Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 19 Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Atvinnumálastefna Vonandi ber núverandi ríkis- stjórn gæfu til að taka ákvörðun um þorskveiðar á næsta ári, sem byggir á framtíð- arhagsmunum og velferð þjóðar- innar en ekki þröngum skamm- tímahagsmunum. En hver svo sem niðurstaðan verður er tíma- bært að hefja umræður um það með hvaða hætti hægt er að hleypa nýju lífi og auknum krafti í atvinnulíf landsmanna. Sjávar- útvegurinn er í kreppu, sem hann fínnur ekki leið út úr, í landbún- aði standa átökin um það að draga úr framleiðslu, sem jafn- framt dregur úr vinnu við úr- vinnslu og dreifmgu landbúnað- arafurða. Verksmiðjuiðnaður er í öldudal að því leyti til, að þar verður ekki vart nýrra tilþrifa og ný stóriðja er enn sem komið er, von en ekki veruleiki. Eina at- vinnugreinin, sem augljóslega er í vexti er ferðaþjónusta, þótt þar eins og annars staðar megi búast við sveiflum á milli ára. Hvað veldur þessari stöðnun? Eins og jafnan áður snýst svarið að mestu um sjávarútveginn. Ekki er lengur um það deilt, að fjárfesting í sjávarútvegi er alltof mikil og aflasamdráttur eykur enn á þann vanda, sem_ leitt hef- ur af offjárfestingu. Á þessum vanda hefur ekki verið tekið. Ýmsir forystumenn í sjávarútvegi hafa ofurtrú á því, að kvótakerf- ið leiði til hagræðingar og vilja bíða eftir því, að það skili árangri. Því miður er sá árangur hvergi sjáanlegur og það eru villukenn- ingar að halda því fram, að kvóta- kerfið sé forsenda þess, að fyrir- tæki í sjávarútvegi sameinist. Um allan hinn vestræna heim samein- ast fyrirtæki án þess að búa við einhvers konar kvótakerfi í sinni atvinnugrein! Sannleikurinn er auðvitað sá, að langflest fyrirtæki í sjávarút- vegi eru svo illa stödd fjárhags- lega, að stjórnendur þeirra hafa hvorki bolmagn né þrek til þess að takast á við meiri háttar skipu- lagsbreytingar. Vinnutími þeirra og starfsorka fer í að halda fyrir- tækjum gangandi frá degi til dags. Hins vegar hafa menn of- næmi fyrir opinberum afskiptum af sjávarútvegi sem öðrum at- vinnugreinum vegna langrar og slæmrar reynslu. Það er hins vegar eftirtektarvert, að í þeim iðnríkjum, þar sem bezt hefur tekizt til um uppbyggingu at- vinnufyrirtækja á undanfömum áratugum hafa opinberir eða hálfopinberir aðilar komið tölu- vert við sögu en þó með öðrum hætti en beinum afskiptum af atvinnulífí eða beinni þátttöku í því. Hér er átt við Japan og Frakkland ekki sízt en að nokkru leyti við Þýzkaland. Spurning er, hvort við getum eitthvað af þess- um þjóðum lært um það, hvernig opinberir aðilar geta stutt við bakið á atvinnuuppbyggingu án beinna afskipta af atvinnurekstri. Mikill niðurskurður á þorsk- veiðum er fyrirsjáanlegur á næsta fiskveiðiári og það væri glapræði að fylgja þeim niður- skurði ekki eftir með verulegu átaki í endurskipulagningu sjáv- arútvegs. Sú endurskipulagning þarf ekki einungis að felast í því, að stærri útgerðarfyrirtæki fækki skipum í rekstri heldur þarf hún líka að gerast á þann hátt, að smærri útgerðarfyrir- tæki í fámennum byggðarlögum taki höndum saman um, að eitt skip veiði þann afla, sem tvö skip hafa sótt hingað til og jafnvel, að sá afli verði unninn í einu físk- verkunarhúsi í stað tveggja áður. Það má telja nánast víst, að slík breyting í sjávarútvegi nái ekki fram að ganga á svo stuttum