Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 Morgunblaðið/Eiríkur Frá borði og upp íbílinn Skemmtiferðaskipið F'jodor Dostojevskíj kom til Akureyrar á fimmtudag. Meirihluti farþeganna er Þjóðveij- ar og flestir hópuðust þeir í langferðabfla við skipshlið og óku sem leið lá austur í Þingeyjarsýslur. Mývatnssveit: Fugl hefur afrækt egg í hreiðrum Bjðrk, Mývatnssveit. Margir telja að andavarp hafi verið gott hér við Mývatn í sumar og eggjataka verulega meiri en undanfarin ár, enda mikill fugl í varplöndum. Þetta leit því allt mjög vel út þeg- ar Jónsmessuhretið gerði svo óvænt. Síðan hafa varpstöðvarnar verið kannaðar og kemur þá í ljós að mik- ið af andareggjum er enn í hreiðrun- um, sem fuglinn hefur hreinlega afrækt, vafalaust vegna kulda og bleytu í hretinu. Þá hefur einnig mikið fundist af dauðum kríuungum í hreiðrum. Hætt er því við að fáir eða engir kríuungar hafi komist á legg að þessu sinni hér. Þeir hafi rétt verið skriðnir úr eggjunum þeg- ar kólanði og því verið á afar við- kvæmu stigi. Eitthvað hefur líka fundist af dauðum hettumávsung- um. Allt eru þetta hin válegustu tíð- indi og hætt við að fuglastofninn bíði mikið afhroð af þessum sökum. Menn óttast nú að mun færri unga- hópar sjáist á Mývatni næstu daga en á síðasta sumri, en þá var líka sérlega hagstætt veðurfar öllu fugla- lífi á vatninu. -Kristján. ----♦ ♦ ♦-- Síðara nám- skeið Sum- arskólans á Akureyri FYRRA námskeiði Sumarskólans á Akureyri er lokið og hið síðara hefst 18. júlí. __ Forstöðumaður Sumarskólans, Örn Ingi, segir starfið hafa gengið vel og nú sé hafin innritun í síðari hlutann. Svíar vilja kaupa allt að 10 þúsund hesta af heyi héðan Miklir þurrkar valda heyleysi o g hallæri fyrirsjáanlegt Búnaðarfélagi íslands hafa bor- ist fyrirspurnir frá Svíþjóð um það hvort Islendingar geti selt þeim hey. Bændur í Eyjafirði eru vel aflögufærir um hey, en mál þetta er í athugun og engar ákvarðanir hafa verið teknar um það hvort af sölunni verður. Grenivík: Bílvelta við Grýtubakka Bíll valt út af veginum neðan við Grýtubakka um hádegi í gær, föstudag. Ekki urðu slys á fólki en bíllinn er mikið skemmdur. Bíllinn átti leið um veginn neðan við Grýtubakka. Ökumaður varð skyndilega var við kind með tvö lömb á veginum og þegar hann gerði tiiraun til að sveigja frá tii að forðast að aka á ána og lömbin vildi ekki betur til en svo að bíllinn fór út af veginum og valt eina veltu. Svo vel fór að engin slys urðu á fólki en bíllinn skemmdist mikið. -Haukur. Svíar hafa lýst áhuga á að kaupa allt að 10.000 hestum af heyi. Útlit er fyrir afar góðan heyf- orða Eyfirðinga og háarspretta er mjög góð. Að sögn Áma Snæbjörnssonar hjá Búnaðarfélagi íslands er ástand á vissum svæðum í Svíþjóð orðið hörmulegt vegna langvarandi þurrka. Þar hefur jafnvel ekki komið dropi úr lofti að heitið geti síðan í byijun maí og jörð sviðin af þurrki og ekkert gras að hafa. Vegna þessa hafí borist fyrirspurn- ir um það hvort íslendingar gætu selt Svíum hey. Oft berist að vísu fyrirspurnir af þessu tagi þar sem lýst sé áhuga á heykaupum en iðu- lega séu verðhugmyndir svo víðs fjarri veruleikanum að málin falli um sjátf sig. Óljóst sé í raun hvaða alvara búi að baki þessum fyrir- spurnum Svía nú, eða hvort verð verði á þeim nótum að þessi við- skipti geti farið fram. Hér sé um flókin viðskipti að ræða, til dæmis sé flutningurinn viðkvæmur, vandasamur og kostnaðarsamur. Júlíus J. Daníelsson, ritstjóri Freys, sagði að Inge Mösner, for- svarsmaður samvinnufélags í Kalmar í Svíþjóð sem sjái um inn- HASKOLINN A AKUREYRI Laus er til umsóknar staða deildarfulltrúa heil- brigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Starfið er í mótun og krefst tölvufærni, ná- kvæmni og sjálfstæðis. Stúdentspróf eða sam- bærileg menntun áskilin, háskólamenntun æski- leg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum BSRB. Umsóknarfrestur ertil 7. ágúst nk. cg umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt meðmælum. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðumaður heilbrigðisdeildar, Sigríður Halldórsdóttir, í hs. 96-27676, vs. 96-11770 og 96-11790-21. Háskólinn á Akureyri. kaup fyrir bændur, hafi hringt til sín fyrir fáum dögum. Hann hefði kvartað yfir veðráttu, allt væri skrælnað og ekki hefði komið nema 7 millimetra úrkoma frá því í byij- un maí. Menn sæju fram á hey- leysi og hallæri. Hann hefði spurst fyrir um það hvort hér væri fáan- legt hey. Júlíus sagðist í samráði við bún- aðarmálastjóra og Ólaf Dýrmunds- son, forðagæslumann Búnaðarfé- lagsins, hafa haft samband við Ævarr Hjartarson á Akureyri og beðið hann að athuga möguleika á þessu meðal eyfirskra bænda, svo málið væri í athugun norðan fjalla. Ekki sagði Júlíus að Inge Mösner hefði nefnt verð heldur fremur óskað eftir tilboðum, en hann hefði lýst áhuga á að fá 5.000 til 10.000 hesta af heyi frá íslandi og þetta vildi hann helst fá í sept- ember. Guðmundur Steindórsson varð fyrir svörum hjá Búgarði á Akur- eyri. Hann sagði að þessi fyrir- spurn um hey handa Svíum hefði borist en hefði ekki verið afgreidd, væri í athugun. Hann sagði eyf- irska bændur vel aflögu færa um hey, þeir ættu mikið af fyrirtaks- góðum heyjum frá síðasta ári og á þeim væri ekki ýkja mikill mun- ur og heyi þessa sumars. Allt útlit væri fyrir að bændur ættu gríðar- lega mikil hey í haust, vel hefði viðrað og háarspretta væri mjög góð. Ef vel semdist um verð hlyti því að geta talist góð búbót að geta selt eitthvað af umframbirgð- um til útlanda. Á fyrra námskeiðinu voru alls 24 nemendur á aldrinum 10 til 14 ára. Örn Ingi sagði að starfið með þeim hefði verið afar skemmtilegt og börnin verið mjög ánægð með þessa tilbreytingu. Námskeiðinu lauk með svolítilli listahátíð en að sögn Arnar Inga var henni of lítill gaumur gef- inn af öðrum en nánum aðstandend- um barnanna. Hann sagði það hálf- gerða synd því listahátíðir barna væru jafnan miklu skemmtilegri og betri en fullorðinna. Nú stendur yfir innritun á síðara námskeið sumarsins. Þá kveðst Örn Ingi freista þess að ná meira til Akureyringa, en aðeins fjórðungur barnanna á fyrra námskeiðinu var úr bænum. Sem fyrr verður lögð áhersla á myndlist, leiklist, danslist og matargerðarlist og ef veður leyf- ir verður í auknum mæli reynt að hafa starfsemina utan dyra. Kvað Örn Ingi hafa gefist einkar vel að láta börnin starfa úti og vekja með þeim vitund um náttúru og um- hverfi. Mest þætti sér um vert að þessi námskeið byndu börnin vin- áttuböndum og þau sem hefðu verið á fyrra námskeiðinu hefðu mörg boðað komu sína að ári auk þess sem þau hefðu ákveðið að hittast aftur í sumar eða haust. Síðara námskeið Sumarskólans á Akureyri stendur frá 18. júlí til 1. ágúst. Einsöngstónleikar í Ljósvetningabúð: Torfunesbóndinn syng- ur í miðjum heyönnum BALDVIN Kr. Baldvinsson söngvari og bóndi í Torfunesi í KöIdu- kinn heldur einsöngstónleika í kvöld í Ljósvetningabúð. Á söng- skránni eru fjölbreytt verk íslenskra og erlendra höfunda. Baldvin býr í Torfunesi í Köldu- kinn og hefur þar hvort tveggja, sauðfé og hesta. Hann var spurð- ur hvemig það kæmi heim og saman að bóndi héldi einsöngstón- leika í miðjum heyönnum. Baldvin sagði það lítið vandamál, sagðist ekki finna neinn mun á því að syngja að vetri eða sumri, þetta væri spuming um áhuga og það að halda sér í æfingu. Hann sagð- ist syngja töluvert þegar um væri beðið, meðal annars við jarðarfar- ir og aðrar athafnir og auk þess hefði hann verið starfandi með karlakómum Hreimi allt frá stofn- un hans 1975. Að sögn Baldvins var ætlunin að reyna að halda einsöngstón- leika að sumri í fyrra, hann hefði meðal annars æft allan sauðburð- inn, en skömmu fyrir tónleikana hefði hann veikst hastarlega og þurft að aflýsa tónleikunum. Hann hefði svo sungið hluta þeirr- ar dagskrár að Laugum síðastliðið haust fyrir fullu húsi. Nú ætlaði hann að reyna að láta þetta ræt- ast. Mörgum þætti sérkennilegt að bóndi væri að standa í þessu á þessum tíma en heyskapur væri ekki lengur það stórmál sem verið hefði áður. „Tækjabúnaðurinn hefur breytt þessu öllu og það er alltaf hægt að finna tóm tii að syngja. Maður verður líka að hafa ánægju af einhveiju, það er ekki neitt ánægjulegt á þessum tímum að grafa sig eingöngu niður í áhyggjur af búskap,“ sagði hann. Baldvin sagði að undirleikari sinn væri Juliet Faulkner, tónlist- arkennari við Hafralækjarskóla. Þau hefðu unnið saman undanfar- ið hálft annað ár og hann hefði æft með henni reglulega einu sinni í viku. Á efnisskránni í kvöld væri fjölbreytilegt efni, íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Halldórsson, Jón Ásgeirs- son og fleiri, þijú lög eftir Schum- ann auk nokkurra verka eftir ít- alska og enska höfunda. Tónleikarnir í Ljósvetningabúð hefjast í kvöld klukkan 21.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.