Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 29 Minning: Halldóra Jónsdóttir frá Skeggjastöðum Fædd 17. ágúst 1888 Dáin 16. júní 1992 Halldóra Jónsdóttir lést á Drop- laugarstöðum í Reykjavík hinn 16. júní sl., tæpra 104 ára gömul, eftir skammvinn veikindi. Hún fékk heila- blóðfall í svefni þremur dögum áður, en hafði fótavist hvem dag fram að því. Hún var jarðsungin frá Hall- grímskirkju 23. júní sl. Lokið er óvenjulangri og farsælli ævi þessarar heiðurskonu, sem ég ætla að minn- ast í nokkrum orðum að leiðarlokum. Dóra var fædd á Skeggjastöðum í Flóa, næstyngst 9 systkina. Þau voru þessi: Bjarnhéðinn (f. 1876, d. 1920) jámsmiður í Reykjavík, Guð- mundur (f. 1877) klæðskeri í Kanada, Ragnheiður (f. 1878, d. 1931) húsmóðir í Túni, amma þess sem þetta ritar, Halldór (f. 1879, d. 1946) bóndi á Skeggjastöðum, Sæ- mundur (f. 1881, d. 1964) bóndi á Neistastöðum og síðar verkamaður á Eyrarbakka, Helgi (f. 1885, d. 1977) skipstjóri í Grimsby, Guðjón (f. 1887, d. 1958) vinnumaður á Skeggjastöðum, Halldóra og Jón (f. 1891, d. 1973) múrari í Reykjavík. Uppeldissystir hennar er Kristín Kristjánsdóttir frá Bollastöðum, sem lengi vann við kaffisölu í Iðnó og er orðin 95 ára að aldri, vel em. Foreldrar Halldóru voru þau hjón- in Guðrún Bjarnhéðinsdóttir (1847- 1933) frá Þjóðólfshaga í Holtum, Einarssonar og konu hans Guðrúnar Helgadóttur frá Markaskarði, og Jón Guðmundsson (1841-1927) frá Skeggjastöðum, Þorvaldssonar bónda í Auðsholti, Björnssonar í Vorsabæ á Skeiðum, Högnasonar lögréttumanns á Laugarvatni, Björnssonar prests á Snæfoksstöð- um. Kona Guðmundar var Halldóra Jónsdóttir frá Sviðholti. Hún átti áður Diðrik Benediktsson frá Hraun- gerði og er af þeim komið m.a. Vorsabæjarfólkið í Ölfusi og Kaldár- hottsfólkið í Holtum. (Mynd af Skeggjastaðahjónunum ásamt 6 börnum þeirra, m.a. Halldóru, er birt í Ijósmyndabók Haralds Blöndals, Ljósmyndarinn í þorpinu, nr. 71, Rvk 1983.) Jón á Skeggjastöðum var vel hag- ur maður á tré og járn og Guðrún kona hans saumaði föt, m.a. kjóla, og sneið sjálf en þá var ofið í þá heima á Skeggjastöðum. Handlagn- ina hefur Dóra því erft frá báðum foreldrum. Bræður hennar vom góð- ir smiðir og Ragnheiður systir henn- ar gerði einnig hluti af listfengi, m.a. í tré. Halldóra ólst upp á Skeggjastöð- um og mundi fyrst eftir sér um 8 ára aldurinn þegar hún fór gangandi til Laugardælakirkju með móður sinni og sama árið, 1896, urðu jarð- skjálftamir miklu sem hún mundi vel. Ekkert hrundi af bænum á Skeggjastöðum en heimilisfólk hafð- ist við eina nótt úti á túni. Dóra gekk ekki í skóla en Bjarnhéðinn bróðir hennar kenndi henni að stafa og hún lærði að skrifa og reikna hjá manni á næsta bæ, Jóhanni Daníels- syni í Starkarhúsum í Hraungerði- storfunni. Dóra fermdist í nýju kirkjunni í Hraungerði á hvítasunnunni árið 1903 hjá séra Ólafi Sæmundssyni, þá 14 ára, ásamt 9 öðrum bömum. Hún fermdist í skautbúningi sem var fenginn að láni handa henni, en hún eignaðist peysuföt þegar hún var fermd. Hún fékk söðul árið 1907 og fór þá út að