tíma, sem nauðsynlegt er nema með bakstuðningi stjórnvalda, fjármálastofnana og sveitarfé- laga. Slíkur stuðningur þarf hins vegar að koma til með einhveijum öðrum hætti en hefðbundnum afskiptum þingmanna og ráð- herra, sem reynslan sýnir að leysa mál til bráðabirgða en ekki til frambúðar. Fyrsta skrefið til þess að finna slíkum bakstuðn- ingi við skipulagsbreytingu í sjáv- arútvegi eðlilegan og hagkvæm- an farveg er hins vegar, að fyrir hendi sé almenn stefnumörkun stjórnvalda. Ríkisstjórnin þarf að vita að hveiju hún vill stefna í atvinnumálum almennt og í mál- efnum sjávarútvegsins sérstak- lega. Slík alhliða stefnumörkun liggur ekki fyrir eða hefur a.m.k. ekki verið sett fram á þann hátt, að hún hafi komizt til skila. í því samdráttar- og kreppu- ástandi,-sem ríkir í nánast öllum helztu iðnríkjum heims er mönn- um orðið ljóst, að stjórnvöld geta ekki setið aðgerðarlaus hjá. Með því er alls ekki sagt, að til beinna afskipta af atvinnulífi eigi að koma. í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að meðallánstími lána sjávarútvegsins sé 6 ár og greiðslubyrði af þeim lánum nemi um 10-11 milljörðum á ári. Hvernig í ósköpunum stendur á því, að atvinnugreinin þarf að búa við svo stuttan lánstíma og þunga afborgunarbyrði á tímum verð- tryggðra og gengistryggðra lána- skuldbindinga? Þetta er lítið dæmi um það, hvar stjórnvöld og fjármálastofnanir geta komið við sögu og gjörbreytt fjárhagsstöðu sjávarútvegsfyrirtækja. Stjórn- endur fjárhagslega veikburða fyrirtækja knýja ekki slíkar breytingar fram af eigin ramm- leik. Þjóðin þarf á að halda atvinnu- málastefnu á nýjum forsendum, sem tryggir frelsi í viðskiptum og athafnalífí en byggir jafn- framt á sameiginlegu átaki með stuðningi stjómvalda, sveitarfé- laga og fjármálastofnana, þar sem það á við. leitni okkar; eða freistingum þegar græðgin er annars vegar. Sameign er líka algengt eignar- réttarform. Menn geta gimzt eigur annarra en það er ekki hægt að leggja þær útgjaldalaust undir sig, tilaðmynda fískimið. Almennings- hlutafélög geta tryggt skaplega sameign, ef löggjafínn býr svo um hnútana að engir geti lagt slík félög undir sig einsog nú tíðkast. Ávöxt- un eignar er eitt, en valdabröit í skjóli fjármagns annað. Sameign er annað en þjóðnýting. Það sem menn eignast saman eiga þeir að nýta saman einsog menn; en ekki villidýr. En sjálfsbjargarviðleitni er ekki á nokkum hátt upphefjandi sjálfs- hyggja. Hófleg sjálfsbjargarviðleitni þjóða, ekkisízt lítilla þjóða, er þeim nauðsynlegur aflvaki. Barátta okk- ar fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu var sjálfsbjargarviðleitni, en ekki græðgi. En þegar hvötin breytist í græðgi verður hún einhver ógeð- felldasti vitnisburður um manninn sem ég þekki. í ætt við öskrið sem við ætluðum að skilja eftir inni í frumskóginum. En heyrist þó alls staðar þarsem maðurinn er á stjái. M. (meira næsta sunnudag.) 