Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 34
H MORGUNBLAÐH) UUGARDAGUH 11. JÚLÍ: 1992 BUGSY STÓRMYND BARRYS LEVINSON WARREN BEATTY, ANNETTE BENING, HARVEY KEITEL OG BEN KINGSLEY. MYNDIN, SEM VAR TILNEFNI TIL 10 ÓSKARSVERÐLAUNA. ★ ★ ★ D V. ★ ★★★ AI. MBL. ★ ★ ★BÍÓLÍNAN Sýnd kl. 5, 9 og 11.30. Bönnuð börnum i. 16 ára. OÐURTIL HAFSINS Sýnd kl. 7.05 og 9.15. Bönnuð i. 14ára. Sýnd kl. 4.45. STRÁKARNIR í HVERFINU Sýnd kl. 11.35. Bönnuð i. 16ára. BÖRN NÁTTÚRUNNAR Sýnd kl. 7.30 í A-sal. 12. sýnmán. SPECTRal recoRDING . nniDOLBYsrrgRTElHH f A- OG B- SAL >|C >K Næstum blá Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Næstum ólétt - „Almost Pregnant“ Leikstjóri Michael DeLu- ise. Aðalleikendur Tanya Roberts, Jeff Conaway, Joan Severance, Dom DeLuise. Bandarísk sjón- varpsmynd. Vision 1991. Hér bögglast litlir spá- menn í Hollywood við að teygja sig inná sérsvið Frakka í kvikmyndagerð - kynlífskómedíuna - en brestur getuna sem endra- nær. Þvoglulegur söguþráð- ur er eitthvað á þá leið að hin fagurlimaða Roberts nær ekki að verða þunguð af heldur glundurskenndu sæði spúsa síns (Conaway) og ákveða þá hjónakomin að leita á náðir nágrannans í von um haldbetri lífsinsel- ixír. Þessi grannagreiði fer vitaskuld fyrir brjóstið á Conaway sem lætur krók koma á móti bragði og tek- ur að gamna sér með eigin- konu (Severance) grannans og una nú allir glaðir við sitt um stund. Eða þar til von er á fjölgun í götunni. Einsog sjá má af ofanrit- uðu er Næstum ólétt næst- um blá, þó er engan vegin nóg döngun í mannskapn- um til að gera hreinlega ljósbláa skopmynd, útkom- an er illflokkanleg samsuða af kroppasýningum og hall- ærisbröndurum. Það er eftir öðru að mannskapinn leiðir Tanya Roberts, sem er lvissulega snoppufríð en leikhæfíleikarnir í þveröf- ugu hlutfalli við útlitið. Hún varð fræg af endemum á síðasta áratug þegar hún rústaði ferilinn í mynd- arnefnunni Sheena. Hér virðist hún hafa fundið punktinn yfir iið. Dom DeLuise bregður fyrir í mýflugumynd í hlutverki kynlífssérfræðings og er það sjálfsagt greiði við leik- stjórann - sem ber sama ættarnafn. Eini ljósi punkt- urinn er hin íturvaxna og frambærilega gamanleik- kona Joan Severance, en hennar stærsti galli er að leika í vondum myndum. Því miður. Þessi hefði mátt fara viðstöðulaust á mynd- bandamarkaðinn. Arleg firmakeppni Golf klúbbs Sauðárkróks Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Ámi Guðmundsson framkvæmdastjóri Skjáldar ásamt konu sinni Svanfríði Þóroddsdóttur á milli þeirra er Óli Barðdal Reynisson sem lék fyrir Skjöld hf. en á vegum klúbbsins fer unglinga þar sem kennari er fram mjög öflugt starf meðal Ámi Jónsson golfkennari. annars golfskóli fyrir börn og - BB. Stykkishólmur: Ættarmót og tjaldbúðir Stykkishólmi. Á TJALDSVÆÐUM í Stykkishólmi, helgina 27. og 28. júní sl., var líklega slegið aðsóknarmet og meðal þessara gesta voru eldri Hólmarar að minnast á ættarmóti, hjón- anna Elísabetar Gísladóttur frá Vatnabúðum í Eyrarsveit og Bjarna Kristjánssonar, sem fæddur var 1881 í Stykkis- hólmi og átti hér heima alla tíð siðan. Sauðárkróki. NÝLEGA fór fram árleg firmakeppni Golfklúbbs Sauðárkróks á velli félags- ins við Hlíðarenda. Að þessu sinni tóku 64 fyrir- tæki þátt í mótinu, og kom- ust 20 í úrslit. í kaffísamsæti í