Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 162. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Sómalía: Reynt að bjarga minjónum manna frá hungurdauða Talið að 3.000 börn svelti í hel dag hvern í landinu Mogadishu, Washington, London. Reuter. VESTRÆN ríki leita nú leiða til að koma matvælum til Sómalíu, en Rauði krossinn og aðrar hjálparstofnanir segja að hvergi í heiminum sé skelfilegra ástand en þar í landi. Tugþúsundir hafa fallið í borgarastyrjöld síðasta eitt og hálfa árið og talið er að 2-3.000 börn svelti nú í hel dag hvern. Af 6,5 milþ'ón íbúum Sómaliu er talið að 4,5 milljónir séu við hungurmörkin. Engin stjórn er í landinu og innbyrðis átök ætt- bálka gera hjálparstofnunum erfitt fyrir að dreifa matvælum. Þjóðveijum ekki skemmt ÞÝSK blöð fjargviðrast nú mikið yfir tölvuleik sem boðið er upp á í Danmörku og ber nafnið „Kálum Þjóðverjunum". Það er tölvuklúbbur danska blaðsins Politiken sem boðið hefur upp á spilið, en það gengur út á að sleppa burt úr kastala, sem hertekinn er af nasistum. Þegar blaðið skýrði svo frá því að utan- ríkisráðherra Danmerkur, Uffe Elle- mann-Jensen, hefði keypt eintak af leiknum varð fjandinn laus. Virt blöð eins og Siiddeutsche Zeitung og Die Welt spurðu hvort þetta væri dæmi um skopskyn ráðherrans og dönsku þjóðar- innar og Hannover-blaðið Neue Presse sló málinu upp sem aðalfrétt á forsíðu. Politiken telur vandamálið hins vegar lig£Ía í takmörkuðu skopskyni Þjóð- verja, sem séu einhverra hiuta vegna súrir út í Dani. Gijónaaustri verði hætt PRESTAR í Veneto-héraði á Ítalíu hafa hvatt fólk til að láta af þeim sið að ausa brúðhjón hrísgrjónum við giftingar. I staðinn ætti fólk að gefa grjónin til hjálp- arstofnana í því skyni að bæta úr hungri í ríkjum þriðja heimsins. Prestarnir hafa reiknað út að í meðalbrúðkaupi sé 30 kílóum af matvælum hent yfir hjónin, en auk hrísgrjóna nota ítalir pasta og baunir til að hylla nýgifta. Það sem 23.000 giftingar fara fram árlega í hér- aðinu er hér um að ræða 690 tonn, sem væru betur komin í maga sveltandi fólks en troðin undir ítölskum lakkskóm, að mati prestanna. Fangelsi fyr- ir íspinnaát TVÆR unglingsstúlkur, 14 og 15 ára gamlar, voru handteknar nýlega í New Orleans í Bandaríkjunum fyrir að koma með íspinna inn í strætisvagn. Borgaryf- irvöld standa nú fyrir herferð gegn neyslu matvæla í almenningsfarartækj- um og hafa ákært 214 manns það sem af er árinu fyrir slíka glæpi. Stúlkurnar voru færðar á lögreglustöð, Ijósmyndað- ar og teknar af þeim fingraför og síðan settar í fangaklefa þar til þær voru sótt- ar. Eldri ísætur hafa sloppið með sekt á staðnum, en samkvæmt lögum Louis- iana-ríkis verður að handtaka afbrota- menn undir 17 ára aldri. Móður stúlkn- anna var ekki skemmt, en talsmaður lögreglu var ekki á því að hún hefði farið yfir strikið. „Það myndu vera mat- arleifar og skríðandi kakkalakkar um öll sæti ef við slökum á. Við verðum að kenna fólki að virða lögin, annars munu alvarlegir glæpir aukast." Rauði krossinn hefur hrundið af stað söfn- un, sem að sögn norska blaðsins Aftenpost- en mun verða sú umfangsmesta í sögu stofn- unarinnar. Ráðgert er að veija um fjórðungi þeirrar upphæðar sem Rauði krossinn hefur til umráða til hjálpar íbúum Sómalíu, eða um sjö milljörðum ÍSK. Formaður breska Rauða krossins sagði við upphaf söfnunar- herferðar þar í landinu að Sómalía væri hinn gleymdi harmleikur heimsins og að matvæli næðu nú aðeins til lítils hluta þeirra sem þyrftu. Algjört stjórnleysi hefur ríkt í Sómalíu síðan uppreisnarmenn hröktu ríkisstjórn Siads Barre frá völdum í ársbytjun í fyrra. Siðan hafa ólíkir hópar uppreisnarmanna borist á banaspjót og hafa meðal annars fjór- ir starfsmenn hjálparstofnana fallið í valinn. I mars sömdu leiðtogar tveggja helstu hóp- anna í Mogadishu, höfuðborg landsins, um vopnahlé fyrir milligöngu Sameinuðu þjóð- anna, en þeir hafa þó litla stjórn á vopnuðum glæpamönnum, sem ræna matvælum úr skipum og geymslum jafnótt og þau berast. Þó að skortur sé á mat telja eftirlitsmenn SÞ að yfir tvær miiljónir byssur séu í umferð í Mogadishu, þar sem íbúar eru 1,2 milljón- ir. Gangverðið á hríðskotariffli er um 5.000 krónur, þó að varla séu nokkrir peningar í umferð. Aðeins eru örfáir fulltrúar frá SÞ í borginni til að reyna að fylgjast með því að vopnahléð haldi og nýlega var hætt við að senda fleiri gæsluliða vegna þess að það var ekki virt. „í þessari viku er von á háttsettri sendi- nefnd frá Bandaríkjunum til Mogadishu til að leita leiða til að bæta úr ástandinu. Eng- inn bandarískur embættismaður hefur komið þangað síðan Bandaríkin lokuðu sendiráði sínu í janúar í fyrra og sendinefndin, sem í er öldungardeildarþingmaður, mun ekki gista yfir nótt í Mogadishu, þar sem slíkt er talið of hættulegt. Talið er að hundruð eða þúsundir manna falli dag hvern fyrir byssukúlum eða hungurvofunni bara í Moga- dishu, en sendinefndin ætlar einnig að kanna fréttir af alvarlegri hungusneyð í héraði við landamæri Eþíópíu. Flóttamenn hafa streymt frá Sómalíu til Eþíópíu, þó að þar séu einnig þurrkar og matarskortur. FAGNAÐARFUNDUR fjölskylduH 12 DANSKURINN ÞAMBAR ÖL OG SLEIKIR ÍS BJÖKMW BAKVIÐ BRIDSID 14 BLAÐ HAPPADRÆTTK) Náms- menn og sumarvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.