Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 Afmæliskveðja: Sr. Hubert Oremus Steinþór Ásgeirsson - Afmæliskveðja Á morgun 20. júlí eru 794 ár síðan jarðneskar leifar heilags Þorláks, verndardýrlings íslend- inga, voru settar í helgiskrín og komið fyrir í Skálholtskirkju. Þann sama dag fyrir 75 árum fæddist annar þjónn kaþólsku kirkjunnar, Hubertus Theodorus Oremus í borginni Zeist í Hollandi. Þorláksmessa á sumri var með meiri helgidögum í kaþólskum sið á miðöldum, en fjölskylda séra Oremusar hafði einnig æma ástæðu til samfagnaðar á þessum degi. 20. júlí, 1915 trúlofuðust foreldrar hans; nákvæmlega ári seinna á sama degi giftu þau sig og sveinninn Hubert fæddist svo þann dag árið 1917 fyrstur átta systkina. Ekki er víst að séra Þor- lákur og séra Oremus eigi mikið fleira sameiginlegt. Að minnsta kosti eru ekki til heimildir um að hinn helga mann hafi dreymt um að verða Kínveiji en frá blautu bamsbeini var séra Oremus mjög hugfanginn af Kína og gekk í bemsku með þá von að gerast trú- boði í Kína. Við öll hátíðleg tæki- færi þegar fólk klæddist alls konar dulargervum, var honum það alltaf kappsmál að klæðast sem Kín- veiji. En leið hans átti eftir að liggja annað. Arið 1943 lauk séra Oremus prestnámi frá æðri prestaskólan- um í Panningen en 1936 hafði hann gengið í reglu Lazarista (Congregatio Missionis) og átti hann því 55 ára regluafmæli á síðasta ári. Lazarista-regluna stofnaði St. Vineent, kenndur við Pál postula, árið 1625 en árið 1633 var henni fengið í hendur Saint-Lazare holdsveikisjúkrahús- ið í París og þaðan dregur reglan q, nafn sitt. Menntun afmælisbams- ins var þó víðtækari. Áður en hann gekk í prestaskólann hafði hann stundað nám í trúboðsprestaskóla, þar sem hann m.a. náði leikni í sex tungumálum og síðar á ferli sínum lagði hann stund á ellefu mál til viðbótar. Hann er þó að sögn farinn að ryðga allmikið í sumum þeirra 17 tungumála sem hann hefur lært um ævina. Áður en hann þáði prestvígslu (19. júlí 1944) hafði hann lokið námi í guðfræði og heimspeki til viðbótar því sem heyrir til prestskapar. Áfram hélt hann að viða að sér þekkingu og lauk hann prófum í kínversku, list, sögu og bókmennt- um Kína svo og í trúboðsfræði og lækningu hitabeltissjúkdóma. Auk þess öðlaðist hann alþjóðlegt dóm- arapróf í blaki. A ámnum 1948 til 1977 kenndi hann tungumál, kínverskar bók- menntir og trúabragðafræði við háskóla í Hollandi, París, Istanbúl og Alexandríu en alls dvaldist hann 16 ár í Miðausturlöndum en hingað til lands kom hann 10. júní 1978. Fyrstu árin þjónaði hann í Hafnarfirði fyrst sem prestur Karmelsystra og síðar sem sóknar- prestur. Síðan 1988 hefur hann gegnt preststörfum í Landakoti fyrir utan stutt tímabil er hann hélt til Færeyja til að þjóna ka- þólskum þar. Þeir sem þekkja til latneska messutextans hafa margir velt fyrir sér ættamafninu Oremus en það þýðir á latínu „Vér skulum biðja“. Til að taka af allan vafa kom nafnið til af slysni fremur en að bænrækni hafi ráðið þar ein- hveiju um. Forfaðir séra Oremus- ar, var húgenotti og hét Oresmes (Orémes) flúði árið 1690 frá Frakklandi til Hollands enda var húgenottum erfitt um vik í ka- þólsku umhverfi. Við komuna til Hollands var hann spurður að nafni og heyrðist landamæravörð- um hann segja „Oremus“ og drógu þeir af því þá ályktun að maðurinn væri rammkaþólskur og veittu honum umsvifalaust inngöngu í landið og nýja nafnið festist við fjölskylduna og afkomendur. Óraijarlægð er á milli kínver- skra æskudrauma séra Oremusar og íslands en þó hefur hann sagt að hvergi hafi honum fundist jafn gott að vera