71! ÉG ER ENG- »inn sérfræð- ingur í Hume, las hann eitthvað og minntist á hann í ljóði eftir að ég hafði verið í Edinborg eitt sinn sem oftar og hugnaðist það sem ég las. Samræður um trúarbfögðin urðu mér andleg svölun. Fróðir menn segja mér, að deilt sé um eignarréttarhugmyndir Hum- es svoað enginn getur krafizt þess af mér að ég sé sérfræðingur í svo fióknu áhorfsmáli. Samt hef ég ekki sannfæringu fyrir því, að sér- eignarstrenginn vanti í mannlega náttúru eins og þessi skepna er af guði gerð. En það væri kannski betra að maðurinn væri hópsál og þyrfti aldrei að hafa áhyggjur af meðfæddum sérkennum. En maður- inn er ekki hópsál, þótt hann geti verið félagslyndur. Hann stendur nakinn andspænis guði sínum, full- ur af mótsögnum og grimmilegum freistingum. Ég er illur af því ég er manneskja, syngur Jagó í Ótelló Verdís. Stundum er hinu góða fórnað á altari hins ilia í eðli mannsins. Það fínnst hinu góða eðli ósanngjarnt einsog hægt er að lesa um hjá Shakespeare og í Bréfí til Láru. Og svo öll þessi endalausa tog- HELGI spjall streita milli góðs og ills. Sumt af þessu á rætur í eigingirni mannsins, annað staf- ar af heldur óvinveittu umhverfí. Við erum ekki ógrimmari nú en á dögum Sókratesar og Krists. En ég fæ engan veginn séð að sér- eignalöngun mannsins hljóti að vera af hinu illa, um það er ég sammála „hörðum“ fijálshyggjumönnum. Þessi árátta getur þvert á móti ver- ið jákvæður þáttur í lífsbaráttunni. Stundum leiðir hún til afreka sem heildin nýtur góðs af. Stundum tek- ur græðgin öll völd, það er rétt. Stundum kemur hið rétta eðli mannsins bezt í ljós þegar erfíngj- ar, ættmenni og einkavinir skipta búi og allt fer í bál og brand. Það er ekki Nozick að kenna, né Fried- man eða Hayek. Það hafa ófáar styijaldir orðið vegna illdeilna um landamæri, þ.e. krafna um yfírráð og eignarrétt á einhveijum jarð- skikum, jafnvel þótt þar hafí hvorki fundizt gull né olía. Sjálfsbjargarviðleitni sem hveij- um manni er í blóð borin hefur komið mörgu góðu til leiðar. Hún er okkur eðlislæg. Þess vegna þurf- um við á eignarrétti að halda, hefur Þorsteinn Gylfason bent mér á, til að hafa stjórn á sjálfsbjargarvið- REYKJAVÍKURBRÉF Fjallkonan o g frillu- takið! í SÍÐASTA Reykj avíkurbréfí var fjallað um EES- samninginn og stjórnarskrá ís- lands og þá ekki síst með hliðsjón af áliti löglærðra sérfræð- inga sem komust að þeirri niðurstöðu að samningurinn bryti ekki í bága við stjórn- arskrá lýðveldisins. Auk þess hefur Morg- unblaðið einnig birt sérfræðiálitið í heild svo að lesendur gætu sjálfír áttað sig á málinu og tekið afstöðu til efnisatriða milliliðalaust. En hér á eftir verður nokkr- um atriðum bætt við til íhugunar í tengsl- um við þetta viðkvæma og mikilvæga mál sem gert er ráð fyrir að Alþingi fjalli um í næsta mánuði. Menn geta þá velt fyrir sér fleiri atriðum en fram koma í álitinu, þótt allar hugleiðingar leiði að lokum til grunnhugmynda álitsins sem á að sjálf- sögðu rætur í stjórnarskránni sjálfri og túlkun á henni. íslendingar hafa eins og aðrar þjóðir sótt margt til alþjóðastofnana, bæði vernd og réttindi, en því hafa að sjálfsögðu einn- ig fylgt ýmiss konar skyldur. Áður hefur verið nefnd aðild okkar að SÞ og stofnun- um þeirra, en þá mætti einnig nefna að fullveldi þjóða er oft ekki síst skilgreint með skírskotun til landamæra, varna og öryggis, en við höfum sett öryggismál okkar og vamir í hendur Atlantshafs- bandalaginu, ekki í þeim tilgangi að fram- selja eða afsala okkur fullveldi þjóðarinn- ar, heldur til að veija það og vernda. Aðild okkar að samtökum norðurlanda- þjóða tryggir hagsmuni íslenskra þegna, en hún er ekki skuldbindingalaus af okkar hálfu. Við tökum þátt í velferðarkerfi þjóð- anna, samþykkjum atvinnuréttindi og til- flutning þegnanna milli landanna, en það var eitt viðkvæmasta