Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 27 Minning: Hjálmar Eiðsson, Vestmannaeyjum Fæddur 28. desember 1925 Dáinn 29. júní 1992 I Hjálmar vinur okkar er dáinn. Þrátt fyrir veikindi síðustu misseri ákváðu hann og Lilla að gera nú loksins alvöru úr því að fara og heimsækja skyldfólk hennar alla leið til Seattle í Bandaríkjunum. Þau voru aðeins búin að vera þar í einn til tvo sólarhringa þegar hann veikt- ist og var lagður á sjúkrahús. Heima biðu bömin, fjölskyldan og allir vinir og kunningjar milli vonar og ótta eftir fréttum og á þriðjuags- morguninn 30. júní kom sorgar- fréttin, sem fór eins og eldur í sinu um allan bæ, Hjálmar var dáinn. Fánar blöktu í hálfa stöng um allan bæ, endar var hann vinamargur og vinsæll. Það var á árunum uppúr 1961 að við Hjálmar hittumst eitt sinn á J balli í AKÓGES en þar vora þeir báðir félagar Hjálmar og Guðjón, maðurinn minn. Eins og venjulega I var glatt á hjalla og mikið sungið. í vikunni á eftir hringdi Hjálmar í mig og bauð mér að vera með í blönduðum kór sem átti að fara að stofna. Þetta var upphafið að áratuga löngu í samstarfí okkar í sönglífí í Eyjum. Fyrst störfuðum við saman í Samkór Vestmannaeyja og síðan fljótlega eftir gos í kór Landa- kirkju. Óteljandi era allar þær gleði- og ánægjustundir sem við höfum átt saman í kórstarfi, ferðalögum innanlands og utan og alls konar uppákomum hér heima, síðast núna 16. júní þegar efnt var til árlegrar grillveislu hjá Kirkjukórnum, en þar (var Hjálmar hrókur alls fagnaðar langt fram eftir nóttu. Arið 1967 fluttum við í Túngöt- I una og urðum þá nágrannar og ® samgangur á milli heimila okkar jókst til muna. Hjálmar og Lilla Ívoru óþreytandi við að fegra og snyrta í kringum sig enda hlaut hús þeirra og garður tvívegis viður- kenningu fyrir snyrtimennsku. Það verður tómlegt að líta út um gluggana í framtíðinni og sjá ekki Hjálmar vera að dunda í lóðinni. Hjálmar var einstakt snyrtimenni, það var sama hvort hann var við vinnu í bankanum eða úti á lóð. Hjálmar fluttist til Vestmanna- eyja að norðan árið 1952 og hér hitti hann Lillu sína og saman hafa þau staðið hlið við hlið uppbyggingu einstaklega smekklegs heimilis og giftudrjúgs lífsstarfs. Börnin þeirra tvö, Jóhanna og Viðar eru duglegt og myndarlegt fólk og síðan bætt- 3 ist við elskuleg tengdadóttir, Jóna Sigga. Fyrir einu og hálfu ári fædd- ist svo fyrsta bamabarnið í fjöl- | skyldunni og mikil var gleðin á söngpallinum sunnudaginn þann þegar Hjálmar eignaðist lítinn | nafna. Hamingja þeirra hefur verið mikil að fylgjast með vexti og þroska litla Hjálmars. Hjálmar var bóndasonur úr Skagafírði og var hanm alla tíð mikill búmaður og var óþreytandi að draga björg í bú. Á haustin fór hann á gæsaveiðar upp á land, svartfugl var skotinn á vetrum og lax og silungsveiði stunduð á sumr- in. Hann átti saltkjöt í tunnu og svið vora keypt að norðan og ekki má gleyma hákarlinum sem hann varð sér ævinlega úti um fyrir hin árlegu Norðlendingaþorrablót. Þá var gaman að færa honum síld, en frúin er snillingur í alls konar með- | höndlun hennar. Kartöflugarðurinn hans er ein- stök prýði í hverfinu enda ófá hand- h tökin sem hann átti þar. Hjálmar var