Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. AGUST 1992 25 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Orri, Stefán og Margrét fóru í Búðir á Snæfellsnesi og ætluðu sér greinilega ekki að verða svöng þar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Christel, Gunnar og Einar ætluðu út í Eyjar og tóku daginn snemma. Friðrik Sophusson „Hagræðingarsjóður hefur verið notaður eins og leiksoppur í hráskinnsleik á undan- förnum vikum. Það er kominn tími til að hverfa frá þeim leik og snúa sér að lausn vandamálanna sjálfra.“ Skuldsetning ríkissjóðs er skammgóður vermir Þeir sem gera út á ríkissjóð verða að átta sig á því, hvernig sú „auðlind" endumýjar sig. Komi hvorki til niður- skurðar né nýjar tekjur, myndast meiri halli þegar nýjar kröfur eru gerðar. Hallanum hefur verið mætt með lántökum sem skattgreiðendur framtíðarinnar þurfa að greiða. Mikil lánsfjárþörf ríkissjóðs leiðir til hærri vaxta á lánsfjármarkaði með tilheyr- andi erfíðleikum fyrir aðra lántakend- ur — ekki síst atvinnufyrirtækin. Það er því skammgóður vermir að skuld- setja tóman ríkissjóð. Krafan um að nýta aflaheimildir Hagræðingarsjóðs til annarra nota en lög gera ráð fyrir er í raun krafa um ríkisstyrk. Ætli ríkisstjórnin á hinn bóginn að gefa eftir tekjur eða auka gjöld til að draga úr atvinnubresti, þarf að skoða það sérstaklega hvernig slík aðstoð kemur að bestum notum. Vandamálin i íslensku atvinnulífí eru mörg og ekki eingöngu bundin við sjávarútveg. Eitt af því sem hlýtur þó að vera til sérstakrar skoðunar eru mildandi aðgerðir vegna þorskbrests- ins. Þess begna hefur ríkisstjórnin beðið Byggðastofnun um að benda á leiðir í þeim efnum. Byggjum upp þorskstofninn Frá því að kvótakerfið tók gildi hefur sjávarútvegsráðherra sjaldnast farið að ráðum fiskifræðinga og oft- ast hafa veiðamar farið langt fram úr tillögum þeirra. Að mati Hafrann- sóknastofnunar súpum við nú seyðið af þeirri ofveiði. Ríkisstjórnin hefur tekið þá ákvörð- un að freista þess að byggja upp þorskstofninn á nýjan leik. Slík ákvörðun leiðir til alvarlegra — en vonandi-tímabundinna — vandamála í sjávarútvegi og þar með í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. Við slík skilyrði þarf ríkisvaldið að draga sem mest úr útgjöldum sínum til að gefa atvinnulífinu olnbogarými til nýsköpunar. Sem betur fer eru ýmsir möguleikar fyrir hendi í þeim efnum — ekki síst með þátttöku okk- ar í Evrópska efnahagssvæðinu. Ríkisstjórnin þarf einnig á erfiðum tímum að gæta þess sérstaklega að velferðarkerfið tryggi þeim verst settu eðlilega þjónustu og viðunandi kjör. Slíkt verður ekki gert án þess að hin- ir efnameiri taki meiri þátt í kostnaði við þá opinberu þjónustu sem ríki og sveitarfélög láta í té. Hagræðingarsjóður hefur verið not- aður eins og leiksoppur í hráskinns- leik á undanförnum vikum. Það er kominn tími til að hverfa frá þeim leik og snúa sér að lausn vandamál- anna sjálfra. Höfundur er fjárm&laráðherra. Svo á jörðu sem á himní frumsýnd 12. ágúst Atriði úr „Svo á jörðu sem á himni“ er sýnir björgunarmenn leggja sjórekinn skipverja á Pourquoi-pas til hvílu, frávinstri„Afi“ (Helgi • Skúlason), „ Kristján,“fóstursonur hans (Valdimar Orn Flygenring), , „björgunarmaður" (Asgeir Gunnarsson) og í höndum þeirra er látinn háseti af rannsóknarskipinu (Marteinn St. Þórsson). KVIKMYNDIN „Svo á jörðu sem á himni“ eftir handriti og í leiksljórn Kristínar Jóhannesdóttur, verður frumsýnd 12. ágúst næstkomandi í Háskólabíói. Myndin fléttar saman sögu ungrar stúlku og fjölskyldu hennar í afskekktri íslenskri sveit á 4. áratug aldarinnar og hliðstæðu hennar á 14. öld á sama stað, en þar strandaði franska rannsóknar- skipið Pourquoi-pas? árið 1936 og er þessi atburður sýndur frá sjónarhorni stúlkunnar. Kostnaður við myndina • var rúmlega 130 milþ'ónir króna. Framleiðandi myndarinnar er Tíu- tíu kvikmyndagerð hf., og segir Sig- urður Pálsson, forsvarsmaður félags- ins, að þetta sé í raun önnur frumsýn- ing myndarinnar á íslandi, var hún á Ólafsfírði 30. júní síðastliðinn, en leik- stjórinn er ættaður þaðan. „Áhorfend- ur á Ólafsfirði voru mjög snortnir, enda þekkja þeir sjóslys af eigin raun,“ segir Sigurður. „Svo á jörðu sem á himni“ var kvikmynduð á tólf vikum víða um land á tímabilinu júlí til október 1991, en á annað hundrað manns tók þátt í gerð hennar á mis- munandi stigum framleiðslunnar. Norræni. kvikmynda-og sjónvarps- sjóðurinn íjármagnaði stóran hlut myndarinnar, ásamt norrænum kvik- myndastofnunum, en