atriði í deilunum hér innanlands, þegar við öðluðumst fullveldi 1918 og jafnvel talað um að nú hefði Fjall- konan verið tekin frillutaki!! Nú hefur enginn neinar áhyggjur af réttindum þess fólks sem hingað kemur frá Norðurlöndum. Engum kemur til hug- ar að hér sé um neitt framsal á fullveldi að ræða þótt við hlítum ákvörðunum Norð- urlandaráðs, enda gerum við það af fúsum og frjálsum vilja. VIÐ MUNUM tímana tvenna. Við höfum sjálf breyst og allar aðstæður okkar. Betri sam- göngur en áður hafa fært okkur nær öðr- um löndum og enginn hefur áhuga á því að ísland einangrist enn einu sinni, þótt íslendingar hafí haft allt að því ástríðu- fulla löngun til að varðveita sérkenni sín og arfleifð — og þá ekki síst tungu sína og bókmenntir sem eru mikilvægasta framlag íslendinga til heimsmenningar, enda halda fornritin velli og ekki hefur verið betur skrifað í annan tíma, hvorki hér né erlendis. Sú var tíðin að íslendingar réðu öllum sínum málum sjálfír og þurftu ekki að taka tillit til annarra en sjálfra sín. Þeir fóru að eigin lögum sem voru að vísu inn- flutt frá Noregi í aðra röndina og þeir settu sér ný lög og samþykktu þau á Al- þingi. En framkvæmdavaldið var veikt og eijur innanlands og að því dró að löggjafar- vald, dómsvald og framkvæmdavald flutt- ust úr landi og þá fyrst á 13. öld þegar Islendingar gengu Noregskonungi á hönd. í>á fengu þeir nýjar lögbækur og þurftu að gangast undir erlend ákvæði og erlenda úrskurði og með tímanum varð fram- kvæmdavald ekki einungis í höndum kon- ungs heldur einnig löggjafarvald og dóms- vald og þótti íslendingum nóg um öldum saman. Þeir höfðu áður lýst yfír því að utanstefnur vildu þeir engar hafa en urðu samt með tíð og tíma að gangast undir þær og þá þurftu þeir ekki einungis að fara með veraldleg mál sín til erlendra manna, heldur einnig þau hin andlegu og bera allskyns kirkjuleg efni undir útlenda biskupa sem þekktu illa eða ekki aðstæður innanlands en voru einn þáttur katólskrar Utanstefnur og fullveldi heimsmenningar sem sótti afl sitt til Róms og þeirra veraldlegu valda sem höfðu safn- ast á hendur páfans. Síðar þurfti íslensk kirkja einnig að leita undir konungdóm í Danmörku um málefni sín. Hluti alþjóðlegs umhverfis VIÐ ERUM VAN- ir því íslendingar að leita út fyrir landsteinana. Við tölum mikið um fullveldi og sjálfs- ákvörðunarrétt og viljum veija hvort tveggja í líf og blóð. En tímarnir hafa breyst og við höfum orðið þátttakendur í margvíslegri alþjóðlegri starfsemi sem gerir kröfur til þess að við framseljum alþjóðlegum stofnunum margskonar vald í okkar málum og þykir engum tiltöku- mál. Aðildin að Sameinuðu þjóðunum er síður en svo skuldbindingalaus, né heldur ýmsir þeir alþjóðlegir sáttmálar sem við höfum gert. Við höfum undirritað hafrétt- arsáttmálann og þar með gengist undir ákvæði hans í alþjóðlegum hafréttarmál- um. En á sínum tíma, eða eftir útfærsluna í 4 mílur 1952, höfðum við lítinn áhuga á því að skjóta málum okkar til Alþjóðadóm- stólsins í Haag og töldum a.m.k. að Bret- ar ættu að hafa frumkvæði að slíku mál- skoti. Talið var þá að dómstóllinn yrði málstað okkar andsnúinn og færi að þá- gildandi alþjóðalögum svokölluðum sem voru ekki ávallt í samræmi við afstöðu okkar til réttar smáríkis til lífsbjargar. En þetta viðhorf breyttist þegar samning- ar voru gerðir við Breta 1961. En við höfum, hvað sem