félagslyndur maður og starfaði í mörgum félögum, hér í bæ, alltaf | boðinn og búinn til að gera mönnum “ greiða og hlú að góðum málefnum. Aðalfélag hans var þó AKÓGES og þar áttum við ótaldar ánægjustund- ir með þeim hjónum. Það verður tómlegt við borðið okkar í AKÓGES en þar höfum við átt okkar föstu sæti nokkur hjón í mörg ár. Það mun vanta mikið að sjá ekki Hjálm- ar svífa með þeim fyrstu út á dans- gólfið með Lillu í ljúfum valsi, eða dansa „Austfjarðarþokuna“ sem honum var einatt tileinkuð. Það vantar mikið í Kirkjukórs- fagnaðina þegar enginn Hjálmar tekur hressilega undir í „Þú komst í hlaðið ...“ Sjóstangveiðimenn missa góðan og áhugasaman félaga og svona má lengi telja. Við Gaui munum sakna samverustunda okk- ar á Þorláksmessu þegar Lilla og Hjálmar litu við undir miðnættið eftir að hafa gert síðustu jólainn- kaupin í bænum. Þá má heldur ekki gleyma jólaboðunum á afmæl- isdegi hans 28. desember. Allir ná- grannarnir við Birkihlíð og Túngötu munu sakna vinar í stað. Elsku Lilla mín, Jóhanna, Viðar, Jóna Sigga og Hjálmar litli. Við Gaui ásamt strákunum okkar send- um ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Guð geymi góðan dreng. Hólmfríður Ólafsdóttir. í dag verður gerð frá Landa- kirkju útför Hjálmars Eiðssonar, bankafulltrúa, er lézt í Bandaríkj- unum eftir stutta legu, en þar var hann á ferðalagi með eiginkonu sinni Guðrúnu Oskarsdóttir. Nú er um hálfur annar áratugur síðan Hjálmar kom til liðs við kór Landakirkju. Kirkjutónlistin er megin lyftistöng helgihalds okkar. Mörg fegurstu verk tónbókmennt- anna eru flutt í kirkjum landsins, það tækist ekki nema með mikilli elju flytjenda og stjórnenda. Mætingar 110-140 sinnum á ári er þó nokkuð, þetta gera þeir, mörgu sem tekið hafa ástfóstri við söngstarfið. Forustumenn og safn- aðarfólk eru stolt og þakklát kórum sínum og stjórnendum, því kórar gegna þýðingarmiklu menningar- hlutverki í hverju byggðarlagi, auk þess að túlka gleðiboðskap trúar- innar á stundum gleði og sorgar. Á kveðjustund þakka sóknar- nefnd og söfnuður Landakirkju Hjálmari ómælt framlag og alla skyldurækni hans í störfum fyrir kirkjuna. Þá þakka ég sérstaklega trausta vináttu eftir að standa við hlið hans á söngpallinum í áraraðir. Hjálmar var ágætur söngmaður, starfaði með karlakór, er til var á fyrstu árum hans, þegar hann fluttist til Eyja úr heimabyggð sinni á Norður- landi fyrir um 40 árum. Hjálmar var einn af stofnendum og driffjöð- ur í Samkórnum, er hér starfaði og var m.a. formaður kórsins um skeið. Auk þess söng Hjálmar með mörgum smærri sönghópum. Hon- um var vel til vina enda var Hjálm- ar einstakt ljúfmenni og prúður svo af bar, alltaf léttur í lund og tilbú- inn að segja frá og njóta góðra brandara. Ótal minningar koma í hugann frá gleðistundum og frá ferðalögum utanlands og innan á liðnum árum. 16. júní sl. glöddust kórfélagar með mökum sínum eins og svo oft. Þar vora að sjálfsögðu Hjálmar og Lilla, hans trausti elskulegi lífsföranaut- ur, sem verið hefur honum stoð og stytta á gifturíkri samleið í áratugi. Þau voru einkar samhent, snyrti- mennska og myndarbragur úti og inni til stakrar fyrirmyndar, og við- urkenningar höfðu þau réttilega