Ölfusá til að sjá kónginn. Þegar hún var 24 ára, árið 1912, fór hún sína fyrstu ferð til Reykjavík- ur, á hesti, til að fara í húsmæðra- skóla hjá þeim Hólmfríði Gísladóttur og Ingunni Bergmann. Skólinn var í Iðnó og starfaði í 2 mánuði. Það var það fyrsta sem hún fór að heim- an. Það var góður lærdómur að vera hjá Hólmfríði og Ingunni, kennd bæði matreiðsla og framreiðsla, og að baka og stífa, og ýmsir skólapilt- ar nutu þess, því þeir borðuðu marg- ir hjá þeim. Á Skeggjastöðum var mikill gesta- gangur því að bærinn var í þjóðbraut og þar var jafnframt greiðasala. Dóra liafði því nóg að gera heima og einnig var hún stundum fengin til að hjálpa til í Þjórsártúni, þegar fundir voru þar. Á veturna vom skemmtanir í sveitinni, bæði í Króki og Hjálmholti, og þegar ungmenna- félag var stofnað gekk Dóra í það. Alfarin fór Halldóra til Reykjavík- ur 2. janúar 1919 og fékk vinnu hjá vinkonu sinni, Sigríði Þorsteinsdótt- ur, sem rak saumaverkstæði á Ný- lendugötunni og saumaði kjóla. Þeg- ar kom fram á vorið minnkaði um vinnu og fór hún þá til Andersen & Lauth og var þar með hléum fram til 1939 við karlmannafatasaum. Þau vinnubrögð hafði hún lært af bróður sínum Guðmundi þegar hann kom heim eftir að hafa lært klæðskeraiðn í Reykjavík og sneið og saumaði föt á 6 bræður sína á Skeggjastöðum með aðstoð Halldóm. Hún hefur lýst vinnuaðstæðum sínum og kjömm saumakvenna í Reykjavík í sambandi við könnun sem gerð var á þeim störfum árið 1984 og er fróðlegt að skyggnast um á þeim starfsvettvangi eins og hún lýsir honum þar. Hún var á stríðs- ámnum hjá Gefjuni, frá 1939 til 1944, þegar Hótel ísland brann, en þar hjá var saumastofan til húsa. Síðan var hún aftur í vinnu hjá Andersen & Lauth í tíu ár og að síðustu hjá Sport- veri í fastri vinnu frá 1954-1960. Guðmunda Jóns- dóttir - Kveðjuorð Fædd 12. september 1903 Dáin 19. júní 1992 Hinn 19. júní síðastliðinn lést á Hrafnistu í Reykjavík kær vinkona mín og velgjörðarkona, Guðmunda Jónsdóttir, sem lengst átti heimili á Öldugötu 53 í Reykjavík. Guðmunda var fædd 12. septem- ber 1903 á Grettisgötu 29. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Guð- mundsdóttur og Jóns Gestssonar, sjómanns og steinsmiðs. Á Grettis- götu leigði fjölskyldan og bjó þröngt, aðeins í einu herbergi. Þar bjuggu foreldrar Guðmundu í átta ár en þá keyptu þau hús á Laugavegi 77. Það var tvílyft timburhús, og þar fór vel um alla fjölskylduna. Foreldrar Guð- mundu voru ættuð úr Flóanum. Þau kynntust í Kaldaðarnesi, þar sem þau vom bæði vinnuhjú. Á stórbýlinu voru þau gift og haldið veglegt brúð- kaup. Jón og Guðrún báru fólkinu í Kaldaðamesi vel söguna og minnt- ust allrar fjölskyldunnar með hlýju og virðingu. Guðmunda var elst af börnum Jóns og Guðrúnar. Yngri voru bræð- urnir Elías og Egill, en þeir eru báð- ir látnir. Móðuramma Guðmundu bjó í Hallskoti, nálægt Eyrarbakka, og þangað fór Guðmunda með móður sinni og bræðram í sveit á sumrin öll sín bemsku- og unglingsár, enda kunni hún öll algeng sveitastörf. Um tvítugt ræðst Guðmunda í verslun