Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚIÍ 1992 17 kenndi mönnum þá hugsun að það væri aðeins sigur sem gilti. Annað væri ekki á dagskrá. Menn eiga aldrei að sætta sig við annað en sigur. Það er sjálfsagt að grenja og beija í vegginn þegar maður tapar, en það á þó ekki að hafa áhrif á framhaldið." Það var nýjung fyrir landsliðið að fá í hendumar tveggja mánaða áætlun um þrek, tækniæfingar og spilamennsku. Áður en Bjöm valdi í landsliðið tók hann menn á eintal og spurði hvort þeir væm tilbúnir til að mæta nýstárlegum þjálfunar- aðferðum. „Enginn var því andsnúinn," seg- ir Bjöm, „en kannski örlítið hissa. Enda em þetta mjög skynsamir menn, afburða gáfumenn en ólíkir hver öðmm. í þessum undirbúningi leystu menn þrautir saman, bæðir andlegar og líkamlegar. Vom uppi í Skíðaskála og á Helgafelli í svo kolbijáluðu veðri að þeir þurftu að styðja hver annan. í slíku hlutverki öðlast menn virðingu hver fyrir öðmm og bæta hver annan upp. Það er mjög mikilvægt að menn séu sáttir, að þeir viðurkenni galla og kosti félagans. Það var geysilega gaman að vinna með liðinu og þeir kenndu mér mikið. Bridsmenn em almennt greindir og skemmtilegir menn.“ — Nú veltur allt á stjómand- anum, hvemig fer hann að þvi að byggja upp þennan sanna liðsanda? „Þegar menn sætta sig við sam- heijann, njóta þeir góðs af kostum hans og reyna sjálfir að gefa af sér. Það mikilvægasta er að nálgast verkefnið með gleði og það er á ábyrgð þjálfarans að nálgunin sé jákvæð. Sporin mega ekki vera þung á æfingar, menn verða að finna gleði og sjálfstraust. Það þýð- ir ekki að vera með botnlausan aga og hörku, þótt regla þurfi að vera á hlutunum. Menn era sjálfstæðar persónur og verða að fá að njóta sín. Það er eitthvað gott í öllum mönnum, það þarf aðeins að laða það fram.“ — Og þú trúir því? „Það er sannfæring mín.“ - Menn hafa sagt að þú sért hið mesta ljúfmenni, en óttalega ýtinn? „Já, já, það hefur verið sagt að ég sé ýtmn, þrjóskur, frekur og ráðríkur! Þó hef ég sloppið bærilega við gagnrýni og mér hefur verið liðið ýmislegt. Ég tel mig ekki hafa neitt af ofangreindum eiginleikum, kannski má segja að maðurinn sé ofurlítið fylginn séri Ef ég trúi hins vegar á eitthvað er ég ófeiminn við að fylgja því eftir og fá aðra til að trúa því. Annars er ég mjög eftirgefanlegur. “ Mikil hvatning hlýtur að felast í því þegar menn fá aðra til að trúa að þeir geti gert alla skap- aða hluti. Hvemig kemur þá gagn- rýnin inn í dæmið? „Það vill til að bridsíþróttin er ólík öðmm íþróttum að því leyti að þjálfarinn hefur minna vit á henni en spilarinn sem hann velur," segir Bjöm. „Öllum er eiginlegt að sjá þau mistök sem þeir gera. Ég þarf ekki að benda góðum spiluram á mistök sín né gagnrýna þá. Það er oft þannig, að þegar mönnum er bent á mistök sín fara þeir að verja þau, þótt þeir hafi alls ekki ætlað að gera það. Það er bara mann- legt, og þá fer umræðan oft út í tóma vitleysu. Ég hlífi minum mönnum við gagnrýni. Þegar komið er á móts- stað er undirbúningur að baki og hlutverk þjálfarans er að hefla allar ójöfiiur og lægja öldur. Þá er löng- um ferli lokið og þegar menn em sestir upp í bátinn og sigla áfram er ströndin að baki. A leiðinn ýfast öldur og þá er það hlutverk þjálfar- ans að sigla í gegnum ölduganginn. Það er lítill vandi að sigla í logni.