hlotið fyrir umhverfi sitt og Birki- hlíð 16, er þau reistu á fyrstu bú- skaparárunum. Á síðasta ári slasaðist Hjálmar illa á fæti og lengi óvisst um bata. Ég hafði tækifæri til að fylgjast nokkuð með honum á þessu erfið- leikatímabili. Sá ég þá svo sannar- lega hve Hjálmari var gefin mikil stilling og styrkur til að mæta löngu og tvísýnu veikindastríði. Við þessar aðstæður reyndist fjölskyldan honum ómetanleg. Með eftirminnilegri þolinmæði og sannri karlmennsku Hjálmars skil- aði árangurinn sér að lokum með Guðs hjálp og góðra manna. Að leiðarlokum sendi ég ástkærri eiginkonu Hjálmars, Lillu og börn- um þeirra Jóhönnu og Viðari, sem eins og foreldrar þeirra era mesta manndómsfólk og fjölskyldum þeirra, einlægar samúðarkveðjur. Megi góður Guð blessa minningu Hjálmars og styrkja ástvini alla. Jóhann Friðfinnsson. í dag kveð ég góðan vin og vinnu- félaga, Hjálmar Eiðsson. Ekki óraði mig fyrir því, þegar við töluðum saman síðast, að þetta væri í síð- asta skipti sem við hittumst. Við Hjálmar vorum starfsfélagar í 27 ár, fyrst í útibúi Útvegsbank- ans í Vestmannaeyjum, síðar ís- landsbanka. Öll þessi ár hittumst við í kaffistofu bankans áður en hinn eiginlegi vinnudagur hófst, þá var oft mikið spjallað saman um daginn og veginn. Tveim vikum fyrir andlát Hjálmars ræddum við um hvað það væri nú merkilegt, að öll þessi ár sem við höfðum unn- ið saman hafi aldrei neitt styggðar- yrði farið á milli okkar. Hjálmar var líka þannig persóna, alltaf svo rólegur og yfírvegaður. Hann var snyrtimenni í allan hátt, enda ber heimili þeirra hjóna glöggt merki þess hve vel var búið að öllu. Hjálmar var söngelskur maður og hafði góða tenórrödd. Við vinnu- félagar hans fengum oft að njóta sönglistar hans þegar við hittumst í bankafjöri, þá var oft sungið og trallað langt fram á nótt. Ég gleymi aldrei þeim degi, þeg- ar Hjálmar varð afi, hvílík gleði ljómaði úr augum hans þá! Ekki skyggði það á gleðina þegar litli augasteinninn hans var skírður Hjálmar. Nú þegar ég kveð góðan dreng, Hjálmar vin minn, minnist ég góðs samstarfs og margra ánægjustunda sem við áttum saman. Ég og fjöl- skylda mín sendum Lillu, Jóhönnu, Viðari, Jónu Ósk og litla Hjálmari okkar dýpstu samúðarkveðjur. Kristrún. Hjálmar var fæddur að Skálá, Fellshreppi, Skagafírði, sonur Eiðs kennara og bónda þar f. 10. septem- ber 1893, Sigurjónssonar, bónda Jónssonar á Óslandi og konu hans Siguijónu Magnúsdóttur, Hólum í Öxnadal. Móðir Hjálmars var Guð- laug Veronika f. 14. mars 1896, Fransdóttir, bónda í Málmey á Skagafírði. Kona hans var Jóhanna Gunnarsdóttir. Eins og ætt og uppruni bera með sér ólst Hjálmar upp við venjubund- in landbúnaðarstörf og hann út- skrifaðist sem gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri. Systkini eru Sigrún, Auður og Baldur. Tæplega þrítugur hleypir Hjálm- ar heimdraganum og sem margra ungra manna var háttur á þeim tíma var leitað fanga í verstöð og fer hann þvert yfir landið og hefur verslunarstörf hjá Helga Benedikts- syni í Vestmannaeyjum. Þar vinnur Hjálmar til septembers 1954, að hann hefur störf í Útvegsbankanum og varð það starfsvettvangur hans til æviloka. Hjálmar finnur eiginkonu sína í Vestmannaeyjum, unga