Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 40
MlCROSOFT. einar j. \MNDOWS. skúlasonhf MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl e91100, SlMBREF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Slapp betur úr árekstri en á horfðist Morgunblaðið/Ingvar Frá slysstaðnum. í baksýn er hlúð að ökumanni Fiat-bílsins en slökkviliðsmenn hafa sprautað froðu yfír flak bílsins til að hindra að eldur komi upp í honum. LÖGREGLAN í Hafnarfirði telur það mikla mildi að 38 ára gömui kona, ökumaður lítils Fiat-bíls, skuli hafa sloppið lifandi úr geysi- hörðum árekstri sem varð á nýju Reykjanesbraut við Hnoðraholt í Garðabæ um klukkan 10 í gærmorgun. Konan var á leið suðurúr. Sjónarvottar tjáðu lögreglu að hún hafi ekið ógætilega fram úr tveimur bílum og skall bíll hennar framan á sendibíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn lögreglu sveigði öku- vegarins þegar hann sá að hverju maður sendibílsins inn að miðju stefndi og fyrir vikið kom höggið á mannlausa farþegahlið litla bílsins. Svo mikið var höggið á Fiatinn að vart var bílsmynd á flakinu. Kalla þurfti til tækjabíla slökkviliðsins að losa um öku- manninn. Hún var með meðvit- und en talin mikið meidd og bein- brotin. Gerð var aðgerð á oln- boga hennar en hún er ekki í lífshættu. Ökumaður sendibílsins og far- þegi hans voru einnig fluttir til rannsóknar á sjúkrahús en voru ekki hættulega slasaðir. Bíldudalur: Svíar vilja kaupa hey frá Islandi SVÍAR hafa spurst fyrir um hvort möguleiki sé á að fá keypt allt að 10 þúsund hesta af heyi frá Is- landi. Vegna langvarandi þurrka þar í landi horfa sænskir bændur fram á heyleysi og hallæri. Fyrirspurn um möguleika á hey- kaupum frá íslandi barst Búnaðarfé- lagi íslands og vísaði það henni norð- ur í Eyjafjörð, en bændur þar um slóðir eiga umtalsverðar fymingar frá fyrra ári og eins er útlit fyrir góðan heyfeng nú í sumar. Það var Inge Mösner, forsvars- maður samvinnufélags i Kalmar í Svíþjóð er sér um innkaup fyrir bændur, sem spurðist fyrir um þetta mál hjá Búnaðarfélagi íslands. Sænskir bændur sjá fram á heyleysi vegna langvarandi þurrka og er ástandið víða mjög slæmt. Óskað var eftir tilboðum og ef af kaupum verð- ur vilja Svíarnir fá heyið í september næstkomandi. Sjá á Akureyrarsíðu bls. 24. -------» ----- Formaður HSÍ vfll skaða- bætur frá IOC ÓLYMPÍUNEFND Júgóslavíu samþykkti í gær þá tillögu alþjóða ólympiunefndarinnar (IOC) að íþróttamenn á hennar vegum kepptu á ólympiuleikunum í Barc- elona sem einstaklingar í nafni „óháða liðsins" en ekki í nafni Júgóslavíu. Þar með er ljóst að landslið íslands í handknattleik karla keppir ekki á leikunum. Forstjóri Byggðastofnunar ræðir bráðabirgðalausn við Landsbankann Landsbankinn ítrekar beiðni um að Fiskvinnslan lýsi sig gjaldþrota FORSVARSMENN Fiskvinnslunnar hf. á Bíldudal áttu í gær fund með bankastjórn Landsbanka Islands vegna þeirrar ákvörðunar bankans að loka fyrir viðskipti við fyrirtækið. Fram kom að afstaða Landsbankans er óbreytt og að hann óskaði eftir því að Fiskvinnsl- an lýsi sig gjaldþrota. Jakob Kristinsson framkvæmdastjóri Fisk- vinnslunnar hf. sagði í gær að stjórn fyrirtækisins yrði fljótlega boðuð til fundar til að ræða ósk bankans um gjaldþrotaskipti. Þá sagði hann að fljótlega hlyti að koma að uppsögnum starfsfólks. Forstjóri Byggðastofnunar átti í gær viðræður við Landsbankann um möguleikana á því að koma starfsemi Fiskvinnslunnar af stað. „Á þessum fundi kom fram, að afstaða Landsbanka Islands er óbreytt," sagði Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjóri í samtali við Morgunblaðið um fundinn með stjórnendum Fiskvinnslunnar hf. „Við óskuðum því eftir því við for- svarsmenn Fiskvinnslunnar, að þeir fari fram á gjaldþrotaskipti." Brynjólfur segir að jafnframt hafí komið fram, að Landsbankinn myndi á næstunni kanna það í samráði við lögfræðing Fiskvinnslunnar, hvernig hagsmunir bankans og annarra " 'áröfuhafa, sem og fólksins á staðn- um, yrðu best tryggðir. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar sagði að hann hefði í gær átt viðræður við Lands- bankann um möguleikana á því að koma aftur á eðlilegri atvinnustarf- semi á Bíldudal og sagðist vonast eftir áframhaldandi viðræðum um samtali við Morgunblaðið eftir fund forráðamanna Fiskvinnslunnar í Landsbankanum. „Ég veit ekki hvað verður. Ef stjórnvöld vilja ekkert gera þá þau um það en þau munu þá ekki njóta mikils trausts, hvorki hjá þessu fólki eða öðru. Ég spyr hvort þetta sé aðeins upphafið, hvort eigi að taka fleiri og stúta þeim?“ sagði Matthías. Allt frá því að Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykkti samskipta- bann á Serba og Svartfellinga hafa litlar líkur verið taldar á að að íþróttamenn frá Júgóslavíu yrðu með á leikunum, sem hefjast 25. júlí. Alþjóða ólympíunefndin hefur hins vegar róið að því öllum árum að fínna lausn á málinu og hún fékkst í gær. Jón Ásgeirsson, formaður HSÍ, segist undrandi á niðurstöðunni og vill krefja alþjóða ólympíunefndina um skaðabætur, 3-4 milljónir króna, vegna kostnaðar við undirbúning landsliðsins fyrir þátttöku í Ólympíu- leikunum, sem ekkert verður af. Sjá frétt á bls. 38 það á mánudag. Hann sagði að þetta væri einnig vilji Landsbankans. Guð- mundur sagði að viðræðurnar sner- ust um bráðabirgðalausnir, þannig að starfsemi Fiskvinnslunnar hf. og Útgerðarfélags Bílddælinga hf. geti haldið áfram á meðan verið væri að huga að framtíðarlausn. „Mér hefur alltaf verið það ljóst að Fiskvinnslan hf. getur ekki starf- að áfram nema að fá inn nýtt fjár- magn. í marga mánuði hafa staðið um það viðræður milli Landsbank- ans, Byggðastofnunar og nýrra hlut- hafa sem vildu gjarnan koma þarna inn með vissum skilyrðum. Lands- bankinn gaf þessum viðmælendum sínum aldrei neitt svar og bar káp- una á báðum öxlum. Síðan kom til- kynning um að búið væri að loka öllu,“ sagði Matthías Bjarnason, fyrsti þingmaður Vestfirðinga, í Aukaaðild að VES: Kostnaður sennilega innan við 5 milljónir króna á ári AUKAAÐILD að Vestur-Evrópusambandinu (VES) mun ef að líkum lætur kosta íslendinga innan við fimm milýónir íslenzkra króna árlega, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fjárframlag nýrra aðildarríkja til reksturs samtakanna verður eitt samningsatr- iðið í viðræðum um aukaaðild íslands, Tyrklands og Noregs að VES, sem hefjast í Róm hinn 16. þessa mánaðar. Rekstur VES kostar nálægt tveimur milljörðum króna árlega. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins greiðir Lúxemborg, sem er fámennasta aðildarríki samtak- anna, 5,5 milljónir ÍSK til rekstrar- ins. Lúxemborg er fullgildur með- limur VES og hefur einnig eigin herlið. Má því ætla að ísland muni greiða nokkru lægri upphæð ef það gerist aukaaðili VES. Verði af aukaaðild, verður fastafulltrúi ís- lands hjá NATO í Brussel væntan- lega einnig fulltrúi á fundum VES, sem flutt hefur höfuðstöðvar sínar til Brussel frá Lundúnum. Fundi utanríkismálanefndar Al- þingis um hugsanlega aukaaðild að VES lauk í fyrrakvöld án sam- eiginlegrar niðurstöðu nefndar- manna, að sögn Eyjólfs Konráðs Jónssonar, formanns nefndarinnar. Að því er þó stefnt af hálfu ríkis- stjómarinnar að gengið verði til viðræðnanna í Róm á fimmtudag í næstu viku. Þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur þegar samþykkt að farið verði í viðræður, en formlega verður fjallað um málið á þing- flokksfundi sjálfstæðismanna næstkomandi miðvikudag. Sjá „Bandalagsríkin í NATO hlynnt aukaaðild Islands" á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.