félags- heimili klúbbsins, bauð Einar Einarsson formaður gesti vel- komna, en síðan tók til máls Gunnar Þ. Guðjónsson for- maður mótanefndar og lýsti úrslitum og afhenti fulltrúum þeirra tuttugu fyrirtækja sem í úrslit komust, blóm frá klúbbnum. í fyrsta sæti varð Hrað- frystihúsið Skjöldur hf., en fyrir það lék Óli Barðdal Reynisson, í öðru sæti varð Trésmiðjan Borg hf. fyrir hana lék Oddbjöm Magnús- son og í þriðja sæti varð Verslun Haraldar Júlíussonar en fyrir hana lék Fannar Haraldsson. Fulltrúar fyrirtækjanna tóku á móti viðurkenningum og verðlaunum vegna keppn- innar, Bjarni Haraldsson fyrir Verslun Haraldar, Guðmund- ur Guðmundsson fyrir Tré- sgiiðjuna Borg, og Ámi Guð- mundsson fyrir Hraðfrysti- húsið Skjöld. Einnig var eig- inkonu Ama, Svanfríði Þór- oddsdóttur, afhentur blóm- vöndur vegna afmælis er hún átti þennan dag. Að lokum kynntu Golf- klúbbsmenn mótin í sumar Þau áttu mörg börn og út frá þeim er kominn fjöldi af- komenda. Skyldi þetta ekki vera fyrsta' ættarmótið sem haldið er á tjaldstæðum hér úti á landi en það er nú mik- ill og góður siður að halda ættarmót og minnast ætt- ingja sinna. Veður var gott og hag- stætt þannig að ekki spillti það. Bjarni var verkamaður og seinustu árin var hann hringjari við Stykkishólms- kirkju og kirkjuvörður. - Árni. FYNDNASTA MYNDIN í BANDA- RÍKJUNUM MYNDIN SLÓ í GEGN í BRETLANDI FYRIR SKÖMMU ★ ★ * *TVÍMÆLA- LAUSTGAMAN- MYND SUMARSINS SAMFELLDUR BRANDARI FRÁ UPPHAFI TIL ENDA. STÓRGRÍNM YND SEM Á ENGASÉR LÍKA. ATH. GEGN FRAMVÍSUN BÍÓMIÐA AF „VERÖLD WAYNES“ ER VEITTUR 10% AFSLÁTTUR HfÁ PIZZA HUT í MIÓDD- INNI OG HÓTEL ESJU. Sýndkl. 5.05, 7.05,9.05 og 11.10. GREIÐINN, ÚRIÐ 0G STÓRFISKURINN Bob Hosk ins Jeff Goldblum Nata.slla RjdiarRson and Micllfl Blanc Rómantísk gamanmynd utan venjulegrar reynslu. Greiðasemi borgar sig ekki alltaf, og sennilega hvað síst í þeim málum er tengjast hinu Ijúfa lífi. Louis kynnist Sybil, Sybil kynnist ástinni, ástsjúkur píanisti tryllist. FRÁBÆR GRÍNMYND UM ALVÖRUGEFIÐ EFNI. Aðalhlutverk: BOB HOSKINS, JEFF GOLDBLUM, NATASHA RICHARDSON og MICHEL BLANC. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. - Bönnuð innan 12 ára. STÆRSTA BÍÓIÐ ÞAR SEM — ALLIR SALIR ERU FYRSTA r— * FLOKKS HÁSKOLABÍÓ SÍMI22140 GRÍNMVNDSUMARSINS VERÖLD WAYNES SOVHIEIGN PICTlffES ™hb<ij« LES RLMS ARIANE PROtXJCTION B06 HOSKINS JBT G0LD6UJM NAIASHA RICHARDSON w MICHEL BLANC “THE FAVOUR, THE WAICH, AND THE VKV BIG RSH" ■ FLUGSÝNING á Ham- arsnesflugvelli verður haldin laugardaginn 11. júlí ef veður leyfir og hefst kl. 14.00. Dagskrá sýningar- innar: Kl. 14 verður flugsýn- ing módelflugvéla, listflug módelvéla, fyrristríðsvéla og seinnistríðsvéla. Auk list- flugs munu þessar flugvélar koma fram í spennandi sýn- ingaratriðum. Kl. 15.30 verður flugsýning. Margar tegundir flugvéla í fullri stærð verða á sýningunni og munu þær fljúga yfir sýning- arsvæðið. Áðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn, ókeypis fyrir böm yngri en 6 ára. ■ TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum M-nefndar og Tónlistarskólans í Garði sunnudaginn 12. júlí nk. kl. 20 í Sæborgu, Garði. Gítarleikarinn Uwe Esc- hner leikur tónlist frá Bar- rokk tímabilinu og tónverk frá þessari öld. Allir vel- komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.