til Guðrúnar Jónasson og Gunnþór- unnar Halldórsdóttur, en þær ráku saman verslun í Reykjavík um ára- bil. Þar vann Guðmunda um tíu ára skeið, eða þar til hún gifti sig. Guð- mundu líkaði mjög vel að vinna hjá þessum heiðurskonum og þeim hefur eflaust líkað mjög vel við Guðmundu sem að minnsta kosti sýndi sig í því að þær tóku hana með sér í inn- kaupaferð til Englands. Þá var ferð- ast á skipum milli landa og utan- landsferðir ekki algengar eins og nú er. Árið 1933 giftist Guðmunda Steindóri Árnasyni, skipstjóra frá Höfðahólum á Skagaströnd. Þau hófu búskap á Öldugötu 53 en þau keyptu það hús í félagi við foreldra Guðmundu. Guðmunda og Steindór eignuðust tvo syni, Árna sem dó aðeins sex ára gamall og Jón sem er Iærður loftskeytamaður og er gift- ur Guðnýju Ragnarsdóttur. Þau búa á Einimel og eiga tvö böm og þijú barnabörn. Oft minntist Guðmunda á Árna son sinn sem svo ungur var burtu kallaður, en hann dó úr bráða- berklum. Ég gekk í Kvennaskólann í Reykjavík, sem þá var fjögurra vetra nám. Faðir minn Ernst Berndsen og Steindór Árnason vom æskuvinir. Annan veturinn sem ég var í skólan- um fluttist ég til þessara ágætu hjóna. Ég var afar heppin að lenda hjá þessu yndislega fólki, og þau tóku mér eins og dóttur og Jón son- ur þeirra, sem þá var tíu ára, en ég sautján ára, tók mér eins og stóm systur og þannig hefur vinátta okk- ar verið æ síðan. Þegar ég kom á Öldugötu 53 árið 1948 bjuggu for- eldrar Guðmundu á jarðhæðinni, Egill bróðir hennar og Soffía kona hans með sin fimm börn bjuggu á annarri hæð, Guðmunda, Steindór og Jón sonur þeirra á þriðju hæð og í kvistherbergi í risinu bjó Halldóra móðursystir Guðmundu. Allt frænd- fólk í húsinu, það var mjög ánægju- legt að kynnast þeim öllum. Heimili Guðmundu og Steindórs var mjög til fyrirmyndar, mikil gestrisni og rausnarlegt. Guðmunda var mjög mikil og góð húsmóðir, mjög vandlát með allt sem hún hafði handa á milli og í kringum sig, vildi hafa allt fyrsta flokks. Ég minnist þess hve vinkonum mínum úr skólanum þótti gott að koma þar og bám mikla virðingu fyrir þeim hjónum. Guðmunda minntist oft á árin sem hún var í versluninni hjá þeim Gunn- þómnni og Guðrúnu, en þær urðu allar vinkonur ævilangt og einnig miklar vinkonur Steindórs eftir að þau Guðmunda giftu sig. Steindór mat þessar konur mikils, vildi allt fyrir þær gera og bar mikla virðingu fyrir þeim. Þær sýndu best vináttu sína við þau með því að láta þau hafa land undir sumarbústað í Hest- vík við Þingvallavatn, en Guðrún og Gunnþórunn áttu Nesjar í Grafningi. Guðmunda var fædd og uppalin í Reykjavík og engan hef ég þekkt meiri Reykvíking. Hún unni borginni sinni og sagði oft: „Blessuð borgin mín.