Eyjasnót, Guðrúnu Ágústu, f. 5. maí 1929, Óskarsdóttur, rafveitustjóra, Seyð- isfirði. Móðir Guðrúnar er Jóhanna Ágústsdóttir, fiskimatsmanns að Kiðabergi í Vestmannaeyjum, f. 31. ágúst 1875, Benediktssonar og konu hans Guðrúnar Hafsteinsdótt- ur frá Fjósum í Mýrdal, f. 8. júní 1878. Jóhanna er fædd 26. ágúst 1907 og var kona Baldurs Ólafsson- ar bankastjóra Útvegsbankans í Vestmannaeyjum, sem er látinn. Börn Hjálmars og Guðrúnar Ág- ústu era: Jóhanna, f. 11. október 1955 og Viðar f. 15. júní 1960, sambýliskona Viðars er Jóna Guð- mundsdóttir, Þ.B. Ólafssonar, f. 25. september 1966, sonur þeirra er Hjálmar f. 18. janúar 1991. Hjálmar var félagslyndur maður og sem sannur Skagfírðingur, söngvinn vel. Hafði hann bjarta og tæra tenórrödd, sem nýttist vel í kórstarfi Eyjamanna og hefur hann sungið með Kór Landakirkju til margra ára. Má segja að það hafi verið helsta áhugamál Hjálmars fyrir utan að sinna húsi og heimili. Lagði hann mikinn metnað í garð- yrkju sína og var oft stoltur að hausti yfír vænni uppskeru, sem og fögrum blómum að sumri. Eitt áhugamál átti Hjálmar sér, sem ekki fór hátt, en hann hafði einstak- lega gaman af að bregða sér á sjó- stöng eða skytten' með vinum og kunningjum. Þá fór hann oft upp á land og nældi sér í grágæs til há- tíðabrigða. Átti hann þar margar ánægjustundir með Eiði frænda sín- um, sem býr að Búlandi í Austur- Landeyjum og er þekkt gæsaskytta þar í sveit. Hjálmar varð AKÓGESI 31. jan- úar 1955 og var þar vel virkur og sat í sex stjórnum félagsins ýmist sem aðal- eða varagjaldkeri, ritari eða varaformaður. Hjálmar var einn af þessum hæglátu og hógværu samferðamönnum, sem var trúr því sem honum var falið. Hafði sig lítið í frammi en var vel virkur og vinur vina sinna í raun. Við AKÓGESAR kveðjum vin og góðan félaga og sendum aðstand- endum öllum innilegustu samúðar- kveðjur. AKÓGESAR í Vestmanna- eyjum. Hjálmar Eiðsson bankafulltrúi andaðist 29. júní sl., 66 ára að aldri. Lát hans kom snöggt og óvænt. Við félagar hans í Kór Landakirkju voram nýlega búnir að hittast, hressir og glaðir. Við áttum ekki von á því að þetta yrðu okkar síð- ustu samfundir. Hjálmar var félagi í Kór Landakirkju um langt árabil, en áður hafði hann sungið með Samkór Vestmannaeyja. í áralöngu samstarfí í söng kynnast menn nánar en í mörgu öðru félagsstarfí. Söngurinn sameinar og það næst ekki árangur nema með samstill- ingu hugar og raddar. Starf Kórs Landakirkju hefur verið mjög þróttmikið. Auk messusöngs, sem seint verður ofmetinn, hefur kórinn ferðast mikið, bæði innanlands og utan. Hjálmar tók þátt í öllu þessu starfi af lífi og sál. Hann hafði bjarta tenórrödd, enda Skagfirðing- ur. Hjálmar var mjög tónviss og naut sá þess sem þetta ritar, enda stóð ég jafnan við hlið hans. Nú er skarð fyrir skildi. Röddin er hljóðnuð og hópurinn stendur hnípinn. Við kórfélagar minnumst góðs félaga með þakk- læti og virðingu. Kæra vinkona, Guðrún Ágústa, við sendum þér, börnum þínum, tengdadóttur, og barnabarni okkar innilegustu samúðarkveðjur, og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. F.h. Kórs Landakirkju, Jóhann Björnsson. Okkur langar í fáum orðum að minnast samstarfsfélaga