Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 Grétar Reynisson: Án titils. Evrópskt málverk Sigurður Örlygsson: Alþjóðamál. Jón Axel Björnsson: Án titils. ________Myndlist Bragi Asgeirsson Margir listunnendur minnast áreiðanlega Listmunahússins við Lækjargötu, sem starfrækt var af miklum myndarskap um nokk- urra ára skeið á síðasta áratug, en ekki reyndist þó grundvöllur fyrir. Það voru fleiri listhús, sem lognuðust út af um sömu mundir og skrifaði ég sérstaka grein um þá öfugþróun. Þetta var einmitt um miðjan níunda áratuginn, sem erlendis var tímaskeið mesta upp- gangs í myndlist á öldinni og blómstruðu listhúsin sem aldrei fyrr, og verð á málverkum marg- faldaðist og þá einkum Impres- sjónistanna, og málara tuttugustu aldarinnar. Jafnvel verð á mynd- verkum nafnkenndra listamanna á milli þrítugs og fertugs hljóp upp í milljónir dollara. Þessi þróun náði aldrei hingað nema að því leyti, að á tímaskeiði var óvenju mikil sala á myndverk- um í listhúsum borgarinnar, en það stóð stutt og dæmið snerist fljótlega við er samdrátturinn í þjóðfélaginu fór að segja til sín fyrir alvöru. Erlendis gengu kaupahéðnar of 'langt í viðleitni sinni til að sprengja upp verðið á verkum sí- gildu meistaranna og boginn var einnig spenntur of hátt á verð- bréfamarkaðinum, svo að í lok áratugarins var hrun fyrirsjáan- legt. Sviðið er þannig núna, að alls staðar er kreppa á listamarkaðin- um, heimsþekkt listhús hafa minnkað við sig umsvif og mörg hafa stokkað upp starfsemina og sum lokað. Hlutirnir hafa farið í háaloft hjá uppboðsfyrirtækjun- um og fyrrum samheijar hafa hlaupið hver í sína átt. En þrátt fyrir allt eru mynd- verk nafnkunnra erlendra lista- manna ennþá nokkrum hundruð prósentum dýrari en í upphafi síð- asta áratugar og málverkamark- aðurinn virðist vera að jafna sig, þó hægt gangi. í ljósi þessa alls og stöðunnar í dag lýsir það miklu hugrekki og bjartsýni að hefja starfsemi list- húss á þeim grundvelli sem Knút- ur Bruun hyggst reka Listmuna- húsið nýja í Hafnarhúsinu. Ymsir listamenn hafa hreiðrað um sig í þessari miklu og sögu- frægu byggingu og einstökum hefur tekist að koma sér upp af- bragðs vinnuaðstöðu, auk þess sem Grafíkfélagið er sem óðast að koma þar upp fyrsta opna graf- íkverkstæðinu á Islandi. Þessi þróun er mjög ánægjuleg og hún er merkilega samstiga svipaðri þróun víða erlendis, er listamenn flytja inn í yfírgefin pakkhús, og þannig er starfrækt stór og mikil menningarmiðstöð í gamla pakkhúsinu á Krístjáns- höfn í Kaupmannahöfn (Gammel Dok Pakhus). Þar geta myndlist- armenn unnið á fullkomnum verk- stæðum ýmissa hliðargeira mynd- listar, og notið aðstoð sérhæfðra og reyndra fagmanna. Þá hafa arkitektar einnig fengið þar inni og eru með reglulegar sýningar. En það bíður síns tíma að segja frá því öllu því að á dagskrá er að skoða húsakynnin hátt og lágt í náinni framtíð. Ég get þessa alls vegna þess, að hljóðara en skyldi hefur verið um þetta framtak Knúts Bruun, en það er einungis vegna þess að opnun hússins rakst á löngu skipulagðar utanlandsferðir beggja þeirra, er að staðaldri rita listrýni í blaðið. Innréttingin er mjög svipuð og í slíkum húsum erlendis, hrá og opin, svo að gott rými er fyrir stór og fyrirferðarmikil myndlist- arverk, auk þess sem hátt er til lofts. Þannig séð bætir það úr brýnni þörf hér í borg, auk þess að aðalsalurinn er hæfilega stór og ætti að geta skapað meiri nánd á milli skoðandans og myndlistar- verkanna, sem til sýnis eru hveiju sinni en t.d. fyrir er að Kjarvals- stöðum, sem var áður eini boðlegi staðurinn fyrir yfirstærðir mynd- listarverka. En um leið er hætta á að hin minni og viðkvæmari verk gjaldi hijúfleikans nema komið sé til móts við þau með sérstökum út- búnaði. Eins og mörgum mun kunnugt þá hafa yfírstærðir málverka mjög verið í tísku í