“ - Þú lítur á brids sem íþrótt? „Þegar keppt er um andlegt og Iíkamlegt atgervi, þá er það íþrótt." — Áður litu menn gjaman á brids sem spilamennsku, varst það ekki bara þú sem gerðir það að íþrótt? „Ég veit það ekki. Líkamlegt atgervi tengist hinu andlega. Ég ræddi um þann þátt þjálfunarinnar við Gunnar Einarsson íþróttakenn- ara, sem benti mér á marga hluti í nálgunarfræðinni. Vissulega er brids spilamennska, en við líkam- lega þjálfun rétta menn úr sér og fá það sjálfstraust sem er grund- vallaratriði í íþróttum." Hin „brosandi" framkoma lands- liðsins í heimsmeistarakeppninni vakti að vonum athygli, og pirraði að sjálfsögðu andstæðinginn. Bjöm segir að hugsunin að baki hennar hafi nú hvorki verið verið djúp né fræðileg. „Um leið og menn stefna að því að láta sér líða vel á mótsstað, geisl- ar út frá þeim. Andstæðingurinn veit oft lítið um getu mótheijans, skynjar aðeins öryggi hans. Fræg varð aðferðin í úrslitaleiknum við Pólveija þegar Guðmundur Páll lagði til að við mættum þeim með brosi. Ég var búinn að gera liðinu fuila grein fyrir framkomu Pólveija. Þeir væm grimmir, ókurteisir og sýndu almenn andstyggilegheit Guðmundur Páll sem stúderaði sál- arfræði hafði lent á námskeiði um brostækni og ákváðum við að not- færa okkur þann lærdóm. Síðan hvöttum við hver annan, kölluðum á eftir mönnum áður en þeir héldu til leiks; Mundu eftir brosinu! Við kepptum í þijá daga við Pól- veija og loks kom nú þeirra gæða- blóð upp um sig og þeir fóm að brosa framan í okkur. Þannig að það er nú gott í Pólveijum líka,“ bætir hann við hróðugur. Kvennalandsliðið í brids vann Norðurlandatitilinn árið 1990, en Bjöm segir að bridskonur mættu gjaman vera metnaðarfyllri. „Áhugi á að spila er mikill en árang- ur hefur staðið á sér. Ég hvet kon- ur eindregið til að loka sig ekki eingöngu inni í sínum klúbbi, þótt þær eigi vissulega að spila áfram í Bridsfélagi kvenna, sem er líklega eina bridsfélagið í heiminum sem kennir sig við konur. Þær ættu að spila meira á þessum öpnu, hörðu mótum þar sem sterkir spilarar koma saman. Ég bíð spenntur eftir að sjá ungar, metnaðarfullar konur mæta til leiks.“ Fram til þessa hafa eiginkonur íþróttamanna á öllum sviðum þurft að láta lítið fyrir sér fara þegar mót em framundan hjá makanum, helst þurft að vera ósýnilegar ef eitthvað er. Bjöm hins vegar ákvað að hafa eiginkonur með í keppnis- ferðir sem mun vera nýmæli. „Þegar ég tók við þjálfun í mars ’91 ákvað ég að skoða það vel hvort heppilegt væri að hafa eiginkonur með. Ég kallaði þær á fund minn og skýrði þeim frá þeim kröfum sem ég gerði til maka þeirra- og hvort þær væm reiðubúnar að vinna með. Þær vom svo jákvæðar að ég ákvað að best mundi vera að þær fylgdu mönnum sínum, enda hjálpuðu þær mikið til bæði á írlandi og í Yoko- hama og eiga allan heiður skilið fyrir framlag sitt. Bara það að vera á staðnum er gott fyrir karlinn. Það er notalegt að geta rennt hönd í hönd á erfiðum augnablikum, vera ekki að væla í makkemum. Þetta á einkum við um lengri mót. Ég var einmitt að ræða um þetta við konuna mína um daginn og varð að viðurkenna að ég hafði áður haft aðra skoðun. Ég hafði það fyrir mér úr fótbolta og hand- bolta að ekki væri æskilegt að hafa eiginkonur með í keppnisferðir, frægir menn höfðu jafnvel talið svo. En svona geta hlutir breyst þegar málin era skoðuð og tcilað er við fólk. Það gengur ekki að vera þurs.