þessu líður, framselt margvísleg efni í erlendar hendur og þannig sóst eftir að lúta alþjóðlegum samþykktum sem við eigum aðild að og það í fleiri efnum en við gerum okkur allt- af grein fyrir. Nútíminn er alþjóðlegur ef svo mætti að orði komast og við erum einn þáttur þessa alþjóðlega umhverfís — og við höfum viljað vera það af fúsum og fijálsum vilja. Þó ekki væri nema af siðferðilegum ástæð- um. Við erum að vísu ekki nauðbeygðir til þess að taka hið minnsta tillit til til- lagna fískveiðiráðgjafamefndar Alþjóða- hafrannsóknaráðsins, en þar sem við eig- um aðild að því dettur varla nokkram ábyrgum manni í hug annað en taka ábendingar fiskveiðiráðgj af arnefndarinnar alvarlega, enda byggir hún niðurstöður sínar á vísindalegum rannsóknum sem ekki verður gengið framhjá án þess að eiga á hættu hrun þorskstofnsins hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Við verðum að búa um okkur í landinu af raunsæi og horfast í augu við staðreynd- ir, hvað sem tilfínningalegum viðbrögðum líður. Þannig verðum við einnig að taka mið af almenningsálitinu í heiminum, og það er harður húsbóndi eins og við eigum eft- ir að kynnast ef hvalveiðar hefjast á ný. Það mætti vel segja að almenningsálit sé einskonar vald, og þá íþyngjandi og tak- markandi eins og Bandaríkjamenn upp- lifðu í Víetnam-stríðinu, og hugðust þeir þó hrista það af sér með því að fullyrða að þeir gengju erinda frelsis og hins góða málstaðar. En það hafði þó síðasta orðið. Sterkasti her í heimi hafði ekki roð við almenningsálitinu. Jafnvel við þurftum að taka tillit til ákvarðana S.Þ. um viðskipta- bann á írak og eigum við þó lítil sem eng- in viðskipti við landið. Og við urðum þá ekki síður að taka tillit til þess þegar al- menningsálitið í heiminum og S.Þ. settu Suður-Afríku, eitt ríkja, á svartan lista, og var þó sá tvískinningur í því að forhert- ir einræðisseggir eins og leiðtogar komm únistaríkjanna höfðu ekki síst forystu um fordæmingu á þeim sem fylgdu fram kyn- þáttamisrétti hvíta meirihlutans þar syðra. Það leiðir svo aftur hugann að því að ein- ræðisseggir svífast aldrei neins og taka hvorki tillit til almenningsálits né fullveld- is annarra ríkja eins og Hitler sýndi fyrir stríð og Stalín eftir. Andspænis þeim hef- ur aldrei dugað nema öflugt hervald. Það hefur tryggt fullveldi lýðræðisríkja. Laugardagur 18. júlí VIÐ EIGUM einnig aðild að Mannréttindasátt- mála Evrópu og hefur það verið gagnrýnt að við höfum ekki lögfest aðild okkar að Mannréttindadómstól Evrópu en stjómvöld virðast nú einna helst hneigjast að því, að það skuli gert. Það eitt er víst að nú þegar Mannrétt- indadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafí verið gegn mann- réttindasáttmála Evrópu með dómi Hæsta- réttar íslands yfír Þorgeiri Þorgeirssyni rithöfundi þá hvarflar vart að nokkrum manni annað en sæta þeirri niðurstöðu og þar með hefur skapast sú staða að Mann- réttindadómstóll Evrópu er í ráun æðri dómstóll en Hæstiréttur íslands, a.m.k. verður ekki nú á tímum gengið framhjá svo mikilvægri niðurstöðu, hvorki getum við það af siðferðilegum ástæðum né vegna réttarlegrar hefðar og tryggðar við gamlar lagaformúlur sem margir telja úreltar og breyta þurfí, enda hefur dómsmálaráð- herra sagt að það mál skuli nú skoðað rækilega. Mál Þorgeirs reis af gagnrýni hans á lögregluna í tveimur greinum sem birtust