Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JULI 1992 19 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: RÖSE ennþá veik stofn- un í leit að hlutverki Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. JON Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir að Ráðstefn- an um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE) sé að hans mati ennþá fremur veik stofnun sem sé í leit að hlutverki. Veikleikinn sé falinn í því að allar ákvarðan- ir verði að samþykkja einróma. Ráðherra Rabíns til Marokkó Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph. YITZHAK Rabin, leiðtogi Verkamannaflokksins í Israel, tilkynnti Chaim Herzog, forseta ísraels í gær að hann hefði myndað meirihlutasljórn í land- inu. Innanríkisráðherrann í stjórninni hélt í gær til Marokkó til viðræðna um frið í Miðaustur- löndum við Hassan konung, en Rabin hefur sagt að friðarsamn- ingar við Palestínumenn og Ara- baríki séu forgangsverkefni nýrrar stjórnar. Þó að Rabin hafi tryggt sér stuðning 62 þingmanna af 120 á Knesset, ísraelska þinginu, ætlar hann að halda áfram viðræðum um helgina við hinn hægrisinnaða Tso- met-flokk um hugsanlega aðild hans að stjórninni, en á mánudag mun Rabin væntanlega fá trausts- yfirlýsingu frá þinginu. Fimm þing- menn flokka ísraelskra araba ætla að veita Rabin brautargengi þó þeir eigi ekki aðild að stjórn hans. Yitzhak Shamir, fráfarandi for- sætisráðherra, sagðist í gær ekki hafa ætlað að tefja viðræður við Palestínumenn um frið í tíu ár á meðan landnemum gyðinga væri fjölgað á herteknu svæðunum, en neitaði þó ekki að hafa látið orð í þá veru falla í viðtali við ísraelskt dagblað. yfirvöld að 99% kjósenda í Hanoi og 94% í Ho Chi Minh hefðu tekið þátt í kosningunum. Eitt fyrsta hlutverk næsta þings, sem koma skal saman í september, verður að kjósa nýjan forseta og \iýjan forsætisráðherra. Ný stjórn- arskrá gerir ráð fyrir því að fram- vegis muni um þriðjungur þingfull- trúa verða í fullu starfi við að fylgj- ast með störfum ríkisstjórnarinnar og undirbúa ný lög. Áður sat þing- ið aðeins fjórar vikur á hveiju ári. Fátt bendir til að flokkurinn undir forystu Do Muois hyggist sleppa sjálfum valdataumunum en í stað- inn fyrir sérstakt ráð æðstu manna verður komið á laggirnar embætti forseta sem verður æðsti maður hersins, yfirmaður nýrrar nefndar öryggis og landvarna. Auk þess til- nefnir hann frambjóðendur til að gegna embætti forsætisráðherra og forseta hæstaréttar. Þinginu er ætlað að samþykkja eða synja til- lögunum. Almennt er búist við að Le Duc Anh, aðalhöfundur stefnu stjórnmálaráðs kommúnistaflokks- ins í öryggis- og varnarmálum, verði kosinn forseti. Dagleg stjórn landsins verður falin ríkisstjórn sem fyrirhugað er að verði sjálfstæðari í störfum sínum en starfandi ráð- herranefnd. Vo Van Kiet, formaður nefndarinnar, er líklegt efni í for- sætisráðherra. Hann mun leysa af hólmi marga sitjandi ráðherra en allmargir þeirra eru orðnir aldraðir og ráða lítt við verkefni sín. Jón Baldvin var á meðal þeirra utanríkisráðherra NATO-ríkja sem samþykktu að senda herskip að strönd Serbíu og hann sagði að þetta sýndi að aðeins Atlantshafs- bandalagið hafi burði til að fram- fylgja þeim þvingunum sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa gert ráð fyr- ir gagnvart Serbíu. Jón Baldvin var spurður hvers vegna þurfti að taka ákvörðun um þær aðgerðir á fundi Vestur-Evr- ópusambandsins (VES) áður en málið var afgreitt á fundi NATO. Hann sagði að um hefði verið að ræða ósk Frakka og nokkurra ann- arra um að láta