“ Eiginkona Bjöms er Björg Krist- insdóttir frá Leirá í Borgarfirði og eiga þau þijú böm, en auk þess á Bjöm dóttur fyrir sitt hjónaband. Þau hjónin kynntust í Hvalfirði þar sem bæði vom við sumarvinnu. „Já, við vomm búin að skoða hvort ann- að vandlega í eitt ár áður en við byijuðum að vera saman," segir Bjöm. — Spilar konan þín brids? „Nei, hún hefur ekki áhuga á spilum. En ég geri þetta allt í sam- komulagi við hana. Ég geri mér grein fyrir að mikið er á eina §01- skyldu lagt og reyni að réttlæta álagið með árangri og lífsgleði - þess sem eyðir tímanum. Mikill spilaáhugi er einnig í móðurætt Bjöms og af niðj- um afa hans, Bjöms Guðmundsson- ar á Njálsgötu, era margir góðir spilarar, en fáir hafa spilað á ís- landsmótum. Þar er hins vegar grimmt spilað í fjölskylduboðum. - Þeir segja í fjölskyldu þinni að þú komir ævinlega seinastur á mannamót, en komir alltaf. Hvað tefur þig?- „Já, ég hef reynt að skilgreina þetta, það er rétt ég kem alltaf hálfri mínútu of seint. Ég er þá eitthvað að sýsla fram á síðustu stundu, það er flölskyldan eða frétt- imar, mér finnst ég ekki mega missa af neinu.“ Hefurðu áhuga á pólitík? „Ég hef áhuga á þjóðmálaum- ræðu. Það var nú eitt sinn reynt að troða mér í ungliðahreyfingu, bráðungum manninum. Ég fór í prófkjöri og lenti í 15. sæti. Það þurfti nú sjálfan guðföður flokksins til að fá mig til að víkja af listanum og ég sættist fúslega á það. Mér er margt betur gefíð en að tala, hef heldur ekki nógu harðan skráp í pólitík." Skrápur Bjöms hefur þó hingað til verið nógu harður þegar við græna borðið er setið og veitir ekki af nú þegar Ólympíumótið er fram- undan. Þar keppa 60 þjóðir í tveim- ur riðlum og komast Qögur efetu lið hvors riðils áfram. „Markmiðið er að komast í úrslit og þá verður það í fyrsta sinn sem við komumst upp úr riðli á Ólympíumóti," segir Bjöm. — Ertu kvíðinn? „Ennþá er það tilhlökkun sem ríkir, en auðvitað er fiðringur í maganum. Það er sjálfeagt að finna fyrir mátulegri vanlíðan, fá höfuð- verk og magakveisu, þá em menn á réttri leið.“ En hvenær upplifði fyririiðinn erfiðustu stundimar í brids? „Mesta þolraunin í brids var í undanúrslitum gegn Svium í Yoko- hama þegar ég þurfti að taka erfið- ar ákvarðanir. Én þá sýndi sig kar- akterinn í liðsmönnum, þá reis hann hæst. Þar kristallaðist hversu góða menn ég hef innanborðs, alla sex.“ SVMARTILBOÐ Valhúsgögn, Reykjavík Vörubær, Akureyri Glæsilegt leðursófasett í mörgum litum og leðurflokkum. Verð frá kr. 159.000,- stgr. VALHÚSGÖGN, VÖRUBÆR, Armúla 8, Reykjavík, sími 812275 Tryggvabraut 24, Akureyri, sími 96-21410 Visa - Euro raðgreiöslur Hjartans þökk til allra þeirra, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu þann 12. júlí sl. oggerðu mér daginn á allan hátt ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Lilja á Grund. LLT A UTSOLU LT FRÁ PUMPUNÁLUM UPP í SKÍÐAGALLA NÚ ER TÆKIFÆRIÐ AÐ GERA KAUP ÁRSINS OPNUM KL. 10.00 MÁNUDAG SPORTVÖRUVERSLUNIN Bitoari + •• # SKOLAVORÐUSTIG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.