Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 <?C 23 HRUN ÞORSKSTOFNANNA Ofveiði ad ganga af stof nunum daudum oftir Hjört Gíslason MEIRA en hálí' inillj ón tonna hefur tapazt úr stofni norðurslóðar- þorsksins við Nýfundnaland síðustu tvö árin. Hrygningarstofninn er kominn niður fyrir 100.000 tonn og er aðeins um 10% af meðal- stærð undanfarinna ára. Skýringin er meðal annars talin ofveiði, rangt stofnstærðarmat á sínum tí ma, mikill sjávarkuldi við Labrad- or og mikill ís á fiskislóðinni. Þetta hrun er ekki einsdæmi. Þorsk- stofnar um allt norðanvert Atlantshafið hafa minnkað hratt síðustu árin. Þorskstofnarnir við Grænland, Færeyjar, ísland og í Eystra- salti og Norðursjó eru í töluverðri hættu. Það er aðeins í Barentshaf- inu, sem stofninn er á uppleið, reyndar eftir afar strangar veiðtak- markanir frá árinu 1990. Afleiðingarnar eru hrikalegar. Algjört veiðibann á norðurslóðarþorski við Nýfundnaland og hastarlegur niðurskurður á veiðiheimildum á hinum hafsvæðunum. Þúsundir manna ganga atvinnulausir næstu tvö árin á Nýfundnalandi og hér og í Færeyjum blasa gjaldþrot og atvinnuleysi við. Svo virðist sem allir þorsk- stofnar við norðanvert Atl- antshafið séu í hættu og að hruni komnir vegna ofveiði og ytri náttúrulegra skilyrða að mati fiskifræðinga. Eina leiðin til að ná stofnunum upp á ný er að draga mikið úr veiðinni, eigi ekki að þurfa að koma til veiðibanns eins og við Nýfundnaland. Þar hefur verið ákveðið að stöðva veiðarnar í tvö ár til að ná hrygningarstofninum upp á ný. Hins vegar er talið vafa- samt að það dugi og væntanlega þarf að takmarka veiðar afar mikið fyrstu árin eftir að þær verða leyfð- ar. Afli af norðurslóðarþorskinum við Nýfundnaland hefur farið yfír 300.000 tonn á ári og jafnvel enn hærra, en síðustu árin hefur aflinn minnkað hratt. Við stöndum frammi fyrir svipaðri óáran. Kvóti hér hefur verið minnkaður milli síð- ustu ára og samkvæmt mati fiski- fræðinga er mikil hætta á því að við komumst á sama stig og Ný- fundlendingar, verði ekki farið var- lega. Svo virðist, sem þjóðin geti búið við niðurskurð á þorskkvótan- um í um 200.000 tonn, en ljóst er að veiðibann til tveggja ára eða lengur, eins og við Nýfundnaland, mun verða henni afar þungt í skauti. Ekkert annað en veiðibann getur bjargað stofninum Fiskveiðiráðgjafarnefndin í Kanada telur þorskstofninn svo illa kominn að ekkert annnað en veiði- bann geti bjargað honum. Fiski- fræðingar telja stærð þorskstofns- ins, þriggja ára físk og eldri, vera á milli 530.000 og 700.000 tonn, en vandamálið sé fyrst og fremst að þorskur 7 ára og eldri, hrygning- arstofninn, sé aðeins 50.000 til 100.000 tonn. Það sé það minnsta sem mælzt hafí og aðeins 10% af langtímameðaltali. Talið er að hæfi- legt sé að taka um 20% af þorsk- stofninum árlega. Fyrir norðurslóð- arþorskinn þýðir það 50.000 tonn á þessu ári. Togararnir hafa þegar tekið 15.000 tonn, gert er ráð fyrir 10.000 tonnum í aukaafla með öðr- um tegundum og erlend fiskiskip hafa tekið um 10.000 tonn utan 200 mílna landhelgi. Því gætu í raun komið um 15.000 tonn í hlut sjómanna á grunnslóð, en þar er varla talið til skiptanna. Veiðibann og fébætur til 19.000 fiskverkamanna og sjómanna Þorskurinn hrygnir fyrst um 7 ára gamall, en vegna skyndilegs hruns stofnsins, mun hrygningar- stofninn nær eingöngu byggjast á þorski sem nú er 5 og 6 ára, en afar lítið er um aðra áranga. Væru veiðar leyfðar nú, myndi um 80% aflans verða þessir tveir árgangar, og yrði þá lítið um þá í hrygning- inni þegar þar að kæmi. Því verður að stöðva veiðarnar. Tveggja ára veiðibann á norður- Veiðibann eða strangar veiði- takmarkanir nauðsynlegar til uppbyggingar á nýjan leik slóðarþorski hefur því verið ákveðið við Nýfundnaland. Jafnframt hefur sjávarútvegsráðherrann John C. Crosbie ákveðið að 9.000 sjómenn og 10.000 fískverkamenn fái 225 kanadíska dollara, 10.350 krónur, í bætur á viku næstu 10 vikurnar. Sá tími verður síðan notaður til að finna leiðir til að mæta áfallinu svo sem aðlögun og endurskipulagning fískiðnaðarins og verður það gert í samvinnu við fylkisstjórn Ný- fundnalands og hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Ráðherrann segir rík- isstjórn Kanada gera sér grein fyr- ir siðferðislegum skyldum sínum gagnvart sjómönnum og fiskverka- fólki, sem standi frammi fyrir tveggja ára tekjumissi án þess að hafa nokkru valdið þar um. Um- hverfisþættir í hafinu hafí ráðið mestu um hrun þorskstofnsins, heildarstofninn hafí minnkað um helming og hrygningarstofninn sé nú aðeins þriðjungur þess, sem hann var 1990. Tveggja ára veiði- bann sé því eina leiðin til að ná stofnstærðinni upp á ný. Fébæturn- Breyttu pallbflnum í feriabíl á bálftfma Eigum til afgreiðslu strax SKAMPER pallbílahús fyrir alla ameríska og japanska Pick up bfla, þ.