Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 EFNI Reykjavíkurhöfn: Brotistinn í fiskibát LÖGREGLUNNI í Reylgavík var tilkynnt um innbrot í bát- inn Glað SU-60 á föstudags- kvöld. Úr bátnum var stolið flotgöllum og veiðarfærum og nemur andvirði þýfisins tug- um þúsunda króna. Aðfaranótt laugardagsins var mjög erilsöm hjá Reylq'avíkurlög- reglunni sökum mikillar ölvunar í borginni. Teljandi vandræði sköp- uðust þó ekki af ölvuðu fólki en gleðskapur margra stóð langt fram á næsta dag. Þannig þurfti morgunvakt lög- reglunnar að taka 15 manns úr umferð á laugardagsmorgninum vegna ölvunar sem er óvenjðmikill Qöldi á þessum tíma dags. Morgunblaðið/Þorkell Ríkisstjómin fundar með fiskifræðingum Ríkisstjómin átti í gærdag fund í ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu með fulltrúum Hafrannsókna- stofnunar þar sem fjallað var um ákvörðun heildar- afla fyrir næsta fískveiðiár. Fyrir fundinn sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, að þar yrðu eng- ar ákvarðanir teknar heldur væri ætlunin að fara yfír málið og ræða frá ýmsum hliðum. Þjóðhagsstofnun um hag sjávarútvegsins: Greiðsluhallinn gæti numið 10-11 milljörðum kr. 1993 ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur sent sjávarútvegsráðherra minnis- blað um hag sjávarútvegsins við skertan þorskafla. Þar kemur fram að gera megi ráð fyrir að greiðsluhallinn nemi 10-11 millj- örðum króna á næsta ári. Er þá gert ráð fyrir að farið verði eft- ir tillögum Hafrannsóknastofunar um þorskkvóta og þær bornar saman við úthlutaðar veiðiheimildir á yfirstandandi fískveiðiári. Sé tekið mið af öllum tegundum er skerðingin 9,11% en ef aðeins er miðað við botnfísk er skerðingin 12,24%. Þjóðhagsstofnun segir að áæti- anir bendi til að halli á botnfísk- veiðum og vinnslu geti orðið allt að 5 milljarðar króna á næsta ári eða sem svarar 9-10% af tekjum. Jafíiframt að verg hlutdeild Qár- magns verði nálægt 6 milljörðum króna en það er sú fjárhæð sem reksturinn skilar upp í ijármagns- kostnað og afskriftir. Áætlað er að heildarskuldir sgávarútvegs nemi nú 90 milljörð- um króna. Viðskiptakröfur eru taldar nema 20 milljörðum króna þannig að nettóskuld nemur 70 milljörðum króna. Raunvextir í sjávarútvegi eru nálægt 7% að jafnaði en nafnvextir á bilinu 11-12% og samkvæmt því nema nettóvaxtagreiðslur um 8 milljörð- um króna. Lánstími í sjávarútvegi er að meðaltali um 6 ár sem felur í sér að árlegar afborganir eru á bilinu 10-11 milljarðar króna. Samanlagðir greiðsluvextir og af- borganir nema því 18-19 milljörð- um króna. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að raun- hæft sé að gefa sér að verði láns- tíminn lengdur um helming, það er úr 6 árum í 12 ár, minnki árleg- Á yfírstandandi fiskveiðiári, frá 1. september 1991 til 31. ágúst næstkomandi, var heildarkvóti Sölva ar afborganir um helming eða úr 10-11 milljörðum króna í 5-6 millj- arða króna. „Við erum hér að ræða um langtímalán sjávarút- vegsins en ekki viðskiptaskuldir sem eru nokkuð stöðug stærð,“ segir Þórður. í máli hans kemur fram að í greinargerð sem Þjóð- hagsstofnun vann fyrir sjávarút- vegsnefnd í vetur hafí