Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. AGUST 1992 Bræðravíg styrkja stöðu Saddams: Kúrdar berjast innbyrðis Ankara, Bagdad. Reuter. Uppreisnarmenn úr röðum tyrkneskra Kúrda rufu í gær eina helstu samgöngu- og birgðaleið sem liggur milli byggða íraskra Kúrda í norðurhluta Iraks og suðurhlutans þar sem Saddam Hussein forseti er enn einráður. Talið er að með þessu séu uppreisnarmenn að hefna sín vegna afstöðu hinna írösku þjóðbræðra sem hafa heitið tyrknesk- um stjórnvöldum að gera allt sem þeir geti til að hindra árásir af svæðum sem þeir ráða inn yfir tyrknesku landamærin. Innbyrðis deil- ur Kúrda geta styrkt Saddam Hussein Iraksforseta í sessi en Irakar neita enn kokhraustir að þeir hafi beðið ósigur í Persaflóastríðinu. Tyrknesku kúrdarnir, sem eru sem nú skapast en þeir hafa ítrekað marxistar og í Kúrdíska verka- mannaflokknum, PKK, hafa háð skæruliðastríð gegn Tyrkjum um árabil og tugir manna hafa fallið í átökunum á hverju ári. Um fimmt- ungur íbúa Tyrklands er talinn kúrd- ískur en flestir Tyrkir neita að um sérstaka þjóð sé að ræða, vilja nefna Kúrdana Fjalla-Tyrki. Talið er að Kúrdarnir í Norður-írak muni eiga afar erfitt með að leysa þann vanda hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að aflétta viðskiptabanni á norðurhér- uðin. Héruð þeirra, þar sem þeir ráða í reynd algerlega eigin malum sem stendur, teljast enn hluti Iraks og falla því undir viðskiptabannið á stjórn Saddams. Fjölmiðlar í Bagdad segja að Kúv- eit sé enn hérað í Irak eins og um hríð eftir innrásina 1990 og óttast margir Kúveitar að enn eigi eftir Elstii viðar- munir í heiminum PÓLSKIR fornleifafræðingar segj- ast hafa fundið um 100 smágerð steinaldarlíkneski, sem þeir telja að séu elstu viðarmunir gerðir af manna höndum sem fundist hafa. Líkneskin eru eins til sjö sentimetra löng og er talið að þeim hafi verið hent í stöðuvatn við trúarathafnir og þau hafa varðveist í nærri 11.000 ár í súrefnissnauðum botnlögum. Forn- leifafræðingar segja að engir munir þessum líkir hafi fundist áður og þeir geti veitt mönnum innsýn í trú- arlíf steinaldarfólks. Brjóstagjöf verði aukin í DAG hefst herferð tveggja stofn- ana Sameinuðu þjóðanna til að efla bijóstagjöf í heiminum og sérstak- lega í þróunarríkjunum. Talið er að 3-4.000 ungbörn deyi dag hvern vegna þess að þau njóta ekki móð- urmjólkur. Börn sem gefið er þurr- mjólk blandaða í vatn deyja mörg hver vegna þess' að vatnið er meng- að, en auk þess fá börn hluta af ónæmiskerfi móðurinnar í gegn um bijóstamjólkina. Réttað í tvö ár? Réttarhöldin í máli Erichs Hon- eckers, fyrrum leiðtoga Austur- Þýskalands, gætu staðið yfir í tvö ár, að sögn þýskra dómsmálayfir- valda. Utanríkisráðherra Þýska- lands, Klaus Kinkel, sagði að óvíst væri hvort hægj, væri að sakfella Honecker, því vestrænn refsiréttur væri illa í stakk búinn til að dæma um glæpi í kommúnistaríki sem ekki að koma til átaka milli þjóðanna. Nýlega sýndi Saddam að hann væri við hestaheilsu er hann s.takk sér til sunds í ána Tígris og synti yfir hana. Sjálfstraust hans er sagt hafa vaxið mjög eftir að málamiðlun tókst í deilu um aðgang eftirlitsmanna SÞ að ráðuneyti í Bagdad. BARNASKO-UTSALAN hefst á hriðjudag. 