og á íslandi. Hann er þó ekki laus við hið „kínverska“ eðli sitt enda mjög fróður á því sviði og gjaman hefur hann kín- verska speki á takteinum þegar svo ber undir. Það er kannski af þeim sökum að lundin er svo létt sem raun ber vitni og ekki munar öldunginn um að spretta úr spori eins og fjölmargir hafa orðið vitni að. Ekki er ætlunin að hlaða lofí á afmælisbamið; hið góða innræti má lesa af svip hans og segir allt sem segja þarf. Bestu kveðjur fylgja honum á þessum tímamót- um. I dag, sunnudag kl. 2 síðdegis, les séra Oremus messu í Krists- kirkju og eftir messuna tekur hann á móti gestum í safnaðarheimilinu að Hávallagötu 16. Reynir Guðmundsson. Löng ævi og viðburðarík er ævin- týri líkust. Steinþór Ásgeirsson sem í dag þann 19. júlí fyllir áttunda tuginn á að baki merka ævi sem réðist af því annars vegar að hann hefur lifað umbrotatíma á högum íslenzku þjóðarinnar og svo hinu að það er eðli og upplag Steinþórs að láta sjást til ferða sinna í samtím- anum. Margar dýpri þrár hans eru tengdar draumum um stórstígar framfarir í búnaði landsmanna og verkmennt allri og hefur Steinþór látið til sín taka bæði sem fram- kvæmdastjóri hjá Landnámi ríkisins meðan það var og hét en einnig með útsjónarsemi og framúrstefnu- aðferðum við lausn þeirra verkefna sem hann hefur unnið fyrir stærsta sveitarfélag landsins. Hann var skjótur að sjá og skilja hversu þjóð- in margefldist tii hverskonar fram- kvæmda þegar Bandaríkin færðu okkur nútímann og byltingu í verk- tækni. Stríðið mikla sem olli sorgum um allan heim - einnig á mörgum íslenzkum heimilum - bar holskefl- ur mikilla breytinga að ströndum íslands. Þjóðlífíð fór allt á skrið og aldagamlar hefðir urðu að víkja fyrir þunga hinna nýju hátta. Stein- þór og Þorgerður Þórarinsdóttir kona hans, en þau standa bæði föst- um fótum á hinni íslenzku arfleifð, hafa á þeim grunni gengið öruggum skrefum til móts við nútímann en haft með sér úr gömlum glæðum vizkumola hinnar þjóðlegu sam- eignar. Þar er að fínna leiðar- merki, ljós eða dulin, sem þeir einir skilja er eiga heyrn á undirtóna tungunnar og skilaboðin í hinni tví- ræðu vísu þjóðarsálarinnar. í því ríki er Steinþór góður þegn enda ágætur gæslumaður tungunnar og þeirrar launhelgi sem hún lykur um. Bókakostur Steinþórs ber þessu vitni og eru bækur þær ekki einung- is til skrauts á heimili hans og Þor- gerðar. Steinþór hefur, auk starfa sinna fyrir land og borg, verið til- þrifamikill við búskap og hrossa- rækt á jörð þeirra Þorgerðar, Gott- orp í Húnavatnssýslu, en jörð sú er brot af gömlu ríkidæmi þeirra forfeðra Steinþórs er bjuggu á þess- um slóðum. Steinþór hefur lengst af ævinnar verið ákafur bridsspilari og er kunn- ur meðal spilamanna. Hann hefur skipað þá sveit er hefur lyft þess- ari íþrótt á þann pall að hinir yngri menn eru komnir inn í raðir heims- meistara, á bak við það er mikil elja margra manna og kvenna um langt árabil. Ljóst er að Steinþór hefur komið víða við og lagt gjörva hönd að mörgu - framúrskarandi heilsa hefur gert honum kleift að njóta hæfíleika sinna og beita þeim - hitt hefur líka verið honum ómetan- legt að kona hans Þorgerður hefur aldrei vikið af vaktinni og verður við hlið hans í dag milli kl. 15-17 er þau hjón taka á móti vinum og velunnurum í veitingasalnum að Sigj;úni 3. Emil Als. ------» ♦ »----- Útiskákmót í Hafnarfirði Sparisjóður Hafnarfjarðar efnir til útiskákmóts á Thors- plani við Strandgötu þar í bæ á fimmtudag, 23. júlí, kl. 15. Mótið er öllum opið og nemur heildarverðlaunafé 40 þúsund krón- um. Tefldar verða 7 umferðir, 7 mínútnaskákir. Viðri