hér í blaðinu 7. og 20. desember 1983 og virðist Mannréttindadómstóll Evr- ópu hafa vald til að dæma honum bætur úr ríkissjóði íslands, enda eigum við aðild að mannréttindaákvæðum Evrópudóm- stólsins, þótt Alþingi hafí ekki lagt blessun sína yfir hann. Þó er helst að sjá af fyrr- nefndu sérfræðiáliti lögfróðra manna að íslenska ríkið þurfi ekki að hlíta ákvæðum dómsins um bætur vegna þess að hann hefur ekki verið lögfestur af Alþingi. En vart mun nokkrum detta í hug að ríkið fari ekki að dómnum. Engum dettur í hug fullveldisframsal þótt við þurfum að hlíta þessum alþjóðlegu ákvæðum. Ekki þótti neinum tiltökumál þegar Þorgeir skaut úrskurði Hæstaréttar Islands út fyrir landsteinana. Við höfum áður breytt löggjöf með tilliti til þessa mannréttindasáttmála og í raun er verið að gjörbylta öllu dómskerfí landsins vegna erlendrar gagnrýni á gamaldags kerfí okk- ar. Nú hefur verið ákveðið með lögum — og það ekki síst vegna erlends þrýstings — að einn aðili rannsaki dómsmál en ann- ar dæmi í því, enda er það skoðun þeirra sem fjalla um slík mál í Evrópu, að annað sé tvískinnungur og hið mesta siðleysi. Jón Kristinsson skaut máli sínu til mannréttindanefndar Evrópuráðsins á sín- um tíma vegna þess að sami maður, full- trúi bæjarfógetans á Akureyri, fjallaði sem lögreglustjóri og sakadómari um kæru gegn Jóni fyrir umferðarlagabrot. Mann- réttindanefnd Evrópu komst að þeirri nið- urstöðu í málinu að sú skipan í landinu sem fól sýslumönnum og bæjarfógetum að fara með lögreglu- og dómsmál í um- dæmum utan Reykjavíkur bryti í bága við ákvæði 6. greinar Mannréttindasáttmálans og hafði nefndin ákveðið að bera mál Jóns Kristinssonar undir mannréttindadómstól- inn. Áður en til þess kom náðist í lok ársins 1989 sátt milli Jóns Kristinssonar og dóms- málaráðherra sem fól meðal annars í sér að fallið yrði frá málshöfðun í Strassborg með samþykki mannréttindanefndarinnar ogmannréttindadómstólsins. í forystugrein Morgunblaðsins á þessum tíma var eindregið hvatt til breytinga á íslenskum lögum vegna þessa máls, en margir lögðust gegn því, t.a.m. samtök sýslumanna. Þá tók ráðherra rétta afstöðu og síðar Alþingi. Málavafstur vegna þessara atriða hefur sem sagt markað nýja stefnu sem nú hef- ur verið hrint í framkvæmd hér á landi. Það verður því varla sagt að við höfum þurft að framselja vald okkar til erlendra. aðila til að þeir ráði ferðinni hér heima. Við erum bundin af siðferðilegri vitundl samtíma okkar og umhverfís og verðumi að taka tillit til þess. Nú er mikið fjallað um framsal fullveld-- is vegna EES-samningsins og sýnist sitt '. Mannrétt- indi og dóm- ar — erlend áhrif Morgunblaðið/Sverrir hveijum. En með hliðsjón af því sem hér hefur verið sagt að framan og hvemig alþjóðasáttmálar hafa bundið okkur og úrskurður Evrópudómstólsins nú síðast höggvið að íslensku réttarkerfí þá er vart nein ástæða tií að ijúka upp til handa og fóta vegna bókstafstúlkunar á þeim atrið- um í stjórnarskránni sem falla undir svo- nefnd „grá svæði“, en um þau atriði í EES-samningi greinir menn á en aðrar fullvalda og sjálfstæðar nágrannaþjóðir telja enga atlögu að fullveldi sínu. Ahrif Mannréttindadómstóls Evrópu eru þannig miklu meiri á íslandi en ástæða er til að ætla að viðskiptadómstóll á vegum EES gæti haft vegna viðskiptaágreinings á EES-svæðinu. Auk þess má benda á að samkvæmt stjórnarskránni, V