hún var valin sem framlag íslands til norræns sam- starfsverkefnis á sviði kvikmynda- gerðar 1991-1992. Enn fremur fékkst fjármagn frá Evrópska kvikmynda- sjóðnum og Frönsku kvikmyndastofn- uninni. Stjórn kvikmyndatöku var i umsjón Snorra Þórissonar, Guðrún S. Haraldsdóttir hannaði leikmynd og Helga Stefánsdóttir búninga, hljóð- upptaka var í höndum Kjartans Kjart- anssonar en Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlist fyrir myndina. Kvik- myndin „Svo á jörðu sem á himni“ var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Can- nes fyrr á þessu ári en var með í opinberu úrvali utan keppni. Hún hlaut þar góðar viðtökur áhorfenda og mun verða sýnd á ýmsum kvik- myndahátíðum víða um heim á næst- unni, þ.á m. mun hún verða opnunar- mynd á hátíð sem haldin er í St. Thér- ése í Quebeck í Kananda í lok septem- ber. Með helstu hlutverk fara Alfrún H. Ömólfsdóttir, Tinna Gunnlaugs- , dóttir, Pierre Vaneck, Helgi Skúlason, Sigríður Hagalín, Valdimar Örn Fly- gering og Cristopher Pinon. Ráðstefna um börn og barnavernd Morgunblaðið/Kristjana R. Ágústsdóttir Listamaðurinn, Hallsteinn Sigurðsson, við minnisvarðann. Minnisvarði um Sturlu Þórðarson afhjúpaður Búðardal. MINNISVARÐI um Sturlu Þórðarson lögmann og sagnaritara var afhjúpaður fimmtudaginn 30. júlí sl. við hátiðlega athöfn í Búðardal. Minnisvarðinn er verk Hallsteins Sigurðssonar myndhöggvara. Athöfnin fór fram í blíðskapar- veðri en skýjað var fram yfír há- degi. Rétt áður en athöfnin hófst fór sólin að skína og var þessi dagur einn af þeim bestu í sumar og hélst til kvölds. Ræðumenn voru þeir Matthías Johannessen skáld og ritstjóri og Marteinn Valdimarsson sveitarstjóri sem bauð gesti velkomna. Þá tók til máls sýslumaðurinn Friðjón Þórðar- son sem lýsti aðdraganda þess að listaverkið var fengið og sett upp og sagði í stuttu máli sögu Sturlu Þórðarson. Ennfremur sagði sýslu- maðurinn frá styrk sem fékkst til kaupa listaverksins frá Listskreyt- ingasjóði ríkisins. Listamaðurinn, Hallsteinn Sig- urðsson, á ættir sínar að rekja héð- an úr Dölum og er bróðursonur Ásmundar Sveinssonar mynd- höggvara en sú ætt var frá Kols- stöðum í Miðdalahreppi. Þessi athöfn tókst mjög vel og var öllum viðstöddum boðið til veislu í Dalabúð þar sem Matthías Johann- essen flutti ræðu sem var bæði fróð- leg og skemmtileg. Það er mjög áhugavert þegar framámenn í byggðarlögum hafa smekk og áhuga fyrir fegrun og listum og það lyftir öllu mannlífi íbúanna upp. - Kristjana. NORRÆNA ráðstefna um barna- vernd verður í Reykjavík dagana 3. til 6. ágúst og verða þattakendur rúmlega 400, um 100 íslendingar og 300 frá hinum Norðurlöndunum. Guðjón Bjarnason, sem situr í und- irbúningsnefnd íslands fyrir ráð- stefnuna, segir að í ár hafi upphaf- lega nær eingöngu átt að fjalla um vanrækslu barna, en málin hafi þróast þannig að nú verði miklu breiðari málefni barna rædd. Heið- ursgestur ráðstefnunar er frú Vig- dís Finnbogadóttir, forseti íslands. Um 50 málþing verða á ráðstefn- unni, flest stutt, þar sem fjallað verð- ur um ýmis málefni. Þó nokkrir íslend- ingar munu vera með fyrirlestra, þar á meðal Ólafur Ólafsson, landlæknir, og Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, mun ávarpa ráðstefnuna við setningu hennar. Guðjón segir að ástæðan fyrir því að svo mikil áhersla sé lögð á van- rækslu barna sé sú að þessi málaflokk- ur hafí gleymst í allri þeirri umræðu sem fram hefur farið. Vanrækslan hafi til að mynda fengið miklu minni umfjöllun en ofbeldismál. Með van- rækslu bama sé átt við skort á uppörv- un, umhyggju og aðhaldi. Einnig verð- ur spjótunum beint að andlegu of- beldi, kúgun og hræðslu, sem sum börn verða að búa við heima hjá sér. Á málþingunum verða tekin fyrir efni á borð við kynferðisafbrotamál, vanrækslu barna og böm í fjölskyldum þar sem vímuefni og ofneysla áfengis em vandamál. Þessi ráðstefna er haldin annað hvert ár, fyrst 1983. Guðjón segir að hún sé nauðsynlegur vettvangur fyrir fólk, sem starfar að þessum málum, til að skiptast á skoðunum. Hann seg- ir að það sé ekki nógu algengt að sest sé niður og málin rædd. Það sé því nauðsynlegt að koma saman við og við og gera það, enda séu þessi mál svo fjölbreytileg að enginn einn maður geti haft yfirsýn yfir alla þá þætti sem tengjast þeim. Þau snerti mörg svið og huga þurfí að fórnar- lambinu, gerandanum, lögregluað- gerðum og ferlinu í dómskerfínu og ráðstefnan auðveldi skilning allra á þessum mismunandi þáttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.