á m. Double Cap bíla. Húsin eru fellihús, þ.e. lág á keyslu en há í notkun. Glæsileg innrétting fyrir 4-5 með rúmum, borðum, skápum, bekkjum, sjálfvirkum hitastilli, fullbúnu eldhúsi, þrefaldri elda- vél, raf-vatnsdælu, vatnstanki, vaski, ísskáp o.fl. Ódýr lausn á ferðalögum á íslandi og erlendis. Tsekjamiðlun Islands hf., Bíldshöfða 8, sími 674727. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! ar munu renna til sjómanna á grunnslóð, fískverkafólks sem hefur verið sagt upp og togarasjómanna á skipum, sem stundað hafa veiðar á noðurslóðarþorskinum. Leiðir til að draga úr vandanum Ríkisstjórnin leggur ennfremur fram eftirfarandi tillögur til að draga úr vandanum: Sjómönnum og fiskverkafólki verði gert kleift að fara fyrr á eftir- laun en ella Mönnum verði gert kleift með ákveðnum hætti að hætta útgerð fyrir fullt og allt. Komið verði á sérstakri starfs- þjálfun fyrir fiskverkafólk og sjó- menn til annarrar vinnu en innan sjávarútvegsins. Starfsmenntun þeirra, sem vilja starfa áfram innan útvegsins, verði aukin og starfsréttindi þeirra sömu- leiðis og þau skilgreind nánar. Leitað verði leiða til aðstoðar útgerðarmönnum til að viðhalda skipum sínum, sem verða aðgerðar- laus vegna veiðibannsins. Tilraunaveiðar verði stundaðar til að kanna afrakstur stofnsins með skynsamlega nýtingu í huga. Unnið verði með fiskvinnslunni við að leita nýrra físktegunda til að vinna í verksmiðjum, sem hafa reitt sig á norðurslóðarþorskinn. Allt of seint gripið í taumana Fólk á Nýfundnalandi er smám saman að átta sig á því hver vand- inn er í raun og veru. Fáir efast reyndar um nauðsyn þess að stöðva veiðarnar til að ná stofninum upp, en margir eru þeirra skoðunar að stjórnvöld hafí tekið allt of seint við sér. Meðal þeirra er Cabot Mart- in, formaður samtaka sjómanna á grunnslóð. Hann telur að þegar árið 1986 hafi menn vitað að hverju stefndi, en þá gáfu sarhtök hans út skýrslu, sem sýndi ótvírætt fram á það, að fískifræðingar höfðu talið þorskstofninn tvöfalt stærri en hann var í raun og veru. Þetta hafi svo verið staðfest af fiskifræðingum og í Harris-skýrslunni árið 1989. Samt hafi ekkert mark verið tekið a-sa/í UTSALA - UTSALA ÚTSALA Gerið góð kaup á vönduðumfatnaði. V/AUSTURVÖLL PÓSTHÚSSTRÆTl 13 - SÍMI23050 Áhrif veiðibanns á 1965 1970 1975 1980 1985 1990 Áhnif veiðibanns á hrygningarstotn noröursloðaþopsks 1992-1994 (þús. tonn) Meðaltal 540.000 tonn Hámark 1992 1993 1994 á þessum staðreyndum og allt of mikill afli verið leyfður ár eftir ár. Martin segir, að svo þegar hallað hafí undan fæti, hafi stjórnmála- mennirnir verið fljótir til og fundið blóraböggul í selnum og veiðum útlendinga á Miklabanka rétt utan lögsögunnar. Hvorugt sé í raun rétt, vandinn hafí verið heimatilbú- inn að nær öllu leyti. Hann deilir einnig á aðferðir stjórnvalda við ákvörðun á veiðibanninu og bætur til sjómanna og verkafólks. Akvörð- un um veiðibannið hefði þurft að liggja fyrir miklu fyrr. Fyrir vikið hefðu sjómenn á grunnslóð verið byrjaðir að búa sig undir veiðarnar með kaupum á veiðarfærum, gert báta sína sjóklára og jafnvel keypt báta. Nú stæðu þeir uppi með vita ónýta fjárfestingu upp á milljónir króna og fyrir það kæmu engar bætur. „Staðan hjá okkur er skelfí- leg, en við höfum sameiginlega sjóði að ganga í. Ég get varla ímyndað mér hvernig færi fyrir íslendingum, þyrftu þeir að stöðva þorskveiðar í einhvern tíma," segir Cabot Martin. BRÆÐURNIR [©] ÖKMSSOEŒF BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Rafviðgerðir • Ljósastillingar • Díselverkstæði Allt í útileguna. Hjá Andrésil Flauelsbuxur í úrvali, verð kr. 1.580 - 5.600.- Gallabuxur í úrvali, verð kr. 1.790 - 3.900.- Regngallar, margir litir, verð kr. 2.400 - 3.600.- Vindjakkar, peysur og nærföt í úrvali. Artdrés, Skólavörðustíg 22A, sími 18250. Póstkröfuþjónusta. Stakar buxur, verð kr. 1.000 - 5.600.- Vaxbornir jakkar, verð kr. 4.900 - 19.500.- Andrés - Fataval, Höfðabakka 9C, sími 673755. (Opið frá kl. 13-17.30 mánud. til föstud.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.