kafla, 59. grein, verður skipun dómsvaldsins eigi ákveðin „nema með lögum". Þannig ætti lögformleg samþykkt Alþingis að nægja um viðskiptadómstól samkvæmt EES- samningnum. Stjórnar- skráin og glerhúsið ÖNNUR ATRIÐI EES-samningsins eru veigaminni og óþarfí að ærast yfír þeim þar sem að stjórnarskránni hefur einatt verið vegið, t.a.m. hefur það ákvæði hennar verið brotið, að eigi megi binda nein sérréttindi við lögtign (VII kafli, 78. grein), en það var þegar gert með lögum um laun forseta íslands, 1964, 2. grein, þar sem segir, að þjóðhöfðinginn sé „undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum“, en ekki verður annað séð en þetta ákvæði bijóti gegn stjómar- skránni, þótt reynt hafi verið að færa rök að réttmæti þess. Alþingi gat varla breytt þessu án stjórnarskrárbreytingar, en lét þetta „gráa svæði“ eiga sig á sínum tíma, enda kannski ekki mikilvægt atriði, þótt gott hafí verið sem fordæmi, enda á það lögð sérstök áhersla með sérgrein í stjórn- skipunarlögum lýðveldisins. Þá hefur Alþingi Islendinga samþykkt kvótalög með framsalsrétti á óveiddum físki í sjó sem þeir kaupa og selja, sem eiga ekki öðrum fremur, og er það að sjálf- sögðu ekkert annað en ákveðin atlaga að eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar hvað sem öllum flóknum lögskýringaatrið- um líður. Eignarréttur er friðhelgur sam- kvæmt VII kafla stjórnarskrárinnar, 67. grein. Ef menn eru skyldaðir til að láta af hendi eign sína vegna almenningsþarfa „komi fullt verð fyrir“. Eigendur fiskimið- anna, þjóðin sjálf, á, samkvæmt kvótalög- unum, ekki að fá neitt í aðra hönd, þótt eign hennar gangi kaupum og sölum eins og verið hefur við mikla, almenna gagn- rýni. í raun hefði þurft að breyta stjómar- skránni vegna kvótalaganna fyrst sölu- mennska þessi hlítir ekki því ákvæði, að fullt verð komi fyrir eignina. En auðvitað hefði mátt leigja hana, t.d. með veiði- gjaldi. Hver maður sér í hendi sér, að þvílíkur tilflutningur eigna getur ekki stað- ist nein ákvæði neinnar nútímalegrar stjómarskrár enda hafna skattayfirvöld eignaréttinum. Þetta mál er svo miklu al- varlegra heldur en þau atriði sem gagn- rýnd hafa verið í EES-samningnum, að enda þótt Morgunblaðið telji að vernda beri stjórnarskrá landsins eins rækilega og unnt er, þá er það skoðun blaðsins, að umdeild atriði í EES-samningnum séu ásættanleg miðað við ýmislegt það sem nú blasir við í öllum áttum og við ráðum ekki við, ýmist vegna þróunar í alþjóðamál- um eða þá vegna þess að við höfum sjálf klúðrað mikilvægum málum og gengið svo nærri stjórnskipunarákvæðum, að jafnvel mætti segja, að við séum í einskonar gler- húsi, þegar þau eru annars vegar. Hitt er svo annað mál, að viðskiptadóm- stóll á vegum EES þarf síður en svo að vera lítilli þjóð eins og okkur íslendingum öndverður; þvert á móti getur hann vemd- að hagsmuni okkar því að við verðum að fara að lögum, en stærri þjóðir geta frem- ur en við neytt aflsmunar með ýmsum hætti og því gætum við átt skjólshús í slíkum dómi og engin ástæða til að líta á hann sem fyrirfram ákveðinn óvin eins og bent var á í síðasta Reykjavíkurbréfi. „Áhrif Mannrétt- indadómstóls Evrópu eru þann- ig miklu meiri á Islandi en ástæða er til að ætla að viðskiptadómstóll á vegum EES gæti haft vegna viðskiptaágrein- ings á EES-svæð- inu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.