það líta út eins og frumkvæðið hefði eingöngu verið í höndum Evrópuríkja, en Bandaríkjamenn eiga ekki aðild að VES. Þá hefðu Bandaríkin af ýmsum ástæðum kosið að láta þetta verða samstarf bandalag- anna tveggja. Utanríkisráðherra sagði að hon- um fyndist fundur RÖSE í Hels- inki ekki ýkja merkilegur. Fyrir- komulag þar sem „51 ríki flytur heimatilbúna stíla í einn og hálfan sólarhring" sýni hversu tvístraður klúbbur RÖSE sé. Hins vegar hafi gott starf verið unnið við undirbún- ing lokayfirlýsingarinnar. Frá bæj- ardyrum Norðurlandaþjóða sé einkum mikilvægt að í henni sé gert ráð fyrir að bæta þurfi úr mengun af völdum hernaðarstarf- semi. Þetta gæti haft áhrif á kröfu íslendinga og annarra Norður- landa um að stöðva tilraunir með kjarnavopn í Norður-íshafi. Ein ræða hafi borið af í ræðum þjóðarleiðtoga á fundinum; Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, hafi dregið upp trúverðuga mynd af ástandinu í Evrópu í dag. Havel hafi varað við þjóðerningsrembing í Austur-Evrópu eftir hrun komm- únismans, en einnig bent á að upp væri komin sundrung milli þjóða Vestur-Evrópu þegar óvinurinn mikli hefði lokið ferli sínum. Jón Baldvin Hannibalsson Framtíð RÖSE mun einkum ráð- ast af þróuninni í Rússlandi, að sögn utanríkisráðherra. RÖSE muni ekki ráða við þau vandamál sem gætu komið upp ef þróunin í Rússlandi fari mjög úr skorðum. Þannig segist Jón Baldvin vilja leggja áherslu á að samstarf hald- ist innan Atlantshafsbandalagsins, en einnig séu íslendingar tilbúnir að þiggja boð VES um aukaaðild. Georgía: Aðstoðar- forsætis- ráðherra hverfur Moskvu.Reuter. STUÐNINGSMENN Zvíads Gams- akhúrdía, fyrrum forseta Georg- íu, eru grunaðir um að hafa rænt aðstoðarforsætisráðherra lands- ins, Alexander Kavsadze að nafni, að sögn fréttastofunnar Interfax. Edúard Shevardnadze leiðtogi Georgíu fordæmdi Gamsakhúrdía og hans menn fyrir þetta athæfi en sagði að það myndi ekki stöðva lýðræðisþróunina í landinu. Talsmaður ríkisráðs Georgíu sagði að bíll aðstoðarforsætisráðherrans hefði verið sprengdur í loft upp í vesturhluta landsins. „Að öllum lík- indum er Kavsadze á lífi og er nú í höndum hryðjuverkamannanna." Talsmaðurinn sagði að nú væri verið að leita að mannræningjunum. Bíl- stjóri aðstoðarforsætisráðherrans lést í sprengingunni. Shevardnadze, sem nú er staddur í Helsinki, fór hörðum orðum um Gamsakhúrdía og hans menn. „Þetta eru hryðjuverk og ekkert annað“, sagði hann. TJALD DR-8 + 2 SVEFNPOKAR + 2 DÝNUR 4 manna tjald úr bómull, himinn úr nælon 2 NITESTAR svefnpokarO0 2 dýnur + UNGLINGAPAKKI KULUTJALD + 1 SVEFNPOKI + HIPPAGRILL DD-200 kúlutjald úr vönduðu nælonefni 1 MARCO POLO-450 svefnpoki -20° Einfalt grillsett BORÐ+STOLAPAKKI HRINGBORD + 2 STÓLAR MALAGA Plastborð 86 O sm 2 BLÁNES plaststólar með háu baki og þykkum púðum hringdu - við sendum bækling Sendum einnig T pösfhröfu + VEISLUPAKKINN KÆLIBOX + PICNICSETT +POTTASETT Kælibox 32 Iftra 4 stólar og borð í tösku 3 pottar, panna og ketill Nældu þer i plúsNlboOT SeglagerOinni. Tjðldvognar Bnkpokar Sólhúsgögn Barna erðarum erðagrind Barna Gasgrill Gönguskór.. ASTRO TJALDVAGN BREMSUBÚNAÐUR 13" FELGUR STERK GALVANISERUÐ STÁLGRIND MÁ BREYTA í BÍLAKERRU EINFÖLD UPPSETNING SÉRHANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR UMBOÐSAÐILI AKUREYRI ÞORSHAMAR Oplð um helgina LAUGARDAG kl. 10 - 16 SUNNUDAG kl. 14-17 {;nnm .par sem ferðalagtð bqrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLO0 7 • REYKJAVIK • SIMI91-621780 • FAX 91-623853

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.