ekki til skákiðkunar utan- húss þennan dag verður mótinu frestað til fimmtudagsins 30. júlí kl. 15. *- * KAUPMANWAH/IFNARBRÉF Drottningarlegt sam- lyndi í aldarfj órðung1 Danir eru bæði iðnir og hugvitssamir við að gera sér dagamun og í samræmi við það eiga þeir sér mörg orð, er tengj- ast því að hafa það notalegt og eins siði, er tengjast hátíðlegum tækifærum. Þessir eiginleikar þeirra koma meðal annars fram þegar þeir halda upp á silfurbrúð- kaup. Þá er venjan að nánustu vinir og ættingjar veki parið fyrir allar aldir. Þeir mæta með hljóðfæraleikara, helst homa- flokk, og yið þessa óvæntu uppákomu staulast parið út á sparináttfötunum eða slopp. Fyrst er gjarnan sungið lagið um hve unaðslegt sé að fylgjast að og svo er ljós- ritið með nýja söngnum dregið upp. Hluti af því að halda uppá tyllidaga hér um sveitir er nefnilega að yrkja tækifærisvís- ur við eitthvert góðkunnugt lag og ótrúlega margir Danir víla ekki fyrir sér ljóðasmíðina. Morgunathöfninni fylgir einnig nífalt húrrahróp fyrir parinu. Og ekki má gleyma viðeigandi skreytingum. Rauð-hvít pappírsflögg, sjálfur „dannebrog" úti um allt og oft líka við- hafnarhlið úr blómum yfir hurðinni, þar sem parið tekur sér gjarnan stöðu. Eftir sönginn úti fyrir er farið inn og gætt sér á vínarbrauðum, rúnstykkjum,_ kaffi og snaps, sem gestimir hafa tekið- með sér. Seinna um daginn eða um kvöld- ið er svo matast saman eftir „smag og behag“, eins og það heitir á máli inn- fæddra. Um daginn var haldið silfurbrúðkaup í Danaveldi, sem sprengdi alveg af sér þennan ramma. Fyrir milligöngu sjón- varpsins var allri þjóðinni boðið til skoðun- arveislu, sem stóð í tvo daga, auk ýmissa atriða, sem stóðu yfír undanfamar vikur og alveg fram í júnílok. Til sjálfrar veisl- unnar var boðið í eigin persónu kónga- fólki úr Evrópu, erlendu og innlendu fyrir- fólki og vinum og kunningjum, sem ekki falla undir áðumefnda hópa. Það gengur ekki hljóðalaust fyrir sig, þegar það er sjálf drottingin og prinsinn, sem eiga silf- urbrúðkaup og það var vilji þeirra að öll þjóðin fengi að taka þátt í, eða að minnsta kosti að sjá. Hátíðahöldin byijuðu nokkmm viku fyrir sjálfan hátíðisdaginn með því að Konunglega leikhúsið efndi til hátíðarsýn- ingar. Drottningin hafði keypt alla miðana og bauð til hennar vinum og vandamönn- um og öðmm gestum, svo sem sendiherr- um erlendra ríkja og frammámönnum í menningar- og viðskiptalífinu. Á sýning- unni vom atriði úr leikritum, ballettum og ópemm, sem öll áttu það sammerkt að hafa eitthvað með ástina að gera. Síð- an ferðuðust drottningin og prinsinn um landið, vog enduðu með því að vígja veg að Fredensborgarhöll, þar sem hjónin voru kringum brúðkaupsdaginn og þar sem aðalveislumar fóm fram. í bók um höllina, sem var gefin út um þessar mund- ir, orti Hinrik prins ljóð í orðastað hallar- innar og þýddi ásamt konu sinni. Auk þess komu þau fram í viðtölum við alla helstu flölmiðla hérlendis. Brúðkaupið var rifjað upp, meðal annars var það sýnt í 1 '/2tíma sjónvarpsdagskrá helgina fyrir brúðkaupsdaginn. Sjálfur brúðkaupsdag- urinn byijaði eins og hann á að gera. Vinir og ættingjar mættu með tónlistar- fólk um morguninn og drottningin og prinsinn opnuðu svefnherbergisgluggann í Fredensborgarhöll, hún með slegið hár og ómáluð og fjarska lukkuleg á svip, prinsinn hæglátari eins og hans er vandi. Krónprinsinn leiddi húrrahrópin. Brúðkaupsafmælið hefur gefíð marg- víslegar ástæður til að líta yfir farinn veg. Fjórða hvert hjónband, sem stofnað var til fyrir 25 árum, hefur verið leyst upp. Karl Bretaprins, sem aðeins hefur verið giftur