20-50% afsláttur. smáskó Skólavörðustíg 6B, sími 622812. er lengur til. Kona Honeckers, Mar- got, sem uppnefnd var „Elena Ceau- sescu Þýskalands", segist ekki ætla að snúa til Þýskalands frá Chile. Fáir þorskar í Eystrasalti SÆNSKI sjávarútvegsráðherrann vill banna allar þorskveiðar í Eystra- salti og vonast til að bann verði sam- þykkt í september á fundi ráða- manna ríkja sem land eiga að haf- inu. Hann segir að fiskveiði dragist nú almennt saman í Eystrasalti, en þorskveiðar einna mest. Lýst eftir stríðs- föngum STJÓRN Rússlands bað í gær um aðstoð almennings til að hafa upp á Bandaríkjamönnum og öðrum út- lendingum, sem sagt er að hafi ver- ið sendir í rússneskar fangabúðir árið 1945. Yfirmaður nefndar sem rannsakar málið segir að um 39 bandarískir ríkisborgarar, flestir af slavneskum ættum, hefðu verið sendir í fangabúðir af öryggislög- reglunni og blað þingsins birti í gær 25 nöfn manna sem leitað er. Imelda kaupir skó IMELDA Marcos, ekkja fyrrum ein- ræðisherra Filippseyja, er nú í Hong Kong, þar sem hún reynir að hafa uppi á týndum auði Ferdinands manns síns í bönkum. Heimildir herma að hún hafi keypt sex pör af skóm úr krókódílaleðri í ferðinni, sem samtals kostuðu um 600.000 ÍSK. Stúdentasamtök hyggjast hlaða skóhaug fyrir.utan hótel henn- ar til að mótmæla flottræfilshætti harðstjóraekkjunnar, sem skildi hundruð skópara eftir í kjallara for- setahallarinnar þegar þau hjónin flúðu land í lýðræðisbyltingunni árið 1986. Guðrún Rauðarárstig Lokað þriðjudag EITTHVAÐ FYRIR ÞIG? Snæfell kynnir: Saumaklúbbinn AM MBMO! sem er eitthvað fyrir þig. Hvað kostar svo að ganga í kiúbbian? ' Það kostar aðeins kr. 1.680,- fyrir fyrsta árið, og strax við inngöngu ynnist þið klúbbtvinnanum því þið fáið send fjögur 1000 metra hvít tvinnakefli ásamt vönduðu faidamáli (að verðmæti kr. 1.680,-). Hvetju hef ég þá að tapa? Engu, því auk tvinnans og faldamálsins fáið þið sent þann 1. október klúbbfréttir ásamt vörupöntunarlista og síðan á tveggja mánaða fresti klúbbblaðið Allir með tölu með fræðandi og gagnlegum upplýsingum um það sem kemur best að gagni við saumaskapinn. Persónulegur klúbbur í póstverslunarformi, sem veitir þér aðgang að landsins mesta úrvali af tvinna fyrir allar þarfir á klúbbverði, ásamt öðru tilleggi fyrir saumaskap. Þar sem Snæfeil hefur 20 ára reynslu í sölu á vörum sem tengjast saumaskap, geturðu treyst á faglega þjónustu. Snæfell hefur gott tölvukerfi, þar sem öll viðskipti eru skráð og verður þjónustan því persónulegri. Nafn Heimili Póststöð Kennitala Sími ÓSKA AÐ GREIÐA MEÐ □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORTI □ PÓSTGÍRÓ kortnr: n i n rrt ~n r tti 11 n r 1 GILDISTÍMI: rn 1 1 UNDIRSKRIFT Geiar sarnna- 1 klúbbitrkm miun gengíd i klúbbinn?. Já, það getur hann svo isannarlega gert, efallir fmeðlimir í þínum saumaklúbb ganga í Allir með tölu fá þeir fjögur hvít og tvö svört 1000 metra tvinnakefli ásamt vönduðu faldarmáli og tvinnaklippur að auki (allt að verðmæti kr. 2.720,-), það munar um minna. H&gnast klúbburinn minn á annan Mtt? Já, klúbburinn þinn geturgert hagkvæm sam- eiginleg innkaup og fengið magnafslátt ef keypt er í heilum einingum, ásamt því að spara í flutningi. MMM® Langholtsvegi 109 Pósthólf 4046, 124 Reykjavík Skráningarsími (91) 68 33 44 S I G R 0 N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.