort skjöl séu ekta, hver bjó þau til, hverra hagsmuna hafi sá aðili að gæta o.s.frv. Ein sú heimildateg- und sem verður að nálgast með varkárni er skjöl sendifulltrúa er- lendra ríkja til sinna umbjóðenda. Það getur oft verið að þeir geri meira úr mikilvægi sínu og geri hlut sinn meiri en efni standa til. Sérstaklega mun þetta eiga við þegar sendifulltrúar eða njósnarar segja frá samskiptum sínum við forystufólk í stjórnmálaflokkum og öðrum hagsmunahreyfingum. Sam- ræður sendifulltrúa í kokteilveislum eða á fundum við þingmenn eða ráðherra verða í frásögnum skýrslu- höfunda að hálfgerðum leynifund- um þar sem stjórnmálamenn tjá sig í hálfum hljóðum um hluti sem þykja mega ríkisleyndarmál. Þann- Verðbólgu- hraðinn 2% KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í júlíbyijun 1992. Vísitalan í júlí reyndist verða 161,4 stig og hækkaði um 0,2% frá júní 1992. Matvara hækkaði um 1,0% sem olli um 0,19% hækkun vísitölu fram- færslukostnaðar. Rekstrarkostnaður bifreiðar jókst um 0,2% sem hafði í för með sér 0,04% hækkun vísi- tölunnar og breyting ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða olli um 0,07% hækkun vísitölunnar. Á móti vó lækkun á drykkjarvör- um um 1,4% sem hafði í för með sér 0,06% lækkun vísitölu framfærslu- kostnaðar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala framfærslukostnaðar hækkað um 3,5%. Undanfama þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,5% og jafngildir sú hækkun um 2,0% verð- bólgu á heilu ári. ig var reynt að gera Stefán Jóhann Stefánsson að nokkurs konar upp- ljóstrara erlendra ríkja í Tangen- málinu svokallaða fyrir nokkrum árum. Skýrslur í erlendum söfnum voru teknar gildar „at face value“. Sendiráð og starfsmenn þeirra reyna á stundum að réttlæta tilveru sína og störf með því að vilja nota misvel frásagnarstíl Ian Flemm- ings. Sagan um James Bond er spennandi. Okkar skylda, sem les- um heimildir, er að greina sam- hengi hlutanna og sjá frásagnar- gildi þeirra út frá því. Það er sjaldn- ast hægt að dæma heimild fyrir- fram sem ónothæfa, en ef hún er notuð með öðrum gögnum getur gildi hennar aukist. Fjölmiðlar Fjölmiðlar starfa undir mikilli pressu og verða að hafa hraðann á til að sinna skyldum sínum og ná athygli „neytandans". í fréttum undanfarið hafa skjöl úr söfnum í Rússlandi komist í há- mæli. í raun og veru voru engar óvæntar upplýsingar veittar þegar sagt var frá að skjöl væru til um Halldór Kiljan Laxness eða Kristin E. Andrésson. Samskipti íslenskra kommúnista/sósíalista við alþjóða- samtök kommúnista eru ekki jafn hulin myrkri eins og af er látið. Nokkrar prentaðar þingskýrslur frá þriðja og fjórða áratugnum sýna þátt íslenskra kommúnista í þessu samstarfí. Þegar Kommúnista- flokkur íslands var lagður niður og Sósíalistaflokkurinn stofnaður árið 1938 var ljóst að kommúnistar ætl- uðu sér ekki að hætta að lofa Sovét- ríkin. Það verður fengur í að fá nákvæmlega skjalfesta alla alþjóð- lega starfsemi kommúnista. Sá tími er framundan. í útvarpi og ríkissjónvarpi hinn 8. júlí var frá því greint að sendifull- trúar Sovétríkjanna hefðu sent skýrslur til sovéska kommúnista- flokksins um samskipti sín við nokkra menn úr Alþýðubandalag- inu. Formaður Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds, var sagður valda- lítill í frétt útvarpsins. Lúðvík Jós- epsson, Magnús Kjartansson og Eðvarð Sigurðsson voru sagðir hafa lýst yfir áhuga sínum