“ Hún naut þess að sjá borgina breiðast út yfír holt og hæðir. En Jóhann F. Sigvaldason, Brekkulæk — Minning Fæddur 1. ágúst 1905 Dáinn 30. júní 1992 Ég ætla með fáeinum orðum að minnast frænda míns, Jóhanns Frí- manns á Brekkulæk. Jóhann fæddist \ á Melstað (Mel) í Miðfirði 1. ágúst 1905, sonur Hólmfríðar Þorvalds- dóttur og Sigvalda Bjömssonar smiðs. Árið 1906 flyst fjölskyldan að Brekkulæk i sömu sveit og þar ólst hann upp ásamt systkinum sín- um, Birni, Þorvaldi (dáinn 21. janúar 1927), Arinbimi (dáinn 8. maí 1907), Svanborgu, Sigríði (dáin 16. nóvem- ber 1966), Gyðu og Böðvari. Jóhann hafði hug á að menntast og skólaganga hans hófst í Hvítár- bakkaskóla í Borgarfirði og í fram- haldi af því stundaði hann nám í lýðskólum í Þýskalandi á ámnum í kringum 1930. Meðan á Þýskalands- dvölinni stóð ferðaðist hann suður um Evrópu, Balkanskaga og allt suður til Litlu-Asíu. Með alla sína þekkingu erlendis frá sneri Jóhann heim og hóf nám í Kennaraskólanum þar sem hann lauk prófi 1936. Næstu árin var hann farkennari víðsvegar um landið, en sneri heim í sína sveit 1942 og kenndi í Ásbyrgi í Miðfirði (nú Laugar- bakkaskóli) og tók jafnframt við búinu á Brekkulæk. Árið 1947 giftist hann Sigurlaugu Friðriksdóttur, f. 22. júní 1921, d. 1. september 1987, frá Stóra-Ósi og eignuðust þau fjögur börn: Arin- bjöm, f. 5. mars 1950, Friðrik, f. 30. júli 1952, Sigvalda, f. 17. mars 1958 og Hólmfríði, f. 18. ágúst 1959. Fósturdóttir Sigurlaugar og Jóhanns er Hrefna Markan. Aður en Jóhann giftist eignaðist hann son með Ás- dísi Helgadóttur, Hörð, f. 11. nóvern- ber 1932, dó af slysförum 1970. líklega unni hún engum stað eins mikið og sumarbústaðnum sínum í Hestvík. Hún og Steindór nutu þess að vera þar og draga að sér heil- næma loftið við Þingvallavatn. Þangað fór ég oft með þeim og syni þeirra og þar finnst mér, eins og þeim, paradís. Á sínum efri áram reyndu þau að vera þar sem mest á sumrin og glöðust vom þau að vera þar með barnabörnin sín, Harald og Guðmundu, með sér. Síðustu árin sem þau hjónin lifðu dvöldu þau á Hrafnistu og þar and- aðist Steindór árið 1986. Guðmunda vinkona mín var orðin södd lífdaga og átti þá ósk heitasta að mega kveðja þetta líf. Hún var viss um að á næsta tilvemstigi biðu sín vinir. Ég vil þakka þeim hjónum Guð- mundu og Steindóri fyrir alla elsku sína og góðvild við mig og fjölskyldu mína. Jóni, Guðnýju, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Helga Berndsen. í heimasveitinni fékk Jóhann sinnt sínum hugðarefnum, ræktun lands og lýðs. Einu sinni kennari, alltaf Á kvöldin var Halldóra stundum fengin til að uppvarta á hótelum þegar veislur voru og var eftirsótt til slíkra starfa. Halldóra hafði því nóg að gera um sína daga, þó að hún stofnaði ekki til fjölskyldu, ætti hvorki mann né börn. Hún leigði alla tíð herbergi eða íbúð, m.a. á Brávallagötunni og Mánagötunni, og ailtaf var hún vel liðin af þeim sem hún leigði hjá og batt vinskap við það fólk. Hún rétti oft hjálparhönd þeim sem þurftu 'á því að halda og var artarleg og vin- föst manneskja og átti marga vini. Hún átti auðvelt með að umgangast fólk og var glöð í hópi góðra vina og ættingja og hafði um margt að spjalla. Hún tók þátt í félagsstarfi með Árnesingum og fór í ferðir með Ferðafélaginu og öðrum félagasam- tökum sem hún átti aðild að, t.d. Hallgrímskirkju. Hún fór aðeins einu sinni til útlanda, til að heimsækja