m.a. komið- fram að þótt lánstíminn yrði lengd- ur í 8-9 ár myndu 44% sjávarút- vegsfyrirtækja samt sem áður eiga Bjamasonar 1.692 þorskígildistonn og 387 tonn hjá Geysi. Geysir hefur auk þess 197 tonna úthafsrækju- kvóta. Kvóti annarra báta sem eiga heimahöfn á Bíldudal samkvæmt skrá sjávarútvegsráðuneytisins er rúmlega 700 þorskígildistonn í botn- fisktegundum. Þess ber þó að geta að bátar með hátt í 200 tonna kvóta eru ekki lengur gerðir héðan út. Þessar tölur segja ekki alla söguna því steinbítur er utan kvóta og helm- ingur línuaflans er einnig utan kvóta. Geysir aflaði um 600 tonna af stein- bít á liðnu kvótaári. Rækjukvótinn í Amarfirði er 600 tonn og skelkvótinn 260 tonn. 3.214 tonn bárust til Sigrún Eðvaldsdóttir: Verðlaun í fíðlukeppni SIGRÚN Eðvaldsdóttir fíðluleik- ari hlaut 2. verðlaun í Carl Flesch- fiðlukeppninni, sem haldin var í London dagana 7. til 16. júlí. 28 fiðluleikarar tóku þátt í keppn- inni og hlaut austurrískur fiðluleik- ari 1. vérðlaun. í greiðsluerfiðleikum og þá var miðað við óbreyttan afla en ekki þá skerðingu á þorskaflanum sem fyrirsjáanleg er. Þjóðhagsstofnun tekur fram að hér sé um lauslegar vísbendingar að ræða á helstu stærðum en á næstu vikum verða rekstraráætl- anir stofnunarinnar fyrir sjávarút- veginn endurskoðaðar á grundvelli ársreikninga fyrir síðasta ár og þekktra upplýsinga á þessu ári. vinnslu í Fiskvinnslunni hf. á síðasta ári. Ef framtíðarverðmæti kvótans er reiknað á 180 krónur kilóið, en það var meðalverð á kvótamarkaði í vor, gæti söluverðmæti botnfisk- kvóta Útgerðarfélagsins verið ná- lægt 370 milljónum króna. Meiri óvissa er með verðmæti skípanna. Heildarskuldir Útgerðarfélagsins voru 418 milljónir króna um siðustu áramót. R. Schmidt. Sex sluppu ómeiddir úrárekstri og bílveltu SEX manns sluppu ómeiddir úr hörðum árekstri og bílveltu sem varð laust fyrir miðnættí á föstu- dagskvöld í Önundarfírði skanunt frá Sólbakka. Að sögn lögreglunn- ar á Isafirði voru ökumenn og farþegar beggja bílanna í bílbelt- um og björguðu beltin þeim frá slysum. Tvennt var í öðrum bílnum og fjór- ir í hinum er þeir skullu saman á veginum í Önundarfírði. Við árekst- urinn kastaðist annar bílanna út af veginum en hinn fór tvær veltur ofan í skurð. Bíllinn sem lenti í skurðinum er ónýtur en hinn er mikið skemmd- ur eftir óhappið. Borgarráð: Islenska óperan fær ekki ferðastyrk BORGARRÁÐ hafnaði beiðni íslensku óperunnar um ferðastyrk vegna boðsferðar með sýningu óperunnar á Othello tíl Stora Teat- ern í Gautaborg næsta vetur. Farið var fram á að Reykjavíkur- borg styrkti óperuna með 1.717.718 krónum eða sem svarar laun- um vegna tveggja sýninga í Gautaborg. . í erindi Ólafar Kolbrúnar Harð- ardóttur óperustjóra til borgar- stjóra segir, að í boði Stora Teat- em felist flugfar, uppihald og dag- peningar fyrir um 120 til 130 manns en íslenska óperan þurfi að sjá um að greiða sýningariaun til listamannanna. Á fjárlögum ríkisins til óperunnar sé gert ráð fyrir rekstrarkostnaði og uppsetn- ingarkostnaði tveggja óperuupp- færslna en ekki er veitt neitt svig- rúm til feiðalaga með sýningar, hvorki innanlands né utan. Ólína