árið 1971 á að Alþýðubandalagið tæki upp að nýju samskipti sín við sovéska kommúnistaflokkinn, en þeim hafði verið slitið í kjölfar innrásar Sovét- ríkjanna í Tékkóslóvakíu 1968. Þessu neitar Ragnar Arnalds í við- tölum í flölmiðlum og bendir á að skýrsluhöfundar hafi líklega étið þetta upp úr Morgunblaðinu, sem á þessum tíma hélt því fram að gömlu félagarnir úr Sósíalista- flokknum réðu lögum og lofum í Alþýðubandalaginu. Á sama hátt svaraði Lúðvík Jósepsson. Líklega hefur áhugasvið hans um atvinnu- mál landsins, innanlandsmálin, alla tíð valdið því að hann hefur viljað gera stefnu íslenskra sósíalista óháða utanríkismálum og þróun í ríkjum „sósíalismans". Borðleggj- andi er að aldrei var borin upp til- laga þess efnis á vegum flokksins um að endurvekja samskiptin við sovéska flokkinn. Það er vitað. Ljóst er að sú hugmynd hefði ekki hlotið hljómgrunn þá, þótt nokkrir flokks- menn hafi ekki verið fráhverfir óformlegum eða hálfopinberum tengslum. Fyrirvarinn í fréttum gleymist og viðbrögðin við svörum viðmælenda láta á sér standa. Stað- hæfingin er endurtekin og lifir áfram. Nýjar rannsóknir framundan Framundan eru fjörugar rann- sóknir um sögu íslenskra sósíalista í ljósi nýrra heimilda. En það verð- ur að gjalda varhuga við þeirri skoð- un að láta sögupersónur liðins tíma „Sendiráð og starfs- menn þeirra reyna á stundum að réttiæta til- veru sína og störf með því að vilja nota misvel frásagnarstíl Ian Flemmings. Sagan um James Bond er spenn- andi.“ setjast á einhvern sakamannabekk og ætla að dæma athafnir þeirra sem pólitíska óhæfu. Það þarf að sýna aðgætni og láta allar rann- sóknir byggjast á yfirveguðu mati, sem felst meðal annars í því að athuga forsendur hvers tíma fyrir sig. Tilhneigingin í umræðunni er að gera þá aðila er samskipti höfðu austur á bóginn samseka þeirri úr- kynjun sem átti sér stað í Sovétríkj- unum. Rétt fyrir fall Berlínarmúrsins ræddu nokkrar fræðistofnanir nauðsynina á að fara ofan í sauma á sögu Kominterns, alþjóðasam- bands kommúnista (1919-1943). Þar eiga sagnfræðingar og stjórn- málafræðingar að kanna fordóma- laust og flokksópólitískt þessa sögu og endurmeta í ljósi nýrra heimilda þessa þróun. Möguleikar fræði- manna til jafnræðis í aðgangi að viðeigandi heimildum eru kannaðir. Undirritaður tengist þessu alþjóð- Stefán F. Hjartarson lega verkefni og vonast til að mat fræðimanna muni einnig höfða til almennings. Höfundur er sagnfræðingur og stundar rannsóknir á sögu stjórnmála- og stéttarfélaga. HJÓLAÐ YFIR VATNAJÖKUL Á FJJAD.LAD-OJJOILUM Leiðangursmenn nota eftirfarandi búnað frá GÁP: MONGOOSE IBOC Pro fjallahjól, MADDEN hjólatöskur, KINKO hjólahanska, LARM hjólabuxur og ADVENT hjálma. Lagt verður af stað frá fjallahjólabúðinni GÁP Faxafeni 14 í dag, laugardag 11. júlí kl. 11:30. Búnaðurinn verður til sýnis og leiðangursmenn veita upplýsingar á milli kl. 10:00 og 11:30. Afrek á MONGOOSE fjallahjólum á íslandi eru bestu meðmælin. Skíðalandslið íslands hjólaði á fjórum dögum hringinn í kringum landið á MONGOOSE fjallahjólum. Fjallgöngumenn fóru á MONGOOSE fjallahjólum á Hvannadalshnjúk, Snæfell, Bárðarbungu og KverkfjöÍI. Á íslandsmeistaramóti fullorðinna á fjallahjólum, hrepptu keppendur á MONGOOSE fjallahjólum 1. og 3. sætið. Notum hjálm. Virðum viðkvæma náttúru landsins. Fjallahjólabúðin CAP Nútíðinni Faxafeni 14, sími: 68 55 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.