Helga bróður sinn í Englandi árið 1922. Annars heimsótti hún frænd- fólk og vini fyrir austan á hveiju ári og hjálpaði til þar sem þörf var fyrir það. Árið 1982 flutti Dóra á Droplaug- arstaði þegar það hús var opnað. Hún tók þá sinn þátt í því að sauma dúka í borðstofu, lagði til saumavél og faldaði og býr stofnunin enn að því. Þannig sparaði hún sig hvergi, hélt áfram að vinna handavinnu og gaf ættingjum sínum, hvort sem vom púðar eða annað, unnið með lista- handbragði. Þegar Halldóra varð tíræð hélt hún upp á afmæli sitt í Skíðaskálanum og síðasta ferðin hennar út fyrir borgina var einmitt í lok maí til þess að skoða nýja skíðaskálann, sem þá var rétt óopnaður. Hún hélt mikið upp á þann stað eins og margir Reyk- víkingar bæði fyrr og síðar. Á síðustu vikum var sjónin farin að daprast og í síðasta skipti sem ég heimsótti Halldóm hafði hún orð á því hve dimmt væri yfir upp á síð- kastið. Ég skildi það líka þeim skiln- ingi, að halla tæki hennar eigin degi en áhuginn á því sem var að gerast í kringum hana var enn óbilaður og minnið á fólk og atvik hið sama og áður. Reisn hennar var á sínum stað því að hún var alla tíð myndarleg kona. Halldóra bar aldurinn einstaklega vel, svo að ég held að fáir samlandar hennar hafí lifað svo lengi og jafn- framt eins vel sem hún gerði. Hún var glaðsinna og full af bjartsýni, fylgdist vel með dægurmálum, var ósátt við skoðanabræður í stjómmál- um þegar henni þótti þeir bmðla með almannafé, en gladdist með borgarstjórn í Höfða þegar Reykvík- ingar voru orðnir 100.000. Hún lifði líka að sjá ótrúlega miklar breyting- ar jafnt í borginni sem í sveitinni á löngum lífsferli sínum. Hún hélt mikið upp á frændfólk sitt og þess nutum við löngum, frá bamæsku til fullorðinsára. Hennar er nú saknað af frændum og vinum og einlæg þökk er henni hér færð fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Hressilegt viðmót hennar, rausn hennar og elskulegheit gleymist ekki. Blessuð sé minning hennar. Svavar Sigmundsson. kennari. Alltaf var Jóhann að upp- fræða viðmælendur sína um íslenska menningu, mál, sögu, bókmenntir fomar og nýjar og ekki síður menn- ingu annarra þjóða. Ekki spillti það fyrir Jóhanni að hann hafði ríkt skop- skyn og kunni margar góðar kímni- sögur sem krydduðu frásagnir hans. En Jóhann var heilsuveill í fjölda ára og varð að gangast undir miklar skurðaðgerðir og vera langdvölum á sjúkrahúsum. Því varð hann að hætta kennslu, en búskap stundaði hann svo lengi sem kraftar entust. Friðrik, sonur hans, tók síðan við búinu og síðustu árin var Jóhann á sjúkrahús- inu á Hvammstanga. Það sem ég minnist fyrst og síð- ast þegar ég hugsa um Jóhann em hendumar. Hendurnar sem straku og sléttuðu blað í gamalli bók sem hann var að binda inn. Hendurnar sem snertu varlega blöð á hríslu sem átti að vaxa upp og verða að stóm tré. Hendurnar sem blíðlega snertu grasið sem óx upp úr fallegri sléttu þar sem áður var melur. Ég votta bömum hans og öðmm aðstandendum samúð mína. Jóhanna Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.