Þorvarðardóttir borgar- fulltrúi Nýs vettvangs, lagði fram bókun um að hvað sem verkaskipt- ingu ríki& og borgar liði gagnvart íslensku óperunni, þá gæti Reykjavíkurborg ekki fírrt sig allri ábyrgð gagnvart þessari lista- starfsemi. Ýmis fordæmi væru fyrir að borgin hafi styrkt aðila til utanfara með lista- og menn- ingarstarfeemi. Bíldudalur: Utgerðarfélagið er með 7 4% af botnfiskkvótanum BOdadaL HEILDARBOTNFISKKVÓTI á Bíldudal er um 2.800 tonn á yfírstand- andi fiskveiðiári. Þar af er kvótí skipa Útgerðarfélags Bílddælinga hf., togarans Sölva Bjarnasonar og línubátsins Geysis, 2.080 tonn eða 74% af kvóta staðarins. Ef skipin verða seld nauðungarsölu, eins og Landsbankinn telur hagstæðast eins og er, og fara frá staðnum verður aðeins rúmlega 700 tonna botnfískkvóti eftír. Guðmundur Sævar Guð- jónsson oddviti Bfldudalshrepps sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri hægt að hugsa þá hugsun til enda að skipin yrðu seld burtu en ef svo færi legðist allt í auðn í sveitarfélaginu. Sumarvinnuhapp- drættið ►Ekki hlutu allir námsmenn vinn- ing í happdrættinu um sumarvinn- una og þeir sem voru heppnir hlutu þó fæstir fyrsta vinning./ 10 Fagnaðarfundur fjöl- skyldu ►Þegar fjögur ár eru frá því frið- arverðlaunahafinn Aung Suu Kyi var hneppt í stofufangelsi í Búrma sameinast fjölskyldan í fyrsta sinn íþijúár./ 12 Björninn bak við Brids- ið ►Undir forystu Bjöms Eysteins- sonar hefur íslenska landsliðið í brids náð langt á alþjóðlegum vett- vangi./16 Danskurinn þambar öi og sieikir ís ►Danir hafa hafa verið brosandi út að eyrum í allt vor og sumar. I Kaupmannahöfn hefur ríkt slík blíða að elstu menn muna vart annað eins. Danir sýndu líka EB í tvo heimana með því að hafna Maastrict samkomulaginu og þeir gáfu Þjóðveijum langt nef með því að rúlla þeim upp í úrslitaleik Evr- ópukeppninnar í knattspymu./20 AVINNA/RAÐOG SMÁAUGLÝSINGAR FASTEIGNIR Sjóleiðin til Jökuls ►Hvarvetna í verkum Jökuls Jak- obssonar skín í gegn ástúð á sjáv- arplássinu, sjónum og sjómennsk- unni. Blaðamanni Morgunblaðsins fannst það því viðeigandi að fara sjóleiðis til sjávarpláss á Austfjörð- um, þaðan sem skáldið var uppr- unnið, og sjá Hart í bak, verkið sem markaði upphafið á velgengni Jðkuls sem leikskálds./l Óli ver! ►Ólafur Benediktsson markvörð- ur segir frá handbolta, áfengis- neyslu, svartnætti hugans og trú- arreynslu./6 Leitin að Inkagullinu ► Bandarískur hátæknileiðangur í anda Indiana Jones leitar nú að týndu gulli Inkanna í fjöllum Ekvadors./8 Litli prínsinn ►Jean Philippe Labadie fer með eitt aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd sem ber vinnuheitið „Stuttur frakki“./12 Af spjöldum glæpa- sögunnar ►Ásteðalosti? Voru siQaspell orsök morðsins eða ágimd á auðæfum hins mytra? /14 ► FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 18 Helgispjall 18 Reykjavíkurbréf 18 Minningar 24 Fólk í fréttum 28 íþróttir 30 Útvaip/sjónvarp 32 Gárur 35 Mannlífsstr. 4o Kvikmyndir lOc Dægurtónlist llc Myndasögur 16c Brids 16c Spmuspá 16c Skák 16c Bíó/dans 17c Bréftilblaðsins 20c Velvakandi 20c Samsafnið 22c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.