í tíu ár, mætti einn æi veisl- una. í heimalandi hans heldur hluti blaða- mannastéttarinnar sér á floti með ósam- lyndisfréttum úr hans fjölskyldu, sem hafa verið með mesta móti undanfarið. Þannig er það ekki hér í landi. Drottning- arfjölskyldan er auðvitað undir smásjá, en hún gefur fjölmiðlum fá tækifæri til að velta sér upp úr einkalífi sínu og dönsk blöð setja sér líka ákveðin takmörk í hvernig er skrifað um fjölskylduna, því drottningin er bæði virt og vinsæl meðal almennings. Prinsarnir hafa stöku sinnum gefið færi á sér, verið teknir fyrir of hraðan akstur, stundað næturlífið með stelpum, en þeir eru ekki einir um það, svo slíkt vekur kannski í mesta lagi axlayppingar meðal þjóðarinnar. Nýlega var haldið Kaupmannahafnar-maraþon. í það skráði sig ungur maður að nafni Friðrik. Skrá- setjandinn skildi ekkert í að unga mannin- um vafðist tunga um tönn, þegar hann átti að gefa upp eftimafn sitt, sagðist ekki hafa neitt slíkt. Þá kviknaði ljós hjá starfsmanninum, þetta var sjálfur krón- prinsinn, sem svo hljóp og stóð sig með prýði. Prinsinn, eiginmaður drottningar, er ekki áberandi persóna hér. Skýringin á því er vísast að hluta sú að það er fyrst og fremst hún, sem kemur fram. Hann fylgir með. Jafnvel synir þeirra eru drottn- ingarsynir, eins og hann hefur sjálfur bent á með bros á vör. En hann er líka útlendingur hér og hefur aldrei samlagast dönsku umhverfí og hugsunarhætti og alls ekki tungumálinu. Heimilismálið á hinu drottningarlega heimili er móðurmál hans, franskan. Hann er stirðmæltur á dönsku og á erfitt með að tjá sig lipur- lega á því máli. Á blaðamannafundi um daginn í tilefni af afmælinu spurðu blaða- menn spurninga um dyggðina og hvort ungt fólk ætti að varðveita hana fyrir hjónaband. Þetta orð „dyd“ misskildi prinsinn sem „död“, dauða, og gat ekki skilið af hveiju það ætti að ræða dauðann í sambandi við hjónabandið. Eiginkona hans bjargaði honum glettnislega úr gildr- unni með því að segja hlæjandi að blað- mennirnir væru að físka eftir því hvort þeim fyndist að fólk ætti að sofa saman fyrir hjónaband. Þar bættist við ein skop- sagan enn um dönskukunnáttu prinsins. Brúðarparið 25 ára hefur aðspurt lagt áherslu á að þau séu mjög góðir vinir og það eru til margar myndir af þeim hlæj- andi saman. Vináttan liggi meðal annars í því að þau eigi sameiginleg áhugamál, en einnig mörg áhugamál, sem þau deili ekki hvort með öðru. Fjölskyldan á kast- ala í Cahors í .Frakklandi og þar eru vín- ekrur. Vínframleiðslan og rekstur landar- eignarinnar tekur dijúgan hluta af tíma hans. Þarna ver fjölskyldan líka hluta af sumrinu. Hann stundar líka siglingar og vinnur fyrir alþjóðlegan náttúruverndar- sjóð, World Wildlife Fund. Erlendis kemur hann oft fram sem fulltrúi Danmerkur, til dæmis til að koma dönskum vörum á framfæri. Drottningin teiknar og málar og hefur tekið að sér verkefni sem listamaður, meðal annars myndskreytt bækur, auk þess sem hún hefur gert sviðsmynd og búninga fyrir balletta, bæði fyrir Konung- lega ballettinn og ballettskóla. Hún stund- ar hannyrðir, líkt og móðir hennar, og hefur teiknað mynstur, hannað og saum- að hökla og annað kirkjulín, og þýtt, svo eitthvað sé nefnt. Þeim hefur því tekist að fínna sér líf bæði saman og sitt í hvoru lagi, að minnsta kosti þannig að þau geta enn hlegið saman og það er ekki slæmur árangur eftir 25 ár, ekki síst í ljósi þess hve margir glata hlátrinum og það á styttri tíma en aldarfjórðungi. I staðinn fyrir ástarbrímann hefur vináttan komið og hún virðist endingargóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.