okkar, Hjálmars Eiðssonar bankafulltrúa. Það voru þungbær tíðindi sem bár- ust okkur hér í bankanum að morgni 30. júní sl., um að Hjálmar hefði látist þá um nóttina. Þau hjónin Hjálmar og Guðrún Ágústa eða Lilla eins og hún er ávallt nefnd af vinum, voru nýkom- in til Bandaríkjanna þar sem þau hugðust eyða sumarleyfínu hjá ætt- ingjum, þegar Hjálmar veiktist snögglega og var innan fárra daga allur. Hjálmar hóf störf hjá Útvegs- banka íslands, sem nú er orðinn íslandsbanki hf., árið 1954 oghafði því starfað samfellt í 38 ár í bank- anum. Á þessum tíma gegndi hann ýmsum fjölbreyttum störfum innan bankans og á löngum og farsælum starfsferli nýttust eiginleikar hans vel, ötull og einlægur í starfí og farsæll bankamaður. Hjálmar var afar söngelskur maður og starfaði í fjölda ára með söngkóram sem hér störfuðu í Vest- mannaeyjum, nú síðast í kór Landa- kirkju. Hjálmar tók þátt í félags- starfí bankans af lífi og sál, hann sá jafnan um að ættjarðarlögin ómuðu og kunni hann fjöldann allan af þeim. Hjálmar hafði þann eigin- leika sem fleiri mættu hafa í dag, að bera skynbragð á fegurð lags og ljóðs. Þegar litið er yfír lífsferil Hjálm- ars Eiðssonar kemur í hugann nið- urlag 23. Davíðsálms „Já gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína“. Við vottum eftirlifandi eiginkonu, börnum og barnabami okkar dýpstu samúð og óskum þeim Guðs bless- unar og huggunar á þessari sorgar- stundu. Megi minningin um góðan dreng lifa í hjörtum okkar allra. Samstarfsmenn í íslandsbanka hf., Vestmannaeyjum Sorgartíðindi bárust árla morg- uns 30. júní sl. Hjálmar var látinn. Hjálmar og Guðrún Ágústa (Lilla) kona hans vora nýkomin til Seattle í Bandaríkjunum þar sem þau voru að heimsækja systur Lillu, þegar Hjálmar veiktist skyndilega og lést skömmu síðar. Við andlát Hjálmars er skarð fyrir skildi. Hjálmar gerðist félagi í AKÓGES 1955 og varð hann strax virkur og góður félagi, ávallt reiðu- búinn ef til hans var leitað. Sat hann nokkram sinnum í stjórn fé- lagsins. Hjálmar var mikill félags- maður og hafði yndi af því að vera innan um fólk. Söngmaður var hann góður og var um áratuga skeið í Kór Landakirkju og einnig í Sam- kór Vestmannaeyja meðan hann var við lýði. Félagar í Kór Landakirkju munu sakna góðs vinar og félaga eins og við í AKÓGES. Hjálmar var virkur félagi í Sjó- stangveiðifélagi Vestmannaeyja og í félagi Norðlendinga í Vestmanna- eyjum og sat tíðum í stjórnum þess- ara félaga. Hjálmar var slyngur veiðimaður og kom oftast heim með bikar eða verðlaunapening eftir þátttöku í mótum. Eins og áður hefur verið sagt munum við í AKÓGES sakna góðs vinar og félaga, það vora margar gleðistundimar sem við áttum sam- an í AKÓGES, ýmist á fundum, skemmtunum eða ferðalögum. Nú er þessu lokið en við minnumst góðs félaga með söknuði. Lilla, Jóhanna, Viðar, Jóna og litli Hjálmar, verði minning um góðan eiginmann, föður, tengdaföð- ur og afa, styrkur í sorg ykkar. Guð blessi minningu Hjálmars Eiðs- sonar. Vinir og félagar í AKÓGES. Sérfræðingar í blómaskreytingum vió öll tækifæri IIÍHÉ blómaverkstæói ISlNNA^ Skólavörðustíg 12 á horni Bérgstaðastrætis sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.