Evrópu á und- anfömum árum og var það ein- mitt nýja málverkið svonefnda sem hratt þeirri þróun af stað í byijun síðasta áratugar. Og auð- vitað voru íslendingar með á nót- unum eins og fyrri daginn, og þannig er hér hópur manna er helst fínnst það hlutverk sitt, að sprengja upp allt stærðarskyn fólks þegar málverk er annars vegar. Hugmyndin var því nærtæk að virkja nokkra þeirra eftir að þetta opna gímald var tekið í gagnið og þannig sýna þar út júlí þeir Sigurður Örlygsson, Grétar Reyn- isson og Jón Axel Björnsson, sem allir eru kunnir fyrir flest annað en að hræðast miklar stærðir og víddir á myndfleti. Það er fleira, sem þeir félagar hafa sameiginlegt, þó myndverk þeirra séu í sjálfu sér ólík og það er að evrópsk áhrif hraða og fírr- ingar má greinilega lesa úr verk- um þeirra og mun frekar en t.d. áhrif frá íslenskum mannlífsvett- vangi. Þannig renna saman ólík stíl- brigði í verkum Sigurðar Örlygs- sonar, en í þeim kennir maður sterka súrrealistíska undiröldu, magnaða fortíðarþrá, kröftuga notkun áhrifameðala í pensilför- unum (effekta) og ábúðamikla samsetningu aðskotahluta (As- semblage). Hér er Sigurður ekki einhamur og virðist ráðast á hvert verkefni af miklum fítonskrafti og grípur þessi óvænti hamagang- ur skoðandann föstum tökum. Sigurður er vafalítið í hópi okkar eftirtektarverðustu myndlistar- manna í dag, en satt að segja er spursmál hvort þetta sérstaka myndmál standist tímans tönn og endumýi sig við hveija skoðun. Og þótt margt sé mjög vel gert í þessum myndverkum í List- munahúsinu skortir eitthvað á fyrri ferskleika, og svo er sem þau vegi bróðurlega salt milli mál- verks og höggmyndar. Væri næsta áhugavert ef Sigurður kæmi fram með skúlptúrverk, sem væri ekkert annað en skúlptúr- verk og málverk sem væri ekkert annað en málverk. Satt að segja verður þessi samruni ásamt skapalónstækninni er hann við- hefur nokkuð eintóna er fram líð- ur, því að það er einfaldlega ekki allt fengið með stærðinni og áhrifamættinum, en þetta er mjög í samræmi við það sem margir eru að fást við í ýmsum útgáfum austan hafs og vestan, en hér vantar þó heimspekina og bak- grunninn eins og svo vel kemur fram hjá hinum þýðverska Anselm Kiefer og jafnvel Dananum nafn- kennda Per Kirkegaard, svo við förum svolítið norðar í álfunni. Þótt sporöskjur og eilífðarfirrð Grétars Reynisssonar sé af öðrum toga en Sigurðar sækir hún þó rætur sínar á líkar slóðir. Hið stóra verk hans í enda salarins er mjög áhrifamikið í fyrstu, en eftir tvær skoðanir veit ég ekki hvernig áhrifin munu endast og eitthvað virðist mér skorta á ná- kvæmnina, því að þegar svona stórt og hnitmiðað verk er sett upp mega engar misfellur sjást. Ég kann persónulega mjög vel við þessa tegund myndverka og svörtu litatilbrigðin eru mjög áhrifarík og sannfærandi. Það virðist ýmislegt í geijun hjá Jóni Axel Björnssyni, en mál- verk hans opinbera frekar sálar- glímu en nýja myndræna sann- færingu. Jón Axel virðist vera að yfirgefa þau form sem hafa verið hvað mest ríkjandi í myndum hans sl. áratug og eitthvað nýtt er að ryðja sér til rúms, en maður áttar sig enn ekki til fulls á því hvað það er. Listrýninum fannst sem hann svifi í eins konar tómarými við skoðun þessara verka. Rætur myndstíls Jóns Axaels liggja í heiftugri tegund nýbylgju- málverksins en félaga hans og dettur manni þá helst í hug Mimmo Paladino, en nú leitar hann meira til mildari samsetn- inga lita og forma, jafnvel safa- ríkra jarðlita og grátóna. En víst má telja að Jón Axel sé að þreifa fyrir sér á svipuðum nótum og áður en eins og hann orðar það sjálfur „með mismun- andi útfærslum og áherslum". Hvað sem öllum vangaveltum líður þá er sýning þremenning- anna sú mest ögrandi og kröftug- asta sem Listmunahúsið nýja hef- ur staðið fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.