Morgunblaðið - 01.08.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.08.1992, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 ATVINNU I '(5/ YSINGAR Laus staða Laus er til umsóknar staða skólastjóra tón- menntakennaradeildar Tónlistarskólans í Reykjavík sem jafnframt hefur með höndum stjórn annarra deilda skólans. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið. Vinnuvélamaður Sérhæft þjónustufyrirtæki í borginni óskar að ráða reglusaman, stundvísan og lipran einstakling á aldrinum 30-50 ára til framtíð- arstarfa á vinnuvélum. Þarf að hafa vinnu- vélaréttindi. Starfið er laust í ágústmánuði. Umsóknir er tilgreini aldur og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „K - 329“ fyrir föstudagskvöld. Kennarar Kennara vantar við Grunnskóla Tálknafjarðar. Ýmsar kennslugreinar og bekkir koma til greina. Húsnæðishlunnindi í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 91-35415 eða 94-2565 og formaður skóla- nefndar í síma 94-2666. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Sjúkraþjálfarar Laus er til umsóknar ein staða sjúkraþjálf- ara við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá 15. nóvember 1992. Upplýsingar um starfið veitir yfirsjúkraþjálfari. Umsóknarfrestur er til 5. september 1992. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavik, sími 678500, fax 686270 Forstöðumaður vistunarsviðs Laus er staða forstöðumanns vistunarsviðs í fjölskyldudeild. í starfinu felst yfirumsjón með stuðningsúr- ræðum fyrir fjölskyldur, svo sem sumardvöl- um, stuðningsfjölskyldum og tímabundnu fóstri barna. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Upplýsingar gefur Erla Þórðardóttir, yfirmað- ur fjölskyldudeildar, í síma 678500. Náttúrulækninga- félag íslands auglýsir eftir starfsmanni til að annast rekst- ur heilsuskóla félagsins. Þetta er fullt starf sem felst að hluta til í kvöld- og helgarvinnu. Umsóknum skal skila á skrifstofu NLFÍ, Laugavegi 20B, Reykjavík, fyrir 15. ágúst. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. íi> ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Bókhald Þjóðleikhúsið vantar fulltrúa í bókhaldsdeild til afleysinga f eitt ár. Viðkomandi verður að vera vanur almennum bókhaldsstörfum og geta unnið sjálfstætt. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Þjóðleikhúss- ins, Lindargötu 7, fyrir 17. ágúst nk. Þjóðleikhúsið, Lindargötu 7. Lausar stöður við skólatannlækningar Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur Lausar eru stöður við skólatannlækningar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur sem nem- ur einni og hálfri stöðu. Til greina kemur ein heil staða og ein hálf, eða þrjár hálfar, eftir samkomulagi. Stöðurnar veitast frá 15. sept- ember, en um er að ræða verksamninga. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um tannlæknismenntun og tannlæknisstörf, sendist Stjórnsýslu heilsugæslunnar í Reykjavík, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík, fyrir 1. september nk. Nánari upplýsingar veitir yfirskólatannlæknir í síma 22400. Heilsugæslan í Reykjavík, 28.júlí 1992. Frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki Sérkennarar Vegna stofnunar sérdeildar við skólann vant- ar sérkennara til að taka að sér umsjónar- kennarastarf í deildinni. Einnig vantar sérkennara til kennslu í sér- deildinni. Almenn kennsla Kennara vantar til almennrar kennslu í 6. og 7. bekk. Upplýsingar gefa Björn Sigurbjörnsson, skólastjóri, í síma 95-36622 og Oskar Björns- son, aðstoðarskólastjóri, í síma 95-35745. jáSfa Skandia Wísland Einkaritari Skandia ísland óskar að ráða einkaritara forstjóra. Starfið felst í innlendum og erlendum bréfa- skriftum, aðallega á ensku og sænsku. Unn- ið er í ritvinnslu eftir „diktafóni“/hljóðsnældu með aðstoð AS 400 tölvubúnaðar. Einkaritari mun annast vistun skjala, undir- búning funda, skipulag ferðalaga auk þess að vera forstjóranum innan handar við ýmis verkefni er varða markmið fyrirtækisins. Áhersla er lögð á að umsækjendur séu með góða ensku- og sænskukunnáttu, bæði í töluðu og rituðu máli. Um er að ræða sjálf- stætt starf sem krefst skipulagshæfni, áreið- anleika og árverkni í hvívetna. Sett er skil- yrði fyrir haldbærri reynslu af sambærilegu. Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst nk. Ráðning verður sem fyrst. Vinsamlega athugið að fyrirspurnir varð- andi ofangreint starf verður eingöngu svar- að hjá Ráðningarþjónustu Lögþings. Unnið verður með allar umsóknir f fyllsta trúnaði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hœð, 105 Reykjavik Siini 91-628488 KFUK-KFUM-SÍK Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58. Engin samkoma vegna fjöl- skyldumóts í Vatnaskógi. KROSSÍNN Samkoma í kvöld kl. 20.30. Sunnudagun Samkoma kl. 16.30. Þriöjudagur. Biblíulestur kl. 20.30. Góða verslunarmannahelgi. Samkomur í Fíladelfíu falla niöur um helgina vegna Landsmóts hvítasunnumanna í Fjótshlíö. Viö minnum á Samhjálparsam- komurnar um helgina. Dagskrá vikunnar framundan: Miövikudagur: Vitinisburðarsamkoma kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir um verslunarmannahelgi: 2. ágúst kl. 13. Nesjavallavegur - Borgarhólar. Gengið frá Nesjavallavegi að Borgarhólum og til baka verður gengið hjá Helgufossi austan Grímmannsfells. Verð kr. 800,- 3. ágúst kl. 13. Blikastaðakró - Leirvogur. Ekið að Háumýri austan Korpu og gengið þaðan í Blikastaðakró. Verö kr. 800,- Brottför frá Umferðamiðstööinni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. UTIVIST Hallvoigarstig 1 • simi 614330 Dagsferðir sunnudaginn 2. ágúst. Kl. 9.00 Fjallganga nr. 10 Skarðsheiði. Gengið verður frá Efra-Skarði á Heiðarhorn. Munið eftir fjallabókinni. Verð kr. 1600/1800. Kl. 13.00 Gengin gömul þjóðleið um Vindáshlíð yfir í Fossdal í Hvalfirði. Verð kr. 1100/1200. Mánudaginn 3. ágúst. Kl. 8.00 Dagsferð í Bása. Dvalið um 3-4 klst. Verð kr. 2500/2300. Kl. 13.00 Kaupstaöaferð, gengið frá Hópi í Þórkötlustaðarhverfi eftir gamalli götu, Skipastíg, í Eldborg og að Stapafelli. Verð 1600/1800. Allir eru velkomnir í Útivistarferð. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri i fylgd með foreldr- um. Útivist. Nýja postulakirkjan íslandi Ármúla 23, 2.h. 108 Reykjavík. Sunnudaginn 2. ágúst kl. 11.00 verður haldin guðsþjónusta af Michael Eberle presti. Ritningar- orð dagsins eru úr Míka 7.9. „Hann mun leiða mig út til Ijósslns; ég mun horfa ánægð á réttlæti hans.“ Verlð velkomlnl Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina fyrir þá sem ekki fara í ferð: Opið hús í dag kl. 14-17. Lítið inn og spjallið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni. Almennur söngur kl. 15.30. Takiö með ykkur gesti. Samhjálparsamkoma sunnu- daginn 2. ágúst kl. 16.00. Sam- hjálparvinir gefa vitnisburöi og kórinn tekur lagið. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42, um verslunar- mannahelgina. Samhjálp. Verslunarmannahelgin í Reykjavík Sigling með ms. Árnesi út I Eng- ey, ca. 2,5 klst, gönguferð um eyna með fararstjóra. Farið frá Grófarbryggju (gamla ferjulægi Akraborgar) laugardag kl. 16.00 og 19.00 og sunnudag kl. 13.00 og 16.00. Verð kr. 1.200,- fyrir fullorðna og kr. 600,- fyrir börn. Nánari upplýsingar í síma Ár- ness 985-36030 og Náttúru- verndarfélags Suðvesturlands 15800. MS. ÁRNES. Hjálpræðis- heHnn Kirkjustræti 2 Sumarkvöldvaka með veitingum í kvöld kl. 20.30. Útisamkoma á Lækjartorgi sunnudaginn kl. 16.00 og hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Majórarnir Carl og Gudrun Árskóg Lydholm frá Danmörku syngja og tala á öllum samko- munum. Mikill söngur og tónlist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.