Morgunblaðið - 01.08.1992, Side 1

Morgunblaðið - 01.08.1992, Side 1
64 SIÐUR B/C 173. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Langt einvígi? „ÞAÐ MÁ búast við löngu einvígi milli Fischers og Spasskis, það gæti vel staðið nokkra mánuði," sagði Þjóðveijinn Lothar Schmid, sem dæmdi skákir þeirra í Reykja- vík 1972, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann gerir ráð fyrir að dæma fyrstu skák einvígisins sem hefst í Svartfjallalandi 2. sept- ember en eftir það taki Svetozar Gligoric líklega við. Schmid er bókaútgefandi og kveðst ekki geta tekið sér svo langt hlé frá störfum að dugi til loka ein- vigisins. Schmid segir að það fyrir- komulag sem Fischer vilji hafa bygg- ist á viðureign Wilhelm Steinitz og Herman Zukertorts árið 1886. Jafn- tefli gildi ekki og tíu vinninga þurfi til sigurs. Schmid bendir á að einvígi Karpovs og Kasparovs 1985 hafí staðið hálft ár þótt aðeins sex skák- ir hafi nægt Kasparov til að vinna. Guðmundur G. Þórarinsson, for- seti Skáksambandsins, segist ekki hafa fengið formlega ósk um að skákborðið sem notað var 1972 verði lánað til keppninnar. „Stjórn sam- bandsins yrði að taka ákvörðun um málið,“ segir Guðmundur, „en mér fínnst þetta koma mjög vel til greina. Borðið er einhver merkilegasti grip- urinn í islenskri skáksögu og ef það færi úr landi yrði að tryggja það rækilega." ----»■♦ ♦ Píanóið var ekki vistvænt London. Reuter. ENSKUR biskup sem hugðist flylja forláta píanó sitt frá Banda- ríkjunum heim til sín var stöðvað- ur af bandarískum tollyfirvöldum þar sem nótnaborðið er úr fíla- beini. Það brýtur í bága við lög sem eiga að stuðla að verndun fíla. Biskupinn segist hafa verið spurð- ur af tollþjónum hvar fíllinn sem fórnaði skögultönnum sínum í slag- hörpuna hefði verið skotinn. Hann segist ekki hafa sjálfur staðið í slík- um Stórræðum og vera almennt hlynntur fílum. * Morgunblaðið/Árni Sæberg Að í Landmannalaugum Verslunarmannahelgin er gengin í garð og vafalaust hyggjast margir njóta dásemda íslenskrar nátt- úru líkt og þessir ferðamenn í Landamannalaugum. Morgunblaðið óskar landsmönnum ánægjulegrar og slysalausrar helgar. Evrópubandalagið: Hlutleysi Svía sam- ræmist ekki aðild Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í UMSÖGN framkvæmdastjórn- ar Evrópubandalagsins (EB) um aðildarumsókn Svía er lögð á það áhersla að hlutleysi samræmist ekki markmiðum EB. Fram- kvæmdastjórnin mælir með því að formlegar viðræður um aðild Svía hefjist um Ieið og samþykkt- ir leiðtogafundar EB í Maastricht hafi verið staðfestar af öllum ríkjum bandalagsins. Frans Andriessen úr framkvæmda- sljórn bandalagsins sagði við blaðamenn í Brussel í gær að ný ríki yrðu að taka upp allar sam- þykktir EB, þar með taldar sam- þykktirnar frá Maastricht sem m.a. gera ráð fyrir auknu sam- starfí í utanríkis- og varnar- málum. Ulf Dinkelspiel, Evrópumálaráð- herra Svía, sagði í gær að of snemmt væri fyrir Svía að ákveða þátttöku í Vestur-Evrópusamband- inu sem talið er að verði síðar undir- staða varnarsamvinnu EB-ríkjanna. Almennt er umsögn fram- kvæmdastjórnarinnar jákvæð og ekki er gert ráð fyrir neinum um- talsverðum vandamálum í aðildar- viðræðunum hvað snertir efnahags- mál. Andriessen sagði ný aðildarríki ekki verða í aðstöðu til að draga sig út úr tilteknum samþykktum né lýsa yfir hlutleysi innan sam- starfs aðildarríkjanna. Andriessen sagði einnig að samn- ingaviðræðurnar um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefðu leitt í ljós vandamál bæði hvað varðaði landbúnað og ríkiseinokun, fyrst og fremst á áfengissölu. Ljóst væri að einkasala á áfengi samræmdist engan veginn Rómarsáttmálanum. Andriessen benti og á að aðild Svía fylgdu ný byggðavandamál þar sem EB væri öldungis óvant að fást við vanda heimskautabyggða. Hundruð manna farast í tveim flugslysum í Asíu ^ Bangkok, Katmandú, Lundúnum. Reuter. ÓTTAST er að rúmlega tvö hundruð manns hafi farist í tveimur flugslysum sem urðu í Asíu í gær. Hið fyrra varð í gærmorgun er tælensk farþegaþota af gerðinni Airbus A310-300 með 113 manns innanborðs brotlenti í gærmorgun í skóglendi um 100 km suður af Katmandú, höfuðborg Nepals. Ekki er enn vitað um orsakir slyssins en óttast er að allir um borð hafi farist. Seinna slysið varð síðar um daginn þegar kínversk Yak-42-farþegaflugvél með 126 manns um borð fórst í flugtaki frá Nanjing-flugvelli í austurhluta Kína. Tælenska flugvélin var á leið frá Bangkok í Tælandi til Katmandú og var í aðflugi að flugvellinum þar þegar hún hvarf skyndilega af rat- sjárskjám flugstjórnarmanna. Skömmu áður en vélin brotlenti hafði flugturninn í Katmandú gefið flugmönnum vélarinnar fyrirskipun um að hætta við lendingu vegna slæmra lendingarskilyrða á flug- vellinum en úrhellisrigning var á svæðinu og skyggni lítið. Var flug- mörtnunum sagt að breyta um stefnu og fljúga suðvestur á bóg- inn. Þeir tilkynntu flugturninum að breytt hefði verið um stefnu en eft- ir það heyrðist ekkert frá vélinni. Flugvélin brotlenti í skóglendi um 100 kílómetra suður af Kat- mandú og tilkynntu þorpsbúar í nágrenni við slysstaðinn að mikil sprenging hefði orðið í vélinni þegar hún skall niður. 99 farþegar og fjórtán manna áhöfn var um borð í vélinni. Meðal farþeganna voru að minnsta kosti 32 frá Nepal, 21 Japani, ellefu Bandaríkjamenn og fimm Finnar. Flugvöllurinn í Katmandú hefur löngum verið óvinsæll meðal flug- manna. Hann er í þröngum dal, sem er umkringdur flöllum á allar hlið- ar. í aðflugi að vellinum þarf að fljúga svokallað gormflug, sem reynir mjög á hæfni flugmanna við erfiðar aðstæður. X/nhua-fréttastofan kínverska sagði að hundrað manns hefðu lát- FLUGVÉL HRAPAR INEPAL ist þegar YAK-42-flugvélin fórst í flugtaki frá Nanjing-flugvelli en hún var í eigu ríkisrekins flugfé- lags. Ekki er nánar vitað um tildrög eða orsakir slyssins en vélin fór út af flugbrautinni og varð alelda um 600 metrum frá henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.